Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1985, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1985, Blaðsíða 5
DV. FÖSTUDAGUR 30. ÁGUST1985. 5 Skorar á Steingrím að láta rannsaka hlutabréfasöluna Þungt hljóð íbændum á Stéttarsambandsþingi: Hrun blasir við á búvörumarkaði Frá Pétri Ástvaldssyni, fréttamanni DV á Laugarvatni: Aðalfundur Stéttarsambands bænda hófst á Laugarvatni í gærmorgun, en sambandið á 40 ára afmæli í ár. Um 130 manns voru viðstaddir fyrsta daginn en fundurinn stendur í þrjá daga. Ingi Tryggvason, formaður Stéttar- sambands bænda, flutti ársskýrslu í upphafi fundarins en að því loknu flutti Jón Helgason landbúnaðarráðherra ræðu. Einnig tók til máls Ásgeir Bjarnason, formaður Búnaðarfélags Islands. Eftir hádegi hófust umræður. Þar var þungt hljóö í bændum gagnvart ýmsum aðgerðum stjórnvalda undan- farið og þeim áróðri sem þykir hafa verið rekinn gegn hinum heföbundnu búgreinum. Ingimar Sveinsson.bóndi á Egilsstöðum, nefndi sérstaklega þrjár aðgerðir sem hefðu komiö mjög illa við bændur: Skertar niðurgreiðslur, afnám útflutningsbóta, samkvæmt nýju framleiðsluráðslögunum, og hækkun kjarnfóðurgjaldsins. Hann gagnrýndi harölega hraða afgreiðslu framleiðsluráðsfrumvarpsins á síðasta þingi og það að ekkert hefði verið rætt eða samráð haft við bændur. Þóröur Pálsson á Refsstað varaði mjög við þeirri stefnu sem rekin hefur veriö í niðurgreiðslumálum. Haldi svo áfram sem horfir, sagði hann, blasir við hrun á hefðbundnum iiuilendum búvörumarkaði. Þórður benti á að kindakjöt væri þegar orðið 15 prósent dýrara en það hefði orðið með óbreytt- um niðurgreiðslum. Þórður skoraði á landbúnaöarráöherra að auka niður- greiðslur á ný svo að þær verði til jafns við það sem tíökast á Norðurlöndun- um. Hinn nýi samningur Stéttarsam- bands bænda og ríkisins varð mönnum einnig að umtalsefni og virtust menn fremur ánægðir með hann. Tómas Gunnar Sæmundsson nefndi þó þann galla að þar væri samið um hefðbundn- ar búgreinar en látið sem aðrar væru ekki til. Stefán Jónsson tók í sama streng og sagði að samningurinn virtist hagstæður að sumu leyti. Þó væri miður að gert væri ráö fyrir of mikilli minnkun á framleiðslu kinda- kjöts milli ára. Stefán sagði einnig að það væri hastarlegt að þurfa að búa viö 50 prósent kjarnfóðurgjald sem rynni beint út í verðlagið á sama tíma og niðurgreiðslur væru lækkaðar. Nefndarstörf hófust í gær og verður þeim fram haldið í dag. Tólf herþotur yfir Reykjavík Við borgarbúum og fleiri lands- mönnum blasti óvenjuleg sýn hátt á himni í gærmorgun. Tvær flugsveitir flugu yf ir í þotuhæð með um hálftíma millibili með stefnu úr norðaustri til suðvesturs. Hér voru á ferðinni alls tólf banda- rískar herþotur á leið frá herflugvelU í Norður-Noregi til Bandaríkjanna. I fyrri hópnum, sem flaug yfir Reykja- vik rétt fyrir klukkan tíu, voru sex orrustuþotur af gerðinni F—15 og ein stór eldsneytisvél. Síðari hópurinn var yfir borginni rétt fyrir klukkan hálfellefu. Hann samanstóð af fjór- um F—16 þotum og einnig eldsneytis- véi. Glöggir menn tóku eftir því að ein þotan í seinni hópnum kom aftan að eldsneytisvéiinni og „fór á spenann” yfir Reykjavík. Tók orrustuþotan þannig eldsneyti á flugi fyrir augum borgarbúa. Kjartan Jóhannsson alþingismaður: Bandarisk F—16 orrustuþota tokur eldsneyti á flugi. Slika sýn mátti sjá hátt á himni yf ir Rey kjavík í gærmorgun. Með þessum hætti gátu orrustuþot- urnar flogið án millilendingar milli Norður-Noregs og Bandaríkjanna. -KMU. Kjartan Jóhannsson alþingismaður hefur með bréfi dagsettu 28. ágúst ítrekað áskorun sína til Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra um að hann beiti sér fyrir rannsókn á vinnubrögðum, aðdraganda og aðstæð- um við nýafstaðna sölu hlutabréfa ríkisins í Flugleiðum. I bréfi Kjartans til Steingríms segir aö því hafi verið haldið fram, og ekki að ástæðulausu, að stjórn Flugleiða hafi borist vitneskja um innihald til- boðs Birkis Baldvinssonar og hafi stjórn Flugleiöa gengið frá sínu tilboöi á þeim grundvelli. Jafnframt hafi ver- ið leidd rök að því að sú vitneskja hafi fengist hjá ráðherrum í ríkisstjórninni. Kjartan Jóhannsson segir ennfrem- ur í bréfinu að samgönguráðherra hafi lýst því yfir að hann vildi ekki að Birki yrðu seld bréfin vegna skoöana sem Birkir hefði látiö í ljós. Þá hafi fjár- málaráðherra iýst því yfir, þegar sala á hlutabréfunum var auglýst, að verð þeirra væri um nífalt nafnverð en sölu- verðiö sé nú metið sem fjórfalt nafn- verð. Kjartan vill að rannsóknin beinist að því hvort og þá með hvaða hætti stjóm Flugleiða . barst vitneskja um inni- hald tilboös Birkis og hvort sú sala, sem fram fór við áðurgreindar aöstæð- ur, fái staðist að lögum. Ennfremur telur alþingismaðurinn nauðsynlegt að aflað sé álits á því hvort það samrým- ist lögum og eðlilegum viðskiptahátt- um af hálfu ríkisins að persónulegar skoðanir manna ráði úrshtum um það hvort þeir geti átt viðskipti við ríkið, samanber yfirlýsingu samgönguráð- herra, og hvort það sé eölilegt að ríkið auglýsi hlutabréf tU sölu á tvöfalt hærra veröi en síðan er gengið að án þess aö fram komi opinberlega að fallið hafi verið frá upphaflegum verðhugmyndum. Kjartan rökstyður ósk sína um einungis gildi gagnvart því sem þegar hafi gerst heldur líka fyrir framtíðina. Eins sé mikilvægt aö leiöa í ljós hvort og þá með hvaða hætti trúnaður hafi verið brotinn á æðstu stööum í stjórn- kerfinu. Kjartan Jóhannsson alþingismaður. GOÐ OG HENTUG BARNAHÚSGÖGN Svefnbekkur með dýnu og 3 púðum: öll húsgögnin eru spónlögð með eikar- fólíu sem er mjög slitsterk og auðvelt að þrífa. 30% útborgun og afgangur á 6 mánuðum. 5% stað- greiðsluafsláttur og svo eru kreditkortin að sjálfsögðu tekin sem staðgreiðsla og útborgun á samningi. Opið til kl. 8 (20) í kvöld Verið vandlát og skoðið verðin HDSGAGNAHÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20 - 110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.