Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1985, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1985, Blaðsíða 15
DV. MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER1985. 15 Kleyfhuga framsóknarmenn og Rolf Johansen eru meðal þeirra sem ætla sér út í útvarps- og sjónvarps- rekstur á næsta ári. Ekki bara þeir heldur einnig Isfilm/lsmynd, Is- lenska útvarpsfélagið og fleiri. Þá verður gaman að vera neytandi þess- ara fjölmiðla. Nokkuð hljótt hefur veriö um út- varpsmál aö undanförnu, nema hvað Ríkisútvarpiö hervæðist af fullum krafti. Það hefur ráöið til sín stór- skotalið og hleður sprengjuvörpurn- ar. Ein skýring á deyfðinni í út- varpsmálum að ööru leyti er sú að ekki verður farið aö gera neitt alvar- legt í málinu fyrr en um næstu ára- mót. Þá tekur útvarpsréttarnefnd til starfa. Þá geta Rolf og allir hinir far- ið að sækja um leyfi og vonandi fá þeir allir leyfi. Auðvitað á Rolf Johansen að fá leyfi til þess að reka sjónvarpsstöð jafnvel þótt hún verði yfirmáta „ómenningarleg.” Þeir sem ekki kunna aö meta léttmenninguna hjá Rolf geta þá stillt á alþýöumenn- inguna hjá Framsóknaralþýöusís- bandalaginu. Nú, eöa bara á Ríkisút- varpið/sjónvarp. Fjölbreytnin verður mikil Baráttan fyrir afnámi einokunar Ríkisútvarpsins var háð til þess að auka fjölbreytnina, auka samkeppn- ina og þar með bæta Ríkisútvarpiö. Allt bendir til þess að fjölbreytnin verði mikil. I sjónvarpi verður Rolf meö léttmetið, Isfilm með fréttir, bíómyndir og annað efni í samkeppni við Ríkisútvarpið/sjónvarp, og framsóknarkleyfhugarnir veröa meö fræðsluna, menninguna, umræðuna og allthvaðeina. Utvarpsstöövar verða fyrst um sinn í hverju kaup- túni og kannski allt að einn tugur í Reykjavík, ef marka má þann fjölda sem þegar hefur sýnt áhuga. Svo fara flestar þessar útvarpsstöðvar á hausinn en þær hæfustu munu halda út og skipta sér á markaðinn. Embættismenn ráða framtíð útvarpsstöðva Framtíð útvarps- og sjónvarps- stöðvanna ræðst að miklu leyti af því hvernig reglugerð veröur samin eftir útvarpslögunum og hvernig útvarps- réttarnefnd mun haga sér. Og ef embættismennirnir, sem munu semja reglugerðina, verða samkvæmir sjálfum sér þá munu þeir reyna að gera mönnum eins erfitt og mögulegt er aö reka út- varpsstöðvar. Og það sem reglu- gerðarmönnum tekst ekki aö loka fyrir mun útvarpsréttarnefnd sjá um. Þannig eiga embættismenn enn- þá möguleika á að myrða frjálst út- nefnilega þekktur hér á landi fyrir drottnunargirni í fjarskiptum. Hjá þeirri stofnun verður lygin ekki skor- in við nögl þegar kemur að ákvörð- unum um úthlutun á senditíðnum og sendiorku. Inn og út um gluggann Það kemur engum á óvart að Rolf, Isfilm og ýmsir hinna ætla sér út í út- varps- og sjónvarpsrekstur. Fram- sóknarkleyfhugarnir eru hins vegar ráðgáta. Þegar útvarpslagafrum- • „Framtíð útvarps- og sjónvarps- stöðvanna ræðst að miklu leyti af því hvernig reglugerð verður samin eftir útvarpslögunum og hvernig út- varpsréttarnefnd mun haga sér.” varp í fæðingu. Vegna þessa veltur mikið á Ragnhildi Helgadóttur menntamálaráðherra að hafa taum- hald á reglugleði sinna manna. Kannski munu einhverjir veröa til þess að benda á lög og reglur sem Ríkisútvarpið er bundið af og segja að minna megi nú ekki duga fyrir varpið var samið upphaflega þá beygðu mætustu menn sig undir fá- ránlegar kröfur framsóknarmanna. Sjónarmið Framsóknar, tómt aftur- hald, fengu að njóta sín til fullnustu. Á Alþingi tók frumvarpið smá- vægilegum breytingum en fram- sóknarlínan hélst fagurgræn. Og svo • „Nokkuð hljótt hafur verið um útvarpsmál að undanförnu, nema hvað Rikisútvarpið hervæðist af fullum krafti. Það hefur ráðið til sin stórskotalið og hleður sprengjuvörpurnar." Rolf og f ramsókn- arkleyfhugarnir einkaútvarpsstöðvar. Á móti má þá benda á að ríkið setur sínum fyrir- tækjum reglur og eigendur einkaút- varpsstöðva eru fullfærir um að setja sér sjálfir eigin reglur. Hugsanlega eru þetta óþarfa áhyggjur. Póstur og sími er fullfær um að myrða þann frelsisanga sem hinum ófullkomnu útvarpslögum er ætlað að rækta. Póstur og sími er kom aö atkvæðagreiðslu og þá voru framsóknarmenn á móti. Frumvarpið rétt slapp í gegn fyrir tilstuölan Bandalags jafnaðar- manna. Framsóknarmenn voru þannig á móti eigin frumvarpi og hafa menn úr öðrum flokkum eflaust spurt sig hvers vegna í ósköpunum verið var af^semja frumvarpið eftir geðþótta Framsóknar til aö byrja með. Þetta var framsóknargeðklofi númer 1. Geðklofi tvö birtist svo í því að framsóknarmenn, í gegnum stofn- anir sínar, NT og SlS, eru manna æstastir í að hefja útsendingar. Þetta minnir á texta Omars Ragnars- sonar: „Inn og út um gluggann, en alltaf sömuleið.” Ólafur Hauksson. ÓLAFUR HAUKSSON RITSTJÓRI Reykjavík? hafa trygga aflausn fyrir lífstíð) til að kveða upp dóm um tilverurétt skjólstæðinga þessara samtaka? Hvaöan fólkinu kemur réttur til að kveöa upp slíkan úrskurð veit ég ekki. En hvílíkir fordómar! Skuldin er greidd Ibúar á heimilum Verndar lúta ströngum húsreglum. Þeir stunda heiðarlega vinnu, ástunda reglusamt líferni og leggja sennilega meiri vinnu í að rækta með sér jákvætt og heiðarlegt hugarfar en flestir aðrir íbúar þessa lands. Meö starfsemi samtakanna hafa veriö unnin mörg kraftaverk sem margir gætu vitnaö um. Þeir sem þar dvelja, og hafa komist í kast viö lögin, hafa tekiö út sína refsingu. Frelsissvipting og sektir, gjöldin sem greiða þarf þjóð- félaginu fyrir afbrot, eru greidd þegar afplánun og greiöslu sekta lýkur. Þá er • viðkomandi skuldlaus við samfélagið. I mörgum tilfellum vega þó þessi gjöld sennilega minnst á metunum í refsingunni. Vanlíðanin situr eftir. Sektarkenndin og skömmin viröast óbærileg. Erfiðast er að fyrirgefa sjálfum sér það sem liðið er og læra aö lifa lífinu í fullri virðingu og sátt við sjálfan sig og aöra. Væntanlega þykir það verðugur stuðningur samborg- aranna að sæma þetta fólk útskúf- unarstimpli sem veganesti út í lífs- baráttuna. I mínum huga segir þaö meira um þá sem að mótmælunum stóðu en skjólstæðinga Verndar Sá yðar sem syndlaus er... Og blessaður borgarstjórinn okkar segir bara já og amen — leggur föðurlega blessun sína yfir allt saman. Nú skal útvegað annaö hús- næði með hraði. En hvað gerist ef íbúar annarra hverfa í borginni fara að dæmi þeirra er byggja Teiga- hverfi? Heldur þykir mér litið fara fyrir réttlætinu í borg Davíðs. Eða skyldu kosningar í náinni framtíð hafa haft einhver áhrif? Svo erum við meö réttlætis- rembing á alþjóðavettvangi. Höfnum alfarið aðskilnaðarstefn- unni í Suður-Afríku þar sem blökku- mönniun er úthlutað sérstökum afmörkuðum landsvæðum til ábúðar. I mínum huga er þarna enginn eðlismunur á — aðeins stigs- munur. Kjallarinn JÓHANNA BIRGIS DÓTTIR BLAÐAMAÐUR Hvar skyldum við svo enda með þessu hugarfari? Verður framtíðin sú að fólk þarf að ganga með synda- kvittun milli væntanlegra nágranna áður en það leggur í flutning milli borgarhverfa? Eða reisum við okkar Soweto til aö hýsa þá er brotið hafa af sér svo upp hefur komist og hafa afplánað sína refsingu? Hinir sitja að sjálfsögöu áfram í öllum Teiga- hverfum borgarinnar með sínar syndakvittanir á hreinu. Eða hvað? Jóhanna Birgisdóttir. Langt er síðan réttlætiskennd minni hefur verið jafnsterklega mis- boðið og nú síöustu daga við að lesa og heyra um viðbrögð íbúa Teiga- hverfis við þeim áformum félaga- samtakanna Verndar að flytja starf- semi sína undir eitt þak, í eigið hús- næði við Laugateig. Oft hafa mér þótt hrokinn og fordómarnir keyra um þverbak, en sjaldan eins og nú. Liggur við að ég fyllist skömm yfir því aö vera Islendingur. Hverjir hafa staðið að baki slíku og af hvaöa hvötum er mér ókunnugt um. Enda væru rökin ugglaust fyrir ofan minn skilning. En er það ekki makalaust að í upplýstu þjóðfélagi, sem byggt er upp af einni hamingju- sömustu og trúuöustu þjóð í heimi, skuli eins og hendi sé veifað unnt að safna saman mörg hundruð manns (væntanlega hvítþvegnum englum sem aldrei hefur orðið fótaskortur og £ „Verður framtíðin sú að fólk þarf að ganga með syndakvittun milli væntanlegra nágranna áður en það leggur í flutning milli borgarhverfa?” Er Soweto að rísa í • „Nú skal útvega annafl húsnœfli með hrafli. En hvafl gerist ef ibúar annarra hverfa í borginni fara afl dœmi þeirra er byggja Teigahverfi?"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.