Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1985, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1985, Blaðsíða 17
DV. MANUDAGUR 2. SEPTEMBER1985. 17 Lesendur Maður sem Vernd aðstoðaði: Fæ seint fullþakkað aðstoðina Fyrrum heimilismaöur hjá Vernd hringdi: Ég er hissa á þeirri vanþekkingu og hleypidómum sem einkennt hafa mál- flutning þeirra íbúa í Teigahverfi sem hæst hafa andmælt húsi Verndar. Ég bjó sjálfur hjá Vernd um tíma og fæ ég seint fullþakkaö þá hjálp er ég fékk þar og ekki veit ég hvar ég stæöi nú ef hennar hefði ekki notiö viö. Vil ég hvetja íbúana til aö kynna sér málið betur og framkvæmda- nefnd hússins aö halda ótrauða áfram byggingunni. Þar sjá margir draum sinn rætast., þaö get ég fullyrt. Gamalt fólk erekki hrætt viðhús Vemdar Sveinn Olafsson, Sigtúni, hringdi: Ég er gáttaður á neikvæöum viö- brögðum fólks í Teigahverfi út af húsi Verndar. Á einum staö sá ég haft eftir einum íbúa að hann teldi gamalt fólk vera hrætt viö væntanlega íbúa í um- ræddu húsi. Ég er nú sjálfur 72ja ára og konan mín 70 og ekki finnum viö til þeirrar hræöslu sem lýst er. Við höfum búið hérna í þrjátíu og sjö ár og kvíðum því ekki hót þótt hingað flytji menn sem hafa verið svo ólánssamir að brjóta lög. Það getur komið fyrir hvern sem er. Ennfremur finnst mér fáránlegt af borgarstjóranum aö hlaupa upp til handa og fóta til aö kaupa húsið. And- stæöingar þess hafa aö sönnu verið há- værir og yfirgnæft hina, sem ég veit að eru margir og þar margt gamalt fólk innanum, en þessi taugaveiklun er óþarfi. Ibúarnir þurfa aðeins nokkurn tíma til að venjast tilhugsuninni. A ENDIMÖRKUM JARÐAR rjf if r ^ THE LAST PLAŒ ON EARTH Á ENDIMÖRRUMSJARÐAR fefi ■ . CE ON J-.AUTB -n .Ml\KI I.N MIAtt SVI HMl- ASKKH Ol.'MMI STt IMII.N ÍIHKIRI SUSRN WfKVLDRIDGE am) MAX VON SVH IV. . ,,, s . „ “"•“Tssösar-**' ,.aAi* stes .................. Jo» «be W» hy Km.ANT» m.'WRHtll ÍSLENSKUR TEXTI TEFLI VIDEO „The last place on earth“ heitir nýr myndaflokkur sem frumsýndur var í Bretlandi sl. vetur. Myndin sem byggð er á bók eftir Roland Huntfords, fjallar um keppni þeirra Scott og Amundsen um hvor verði fyrri til að komast á Suðurpólinn og hljóta bæði frægð og frama auk þess að brjóta blað í sögu landkönnunar. Þegar bók Muntfords „Scott og Amundsen" kom út hófust miklar ritdeilur sem síðan blossuðu upp aftur í vetur er þátturinn var tekinn til sýninga. Tilefni þessara deilna er lýsing bókar og myndar á Scott sem hégómlegum og misheppnuðum ævintýramanni. Nú er svo komið að ættingjar Scotts annars vegar og framleiðendur þáttana, Central productions hins vegar standa í harðvítugum málaferlum um réttmæti þess er fram kemur i myndaflokknum. „Á endimörkum jarðar“ eins og myndaflokkurinn heitir á islensku er i 7 þáttum á 3 spólum með islenskum texta. FYRSTA FLOKKS MYNDAFLOKKUR MEÐ URVALSLEIKURUM OG FÆST Á ÖLLUM BETRI MYNDBANDALEIGUM LANDSINS. DREIflNG TEFLI HE S: 686250 SÝNINGAR - AFSLÁTTUR f 29. AGUST-8 SEPTEMBER í LAUGARDALSHÖLLINNI ^ SAMBANDSINS ÁRMÚLA 3 SÍMI 687910

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.