Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1985, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1985, Blaðsíða 13
DV. FÖSTUDAGUR 30. ÁGUST1985. 13 Rökin sem aldrei komu I samanlagðri sorgarsögu áfengis- varnaráðs hljóta greinar Páls V. Danielssonar að vera hátindurinn. Svargreinar hans hafa verið sund- urlausir þankar utan um þá augljósu flatneskju aö ódrukkið áfengi skaði engan og annaö álika frumlegt og vitrænt. Ekki einasta reiddi hann ekki fram eina einustu röksemd máli sínu til framdráttar, heldur þóttist hann ekki vita til þess að neinum rökum þyrfti að svara. Það er því oröið fyllilega á það reynt aö þeir sem vilja berjast fyrir bættum áfengisvenjum á Islandi hafi ekki eftir neinu að slægjast úr þess- ari átt. Né heldur hefur hann bætt málstað áfengisvarnaráðs á nokkurn hátt. Ráðið stendur eftir allsnakið og af- hjúpað eins og áður og ber aö segja af sér. Rök gegn ríkjandi „stefnu" Þar sem Páll þykist engin rök kannast við í þessu máli skal ég sannarlega með glöðu geði hressa upp á minni hans. I stuttri grein get ég því miður að- eins drepið á nokkur af þeim rökum sem ég hefi sett fram í tugum blaða- greina um þetta mál, en það er mér bæði ljúft og skylt. Helstu rökin eru þessi: 1. Heildarneyslu vínanda í landinu skal halda sem næst í núverandi horfi. Þetta má segja aö sé hiö eina í núverandi stefnu sem tekist hefur þokkalega. Ástæðan er alkunn. Islendingar hafa um árabil rekið stranga verðstýringu, þ.e. áfengið er það dýrt að neyslan er sú lægsta í nokkru landi á Vesturlöndum. Hins vegar hefur veröstýring þessi veriö svo gróf og handahófskennd að hún hefur engan veginn nýst til að beina neyslunni frá sterku drykkjun- um á þá veikari. 2. Neyslunni skal beint frá sterku drykkjunum yfir á þé veikari. Þetta hefur ekki aðeins mistekist meö öllu, heldur hefur ráöið barist með oddi og egg gegn því. Staðreyndin er auðvitað sú að Is- lendingar fá hærra hlutfall úr sterkum drykkjum en nokkur önnur þjóð sem skýrir vel okkar hrikalega áfengisvanda. Þrátt fyrir hina lágu heildarneyslu er tíðni alkóhólisma síst lægri en í grannlöndum okkar hvað svo sem £ „Staðreyndin er auðvitað sú að ís- lendingar fá hærra hlutfall úr sterkum drykkjum en nokkur önnur þjóð sem skýrir vel okkar hrikalega áfengisvanda.” ábendingar WHO segja um tengsl heildarneyslu og alkóhólisma. Eina leiðin til að draga úr tíðni aikóhólisma á Islandi er aö beina neyslunni yfir á veikari drykki með því að leyfa bjór og ýta undir neyslu hans. En þetta er síður en svo einungis leið til þess að minnka áfengissýki, heldur og aðrar þær óæskilegu hliðar (t.d. ofbeldi) sem af neyslu sterkra drykkja hlýst. Það eitt að áfengisvarnaráö hefur ekki skiliö þetta skýrir hvers vegna ráðinu hefur mistekist sitt starf og þjónar því engum tilgangi héðan í frá. Kjallarinn ,Þar sem Póll þykist engin rök kannast við i þessu móli skal óg sannarlega með glöðu geði hressa upp ó minni hans." JÓN ÓTTAR RAGNARSSON DÓSENT Frjálslyndi framkvæmd 3. Þrotlaus (og skynsamleg) fræðslustarfsemi í skóium og fjöl- miðlum er forsenda fyrir árangri. Þetta er annað meginatriöi sem ráðinu hefur mistekist með öllu. Það verður að skera upp herör gegn ofneyslu áfengis (og ofneyslu sterkra drykkja) á Islandi, því vandamáli sem hefur komiö fleirum á kaldan klaka en öll önnur. En það verður aldrei gert með of- stæki, hræðsluáróðri, villandi upp- lýsingum og óvísindalegum fullyrð- ingum í fjölmiðlum sem eru aðals- merki áfengisvarnaráðs. Það verður einungis gert með því að höfða til skynsemi og frjálslyndis og með því að sýna vísindalega í hverju afleiðingar þessa vandamáls eru fólgnar! Ef núverandi áfengjsvamarráð elur enn þá von í brjósti að það sé fært um að standa fyrir fræðslu af því tagi er það misskilningur af verstu gerð. Lokaorð Það skiptir engu máli lengur hvort Páll V. Daníelsson skrifar fleiri pistla eða færri um áfengismál, það er Ijóst að hann skilur ekki um hvað málið snýst. Tækifæri það sem hann hafði til þess að verja gerðir áfengisvarna- ráðs er einnig honum úr greipum gengiö. Þessu þjóðhættulega ráði ber því að segja af sér. Það sem þjóðin þarf er ráð sem tekur heils hugar þeirri alþjóðlegu öldu sem beinist aö veikara og hættu- mlnna áfengi og í framhaldi af þvi aö nýrri kynslóð sem hafnar öllu áfengi nema því léttasta eða öllu áfengi yfirleitt. jön Óttar Ragnarsson. Magnús og fósturvemdarmálin Magnús H. Skarphéðinsson átti hér samhengislitla grein 17. fyrra mánaöar undir fyrirsögninni „Nokk- ur orð um fóstureyðingar”. Viröist sem eldmóður hafi runnið á hann, er honum var meinað að birta grein í Mbl. með athugasemdum við skrif mín þar. Beinir hann spjótum sínum mjög að Morgunblaðsmönnum, en vill þó kenna mér að einhverju leyti um, að þeir höfnuðu grein hans. Magnús lætur eins og fósturdeyðíngar séu hápólitískt mál. Telur hann, að ég hafi notið stjóramálaskoðana minna til að fara „krossferð” gegn fósturdeyðingum í blaðinu, hins vegar hafi aðrir ekkert frelsi haft til að „bæta þar um”. Viröist hann telja Mbl. sérlega and- vígt sósíaliskum skoöunum hans sjálfs gegn fósturdeyðingum, og hafi blaðiö nú slegizt í lið með þeim, sem megi ekki heyra minnzt á, aö fóstr- ið sé sjálfstætt Uf. Fósturdeyðingar hafa að vísu póli- tíska hlið, að því leyti sem um þær eru sett lög í þjóðþingum. Hér á landi bera sjálfstæðismenn þunga ábyrgð á núgildandi lögum, en sósíalistar vildu þó ganga enn lengra í árásum á ófædd börn, þegar málið var til umræðu á Alþingi 1975. Þar að auki eru það ekki alþýðubandalagsmenn, heldur Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, sem hefur margsinnis flutt frumvarp um félagslegan stuöning við konur, svo að þær geti betur séð bömum sínum farborða í staö þess, aö ríkisvaldið bjóði þeim hinn napra valkost fósturdeyðingar. Tímabundið ritbann Mbl. Magnús lætur sem ég hefði haft einkarétt til að skrifa um fósturdeyð- ingar í Mbl. Að áliðnum vetri var umræðan þar orðin lífleg um fóstur- verndarmál, bæði með og móti. Rit- stjórar Mbl. tjáðu mér þá, aö þeir vildu binda enda á þessa umræðu „að sinni”, þar sem menn héldu alltaf áfram að svara hver öðrum. Þessi ástæða var hálfgert yfirklór, því að ritdeilur hafa oft verið lang- vinnar um ómerkari mál. Hin ástæðan, sem þeir gáfu, aö „of mikil” skrif um þetta efni særðu fjölda kvenna, virðist hafa ráðið mestu (en skv. því ættu þýzkir sagnaritarar að skrifa sem minnst Kjallarinn JÓN VALUR JENSSON GUDFRÆÐINGUR um helförina gegn gyðingum, vegna þess að sá sannleikur „særir” svo marga). Sjálfur kynntist ég þessari ritskoð- un á Mbl., og auk mín og Magnúsar veit ég um a.m.k. einn fóstur- verndarmann, sem synjað var um birtingu efnis. Ritbanniö var ekki sett á ein- hliða vegna skrifa fósturverndar- manna, heldur allt eins vegna gagn- stæðra skrifa, sem þegar verst gegndi voru „óprenthæf” að sögn Morgunblaðsmanna. Engu að síður er ritbann þetta Mbl. til hneisu, því að um er að tefla málsvöm fyrir lífs- rétti þeirra, sem ekki geta varið sig, um 700 einstaklinga, sem búinn er bráður bani af manna höndum á hverju ári. Á meðan má lesa um flest annaö milli himins og jaröar i Mbl. Þó ber að minnast þess, að rit- bannið er tímabundiö. Þar að auki hindraði það ekki, að Mbl. birti grein og viðtal vegna stofnunar samtak- anna Lífsvonar og hvatningarbréf herra Péturs Sigurgeirssonar um bænir fyrir fæddum og ófæddum börnum og skorinort bréf í blaðinu 2/6 sl. Þess má því vænta, aö rit- bannið sé á undanhaldi. Fölsun eða fáfræði? Magnús fuilyrðir, „að svona póli- tískt einlitir boöberar (sic! — hér er átt við mig, JVJ) fái að ryðja inn tugum greina í Mbl., óáreittir, þegar litlum sem engum andmælum er hleypt inn á eftir”. Annaðhvort er þetta vísvitandi fölsun eða hann er hreinlega svona illa lesinn í Mbl. Af frumsömdu efni um fósturmál hef ég birt fimm greinar í Mbl. og þrjú bréf í Velvakanda frá júní í fyrra þar til ritbannið skall á í apríl sl. — ennfremur eina þýdda grein. Af þessum niu greinum og bréfum voru átta þeirra svör við skrifum andstæðinga í blaðinu. Eitthvað er því gruggugt við þá staðhæfingu, að ég hafi skrifað tugi greina, en lítil sem engin andmæli fengiö að birtast. Ég hef á skrá ekki færri en niu greinar eða iesendabréf í Mbl. frá sama tíma, þar sem reynt var að andmæla eða verjast skrifum mínum. Hverjum er Magnús að þjóna með því að láta líta svo út sem fylgismenn fósturdeyðinga hafi ekki fengið að njóta málfrelsis í Mbl.? Ágreiningur okkar Magnúsar Magnúsi er greinilega annt um eigiö frelsi til að bera fram andmæii í Mbl. En hverju vildi hann andmæla í skrifum mínum? Ekki þeirri stað- reynd, að ég sagði sannleikann um- búðalaust um þá þjáningu, sem fóstrið líður við dauöa sinn, og um siðleysi þess að deyða ófæddar mannverur. Því um nauðsyn slíkrar bersögli er Magnús algerlega sam- mála mér. Það, sem fékk hann loks til að taka upp pennann, var sú sér- vizka hans að fyrtast yfir því, að ég hafði svarað furðulegum rök- semdum konu nokkurrar og sýnt henni þá virðingu aö kryf ja og hrekja svo með viðeigandi hætti. Þar notaði ég m.a. trúarlegar röksemdir til að svara því, sem átti að heita „kristin” rök fyrir fósturdeyðingum. Magnús kunni ekki að meta siðferðisviðhorf mín og biblíuleg rök, enda annarrar trúar. En þessi ástæða — sem hann hirti ekki um að nefna í DV-greininni — er skýringin á því, að hann upp- nefndi mig í sífellu krossfara. En einnig hér reynist Magnús lítt sannsýnn. Þaö er ljóst af skrifum mínum, að ég hef hingað til fremur forðazt aö nota sérkristnar röksemd- ir í þessu máli. Auðvelt er að sýna fram á lífsrétt hinna ófæddu með al- mennt mannlegum og siðferöisleg- um rökum, og ég hef viljað skírskota þannig til alira í stað þess að binda mig við rök, sem aðeins höfða til manna með kristna sannfæringu. Hættan við trúarleg rök gegn fósturdeyðingum er auðvitað sú, að hinir efagjömu telji þau léttvæg og stimpli alia andstöðu við fóstur- deyðingar sem „kristnar sérskoðan- ir”. Þess vegna hef ég aðeins í þessu eina undantekningartilfelli beitt slíkum röksemdum. Hvatning Fósturverndarmaðurinn Magnús býsnaðist yfir því, að „krossfarar” skrifi „einir” á móti fósturdeyðing- um. Burtséö frá því, að þetta stenzt ekki, þá fýsir mig að spyrja þennan þrautþjálfaða kjallaragreinahöf- und: Hvers vegna hefur þú aldrei skrifað neitt sjálfur að gagni um málið, eins og ég hef hvatt þlg til? (Magnús vildi fá mig til að skrifa um fósturdeyðingar í Þjóðviljann, en ég kvað hann hæfari til að höfða til vinstrisinnaöra skoðanabræðra sinna og sendi honum í hvatningar- skyni úrklippu af ágætri grein eftir annan sósíalista, honum til fyrir- myndar; en Magnús hefur enn ekki tekið við sér, svo að mér sé kunnugt.) Staðreyndin er sú, að Magnús fann ekki hvöt hjá sér til að taka upp pennann til málsvarnar hinum ófæddu fyrr en hann sá sér tækifæri til að skammast um leið út í pólitíska andstæðinga sína. Þau skrif hans voru bæði öfgakennd og misheppnuö (og þjónuðu lítt hugsjónum fósturverndarmanna). Ég vil því enda þetta með því að láta i ljós þá von, að næsta grein Magnúsar verði jákvæður skerfur til baráttunnar fyrir lífsrétti ófæddra bama. Jón Valur Jensson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.