Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1985, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1985, Blaðsíða 19
DV. MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER1985. 19 Á fleygiferð í rússíbana — kíkt inn f kúlubíóið „Þaö er troöiö hér út úr dyrum að jafnaöi og fólk er mikið á hreyfingu meðan á sýningum stendur. Ég held aö Islendingar láti sýninguna hér hafa meiri áhrif á sig en Englendingar, þeir eru mjög spenntir enda hafa þeir ekki kynnst þessu áöur,” sagöi annar Bret- anna sem vinna viö kúlubíóið á heimil- issýningunni. Kúlubíóiö var flutt hing- að til lands frá „The pleasure beach”- skemmtigaröinum í Norfolk, Eng- landi. Sýningar þess taka 12 til 15 mínútur og eru frábrugðnar venjulegum kvik- myndasýningum aö því leyti aö sýn- ingartjaldið nær yfir hálfan sýningar- salinn sem er með hvolfþaki. Áhorf- endum finnst sem þeir séu staddir í miöri atburöarás hvíta tjaldsins. Meöan blaðamenn DV stöldruöu þarna við var einni hreyfimynd rennt í gegnum sýningarvélina. Fyrst var áhorfendum boðið í flugferð með list- flugmönnum sem létu jörðina hring- snúast fyrir augum manns. Næst voru þeir staddir í bíl í kvöldakstri um stór- borgina New York. Tók svo aö æsast leikur. Myndavélin var fest á vagna sem hentust eftir rússíbanabrautum, tókst síöan á loft með breiöþotu og loks elti hún vélhjól um þröngar bæjargöt- ur. Þeim eltingarleik lauk óvænt þeg- ar.. . Sýningartækin í kúlubíóinu eru til- komumikil og er linsan ein sér metin á um 700 þúsund krónur. Að sögn aðstoð- arframkvæmdastjóra kúlubíósins reikna þeir félagar meö aö flytja haf- urtask sitt aftur til Englands aö heimil- issýningunni lokinni. „Ja, nema ein- hver vilji kaupa,” sagði hann. „Tækin eru föl fyrir 70 þúsund pund.” -JKH • Annar starfsmanna kúlubíósins vifl sýningartækin. DV-myndir KAE • Ein kvikmyndanna í kúlubióinu leiðir áhorfendur um þennan æsi- lega rússibana. Fóstruþing íFinnlandi . l’KIÍIN 1 VIYINI) \S rOI ,X!N HF er flutt í eigið húsnæði að SÚÐARVOGI 7 og nýja sfmanúmcrið þeirra er 8 40 10 og þetta er auglýsing en ekki brandari." „Fyrstu ár bamsins leggja grunninn aö málþroska þess. Unnt er aö örva málþroska barns bæöi innan heimilis og á dagvistarheimilum með mark- vissu starfi.” Svo segir m.a. í ályktun sem sam- þykkt var á samnorrænni fóstruráö- stefnu sem haldin var nýlega í Finn- landi. Þrjár íslenskrar fóstrur sóttu ráöstefnuna. I ályktuninni segir aö heföbundiö hlutverk dagvistarheimila sé að þroska alhliöa málkennd barna. Á þeim grunni geti skólinn síöan byggt. Auka þurfi samvinnu milli fóstra og kennara. Menntun fóstra og kennara þurfi aö samræma og gera jafnrétt- háa. Vinna fóstra á dagvistarheimilum sé þýðingarmikil, ekki síst fyrir þróun samfélagsins. Nauðsynlegt sé aö stjórnmálamenn tryggi aö nægilega mörg dagvistarheimili verði byggö svo unnt sé aö tryggja öllum börnum sem þess óska dvöl á slíkum heimilum. Nýjungar í læknisfræði Menningarstofnun Bandaríkjanna á Islandi stendur fyrir yfirlitssýningu á nýjungum í læknisfræði þessa daga. Er sýningin í húsakynnum Domus Medica viö Eiríksgötu og stendur til 10. sept- ember. Sýningin er lýsandi fyrir þær stofn- anir og tæknifyrirtæki sem standa að baki heilsugæslu í Bandarikjunum, þróun sérfræðinga á því sviði svo og rannsókna. Er sýningunni skipt í sex deildir og starfa íslenskir lækna- og hjúkrunarnemar við hver ja deild. Sýningin er öllum opin milli kl. 14 og 22 alla daga. -KÞ ARGERÐ '86 KOSTAR AÐEINS KR. 285.000.- Pegar Axel var kynntur í sumar hlaut hann lof gagnrýn- enda. Peir hældu bílnum fyrir góða aksturseiginleika, þægindi og öryggi, og und- ruðust stórlega lága verðið. Það þarf ekki að koma á óvart - Axel kostar aðeins 285.000.- krónur. Engu að síður er Axel ósvikinn Citroén, vel er til hans vandað og Citroéngæðin alltaf jafn áreiðanleg. Nú býður Glóbus Axel á frábæru verði, - með skoðun, ryðvörn og stútfullum bensín- tanki. Ekki nóg með það: Allt að 35% af verðinu er lánað til átta mánaða. Nú gildir að vera fljótur til; síðast þegar við auglýstum voru 50 bílar rifnir út á þremur dögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.