Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1985, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1985, Blaðsíða 19
DV. FÖSTUDAGUR 30. ÁGOST1985. 31 wóttir íþróttir íþróttir þróttir fþróttir . ; nes Jóhannsson, Gunnar Gíslason og Stefán Jóhannsson markvörður DV-mynd Bjarnleifur. n, 1-1, í gærkvöld. Fram í efsta sæti toppbaráttunni skaut, færiö varla nema 4—5 metrar, hitti ekki boltann, sem þó virtist ætla inn því Stefán haföi lent og virtist ósjálfbjarga. En sem boltinn var á leiöinni fram hjá KR markverðinum seildist hönd hans eftir boltanum, lagöi hald á hann og hættunni var afstýrt. Framarar héldu áfram aö sækja og heföu meö smá hugviti örugglega getaö skoraö, því að KR-vörnin var afskaplega gloppótt og víöa tækifæri til aö komast fram hjá henni. Mikill kraftur komst í leik Framara er Örn Valdimarsson kom inn á sem vara- maöur enda sendi hann margar óvit- lausar sendingar á samherja. Pétur Ormslev byrjaöi leikinn mjög vel en datt svo niður. Guömundur Torfason átti bestan leik Framara, sífellt á hlaupum sem geröi varnarmönnum KR erfitt fyrir. Ásgeir og Omar heföu átt aö geta gert betri hluti á miöjunni meö allt þaö pláss sem þeir fengu. Friörik var öruggur í markinu. KR-ingar voru undir þaö síðasta heppnir aö fá stig en í heildina tekiö var um sanngjörn úrslit aö ræöa. Willum Þórsson átti ágætan dag en enginn skar sig að ráöi úr. Bakverð- irnir Gunnar og Hálfdán Örlygsson skemmtilegir en Gordon Lee tekur ansi stóran séns meö því að láta bara einn varnarmann gæta sóknarmanns Framara þegar KR á horn. Stefán góöur í markinu. Lið KR: Stefán, Hálfdán, Gunnar, Hannes Jóhannsson, Jósteinn Einarsson, Willum, Ágúst Már Jónsson, Ásbjörn, (Börkur Ingvarsson), Sæbjörn Guðmundsson, Björn, Jón G. Bjarnason (Júlíus Þorfinnsson). Lið Fram: Friðrik, Ormarr Örlygsson, Þor- steinn Þorsteinsson, Viðar Þorkelsson, Sverrir Einarsson, Asgeir, Kristinn (Örn), Pétur, Omar, Guðmundur T., GuðmundurS. „JONS- ! rÍDAG ! stóKÍSÍ ! Dómstóll ÍSt f jallaði um málið og að g sögn Jóns Ingimarssonar, formanns I dómstólsins, verður dæmt í málinu í I dag, föstudag. -hsim. * Dómari: Ragnaröm Pétursson. Spjöld: Gul á Wiilum, Ágúst og Jón G. í KR og Þorstein í Fram. Áhorfendur: 1302 Maður leiksins. Guðmundur Torfason. Fram. SigA. Ingi Björn rangstæður — sagði fyrirliði Keflvíkinga um mark FH. Missti ÍBK af lestinni eftir jafntefli, 1-1, gegn FH? „Þetta voru mjög slæm úrslit fyrir okkur. Við lögðum allt kapp á að halda okkur í toppbaráttunni og mark FH var ólöglegt. Ingi Björn var 2—3 metra fyrir innan vörnina og rangstæður. Það var töluverð barátta í hjá báöum liðum og oft á kostnað knattspyrnunn- ar,” sagði Valþór Sigþórsson, fyrirliði Kefivíkinga, sem gerðu 1—1 jafntefli við FH. Keflvíkingarnir voru mjög óánægöir með að mark FH skyldi verða dæmt gilt og gerði Hólmbert þjálfari þeirra sér sérstaka ferð til þess að ræða við Baldur Scheving sem var iínuvörður. Úrslitin geta þó vart talist annað en sanngjörn. Leikurinn fór vel af staö. Keflvíking- ar voru nokkuö sprækari. Oli Þór var nálægt því aö skora fyrir IBK strax á 2. mínútu eftir aö hafa leikiö á Halldór markvörö en missti knöttinn of langt frá sér. Stuttu seinna fékk Gunnar Oddsson opiö færi eftir fyrirgjöf Öla Þórs en honum voru mislagðir fætur, skaut út af. Keflvíkingarnir héldu undirtökunum mestallan hálfleikinn en undir lok hans fór heimaliðið að sýna tennurnar. Jón Erling og Ingi Björn voru báöir nálægt því að finna netmöskvana. Baráttan var öllu meira í seinni hálf- leiknum, nokkuö mikiö um „tækling- ar” en þó án þess aö knattspy rnan væri gróf Á19. mínútu fékk Kristján Gísla- son dauðafæri eftir góöa sendingu Jóns Erlings en skot hans af stuttu færi fór í stöng og út af. Liöin skiptust síðan á færum án marka alveg þangaö til á 76. minútu. Keflavíkurvörnin var þá öll á leiðinni út. Svo virtist sem Ingi Björn sæti eftir í rangstöðunni en dómari benti leikmönnum á aö halda áfram. Boltinn barst til Inga Björns sem þakkaöi gott boö, lék á einn varnar- mann og sendi boltann framhjá Þorsteini. Knötturinn hefði aö öllum líkindum fariö rétta leið en Jón Erling sá um að hafa markið öruggt með því aö renna boltanum yfir línuna. Strax í næstu sókn á eftir jafnaöi ÍBK. Jón Kr. Magnússon, sem átti mjög góðan leik fyrir Keflvíkingana, átti þá sendingu fyrir mark FH, Oli Þór tók viö boltanum og skaut hnitmiö- uöu skoti sem Halldór náöi ekki að teygja sig í, 1—1. Þær örfáu mínútur sem eftir lifðu voru mjög opnar, bæöi liö gátu bætt viö sig mörkum en tókst ekki. Jón Kr. Magnússon átti stórleik i vörn Keflavíkur. Hann var mjög yfirvegaöur og virtist alltaf vita hvert boltinn ætti aö fara. Félagi hans, Valþór Sigþórsson, átti einnig góöan leik og í sókninni voru þeir Ragnar Margeirsson og Sigurjón Kristjánsson frískir. Kristján Gíslason átti bestan leik heima- manna. Baröist og notaði leikni sína vel. Jón Erling átti góöa spretti. Nokkuð kom á óvart lítil geta þeirra Janusar Guðlaugssonar og Inga Björns Albertssonar, báöir voru langt frásínubesta. Eyjólfur Olafsson var misjafn í dómum sín- um. Hann gaf þeim Janusi Guðlaugssyni og Kristjáni Gíslasyni, FH, gula spjaldiö. Lið FH: Halldór, Viöar, Guömundur, Dýri, Ingi Björn, Jón Erling, Kristján G., Magnús, Janus, Kristján H., Höröur. Lið IBK: Þorsteinn, Sigurjón K, Ingvar, Valþór, Freyr, Sigurður, Gunnar, Jón Kr., Ragnar, Oli, Helgi (Björgvin) Maöur leiksins: Jón Kr. Magnússon, IBK. -fros. Bikarmeistarar Vals 1985. — DV-mynd Bjarnleifur. Valur bikarmeistari eftir sigur á Akranesi, 1-0, í úrslitaleiknum Valsstúlkurnar tryggðu sér sigur í bikarkeppni kvenna í knattspyrnunni annað árið í röð þegar þær sigruðu Akranes í f jörugum og skemmtilegum úrslitaleik á Fögruvöllum í gær, 1—0, og skoraði Kristín Arnþórsdóttir sigur- mark Vals á 20. mínútu. Eftir leikinn afhenti Ellert B. Schram, formaður KSÍ, sigurvegurunum verðlaun sín. Valur byrjaði betur í leiknum og tókst að skora eftir 20 mín. Eva Þórðardóttir gaf vel á Kristínu sem lyfti knettinum yfir markvörö Akra- ness, Völu Ulfljótsdóttur, og í markið. Vel að þessu staðið og það reyndist sigurmark leiksins. Eftir því sem leið á leikinn sóttu Skagastúlkurnar í sig veðrið og sóttu meira. Valsvörnin var þétt fyrir og Erna Lúðvíksdóttir átti stórleik í marki Vals. Varöi nokkrum sinnum snilldarlega. Átti mestan þátt í sigri Vals ásamt Kristínu. Akranes var þó nálægt því aö jafna í byr jun síöari hálf- leiks en tókst ekki. Skyndisóknir Vals voru þá líka stundum hættulegar og tvívegis munaöi ekki miklu aö Kristínu tækist aö bæta við markatölu Vals (og sína). Skagastúlkurnar reyndu allt til aö jafna lokakaflann, voru meira með knöttinn þegar byrjunarkaflinn er undanskilinn en tókst ekki aö jafna. 1 fyrra sigraöi Valur Akranes einnig í úrslitaleik bikarsins, 6—4, og þá eftir I framlengdan leik og vítaspyrnu- keppni. Þá má geta þess að Kristín skoraði einnig sigurmörk Vals í bikar- leikjunum við Breiðablik og KR. -hsím. Said Aouita, Marokkó. Þeir sovésku sendir heim — Aouita reynir við heimsmetíBríissel íkvöld Said Aouita, ólympíumeistarinn frá Marokkó, mun reyna að setja heims- met i 3000 m hlaupi á grand prix mótinu í frjálsum íþróttum í Briissel í kvöld en það er síðasta mótið fyrir úrslitakeppnina i Róm 7.-8. septem- ber. Mikið úrvalslið verður á mótinu í Briissel, Carl Lewis, Sebastian Coe, Joaquim Cruz, Steve Ovett, Mary Slaney, Zola Budd og Maricica Puica, svo nokkur nöfn séu nefnd. Sovéskir ætluðu að senda frítt Uð með Sergei Bubka fremstan í flokki. Þegar sovéski hópurinn kom til Briissel var þar engin stórstjarna nema stangarstökkvarinn Volkov svo og hlaupararnir Igor Lototev og Pavel Yakovlev. Þeir voru samþykktir á mótið — aðrir í hópnum, allt ungt íþróttafólk, sent á brott af mótshöldur- unum. Fær ekki að keppa enda miklar kröfur gerðar til keppenda á grand < prix mótunum. -hsím. Einar keppir á heimsleikum stúdenta Frjálsíþróttakeppnin hófstígær Einar Vilhjálmsson verður meðal keppenda í spjótkasti á heimsleikum stúdenta í Kobe í Japan. Frjálsíþrótta- kcppnin þar hófst í gær og fyrstu guU- s verðlaunin hlaut Bandaríkjamaðurinn Keith Brantley. Hann sigraði í 10.000 m hlaupinu á slökum tíma, 29:11,24 , eftir hörkukeppni við Jesus Herrera, Mexíkó, sem hljóp á 29:11,71 og Shuichi Yoneshige, Japan. Hann varð þriðjiá 29:11,73 min. Þá var keppt til úrslita í kúluvarpi kvenna og 5 km kappgöngu kvenna. Alexandra Grigorieva gekk vega- lengdina á 22:21,10 mín. og var lang- fyrst. 1 kúluvarpinu sigraöi Natalia Lysouskaya, Sovét. Varpaði 20,47 m. Næst varð Yang Yanqin, Kina, með 17,79 m. Keppt var í undanrásum í mörgum greinum í gær og virðist Utið um þekkt frjálsíþróttafólk á leikunum, allt < annað en er í sundkeppninni. -hsím. "'"■'""■■■■■■■■■■■■■■■■"■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■•■■■■i Borg kynnir Svíþjóð Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, tíðinda- manni DV í Svíþjóð: Björn Borg hefur nú fengið starf hjá sænsku ríkisstjóminni viö að kynna Svíþjóö sem ferðamannaland. Hann er titlaður feröamálasendiherra og hefur ^ ákveðið að flytja aftur heim til Sví- þjóðar til að geta sinnt nýja starfinu betur. Borg fluttist á sínum tíma tU Mónakó tU að forðast skattana í heima- landi sínu. þróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.