Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1985, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1985, Blaðsíða 14
1 14 mm Frjálst.óháð daqbiað , DV j Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÚRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI «86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun: ÁRVAKUR HF„ Áskriftarverð á mánuði 400 kr. Verð f lausasölu virka daga 40 kr. Helgarblað 45 kr. Naflaskoðun grænfriöunga Athyglisverð sinnaskipti hafa orðið hjá talsmanni grænfriðunga í Amsterdam, Lis Cedder. Grænfriðungar höfðu ásamt öðrum útlendum friðunar- samtökum staðið fyrir hótunarherferð gegn Islendingum vegna fyrirhugaðra hvalveiöa í vísindaskyni á næsta ári. Nú segir talsmaðurinn, að þetta hafi verið rangt. Hún sagði í viðtali við DV fyrir helgina, að það hefðu verið mistök af friðunarsamtökum að nefna þann mögu- leika að beita Islendinga viðskiptaþvingunum. „Ég tel, að þetta hafi verið nefnt of snemma,” sagði hún. Einnig sagði hún, að það hefði veriö rangt að nefna viðskipta- þvinganir í auglýsingum, sem friðunarsamtökin birtu í ís- lenzkum dagblöðum. Þessi talsmaður grænfriðunga át einnig ofan í sig þau ummæli, að málstaður grænfriðunga í hvalveiðimálinu njdi mikils stuðnings á íslandi. Hún sagði í útvarps- viðtali, að slíkt væri fráleitt. Þessi naflaskoðun grænfriðunga sýnir, að íslendingar hafa tekið réttilega á móti áróðri þeirra. Grænfriðungar skoða, hvað verði málstað þeirra til framdráttar, jafnt á tslandi sem annars staðar. Líklega komust þeir að því, þegar skip þeirra, Síríus, var hér, aö almenningsálitið á íslandi er þeim andsnúið. Þeir urðu ekki varir við linkind Islendinga þrátt fyrir áróðursstríðið. Auðvitað þýðir þetta ekki, að grænfriðungar hafi lagt árar í bát. Þeir munu jafnvel beita sér fyrir mótmælaað- gerðum, þegar forseti ^lslands sækir heim Holland og Spán í haust. Grænfriðungar ráða öflugum samtökum. Ekki skyldi gert lítið úr áhrifum þeirra. Styrkur þeirra í áróðursstríð- inu óx við það, að skipi þeirra, Rainbow Warrior, var sökkt með sprengju í Nýja-Sjálandi. Ætlunin var að and- æfa gegn kjarnorkutilraunum Frakka á Kyrrahafi. Eins og almenningi hér er kunnugt, liggur franska leyniþjón- ustan enn undir grun vegna þessa tilræðis. Einn maður fórst með skipinu. Hin handteknu í Nýja-Sjálandi eru tal- in tengjast leyniþjónustu Frakka. Við þetta hafa grænfriðungar hlotið stuðning víða um heim, ekki síst í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn bera almennt ekki hlýhug til Frakka. Allt frá valdatíma De Gaulle hafa Frakkar farið sínar eigin leiðir í hermálum og ekki fylgt Bandaríkjastjórn. Við skyldum ekki vanmeta stöðu grænfriðunga eftir þetta, fremur en þeir hafa gott af að vanmeta stöðu ts- lendinga. Grænfriðungar njóta einnig samúðar víða, vegna þess að þeir fara sýnu skynsamlegar að ráði sínu en sum hin herskárri samtök friðunarsinna. Grænfriðungar eru sem sakleysingjar í samanburði við þá villimenn, sem hingað komu á skipinu Sea Shepherd. En jafnframt því sem við vanmetum grænfriðunga ekki ber okkur í engu að láta bugast í afstöðu okkar. 1 röðum grænfriðunga eru margir, sem þar halda sig æsingsins vegna. I þeirra hópi eru einnig aðrir, sem fyrst og fremst hugsa til gróða af friðunarbaráttu. Við megum ekki láta æsingamenn umhverfa stefnu okkar í neinum málum. Við megum ekki sýna bilbug á okkur, þótt æstir unglingar í Bandaríkjunum, Spáni eða Hollandi veifi kröfuspjöldum með slagorðum. Naflaskoðun grænfriðunga nú ætti aö efla okkur, því að hún sýnir, að við höfum verið á réttri braut. HaukurHelgason. I HaítíMB't ‘íMkJ .X HUDAQtmAM ,Vtl DV. MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER1985. DAGVISTAR- HEIMIU SEM HAGSTJÓRN- ARTÆKI Þaö stefnir óöfluga í þá átt aö dag- vistarheimili séu ljóst sem leynt not- uö sem hagstjórnartæki. Það er erfitt að kyngja því aö þjóö eins og Islendingar, sem eru taldir langt komnir aö byggja upp og þróa með sér félagslega samneyslu og samhjálp, skuli leggjast svo lágt sem raun ber vitni nú þegar farið er aö nota böm í þeim tilgangi aö stýra framboöi og eftirspurn á vinnumark- aöinum. Þar er aö mínu mati verið að ráöast á garðinn þar sem hann er hvaö lægstur þar sem börnin geta ekki boriö hönd fyrir höfuö sér. Við sem komin enun til vits og ára veröum að gera okkur ljósa grein fyrir að meö því að skera viö nögl aðstæður og kjör næstu kynslóðar höfum við horfið frá markmiðinu um aö í fyrirrúmi eigi að sitja þroski og umönnun barna okkar. Viö verðum aö snúa viö blaöinu og taka fyrst og fremst, nú og um alla framtíö, miö af þörfum þeirra. Viö megum ekki komast svona hrapallega í mótsögn við eigin markmiö. Þarfir vinnumarkaðarins Þegar þensla er í þjóðfélaginu, vinnuafl skortir og vinnu- markaöurinn þarf á varavinnuaflinu (konunum) aö halda, þá er ekkert í veginum fyrir því aö gæðum dag- vistarheimila sé haldið á lofti og upp- bygging þeirra aukin. En þegar illa árar og draga þarf saman seglin kemur þveröfugt viöhorf fram. Þá er höföaö til samviskubits „mæðr- anna” og dagvistarheimili talin vera allt aö því óæskileg og um leið er dregið úr eða stöðvuð uppbygging þeirra. Þaö er nákvæmlega þetta sem ég á viö þegar ég held því fram að dagvistarheimili séu notuö sem hagstjórnartæki. Markmiöiö meö dagvistarheim- ilum má aldrei veröa aö þau séu fyrst og fremst geymsla fyrir börnin svo hægt veröi um vik aö kaupa þann vinnukraft sem foreldrarnir eru. Uppbygging dagvistarheimila, rekstur þeirra eöa niöurskuröur, má aldrei fara eftir hagsveiflum á hverjum tíma og því síöur má þaö veröa að hin uppeldislega starfsemi dagvistarheimilanna lúti lögmáli þeirra. Lýst eftir stefnu Dagvistarheimili er málaflokkur sem heyrir alfarið undir ábyrgð menntamálaráðherra sem fer með yfirstjórn dagvistarmála í landinu. Hér, eins og á svo mörgum sviðum, vantar tilfinnanlega aö valdhafar gangi fram fyrir skjöldu og setji fram raunhæfa stefnu í þessum málaflokki. Þaö hefur verið tekiö lítiö mark á viðvörunum starfsfólks dagvistar- heimilanna um aö neyðarástand skapaöist í haust, umfram venjulega. Þetta ástand er ekkert nýtt. Þaö sem er nýtt núna er aö vegna gífurlegrar þenslu á vinnu- markaðinum bjóöast nú mun betur launuö störf nánast hvar sem er ann- ars staðar í þjóöfélaginu en á dag- vistarheimilum. Þetta ástand á sér djúpstæðar rætur í þjóðfélagsþróun undangenginna áratuga og það er mikill misskilningur aö halda aö hægt veröi aö snúa þeirri þróun viö t.d. með því að snúa „mæðrunum” aftur heim frá eðlilegri þátttöku í at- vinnulífinu. Lág laun og gífurlegt vinnuálag er ekkert nýtt fyrirbrigði fyrir konur á þeim starfsvettvangi sem þær eru vanastar (hin dæmigeröu kvenna- störf) sem þó er undirstaöa þess aö KRISTÍN S. KVARAN ALÞINGISMAÐUR I BANDALAGI JAFNAÐARMANNA hjól atvinnulífsins snúist. Það hefur löngum oröið þeirra hlutskipti en nú er svo komiö aö út yfir allan þjófa- bálk tekur. Endurmat Þaö ber brýna nauðsyn til þess aö endurmeta störf fóstra strax og snúa sér þannig aö því að finna lausn á yfirstandandi vanda. Þetta veröur aö gera með þaö í huga aö ástand þaö sem nú ríkir kemur fyrst og fremst niður á börnunum og þaö eru þau sem gjalda. Þessi málaflokkur þarf aö njóta sanngjamrar umfjöllunar og afgreiöslu þannig aö tilvist og tilvera upprennandi kynslóðar sé tryggö frá fyrstu byrjun. Þaö verður aö líta svo á að þau störf, sem unnin eru til þess að svo megi verða, séu þjóðhagslega mikilvæg og á þann veg endurmeta verðmætamatið. Þær tillögur sem settar hafa verið fram til úrbóta, sem skyndilausn þegar í óefni er komið, hafa komiö of seint fram til aö reynast vera hald- bærar. Þaö verður lika aö liggja alveg ljóst fýrir að hið ófaglæröa starfsfólk sem hingað til hefur aö mestu starfaö sem aðstoðarfólk á dagvistarheimilum viö hliö faglærös (fóstra) er nú í æ ríkara mæli sett til ábyrgöar. Þaö segir sig sjálft aö hversu duglegt og þrekmikið sem þaö er hlýtur að reynast erfitt fyrir þaö sem ófaglært að takast á hendur störf sem ætluð eru og gerðar eru kröfur til um faglært fólk með margra ára strangt nám aö baki. Það er nauðsynlegt og þaö verður aö hvetja allar konur til þess aö þjappa sér saman og standa saman gegn því ranglæti sem felst í mati á störfum kvenna í þjóöfélaginu. Hugarfarsbreyting Dagvistarheimili hafa þróast fyrir tilverknað fjárhagslegra og þjóöfé- lagslegra þátta. Uppeldi og menntun þurfa auðvitaö aö haldast í hendur ef vel á aö takast til. Það ástand sem skapast hefur knýr á um að viö tökum afstööu til þess hvort við viljum aö börn og full- orönir geti lifaö og þroskast sem frjálsar og dugmiklar, gagnrýnar og sjálfstæðar manneskjur í lýðræðis- legu þjóðfélagi eöa hvort viö ætlum að fljóta sofandi að feigöarósi og brjóta niður þá eiginleika sem aö framan greinir. Viö veröum að nota mátt okkur og megin til þess aö krefja valdhafa um breytingu — um breytt hugarfar. I þjóöfélagi sem okkar, þar sem u.þ.b. 80% foreldra í sambúð og hjónabandi vinna báöir utan heimilis, er ljóst aö knýja verður á um algera kúvendingu hugarfars varöandi dagvistarmál. Þaö veröur að knýja á um aö það veröi sjálf- sagður og eðlilegur ferill að hér rísi dagvistarheimili og að á þeim starfi fyrst og fremst fólk sem til þess er menntað. Þegar þaö er orðin viötekin venja og eölilegur þáttur í uppeldi barna í þessu þjóðfélagi veröur sá feriU sem skólaganga er aðeins sjálf- sagt framhald. Þannig geta uppeldi og menntun tengst á jákvæðan hátt. Þá fyrst getum við farið að vonast til þess að upp rísi heilbrigðara þjóöfélag. Við þurfum aö hafa þaö alveg á hreinu hvaö er orsök og hvaö afleiðing því aö lengi býr aö fyrstu gerð. Kristín S. Kvaran. Q „Þær tillögur sem settar hafa verið fram til úrbóta, sem skyndi- lausn þegar í óefni er komið, hafa kom- ið of seint fram til að reynast vera hald- bærar.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.