Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1985, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1985, Blaðsíða 10
10 DV. FÖSTUDAGUR 30. ÁGUST1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Herforingjar löngum við stjómvölinn í Nígeríu Á þeim 25 árum sem liðin eru frá því Nígería fékk sjálfstæði frá Bretum hafa herforingjar farið með völdin í 15 ár. Eftir að Buhari hershöfðingja og stjóm hans var vikið frá völdum í hallarbyltingu á þriðjudag halda her- foringjar enn um stjómvölinn í Lagos. Landsmenn virtust almennt fagna stjómarskiptum í Nígeríu á gamlárs- dag 1983 þegar Buhari komst til valda. Efnahagsástandiö var hörmulegt og stjómsýsla mestöll í molum. I fyrstu bundu menn miklar vonir við nýja ríkisstjóm Buharis og víðtæka efna- hagsáætlun er stjóm hans ætlaði að hrinda í framkvæmd. Buhari og ríkisstjóm hans tókst ekki sem skyldi að fást við efnahagsvand- ann. Menn eru ekki á eitt sáttir um or- sakir þess. Spiilingarvefur í stjórnsýsl- unni innanlands var ekki upprættur og fáguðum loforðum um allsherjar- endurskipulagningu efnahags- og at- vinnumála var aldrei hrundið í fram- kvæmd af neinni alvöru. Utanaðkomandi þættir urðu ekki heldur tii að kynda undir framfarir í efnahagsmálum. Olían, aðaltekjulind Nígeríumanna, hélt áfram að falla í verði. Illa gekk að auka erlendar f jár- festingar í landinu, erlend skuldabyrði jókst tilmuna. Hallarbyltingin á þriöjudag byggir að mestu á sömu óánægjunni með stjómar- hætti og fleytti Buhari til valda fyrir rúmu einu og hálfu ári. Nokkrar staöreyndir um Nígeríu: Ibúafjöldi: Samkvæmt síðasta al- menna manntali frá 1963 er íbúa- fjöldinn í kringum 90 milljónir. Landsvæöi: 924,625 ferkílómetrar lands. Nígería á landamæri með Benín í vestri, Níger í norðri, Chad í norð- austri og Kamerún í austri. Höfuðborg: Lagos, íbúar um þrjár milijónir. Herstyricur: 120 þúsund manna landher vopnaður Scorpíon og T-55 skriðdrekum. 4 þúsund manna sjóher, hefur yfir aö ráða tveim smáum frei- gátum, fjórum korvettum og 14 öðrum smærri eftirlitsskipum. 9 þúsund manna flugher. Hefur yfir að ráða átta breskum Jagúarorrustuþotum, tólf Aífaþotum og 18 Mig 21 sovésksmíðuöum orrustuþotum. Efnahagur: Þjóðarframleiðsla Nígeríumanna árið 1982 var ríflega 71 milljarður dollara. Þjóðartekjur á mann um 860 dollarar. Opinberlega hefur verðbólgan verið talin um 40 prósent á ársgrundvelli en bankamenn í Lagos eru sammáia um að sú tala sé mun hærri. Erlendar skuldir Nígeríu nema um 15 milijörðum dollara. Nígeríumenn hafa aö undanförnu barist fyrir 2,5 milljarða dollara láni frá alþjóðagjaldeyrissjóönum en geng- ið heldur brösuglega því stjómin í Lagos hefur ekki viljað samþykkja skilyrði sjóösins um afnám inn- flutningshafta, gengisfellingu gjald- miðilsins, naira, og afturhvarf frá niðurgreiðslu á olíu. Stutt sögulegt yfirlit: Sambandsríkið Nígería fékk sjálf- stæði frá Bretum þann 1. október 1960. Jafnframt gerðist landið aðildarríki í breska samveldinu. Árið 1963 var komið á fót sambandslýðveldi í Nígeríu. I Nígeríu eru yfir 250 mismunandi ættflokkar og hafa erjur á milli þeirra sett sterkan svip á sögu landsins. Aðalættbálkar og helstu keppinautar um stjórnvölinn í Lagos eru þrír. Hausa-Fulani í norðurhlutanum, að meirihluta múhameðstrúarmenn. Yorubamenn í vestri, bæði kristnir og múslimar og hinir kristnu Ibomenn í austurhluta landsins. Borgarastríð var háð í landinu frá 1967—1970 er olli miklum hörmungum fyrir landsmenn. Gífurleg hungursneyð ríkti og allsherjar örbirgð. Ibomenn stofnsettu sitt eigið ríki, Bíafra, en undir forsæti Ojukwu liðþjálfa. Her sambands- stjómarinnar í Lagos, undir stjórn Gowons hershöfðingja, vann sigur eftir harðvítuga baráttu. Ibomenn voru ger- sigraðir. I kjölfar stríðsins voru gerðar miklar breytingar á stjórnkerfi Nígeríu. Landinu var skipt í 19 ríki auk þess sem herforingjastjórn Gowons leysti upp þingið og felldi úr gildi mest- an hluta stjómarskrárinnar. Árið 1979 var boöað til almennra þingkosninga í landinu og fór Shagari, leiðtogi Þjóöarflokksins, með mikinn sigur af hólmi. Shagari var kosinn forseti landsins í kjölfar kosninga- sigursins. Samhiiða lækkandi olíuverði og óhagstæðri gengisþróun versnaði efnahagsástand til muna áriö 1982. Spilling og glæpir jukust mikið. Shagari forseti brá á það ráð að draga úr atvinnuleysi á meðal Nígeríumanna með því að vísa úr landi yfir 2 milljónum ólöglegra farandverka- manna frá nágrannaríkjum Nígeríu í Vestur-Afríku. Aðgerðir Shagaris ollu mikilli ólgu innanlands sem utan. 1 þingkosningum árið 1983 var Shagari endurkosinn forseti en olli miklum kosningaóeirðum í vesturhluta landsins. Mikil óánægja var með fram- kvæmd kosninganna og ekki var Shag- ari vinsælli. Herforingjar ásökuðu hann um víðtækt kosningasvindl auk þess sem honum var kennt um síversnandi efnahagsástand. Á gamlársdag var Shagari steypt og Buhari hafinn til vegs og virðingar. Mikili órói fylgdi embættistöku Buharis. Áhrif múslimanna í noröausturhluta landsins jukust og lögreglan hóf fjöldahandtökur fyrr- verandi embættismanna er sakaðir voru um embættisafglöp og spillingu í starfi. Stjórnin bannaöi alla stjórn- málastarfsemi og í síðasta mánuði var hún harðlega gagnrýnd fyrir að kæfa í fæðingu alla gagnrýni á efnahags- stefnuna er skotiö hafði upp kollinum í nígerískum f jölmiölum. Áfram jókst ólgan undir niðri og á þriðjudaginn tóku herforingjar sig til undir forystu Babangida hers- höföingja og steyptu Buhari af stóli í hallarbyltingu þar sem engu blóði var úthellt. I Babangida: • Buhari er núna sennilega i varðhaldi hins nýja forseta. hugdjarfur ogvin- sæll herforingi Meðal nígerískra hermanna stafar viss ljómi af nafni Ibrahims Babangida, hins nýja herstjóra og for- seta Nígeríu. Babangida hefur á sér ímynd ódauðleika meðal hermanna eftir að hann afvopnaöi hóp uppreisn- armanna einn síns liðs. Það var 13. febrúar árið 1976. Þá voru sex mánuöir liönir síðan hinn vin- sæli herforingi Murtala Mohamed hafði hrifsaö völdin frá Yakubu Gowon hershöfðingja. Uppreisnarmenn höfðu myrt Murtala. En þeir voru í minnihluta og byltingartilraunin mistókst þegar stuðningsmenn Murtala snerust af fullu afli gegn þeim. Síðasta vígi upp- reisnarmanna var útvarpsstöð ríkisút- varps Nígeríu í Lagos. Babangida, sem var náinn aðstoðar- maður Murtala, gekk einn og óvopnað- ur inn í útvarpsstöðina. Hann taldi þá á að gefast upp. Það gerðu þeir. Síðan þá hefur Babangida skipað sérstakan heiðurssess í her Nígeríu. Enga her- stjórn hefur verið hægt að mynda án fulltingis hans. Það var Babangida sem lagöi á ráöin um byltinguna á gamlársdag 1983. Sú bylting batt enda á fjögurra ára til- raun með borgaralegt stjórnarfar. 125 ára sögu Nígeríu sem sjálfstæðs ríkis hefur lítiö verið um borgáralegar stjórnir. En margir bundu vonir við stjórn Shehu Shagaris. Hann hafði setið við stjórnvölinn í fjögur ár þegar kosning- ar voru haldnar í ágúst og september 1983. Stjórnarandstaðan mótmælti kosn- ingunum kröftuglega og sagði úrslitin hafa veriö fölsuð. Eftir kosningarnar feröaðist Baban- gida um landið og undirbjó valdarániö, að sögn heimiidarmanna. Þessir sömu heimildarmenn segja að Babangida hafi verið geysilega von- svikinn þegar sambyltingarmenn hans völdu Mohammed Buhari, sem var ekki með í samsærinu, í forsetastól. Babangida varð yfirmaður herráðsins, í virðingarstiganum rétt fyrir neðan Tunde Idiagbon hershöfðingja, aðal- keppinaut sinn. Sem yfirmaöur her- ráðsins var Babangida þriðji æðsti maður samkvæmt metoröastiga hers- ins. Babangida er 42 ára gamall. Hann hefur á sér þann orðstír að hann sé harðskeyttur atvinnuhermaður. Eng- inn á að vera jafnhugrakkur og hann. Sagt er að hann feli járnvilja sinn með alúðlegri framkomu. Hann tryggði sér stuðning margra manna Murtala eftir atburðinn í útvarpshúsinu. Hann fæddist í Minna, sem er í Mið- Noröur Nígerfylki. Þjálfun sína hlaut hann við varnarmálaskóla Nígeríu í Kadunaborg, sem er stjórnmálalegur miðpunktur norðursins, þar sem aöal- lega múslimar búa. Hann hlaut líka þjálfun í Bretlandi. Babangida er múslimi eins og flestir leiðtoga Nígeríu síðan landiö hlaut sjálfstæði frá Bretlandi árið 1960. Helsti ókostur Babangida er hatur á honum í hinum kristna austurhluta Nígeríu eftir borgarastríöið blóöuga árin 1967 til 1970. Þá reyndi Iboþjóð- flokkurinn aö stofna sjáifstætt ríki í Bíafra. Iboþjóðflokkurinn, sem er einn af hinum þremur stóru þjóöflokkum í Nígeríu, sakar hann um að hafa átt mestan þátt í flutningabanninu á Bíafra sem leiddi til mikillar hungurs- neyðar þar. Talið er að milljón manns hafi farist á þeim tíma. Umsjón: Þórir Guðmundsson og Hannes Heimisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.