Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1985, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1985, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIЗVÍSIR 198. TBL. - 75. og 11.ÁRG. - MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1985 r Eldsvoði ílshúsi Reykdals við Reykjanesbraut: Mörgum bflum var bjargað úr eldinum Ishús Reykdals viö Reykjanes- braut brann í gærkvöld. Einn maöur var í húsinu þegar eldsins varö vart og bjargaðist hann og gerði lögregl- unni í Hafnarfiröi viðvart. Engin slys uröu á fólki í eldsvoöanum, en tals- vert eignatjón varö. 1 íshúsinu er nú aðstaða fyrir geymslur og verkstæði, m.a. er þarna geymdur öskubíllinn í Hafnarfirði. Klukkan rúmlega átta varð vart við eldinn í bílageymslu sem er í öðrum enda hússins og breiddist hann fljótt út í áföst verkstæði. Tókst að bjarga verðmætum úr eldinum, s.s. jeppum, fólksbílum og vélsleðum sem þarna voru. Mjög greiðlega gekk að slökkva eldinn sem logaöi aðallega í suðaust- urhluta hússins. Rofin voru göt á þakið til reyklosunar. Vatni til slökkvistarfsins var dælt upp úr Læknum í Hafnarfirði sem þarna rennur skammt frá. ■ I hinum enda hússins er geymdur bátur í gömlu trésmíöaverkstæði. Ekki reyndist nauðsynlegt að draga bátinn út úr húsinu og er hann óskemmdur. Slökkvistarfi var lokið um klukku- stund eftir að tilkynning barst um eldsvoðann. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfiröi er ekki enn vitað um eldsupptök. „Við vitum ekki enn hvernig þarna kviknaði í,” sögðu þeir í samtali við DV í morgun. Ljóst er að tjón varð ekki stórfellt í brunanum. Ishús Reykdals, eins og það er oft- ast kallaö, er leigt út til ýmissa aðila fyrir geymslur og aðra starfsemi. Húsið, sem stendur uppi eftir elds- voðann, er að hluta til úr timbri en líka múrhúðað. Rannsóknarlögregla ríkisins kann- ar nú eldsupptök. -EH. • Slökkviliðsmenn rjúfa þakifl á ishúsinu. DV-mynd VHV. Ólaf ur Laufdal tekur Hótel Borg á leigu: „Tók strax við rekstrinum” „Þaö var gengiö frá leigunni í gær. Og ég tók við rekstrinum strax eftir mjög stuttan aðdraganda," sagöi Olaf ur Laufdal veitingamaður í sam- tali við DV í morgun. Olafur hefur tekið Hótel Borg á leigu til 10 ára. EigendurHótel BorgareruSigurður Kárason og Pálmar Magnússon sem keyptu hótelið fyrir rúmum tveimur árum. Gagngerar breytingar hafa farið fram á Hótel Borg að undan- förnu. „Reksturinn leggst vel í mig og er ég spenntur að takast á við þetta verkefni,” sagöi Olafur Laufdal enn- fremur. Hann sagöist sjá mikla framtíð í ferðamálum á Islandi. Olafur Lauf- dal rekur tvo vinsæla skemmtistaði í Reykjavík, Hollywood og Broadway. Hann er að byggja nýtt hótel í Ármúla í Reykjavík sem hann áætlar að verði tekið í notkun innan þriggja ára. „Það verða einhverjar breytingar á Hótel Borg en þær koma í ljós, ég ætla að athuga minn gang fyrstu dagana,” sagði nýi veitingamaður- inn á Hótel Borg. -ÞG. „Talsvert branatjón” —segir einn eigenda hússins „Eg ók í hendingskasti niður á lög- reglustöð til að tilkynna um eldinn,” sagði Ársæll Karlsson sem var inni í ís- húsinu þegar eldurinn kviknaði. „Eg hafði verið fyrir utan að gera við bílinn minn og fór síðan inn að vinna. Þá sá ég skyndilega reykinn koma í gegnum dyrnar á verkstæðinu mínu. Fyrst hélt ég að það hefði kviknað í einhverju rusli en þegar ég gáði betur sá ég að þetta var meira. Það logaöi í húsinu fyrir innan múrhúðina. Þegar slökkviliðið var komið á stað- inn hófumst viö handa við að bjarga tækjum út úr húsinu. Þeir hjálpuðu mér við aö koma suöutæki út á plan svo þaö spryngi ekki. Eg átti líka tvo bíla sem þarna voru inni en þeim tókst einnig að bjarga. Ég hef ekki hugmynd um hvernig eldurinn kviknaði. En húsið er illa far- ið og talsvert tjón fyrir okkur sem eig- um það en við erum sex talsins,” sagði Ársællaðlokum. -EH. SigurðurJónsson ísviðsljósinu: Skoraði sigurmark Sheffield Wednesday — sjábls. 21 og28 „Við fengum horn og úr þvi myndaðist þvaga. Mér tókst að sparka boltanum og inn fór hann. Ekki mjög glæsilegt en mark er mark,” sagöi Sigurður Jónsson í spjalli viö DV í gær. Sigurður gerði eina mark Sheffield Wednesday í viður- eigninni gegn Oxford á laugar- daginn. Þetta var hans fyrsta mark en sjálfsagt eiga fleiri eftiraðfylgja. Iþróttir eru á átta síðum í DV í dag og á síðu 21 er nánara spjall við Sigurð auk þess sagt er frá ensku knattspyrnunni á siðu 28._____SigA. Enginsprengja — sjá bls.2 Sowetoí Reykjavík — sjákjallara bls. 19 Hvaðkosta skólatöskur? — sjá neytendur bls.6-7 Alltafskömmuð — sjá menningu bls.13 Litiðinná Heimilis- sýningunni -sjábls. 18-19

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.