Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1985, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1985, Blaðsíða 14
14 Nauðungaruppboð sem auglýst var I 87., 94. og 103. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í Hverfisgötu 49, þingl. eign Hrannar Haraldsdóttur, fer fram eftir kröfu Friðjóns Arnar Friðjónssonar hdl., Valgarðs Briem hrl., Baldurs Guö- laugssonar hrl., Gunnars Jónssonar hdl. og Gjaldheimtunnar I Reykja- vfk á eigninni sjálfri mánudag 2. september 1985 kl. 14.00. Borgarfógetaembættið I Reykjavlk. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 86., 95. og 100. tbl. Lögbirtingablaös 1985 á hluta I Einarsnesi 40, þingl. eign Mörtu Maríu Jensen, fer fram eftir kröfu Brynjólfs Eyvindssonar hdl., Einars Asgeirssonar hdl., Helga V. Jóns- sonar hrl., lönaðarbanka Islands hf., Skarphéðins Þórissonar hrl. og Gjaldheimtunnar I Reykjavlk á eigninni sjálfri mánudag 2. september 1985 kl. 10.30. Borgarfógetaembaettið I Reykjavlk. Nauðungaruppboð sem auglýst var 1 42., 51. og 57. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta I Boðagranda 7, þingl. eign Hrafns Sigurðssonar fer fram eftir kröfu Iðn- aöarbanka Islands og Landsbanka Islands á eigninni sjálfri mánudag 2. september 1985 kl. 15.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var 1105. tbl. Lögbirtingablaös 1984 og 10. og 13. tbl. þess 1985 á Norðurgaröi 1, þingl. eign Isbjarnarins hf., fer fram eftir kröfu Sigurðar Sigurjónssonar hdl., Gjaldheimtunnar I Reykjavík og Trygg- ingast. rikisins á eigninni sjálfri mánudag 2. september 1985 kl. 15.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavlk. Nauðungaruppboð annað og slðasta á Bragagötu 38 A, þingl. eign Gunnars Jenssonar, fer fram eftir kröfu Útvegsbanka Islands á eigninni sjálfri mánudag 2. sept- ember 1985 kl. 16.30. Borgarfógetaembættiö í Reykjavlk. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 42., 51. og 57. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta I Baldursgötu 13, þingl. eign Baldurs Fjölnissonar, fer fram eftir kröfu Jóns Finnssonar hrl. og Gjaldheimtunnar I Reykjavlk á eigninni sjálfri mánudag2. september 1985kl. 14.15. Borgarfógetaembættið I Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 42., 51. og 57. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta I Framnesvegi 18, þingl. eign Ásgeirs Reynissonar, fer fram eftir kröfu Guðjóns Á. Jónssonar hdl. og Gjaldheimtunnar I Reykjavík á eigninni sjálfri mánudag 2. september 1985 kl. 15.45. Borgarfógetaembættið I Reykjavlk. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 71., 75. og 81. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta I Njaröargötu 37, þingl. eign Rósu Ólafar Svavarsdóttur, fer fram eftir kröfu Guðjóns Á. Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri mánudag 2. septemb- er 1985 kl. 14.30. Borgarfógetaembættið I Reykjavlk. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 42., 51. og 57. tbl. Lögbirtingablaös 1985 á Grettis- götu 2, þingl. eign Markaðshallarinnar sf., fer fram eftir kröfu Gjald- heimtunnar I Reykjavlk, Jóns Þóroddssonar hdl., Ævars Guðmunds- sonar hdl., Landsbanka Islands, Gisla Baldurs Garðarssonar hdl. og Ás- geirs Thoroddsen hdl. á eigninni sjálfri mánudag 2. september 1985 kl. 14.45. Borgarfógetaembættið I Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var 1104. tbl. Lögbirtingablaös 1984 og 1. og 11. tbl. þess 1985 á hluta I Flyðrugranda 6, þingl. eign Ráöhildar Arnadóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavlk á eigninni sjálfri mánudag 2. september1985kl. 10.45. Borgarfógetaembættið I Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var 1105. tbl. Lögbirtingablaðs 1984 og 10. og 13. tbl. þess 1985 á hluta I Bragagötu 22, þingl. eign Ólafar Erlendsdóttur, fer fram eftir kröfu Guðjóns Á. Jónssonar hdl. og Gjaldheimtunnar I Reykjavík á eigninni sjálfri mánudag 2. september 1985 kl. 13.30. Borgarfógetaembættiö I Reykjavik. DV. FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST1985. Menning Menning Menning Stórstjörnur á afmælishátíð iazzvakningar Jazzvakning hefur stefnt hingað til lands álitlegum hópi erlendra jass- leikara í tilefni af 10 ára afmælishátíö félagsins. Hátíðin hefst að kvöldi fimmtudagsins 12. september og lýkur að kvöldi sunnudagsins 15. Auk erlendu gestanna mun framvarðar- sveit íslenskra jassleikara einnig koma fram. Fyrstu tónleikarnir veröa i Háskóla- bíói kl. 21.00 þann 12. Þar leika Tete Montoliu og Nils-Henning örsted Pedersen saman á píanó og bassa fyrir hlé. Eftir hlé syngur Etta Cameron, söngkonan þeldökka, með hljómsveit Ole Koch Hansens. Föstudaginn 13. sept. verða hátíöartónleikar í Háskóla- bíói og hefjast þeir kl. 19.00. Þar leikur tríó Nils-Hennings en það skipa auk hans Ole Koch Hansen á píanó og Pétur Östlund á trommur. Auk jass- verka margskonar munu þeir leika íslensk þjóðlög í jassútsetningum. Það er Ole Koch sem hefur útsett lögin fyrir tríó Nils-Hennings og strengja- kvartett sem Þórhallur Birgisson veitir forstöðu. Um kvöldið verða síðan opnir jassklúbbar í Víkingasal og Blómasal Hótel Loftieiða og einnig í Djúpinu. Laugardaginn 14. sept. verða tónleikar í Háskólabíói kl. 14 þar sem Mezzoforte leikur ásamt bandaríska saxófónleikaranum Tom Scott. Um kvöldið leikur sænska jasssveitin Emphasis on Jazz í Lækjarhvammi á • Etta Cameron er ein af stórstjörnum afmælishátíðar Jazzvakningar. • Þegar Jazzvakning stendur í stór- ræðum er Nils-Henning úrsted Pedersen jafnan skammt undan. Hótel Sögu. Þá sveit skipa sænskir jassleikarar og Pétur östlund. Hátíð- inni lýkur síðan á sunnudagskvöldið og verður útvarpað beint frá lokatón- leikunum. Islendingarnir sem koma erlendis frá til að leika á hátíðinni eru Pétur östlund frá Stokkhólmi og Jón Páll Bjarnason frá Los Angeles. Meðan á hátíðinni stendur verða í Djúpinu sýndar teikningar og ljósmyndir af jassleikurum eftir Tryggva Olafsson og danska ljósmyndarann Gorm Valentin. Hátíöardagana verður hér einnig haldið Nord-jassþing og í leiðinni er ætlunin að stofna Jasssamband Islands. Þessu til viðbótar verður gefin út afmælisplata undir handleiöslu Tómasar R. Einarssonar. Talið er að kostnaöur við hátíöina verði ekki undir 3 milljónum króna og hefur þó víöa verið prúttað. T.d ætla Flugleiðir aö flytja gestina til landsins án endurgjalds. Forsala aðgöngumiða hefst nk. mánudag í Karnabæ í Austurstræti. Draugagöngutúr — málverk Gunnars Karlssonar í Salnum Meðan flestir skólafélagar hans fóru til Hollands, Ameríku eða Þýskalands í frariihaldsnám hélt Gunnar Karlsson til Svíþjóöar. Þaöan er hann nú kominn fyrir nokkru og heldur sýningu í Sahium viö Vesturgötu. Hvort sem námi hans eða skaphöfn er fyrir að þakka, þá er nokkuð víst að Gunnar hefur aöra tilburöi við málverk sitt en margir samferðamenn hans í list- inni. Myndir hans eru oftast fremur litlar og lausar í formi og litirnir annaðhvort drungalegir eða beiskir. Gunnar fjailar um fólk í nánum tengslum við annað fólk, fólk að bar- dúsa eitthvað úti í landslagi og auðséð er að hugur fylgir máli. Hið fígúratífa er ekki fyrirsláttur í myndum hans heldur gangverk þeirra því allt þaö sem gerist í þeim gerist í nánum tengslum við þær mannverur semþareraðfinna. Hæfileg andakt Þannig er málum a.m.k. háttað í betri myndum Gunnars því stundum drepur hann öllum áherslum á dreif í nokkurs konar hrærigraut áferðar og andstæðra lita. Raunar er best að nálgast sýningu Gunnars í Salnum með hæfilegri andakt. Listamaður- inn er nefnilega ekki allur þar sem hann er séður. Þungamiöja sýningarinnar er myndröð í viðhafnarrömmum sem ber heitið Öður til Islands og mynd- irnar nefnast t.d. Einn á báti og • Gunnar Karlsson — Fugl og fiskur (nr. 16). Eyjafjallajökull, Ber á baki og Skógafoss, Staldrað við á Snæfells- nesi o.s.frv. Skopskyn Gunnars er sem sagt í besta lagi og hér beinist það að „þjóðlegri” myndgerð Islendinga, sófalistinni svonefndu. Þessar mynd- ir hans eru eðlilega ýkjum blandnar og þarafleiðandi eru þær e.t.v. ekki nógu einkennandi fyrir myndlist Gunnars. Menn og furðuverur Tvö málverk í stærra lagi er þó að finna á sýningunni, sem vert er að staldra við. Þau bera nöfnin Vamm og vinna (nr. 15) og Fugl og fiskur (nr. 16) og eru laustengd viö önnur verk á staðnum. Þessi málverk ganga að vísu ekki alveg upp, til þess eru of margir „óvissuþættir” í þeim, svo notað sé mál reiknimeistara, en engu að síður bera þau vott um stór- brotið hugarflug og myndlistarlegan metnað. Bæði sýna verkin afmarkaðan myndheim, ógnvekjandi og kátlegan í senn, þar sem menn og furðuverur kljást og gera sér glaðan dag. Hér erum viö víðs fjarri myndveröld amerískra og þýskra nýbylgjumál- ara. Tvær myndastyttur eru og á sýningunni, svona eins og illa geröir hlutir. -AI. Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.