Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1985, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1985, Blaðsíða 7
DV. MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER1985. 7 •ssmí Það getur verið að ekkert sé nýtt undir sólinni, en í „landi hinnar rísandi sólar'', virðist sífellt hægt að gera betur. Toyota Camry er fullkomið dæmi þess. Hann virðist við fyrstu sýn ósköp venjulegur 5 manna fjölskyldubíll, en við nánari kynni kemur annað í Ijós. Þverstæð vél og framhjóladrif gera það að verkum að innanrými er geysimikið. Sætin eru 1. flokks, (t.d. er hægt að stilla bílstjórasætið á 7 mismunandi vegu). Farangursrými í Camry Liftback er 1,17 m3, sem er meira en margir stationbílar geta státað af. Veltistýri, 5-gíra skipting (eða 4 stiga sjálfskipting), loftbremsur, gasdemparar, tannstangarstýri, gott miðstöðvarkerfi og annar búnaður hafa líka sitt að segja um þægindi og góða aksturseiginleika. 1,8 eða 2,0 lítra bensínvél með rafstýrðri „beinni innspýtingu" og 1,8 lítra dieselvél með forþjöppu, hafa snerpu og kraften eru auk þess hljóð- látar og eyðslugrannar. Verð frá kr. 529 þús. TOYOTA CAMRY Nýbýlavegi 8 200 Kópavogi S. 91-44144. „Óheilla- þróun” — segir verslunar- stjórínn „Þaö er rétt aö þaö varö 10 þús. kr. hækkun á þessari gerö af þvottavél á sl. tæpum þrem mánuðum en þaö á sér sínar skýr- ingar. Okkur þykir þetta óheillaþróun og ekki skrítiö að fólk reki upp stór augu þegar svona veröhækkanir eiga sér staö,” sagöi Olafur Már Sigurösson, verslunarstjóri í heim- ilistækjadeild Bræðranna Ormsson, er DV lagði dæmiö um 10 þús. kr. veröhækkunina fyrirhann. Hækkun á þessari tegund þvotta- véla varð erlendis um 9%. Hækkun vegna gengisbreytinga þýska marksins varð 10,2% á þessu tíma- bili. Hækkun varð á aðflutnings- gjöldum og öörum gjöldum, m.a. vegna óhagstæðs gámaflutnings og loks varð 1% hækkun á söluskatti,” sagöi Olafur Már. Reikningsdæmiö sem Ölafur sýndi okkur var eftir- farandi: Utsöluverð 04.06.85 35.382 Hækkun erlendis 3.184 Hækkun 14.85 38.566 v/gengisbr. 13,47 10,2% 3.933 42,499 Hækkun á flutnings- og öðrum gjöldum 2.402 44.901 Söluskattshækkun 1% 449 45.350 Til þess aö koma til móts við neytendur vegna þessarar hækkun- ar hefur staögreiðsluafsláttur á öll- um stærri heimilistækjum veriö aukinn úr 5% í 7%, eöa um 2%. Þar að auki tekur fyrirtækiö þriggja ára ábyrgö á AEG heimilistækjum sem er tveimur árum lengri ábyrgö en skylt er aö taka samkvæmt ís- lenskum lögum. -A.Bj. Skemm- ist rabar- barií hita? Húsmóöir hringdi til okkar á neytendasíðuna og spurðist fyrir um hvort rabarbari, sem héföi ver- ið í hita, væri eitraður eöa ónýtur. Hún sagðist hafa veriö með tölu- vert magn af rabarbara sem heföi staöiö í 4—6 klukkustundir í vel heitu herbergi en síðan hefði hann fariö beint í kæli. 1 framhaldi af. fréttum um að kartöflur gætu orðið eitraöar ef þær væru í hita sagðist hún hafa farið aö velta fyrir sér hvort þaö sama gæti gerst í rabar- bara. Eftir því sem viö best vitum er rabarbari ekki ónýtur eftir að hafa staðið í hita í svona stuttan tíma. Hann gæti hafa linast eitthvaö en þá má vitanlega skera það burt sem ljótt er orðið. -SJ. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Þvottavélin hækkaði um 10 þús. kr. á þrem mán. „Það gekk alveg fram af mér er ég heyrði um verðhækkun sem varð á ákveðinni þvottavélartegund sem ég ætlaði að kaupa mér,” sagði ung kona í samtali viö neytendasíðuna. „Systir mín keypti sér „AEG-660” þvottavél hjá Bræðrunum Ormsson um mánaðamótin mai/júní. Vélin kost- aði 35 þús. kr. Nú ætlaði ég að fá mér samskonar vél, tæpum þremur mán- uðum seinna. Þá var vélin komin upp í 45 þús. kr. I búðinni fékk ég þau svör að verð- hækkunin væri vegna gengissigs. Þetta er um það bil 28% hækkun. Eg hef ekki orðið vör við að það hafi orðið 28% gengissig eöa felling sl. þrjá máíiuði. Hver er skýringin?” Þrjár orsakir Neytendasíðan lagði dæmið fyrir Verðlagsstofnun. Við athugun þeirra kom í ljós að hluta verðhækkunarinnar má rekja til gengissigs, hluta til er- lendrar hækkunar og hluta til hækkun- ar á söluskatti og öðrum kostnaði, eins og fram kemur í samtali við verslunar- stjóra heimilistækjadeildarinnar. -A.Bj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.