Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1985, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1985, Blaðsíða 21
DV. MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER1985. 21 Pele til Islands? — í lokahóf knattspymumanna. Bryan Robson einnig á óskalistanum Lokahói knattspyrnumanna í 1. deild verður haldið þann 15. september, strax að íslandsmótinu Ioknu. Er nú unnið að þvi að fá þekktan atvinnu- mann sem heiðursgest en eins og menn muna var allan Simonsen gestur í fyrra. Góðar líkur eru á að Bryan Robson, fyrirliði Man. Utd. og Englands, komi til landsins en efstur á óskalistanum er enginn annar en Pele. Unnið er að því hörðum höndum að fá snilling þann til landsins og vilja menn ekki alveg skrúfa fyrir líkur á að svo verði. Ríkarður Jónsson, fyrrum landsliðs- maður með ÍA og KR, verður innlend- ur heiöursgestur. SigA Ámi Sveinsson í leikbann? Flest bendir til þess þrátt fyrir að hann hafi aðeins fengið að líta rauða spjaldið í leik ÍA við ÍBK í gær Frá Magnúsi Gíslasyni, fréttaritara DV á Suðurnesjum: Skagamaðurinn sterki, Árni Sveins- son, kemur að öllum líkindum til með að missa af næsta leik Akraness í is- landsmótinu en Árni fékk að sjá rauða spjaldið í Keflavík í gær er ÍA bar sig- STAÐAN Urslit leikja í 1. deild um helgina urðu þessi. Fram—Þróttur 1—1 IBK-IA 2-3 Valur—Víðir 3—1 Þór-KR 3-1 Staöan er nú þannig: urorð af ÍBK, 2—3. Ámi mun að öllum likindum missa af viðureign liðs síns gegn Víkingi sem fram fer þann sjö- unda september. Fái leikmaður fjögur refsistig merk- ir það leikbann, aganefnd KSI tekur saman mál á þriðjudögum og leikbönn taka síðan gildi frá og með hádeginu á laugardeginum þar á eftir. Arni byrjar því að öllum likindum í banni tveimur tímum áður en leikur IA og Víkings hefst. Sú spurning brann á vörum Akurnes- inga hvort brottvísun Áma merkti leik- bann þar eð Kjartan Olafsson dómari gaf honum ekki gula spjaldið. Rautt spjald gefur þrjú refsistig, gult eitt. Kjartan dómari var á leiðinni að gefa Árna gula spjaldiö fyrir brot og því er líklegt að gulu spjaldi hafi verið bætt inn á leikskýrsluna frá leiknum þó aö það hafi ekki verið gefið. Valur 16 9 5 2 25-11 32 Fram 16 9 4 3 30-22 31 Þór 16 10 1 5 27—20 31 Akranes 16 9 3 4 33—18 30 KR 16 8 4 4 31-24 27 Keflavík 16 8 2 6 27-19 26 FH 15 5 2 8 19-27 17 Þróttur 16 3 3 10 16-29 12 Víöir 16 3 3 10 17-35 12 Víkingur 15 1 1 13 2-32 4 Urslit í 2. deilc um heigina uröu þessi: Fylkir—UMFN 3-1 ÍBV—Völsungur 1-0 KA-IBI 4-1 KS—Leiftur 3-4 Skallagrímur- —UBK 2-1 Staðanerþessi: Vestmannaeyjar 16 9 6 1 38-13 33 Breiðablik 16 9 4 3 29-15 31 KA 15 9 3 3 32—14 30 KS 16 7 3 6 24-23 24 Völsungur 16 6 3 7 24-23 21 Njarðvík 15 5 4 6 13-18 19 Skallagrímur 16 5 4 7 21-35 19 Isafjörður 16 3 7 6 18-22 16 Fylkir 16 3 3 10 13-23 12 Leiftur 16 3 3 10 14-34 12 SigA. -fros Sigurflur Pótursson. Mallorcaferð fyrir sigur. íþróttir Iþróttir íþróttir „Besti leikur okkar fram að þessu” — sagði Sigurður Jónsson í gær, en hann gerði sigurmark Sheff. Wed. gegn „Það var horn og ég náði að koma boltanum i netið eftir smáþóf sem myndaðist i kjölfar hornspyrnunnar. Þetta var ekkert glæsimark, en mark er alltaf mark og það var gaman að skora,” sagði Sigurður Jónsson, knattspyrnumaður með Sheffield Wednesday, í samtali við DV í gær en hann gerði sitt fyrsta mark fyrir liðið í leik gegn Oxford á laugardaginn. Mark Sigurðar var jafnframt eina mark leiksins. „Þetta var okkar besti leikur það sem af keppnistímabilinu. Okkur tókst aö halda dampi allan leikinn en duttum ekki niður eins og gerðist t.d. gegn Manchester City. Völlur Oxford- liðsins er svona ljónagryf ja sem erfitt er að spila á. Ég held að þeir hafi ekki tapað 20—30 leikjum í röð á þessum velli þannig að þetta var ekki svo lítill árangur,” sagði Sigurður. Undanfama leiki hefur Sigurður Oxford á laugardaginn Sigurður Jónsson skoraði mark um helgina. leikið við hliðina á Tony Gregory, 16 ára leikmanni, og hefur þetta unga tengiliðapar vakið mikla athygli í Englandi sem von er. I leiknum á laugardaginn lék Gregory þó ekki með, Gary Shelton hefur náð sér af þeim meiðslum sem hrjáðu hann og tók stööu sína aftur. Meiösli Andy Blair virðast hins vegar alvarlegri og bati hægur en Blair meiddist á ökla. Sigurður tók stööu hans í liðinu og veröur örugglega erfitt fyrir Blair að endurheimta sætið sitt á nýjan leik er hann hefur náð sér. „Næsti leikur er við Everton núna á þriðjudagskvöld. Síðast þegar liðin mættust hér þá komu 54 þúsund manns. Það verður eitthvað færra núna þar sem Sheffield United er að spila sama kvöld en það verða örugg- lega margir á vellinum. Þetta verður ábyggilega hörkuleikur. Gary Lineker er kominn í gott form og svo erum við með þrjá fyrrverandi leikmenn Everton í liðinu hjá okkur,” sagði Sigurður Jónsson við DV í gær. SigA Bjami leikmaður ágústmánaðarins — hjá norska blaðinu Aftenposten. Reglulegur gestur i liðum vikunnar Frá Jóni Einari Guöjónssyni, fréttarit- ara DV í Noregi: Bjarni Sigurðsson, íslenski landsliðs- markvörðurinn hjá norska 1. deildar liðinu Brann, var á föstudaginn kosinn leikmaður ágústmánaðarins af norska stórblaðinu Aftanposten. Útnefningin kemur engum á óvart. Hann hefur átt hvern stórleikinn á hjá norskum blöðum fætur öðrum með liði sinu og verið tíður gestur í liði vikunnar hjá norskum blöðum. Hann reyndist i sér- flokki markvarða en markvarðar- staðan var sú staða sem norsku blaða- mennirnir áttu léttast með að velja i. Bjarni hlaut 17 stig sem var tveimur stigum meira en norski landsliðs- maðurinn Tom Sundby hjá toppliði Lilleström hlaut. Þrátt fyrir mjög gott gengi Bjarna er ekki hægt að segja sömu sögu um félag hans Brann. Liðið er í næstneðsta sætinu i deildinni en tvö þau neðstu faila. Þriðja neðsta lið deildarinnar mun síðan leika við tvö 2. deildar lið um 1. deildar sæti. -fros. „Hefur verið frábært ár” — segir nýkrýndur Evrópumeistari í golfi, Bernard Langer, eftir keppnina „Þetta hefur verið frábært ár en ég á eftir að bæta mig enn meira. Ég finn að bestu árin eru eftir,” sagði Bernard Langer eftir að hafa sigrað á Evrópu- meistaramótinu i golfi sem fram fór í Sunningdale í Englandi um helgina. Langer, sem svo mjög kom á óvart með sigri í U.S. masters golfmótinu í apríl, hefur unnið hvern titilinn af öðr- Sigurður Pétursson sigraði i holu- keppni milli 16 stigahæstu manna i golfi um helgina. Keppt var i Grafar- holti og sigraði Sigurður Ragnar Olafs- son í úrslitakeppni með 3—2. Hann hlaut að verðlaunum þriggja vikna golfferð til Mallorca á vegum Urvals. Sigurður vann Einar L. Þórsson í 8 manna úrslitum. I sömu umferð sigr- aði Geir Svansson Omar örn Ragnars- son, Ragnar Olafsson lagði Oskar Sæ- mundsson og Ulfar Jónsson varð hlut- skarpari en Sigurður Hafsteinsson. I undanúrslitum lentu saman Ragnar og Ulfar og Sigurður og Geir. Ragnar lagði sinn andstæðing með 2—1 og Sigurður vann 5—4. Geir og Ulfar áttu því að keppa til undanúrslita en Geir gaf leikinn og bar fyrir sig þreytu. Ulfar hlaut því þriðju verðlaun keppn- um í sumar og er nú orðinn næsttekju- hæstur íþróttamanna í greininni. Á mótinu um helgina vann Langer þriggja holu sigur með frábærri spila- mennsku á síðustu tveimur hringjun- um. Irinn John O’Leary varð í öðru sæti en Gordon Brand Junior, sem hafði forystuna í byrjun, varð að láta sér lynda þriöja sætið ásamt Howard islaust en Sigurður vann Ragnar í úr- slitunum. Clarke. Annars varð árangur kylfing- annaþessi: Bernard Langer 68—72—64—67 269 JohnO’Leary 68-—69-—67—68 272 Howard Clarke 66-72-68-67 273 Gordon Brand jr. 69-67-66-71 273 Bernard Langer. Hefur verifl nsar óstöflvandi i ár. -SigA. PALIVELTEKK) hefur leikið vel íæfingaleikjum Dankersen. Kristján meiddur íbaki Frá Atla Hilmarssyni, fréttaritara DV i Þýskalandi: PáU ðiafssyni hcfur verið mjög vel tekift hjá 1. deUdar félaginu Dankersen sem hann mun leika meft í vetur. PáU hefur sýnt mjög góftan ieik í æfingaleíkjum f élagsins aft und- anförnu. PáU hefur í undanförnum leikjum leikift á miftjunni og séft um aft stjórna spUi Uftsins. Hameln, lið Kristjáns Arasonar, er mjög Uklegt tU aft komast upp í 1. deUdlna í vor. Liftift vann i siðustu vUm sigur á Dankersen meft einu markí. PáU lék vel meft Danker- sen en Kristján gat ekki leikið með Hameln vegna meiðsla i baki. Reiknaft er með aft Kristján verfti búinn aft ná sér fyrir 14. sept- ember en þá hef st þýska BundesUgan. -fros. Sigurður vann holukeppnina —og f ékk Mallorcaf erð að launum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.