Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1985, Blaðsíða 8
8 DV. MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd ELENA ENN UNDAN FLÓRÍDASTRÖNDUM — milljón manns hefur flúið heimili sín Enginn heimsendir Fyrrum yfirmaöur vestur-þýsku leyniþjónustunnar, Heribert Hellenbroich, varaöi um helgina viö því að of mikið yröi gert úr njósnahneykslinu sem hefur kom- ist upp í Vestur-Þýskalandi. Hellenbroich var rekinn eftir aö undirmaöur hans, Hans-Joachim Tiedge, flúði til Austur-Þýska- lands. Hellenbroich sagði einnig í sam- tali viö svissneska sjónvarpiö aö menn ættu ekki aö gera eitthvert stómjósnakvendi úr Margarete Höke, ritara á skrifstofu forseta Vestur-Þýskalands. Sovéskiræstír íeiturvímu Skæruliðar andspyrnumanna í Afganistan, er barist hafa gegn sovésku innrásarliði af hetjuskap í tæp sex ár, beita öllum brögðum í átökum sínum við rússneska bjöm- inn. Þeir hafa tekið eiturlyfjafíkn sovéskra hermanna í sína þjónustu og hafa á undanfömum mánuðum dreift umtalsveröu af heróíni og öðrum sterkum eiturlyfjum viö helstu samgönguleiðir Sovétmanna í Afganistan. Gera skæruliöar sovésku tindátunum auövelt meö aö komast yfir eiturbrasiö og virð- ast innrásarmennimir æstir í vím- una. Areiðanlegar heimildir eru fyrir því að misnotkun eiturlyf ja sé vax- andi vandamál í röðum sovéskra hermanna og stöðugt færist vanda- máhð lengra inn fyrir landamæri Sovétríkjanna. Skæruliðar muna eftir óförum Bandaríkjamanna í Vietnam og þeim vandamálum er eiturlyfjanotkun olii í röðum Bandaríkjahermanna. Auk heróíns fyrirfinnst mikið af ópíum og hassi í Afganistan. Eittprósent skilur Sænskir jafnaöarmenn og komm- únistar hafa eitt prósent yfir borg- aralegu flokkana í skoðanakönnun sem sænska Dagblaðið stóð fyrir. Vinstri menn fengu samtals 50 pró- sent en hægri flokkarnir samtals 49 prósent, hjá þeim sem tóku af- stöðu. En sex prósent manna eru óákveðnin og það eru þau sem munu kveða á um úrslitin þann 15. september. I byrjun ársins höfðu borgara- legu flokkarnir yfirburði yfir jafn- aðarmenn en stjóm Olofs Palme hefur unnið á að undanfömu. 1 síð- ustu viku sýndu skoðanakannanir jafnaðarmenn með þriggja pró- senta meirihluta svo bilið virðist aftur hafa minnkað. Haugheyvinsæll Næstum tveir þriðju Ira vilja skipta um stjóm á landi sínu. I skoöanakönnun á Irlandi fékk stjórnarandstöðuflokkur Charles Haugheys, Fianna Fail, samtals 55 prósent atkvæða en stjómarflokk- amir fengu samtals 37 atkvæði. Flokkur forsætisráðherrans Garret Fitzgeralds, Fine Gael, fékk 30 prósent og samstarfsflokk- ur hans, Verkamannaflokkurinn, fékksjöprósent. Níu prósent fleiri vildu lúta for- ystu Haughey heldór en Fitzger- alds. Kosningar eru árið 1987. Umsjón: ÞórirGuðmundsson og Guðmundur Pétursson Fellibylurinn Elena er enn undan Flórídaströndum og veðurfræðingar sjá enga leið til að spá því hvert hann muni fara næst. Bylurinn skall á Flór- ídaskaganum aftur í nótt, eftir aö 250.000 manns höfðu flúið heimili sín í annað sinn á þrem dögum. Fellibylurinn hefur hcldiö sig um 80 kílómetra undan Flórídaströndum. En vindsveipir sem hann hefur sent að Lögregla í Los Angeles segir að mað- ur, sem reiðir íbúar borgarinnar hand- tóku um helgina, sé hinn alræmdi „næturskálkur” sem mikil leit hefur verið gerð að undanfama daga. Nætur- skálkurinn er grunaöur um að hafa framið 16 morð, 20 árásir og nauðganir og að hafa rænt og misnotaö fjögur böm. Múgur hrópandi „Þetta er morðing- inn” elti næturskálkinn, hinn 25 ára Richard Ramirez, hlaupandi um borg- arhverfi þar sem búa aðallega Banda- ríkjamenn af mexíkönskum ættum. Sautján manns fórust í fellibyl í Jap- an um helgina og 200 særðust. Fellibyl- urinn kom á land tvisvar um helgina. Ennfremur er 12 manns saknað eftir Ríkisstjóm Suður-Afríku hefur fryst afborganir af lánum í f jóra mánuði og innleitt tvöfalda skráningu gjaldmiðils síns til að hamla gegn fjárflótta úr landinu. Þetta gerist á sama tíma og bankar hafa margir sett stopp á lán til Suður-Afríku vegna innanlandsóeirð- anna þar. landi hafa oröið einum manni að bana og sært sjö aðra. Maðurinn dó þegar tré fauk á bílinn hans. Rigningar og flóðbylgjur ollu flóðum á vegum meðfram ströndinni og eyði- lögðu brýr. Ofsarokið tók niður raf- magnsstaura og -línur, og orsakaði með því rafmagnsleysi á mörgum stöð- um. Nú hafa björgunarmenn hafist Ramirez hljóp yfir garöa þar sem hús- eigendur lömdu hann með grillstöng- um. Hann hentist inn í bíl í stæði og reyndi að bakka honum, en keyrði á hús. Þá reyndi Ramirez að draga konu út úr öðrum bíl, en eiginmaður hennar lamdi hann með málmstöng. „Guði sé lof að þið náðuö mér,” á Ramirez að hafa sagt við borgarana sem handtóku hann að lokum. Sjö lögreglubílar og þyrla þutu á staðinn og gátu bjargað Ramirez úr höndum múgsins. að fellibylurinn Pat herjaði á eyjuna Kyushu í Suöur-Japan. Þaðan fór hann í norður og yfir Hokkaido eyju. Bylur- inn fór svo út á Kyrrahaf i nótt. Á undanfömum 19 mánuðum hafa 670 manns látið lífið í öldu ofbeldis í landinu. Síöast fórust tveir hvítir menn eftir að blökkumenn réöust á þá. Það er annars óvenjulegt aö svartir drepi hvíta borgara. Á meðan stjómin lýsti yfir fjármála- handa viö að flytja fólk í Mississippi og Alabama frá heimilum sínum við strandlengjuna. Næstum því ein milljón manr.a hefur þegar yfirgefið heimili sin vegna ótt- ansfviðfillibylinn. Vindarnir sem fellibylurinn ber með sér ná allt að 200 kúómetra hraða. Fellibylurinn Friörik, sem náði sama hraða, eyðilagði eignir fyrir meira en Refsifangar í uppreisnarhug lögöu nánast í rúst fangelsið á eyjunni Spike, en það hefur stundum veriö kallaö Alcatraz-fangelsi Irlands, eftir hinu illræmda fangelsi í Bandaríkjunum. Aðfaranótt sunnudags yfirbuguðu 90 af 120 föngum fangelsisins verði sína og kveiktu í svefnálmunum. Þeir notuöu jarðýtur til þess að br jóta niður 200 ára gamlar byggingar. Þegar liösauki barst með báti grýttu fangamir og vörpuðu að hinum nýkomnu íkveikjusprengjum. Náði 60 manna lögreglulið ekki að taka land fyrr en eftir nokkurra stunda viður- eign. Voru uppreisnarmenn þá hraktir til fangelsisins er komust þar upp á þak á þeim byggingum sem enn vora uppistandandi og héldu út í nokkrar klukkustundir til viöbótar. ráöstöfunum sínum, magnaðist ólgan í námunum. Níu svartir námamenn særðust í tengslum við verkfall í nám- unum sem átti að hef jast í gærkvöldi. Sjö særðust við Beatrix gullnámuna eftir að öryggisverðir skutu gúmmí- kúlum og táragasi aö verkamönnum. Eigendur námanna segja að lítil 100 milljarða króna árið 1979 þegar hann skall á Mississippi. Þungamiöja fellibylsins hefur farið um 12 kílómetra á klukkustund. Búist er við að fellibylurinn muni lenda á Flórídaskaga aftur í dag. Þegar fréttist í gær að fólk væri farið að hverfa aftur til heimila sinna á skaganum skipaöi fylkisstjóri Flórída, Bob Graham, 400 þjóðvarðliöum að loka öllum vegum þangað. Fangelsið á Spikeeyju hefur verið nokkuð umdeilt. Einkanlega hefur þaö verið í sviðsljósinu að undanfömu þegar fangelsi landsins era sögð oftroðin. — Það var í notkun í sjálfstæöis- baráttu Ira fyrir 200 áram og þykir gamaldags, auk þess sem starfslið sé of fámennt. Stöku stjómmálamenn hafa krafist þess aö Spike-fangelsinu verði lokað. Dómsmálaráðherrann, Michael Noonan, sagði í gærkvöldi að skemmdar byggingarnar gætu enn hýst 50 fanga og fangelsið yröi rekið áfram. Hugsanlega verður sett upp bráöabirgöaf angelsi í herskálanum við Curragh, vestur af Dublin. Engan sakaði alvarlega í fanga- uppreisninni. þátttaka hafi þó verið í verkfallinu. Alls var fyrirhugað að 60.000 náma- menn tækju þátt í verkfallinu. Þrír ráðherrar Evrópubandalags- ríkja fóru í gær til Evrópu frá Suður- Afríku. Þeir sögðust myndu gefa skrif- lega skýrslu til Evrópubandalagsins. Svona var útlits i Pensacola i Flórida um helgina. Fellibylurinn Elena hólt sig afl mestu fró ströndinni en sendi fró sór rokbylgjur inn yfir Flóridaskagann. Æstur múgurinn elti næturskálkinn uppi UPPREISN í TVÖ HUNDRUÐ ÁRA GÖMLU FANGELSI 17 fórust í fellibyl S-A fríka borgar ekki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.