Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1985, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1985, Blaðsíða 30
30 DV. MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER1985. FRÁ GRUNNSKÓLUNUM í MOSFELLSSVEIT Nemendur Varmárskóla (6—12 ára) komi í skólann sem hér segir: 10 — 12 ára mánudaginn 9. september kl. 10.00, 7—9 ára mánudag- inn 9. september kl. 13.00. Forskólanemendur verða boðaðir bréflega. Nemendur gagnfræðaskóla (13—15 ára) komi í skólann mánudaginn 9. september kl. 9.00. Skólastjórar. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavikurborg vill ráða starfsfólk til eft- irtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Starfsmann viðTómstundaheimiliðí Félagsmiðstöð- inni Árseli. Um er að ræða 50% stöðu. Tómstunda- heimilið er starfrækt milli kl. 9.00 og 17.00 daglega og er ætlað 7—11 ára börnum. Menntun og reynsla á sviði uppeldismála æskileg. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 78944 frá ki. 9.00 til 17.00 alla virka daga. • Skrifstofumann i afgreiðslu Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, Vonarstræti 4. (100% staða). Um er að ræða skjalavörslu, innkaup á skrifstofuvörum, afhendingu launaávísana, yfirferð reikninga, afleys- ingu gjaldkera o.fl. Stúdentspróf, verslunarmenntun og/eða reynsla í skrifstofustörfum kæmi sér vel. Starfið er laust í byrjun september. Nánari upplýsingar veitir yfirmaður fjármála- og rekstrardeildar FR í síma 25500. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkur- borgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknar- eyðublöðum, sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 9. september 1985. Verzlunarskóli íslands INNRITUN í STARFSNÁM Á haustmisseri verða haldin eftirtalin námskeið fyrir starfandi fólk í atvinnulífinu og aðra þá sem vilja bæta þekkingu sína. Lengri námskeið, 24-60 kennslustundir 1. Bókfærsla 1 2. Ensk verslunarbréf 3. Rekstrarhagfræði 4. Tölvufræði 5. Tölvuritvinnsla 6. Vélritun, 241. 7. Vélritun, 601. Starfsnámið verður sett mánudaginn 23. september. Kennsla fer fram á kvöldin, nema tölvuritvinnsla og vél- ritun 241. sem eru á morgnana frá kl. 8.05—9.30. Staðfestingargjald er kr. 2000. Styttri námskeið, 6—20 kennslustundir Lengd Haldiö í viku ársins 8. Þjónusta og samskipti við viðskiptavini 6t. 37. 9. Sölunámskeið 8t. 38.-39. 10. Verslunarreikningur 201. 39. 11. Hvernig er haegt að draga úr vörurýrnun? 6t. 40. 12. Skiltaskrift 161. 40.-42. 13. Almenningstengsl 8t. 45.-46. 14. Stjórnun og samstarf 121. 46.-48. Mörg þessara námskeiða hafa verið haldin sérstaklega fyrir fyrirtæki og félagasamtök og mun svo einnig verða á þessu hausti. Innritun er hafin. Ekki komast fleiri að en 25 á hverju námskeiði. Frekari upplýsingar eru veittar á skrif- stofu skólans og í síma 14157 milli kl. 10 og 12 og 13 og 15 alla virka daga. Verzlunarskóli Íslands, Grundarstíg 24, Reykjavík. Sími14157. SKÓGUREÐA SAUÐFÉ? Bændur í Laugardalnum í Árnes- sýslu hafa áhuga á að breyta búskaparháttum sínum á róttækan hátt. I sumar hafa þeir átt viöræður við yfirvöld í landbúnaðarmálum og lýst áhuga sínum á aö hefja um- fangsmikla skógrækt á svæðinu frá Laugarvatni austur að Brúará. Ef af yrði er um mesta átak í skógrækt á Islandi að ræða frá upphafi vega. Fram til þessa hafa menn í Laugardalnum stundað hinar hefð- bundnu búgreinar, sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu. Fyrir þremur árum kom svo upp riða í sauöfé á svæðinu og öllu fé var lógað í Laugardal og uppsveitum Biskups- tungna — eða svo gott sem. Þegar lógað er vegna riöu er venjan að láta líða þrjú ár þangað til sauðfé er aftur tekið á svæðið. Það er því nú í haust sem taka verður ákvörðun um hvort Laugardalsbændur taka upp þráðinn frá því fyrir þremur árum og flytja þúsundir fjár aftur á kjarrlendi sitt og mýrar. Eitt besta skógræktarsvæði á íslandi I sumar kannaði Einar Gunnars- son skógfræðingur Laugardalinn með tilliti til skógræktar þar. „Laugardalurinn er með betri svæðum á landinu með tilliti til skóg- ræktar,” sagði Einar í samtali við DV. „Kjarrlendi er þarna mikið og svæðið allt sérlega auðvelt í vinnslu — ef þannig má að orði komast. Landið liggur vel við, það er auðvelt að komast um það, þar er sem stend- ur lítill sauðfjárágangur og giröingarkostnaður yrði óverulegur. Ef af þessum fyrirætlunum veröur þá er þarna um að ræða stærsta skógræktarsvæðið á Islandi.” Einar sagði aö það svæði sem til álita kæmi í fyrstu atrennu væri svæðið frá Hjálmsstöðum austur að Brúará. „Þetta eru um 2000 hektarar af kjarrlendi. Auk þess yrði um minniháttar ræktun að ræða í mýr- lendi við Böðmóösstaði. Það er um 60 til 70 ha sem þar kæmu til greina.” „Ég trúi á þetta" Birkir Þorkelsson, bóndi í Miðdal, sagði blaöamanni DV að vandinn væri sá að skógræktin yrði að geta tryggt þeim, sem hingað til hafa átt afkomu sína undir sauðfjárbúskap, samsvarandi tekjur af skógrækt. Og þar í felst vandinn því skógræktin skilar engum tekjum fyrr en kannski eftir 15 eða 20 ár. „Menn yrðu náttúrlega að afsala sér kvótum — afsala sér lifibrauði. En ég trúi því að lausn fáist og að af þessu verði,” sagði Birkir. „Þaö verður að brúa bil fram að því að skógræktin fer að skila arði.” Skógræktin hefur það framyfir sauöfjárrækt að fyrirsjáanlegt er aö mun fleiri hafi af henni atvinnu. Þaö þarf að leggja vegi, planta og ala upp plöntur. „Við höfum nú reiknað þaö lauslega út, að það yrði ekkert ódýr- ara fjrir ríkið að borga útflutnings- bætur vegna þess kindakjöts sem af okkar svæði kæmi, en að borga okkur vinnulaun vegna skógræktar. Það er hægt að gera ýmislegt án þess að það kostistórfé.” Birkir sagði að varðandi hugsan- lega skógrækt hefðu menn rætt um nytjaskóg: greni, furu og lerki. „Það má vel hugsa sér að eftir 10 eöa 15 ár værum við farin að grisja skóg, selja jólatré. Kannski eru þeir hjá Skóg- rækt ríkisins ekkert hrifnir af því, því að þeir hafa setið að þessari jóla- trjáasölu. Og maður skilur það. Þeir eru í fjársvelti. En manni finnst að svona ríkisstofnun ætti að líta meira tillengritíma.” Bændur í Laugardalnum hafa reyndar gefið ýmsum búskapar- möguleikum gaum upp á síðkastið. „Það er reyndar stemmning fyrir því að menn afsali sér ekki alveg sauðfjárræktarmöguleikum,” sagði Birkir. „En skógræktarhugmyndin hefði ekki fengið eins góðan hljóm- grunn og raun ber vitni ef menn hefðu ekki verið búnir að reyna það að vera f járlausir í þrjú ár. ” „Við höfum ekki efni á að gera vitleysu" Friðgeir Stefánsson, bóndi í Laugardalshólum og formaður Búnaðarfélags Laugardalshrepps, sagði að Laugardalsbændur yrðu að hafa fjármagn í skógrækt tryggt áð- ur en farið yrði af stað. „Við höfum ekki efni á að gera vitleysu. Þetta verður þá að geta gengið. En ef af yrði þá yröi þetta vissulega afskap- legagaman.” Laugardalsbændur töldu að mikill áhugi væri fyrir því meðal land- búnaðaryfirvalda að kanna alla möguleika varðandi skógrækt. Og reyndar fleiri búgreinar. „Við verðum að vera frjálshuga — ekki einblína á þessar hefðbundnu búgreinar,” sagði formaður fram- leiðnisjóðs landbúnaðarins, Jóhannes Torfason á Torfalæk í A- Húnavatnssýslu. „Þetta mál þeirra í Laugardalnum er ekki útkljáö — það hefur ekki verið tekin afstaða til þess. En það liggur á. Mér finnst reyndar að þeir þarna í Laugardaln ■ um hafi farið fullseint af staö að kanna þetta mál. Það eru ekki nema Í Miðdal i Laugardal er sumarbústaðabyggð Prentarafélagsins — þar er trjágróður reisulegur og gefur góðar vonir um að skógur muni vaxa hratt og vel annars staðar í Laugardalnum. — „Hér eru einhver hœstu grenitré é landinu," sagði Birkir Þorkelsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.