Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1985, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1985, Blaðsíða 11
11 DV. FÖSTUDAGUR 30. ÁGUST1985. H jólbörukall undir Skógum Hann keyrði hjólbörurnar sínar hann Auðunn Hólm undir Skógum og sagði að nóg vœri að gera. Hann þáði vindil hjð ferðalöngum og hólt síðan áfram. DV-mynd G. Bender. í MAT í GAMLA KVENNABRAGG- ANUM A DJÚPUVÍK Frá Regínu Thorarensen, fréttaritara DV á Gjögri: Við hjónin borðuðum mat á Hótel Djúpuvíic síðastliðinn laugardag. Or mörgu var aö velja; kótelettum, London-lambi, djúpsteiktum fiski og léttreyktum lambahrygg. Við völdum okkur kótelettur, sem voru bæði vel fram bornar og bragðgóöar. Eg spurði svo gesti, þegar ég stóð upp frá borð- um, hvernig þeim líkaði maturinn og bar öllum saman um að maturinn væri alveg frábær og öll þjónusta væri sú fullkomnasta sem gæti verið. Einnig dáðust gestir að því hvað Ásbirni Þor- geirssyni hefði tekist aö halda gamla kvennabragganum, sem byggður var á árunum 1936 til 1938, vel í upphaflegu formi en gert hann upp svona hlýlegan og flottan. Ég spurði Margréti Sigbjörnsdóttur hótelstýru hvernig hún færi aö því að hafa matinn svona bragðgóðan og gera alla ánægða. Hún svaraöi því að það mætti aldrei krydda mat of mikið því að smekkur manna væri misjafn, bara að hafa krydd á borðum. Hótelstjórinn sagði mér einnig að síðan 28. júní, en þá var hóteliö opnað, hefðu komið 1.500 manns. Einn gesturinn, Eðvald Árnason, sá i um fjörið í dagstofunni og tók í hljóð- færið meðan aðrir gestir biðu eftir matnum. öll herbergi voru upppöntuð og varð aö setja mikið af aukadýnum. Margrét Sigurbjörnsdóttir kann aö taka á móti gestum eins og Eva, systir hennar. Þetta er hliðarspor — segir Lára M. Ragnarsdóttir sem tekið hefur við framkvæmdastjórn hjá Stjórnunarfélaginu „Þetta starf var of freistandi til að ég gæti hafnað því þegar mér bauðst það,” sagði Lára M. Ragnarsdóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri Stjórn- unarfélagsins. „Þetta er mjög fjöl- breytt starf. Hér gefst tækifæri til að fylgjast með öllum straumum í at- vinnulífinu. Þetta eru samtök ein- staklinga og félaga sem vinna aö ákveðinni hugsjón sem er að efla íslenskt atvinnulíf og stuðla að bættri stjórnun,” sagði Lára. Áður en Lára gekk til liðs við Stjórnunarfélagið var hún forstöðu- maður Áætlana- og hagdeildar ríkis- spítalanna. Hún lauk á sinum tíma prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Is- lands og hélt síðan í framhaldsnám í Noregi. Þaðan lá leiðin til Bandaríkj- anna þar sem hún vann við ráðgjöf í heilsuhagfræði og sjúkrahússtjórnun hjá einu stærsta ráðgjafarfyrirtæki sem um getur. Áhugann á heilsu- gæslumálunum fékk Lára meðan hún var skrifstofustjóri Læknafélag- anna, þá tvítug að aldri. „Hingað til hafa störf mín snúist um heilsugæslu og sjúkrahúsmál svo ég er aldeilis að taka hliðarspor núna,”segirLára. En þegar starfinu sleppir, hvernig ver framkvæmdastjóri Stjórnunar- félagsins frítíma sínum? „Eg hef gaman af tónlist og hlusta mikið á söig og óperur. Einnig hef ég gaman af jass og nútímatónlist. Ég var eins og aUir krakkar i kór í gamla daga en hef ekki lært tónlist þess utan. Þá hef ég gaman af að skokka og var með í skemmtiskokkinu á sunnu- daginn. Eg spila einnig badminton en er afskaplega klaufsk. Yfirleitt hef ég gaman af umgang- ast fólk og kynnast skemmtilegum hliðum á mannlífinu. Það er jú af- skaplega gaman að lifa, líka þegar það er erfitt,” sagði Lára að lokum. Lára M. Ragnarsdóttir er gift og móðir þriggja barna. G.K. DV-mynd V.H.V. Lára M. Ragnarsdóttir. Foreldrar efna til aðgerða: Laugardalsá hefur gefið 400 laxa Áfram halda veiöimenn aö renna þrátt fyrir rysjótt veður, norðanátt og kulda sunnan og vestanlands. Á Vestfjörðum er líka norðanátt og frekar kalt, en skýjað. Kalt á Norðurlandi og norðaustan- og aust- anlands hefur verið kalt og snjóað í fjöll, en veiöimenn halda áfram að renna fyrir það. „Það hafa veiðst 400 laxar og hann er 18 punda sá stærsti sem Gunnlaugur Einarsson veiddi,” sagði Sigurjón Samúelsson er við leituðum frétta af Laugardalsá. „Það eru ísfirskir veiðimenn við veiðar núna. Þaö er talsvert af fiski í ánni en þeir eru orðnir tregir sumir og legnir. Það hefur mest veiðst á maðk en alltaf veiðist eitthvað á flugu. Þetta sumar núna gengur næst sumrinu 1979, þá veiddust 596 laxar. Það veröur allavega veitt til 10. september, höfum ekki selt lengur ennþá. Það er norðangarri og frekar kalt,” sagði Sigurjón í lokin. Hvað skyldi vera aö frétta af Hvannadalsá og Langadalsá? Hvannadalsá hefur verið að rjúka upp og hafa veiðst »55 laxar, en Langadalsá hefur ekki gefið nema 41 lax. Hvannadalsáin er því komin yfir Langadalsána og er það einsdæmi. Veiðin í Sæmundará hefur verið þokkaleg og munu vera komnir 142 laxar á land og hann er 18 punda sá stærsti. En Sæmundará var þekkt fyrir það hér á árum áður að hafa stóra laxa. En eitthvað hefur kippt í þá þróun og núna veiðast fáir stórir. Bleikjuveiöin hefur verið góð og sumir fengið góða veiði eftir daginn. G.Bender. VEIÐIVON GunnarBender • Vestfirskur veiðimaður, Aðalsteinn Ólafsson, þræðir flugu á við Fjarðarhornsá og fókk siðan nokkrar bleikjur. DV-mynd G. Bender. Bjóða stjém- málamönnum á útifund „Við höfum boðið öllum forráða- mönnum stjórnmálaflokkanna á fund til að heyra hver stefna þeirra er í dag- vistarmálum borgarinnar,” sagðiKat- rín Didriksen, formaður samtaka for- eldra barna á dagvistunarstofnunum viðDV. Samtökin hafa boöað til aðgerða nk. mánudag. Foreldrar ætla að safnast saman við Hallgrímskirkju þennan dag kl. 16.30 og ganga fylktu 1161 niður aö Lækjartorgi. Þar verður síðan hald- inn útifundur. „Við gerum ráð fyrir því að á mánu- daginn verði ljóst hvort þurft hefur að loka deildum á barnaheimilum. Ef svo reynist er í bígerð að hvetja alla for- eldra til að mæta með böm sín til vinnu á þriöjudag,” sagði Katrín. Foreldrar eru ekki ánægðir með þær lausnir sem borgarstjóri hefur boðað. Þeir telja það gott að ófaglært starfs- fólk fari á námskeið en benda á að nauðsynlegt sé að barnaheimUi séu mönnuð af faglærðu fólki. „Það verður að bæta laun fóstra og minnka vinnu- álag. Við viljum að litið verði á dag- vistarstofnanir sem uppeldisstofnanir en ekki sem einhverja geymslustaði,” segir Katrín sem vonast til þess að for- eldrar barna á dagvistarstofnunum fjölmenni á mánudag. APH Lærður kokkur í Haf narkaff i Frá Þorgerði Malmquist, Neskaup- stað: Hafnarkaffi hefur nú verið opnað að nýju eftir gagngerðar breytingar. Er nú boðiö upp á hina ýmsu grillrétti svo og sælgæti. I Hafnarkaffi eru sæti fyrir 30 manns í mjög vistlegum sal. Allgóð aðsókn hefur verið enda kærkomið að fá staö sem þennan i bæinn. Eigendur Hafnarkaffis eru hjónin Aðalbjörg Þorvarðardóttir og Kristinn Guðmundsson. Sér Aðalbjörg um að matreiða enda lærður matreiðslu- maður. -EH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.