Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1985, Blaðsíða 32
44
DV. FÖSTUDAGUR 30. ÁGUST1985.
:
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Fyrir nokkru sögöum viö frá því
aö Christina Onassis vseri skilin viö
ciginmann sinn, Thierry Roussel,
og væri þvi einstæö móðir, en hún
eignaðist dóttur fyrir átta mánuö-
um. Nú höfum viö hins vegar þær
fréttir að færa að hjónin hafa tekið
saman aftur. Christina er mjög
ánægð með það og segir að barnið
hafi bjargað sambandi þeirra.
★ ★ ★
Leikarinn Bob Hope hefur verið
aðlaður af Elísabetu Englands-
drottningu. Hann getur samt ekki
sett nafnbótina sir fyrir framan
nafnið sitt því hann er ekki lengur
breskur ríkisborgari. Þetta er því
hálfgerður bjamargreiöi við Bob
en ánægjulegt fyrir hann samt, eða
hvað?
★ ★ ★
Margt er manna bölið, nú eru
píurnar í Dynasty voðalega reiðar,
þær fá nefnflega ekki lengur að nota
kjólana úr þáttunum tU einkanota.
Þetta hafa hinar umtöluðu leik-
konur stundað hingað til og svo
banna yfirmennirnir þeim þetta
bara sisvona. Joan Collins var svo
enn spæidari þegar hún fann ekki
nafnið sitt á iista yflr tíu mest kyn-
æsandi konur Bandaríkjanna sem
blaðið Penthouse birti nýlega. Þar
voru aftur á móti konur eins og
Victoria Principal og Linda Evans
sem meðfylgjandi mynd er af.
Karimenn verða bara að láta sér
nægja andlitsmynd af henni aö
þessu sinni, annars konar myndir
eru liklega í annars konar blöðum.
Skipstjórinn á Mermoz, Michael Lavoret, Matthías Kjartansson, deildar-
stjóri innanlandsdeildar Úrvals, og Guy Labet, yfirbryti á Mermoz.
DV-mynd PK
Tvœr sundlaugar eru í Mermoz en þær hafa litið verið notaðar í þessari
ferð. Farþegarnir notuðu samt góða veðrið til að sóla sig, jafnvel þó örugg-
ara væri að hafa teppi og lopa pevsu við höndina. DV-mynd PK
Mermoz í Reykjavík:
SÍÐASTA SKEMMTIFERDA-
SKIPIÐ Á ÞESSU SUMRI
Franska skemmtiferðaskipið
Mermoz stoppaði í Reykjavík í tvo
sólarhringa í síöustu viku. Þetta var
síðasta skemmtiferðaskipið á þessu
sumri en alls hafa komið 22 skip í
sumar. Mermox kom hingað til lands
fyrir rúmlega þremur árum þegar
Grace Kelly og eiginmaður hennar,
Rainer, komu hingað ásamt f jölskyldu
sinni.
Farþegarnir á Mermoz notuöu
tímann vel á meöan stoppað var hér,
sumir fóru í skoðunarferð til
Grænlands. Aðrir fóru að Gullfossi og
Geysi og einnig var boðið upp á
skoðunarferðir á Suðurnes. Alls voru
um 300 farþegar með Mermoz að þessu
sinni en þess má geta að þjónustuliðið í
ferðinni var álíka margt og farþeg-
arnir. Skipið tekur rúmlega fimm
hundruö farþega þannig aö frekar fátt
var í þessari sigiingu.
Stoppiö hér var liður í þriggja vikna
ferð til heimskautsbaugslanda og hófst
ferðin í Bergen. Flestir farþegarnir
voru franskir og flugu þeir til Bergen.
Frá Bergen var siglt tii Svaibarða og
þaðan hingað til Islands. Héðan fór
skipiö til Dublin og þaðan til Bergen
aftur.
Mermoz var smíðað áriö 1957 en
nokkrar endurbætur hafa verið gerðar
á því. I því er kvikmyndasalur, nætur-
klúbbur, saUndlaugar, spilasalur,
casino, tvær sundlaugar, þrír mat-
salir, stórir og rúmgóðir barir og
síðast en ekki síst glæsilegar káetur.
Það ætti því ekki að væsa um farþeg-
ana sem sigla með Mermoz og eftir því
sem blaðamönnum var tjáð kosta
ferðir meö skipinu dágóðan skilding.
Það var ferðaskrifstofan Orval sem
sá um móttöku farþeganna hér á landi.
-SJ.
Farþegarnir á Mermoz fengu is i
glösin i skoðunarferðinni til Græn-
lands og isinn var að sjálfsögðu tek-
inn af næsta ísjaka. DV-mynd baj.
VASKIR VEIÐIMENN í HAFNARFIRÐI
Kannski er betra að synda svo leikurinn verði jafnari gæti sá seinni á Veiðimennirnir ungu náðu ekki fisknum í þetta sinn. Hann var á heima-
myndinni veriö að hugsa. Reyndar hrasaði hann og datt en var fljótur á valii og tókst að fela sig áður en þeir náðu honum.
fætur og hélt eltingarleiknum áfram. DV-myndir: S.
Dorgað i tjörninni i Hafnarfirði, vinir veiðimannsins leggja sig fram um
að aðstoða hann sem best og banda honum á bráðina.
En fiskurinn slapp svo það er ekki annað að gera en hlaupa hann uppi.