Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1985, Blaðsíða 48
FRETTASKOTIÐ
Sími ritstjórnar: 68 66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um <
frétt — hringdu þá i
síma 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krónur og
3.000 krðnur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku,
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn
Verkfalliafstýrt
hjá Hitaveitu
Suðumesja:
Vélstjórarnir
fá 9,2%
kauphækkun
„Menn eru náttúrlega ekki sáttir
við þetta en það verður að semja. Við
sáum ekki leiö til að ná betrí samn-
ingi,” sagði Andrés ölafsson, en
hann situr í samninganefnd vélstjóra
í Svartsengi. Á laugardag var samiö
í deilu þeirra og Hitaveitu Suður-
nesja um 9,2% kauphækkun frá og
meö 1. júní, auk almennra hækkana
1. ágúst og 1. október. Samningurinn
gildirtiláramóta.
I gærkvöldi var samníngurinn
kynntur starfsmönnum og í kvöld á
að fjalla um hann í stjórn og trúnað-
armannaráði. Andrés sagðist búast
við því að samningurinn yrði sam-
þykktur, „en maður skyldi aldrei
segja aldrei”, bætti hann við. „Menn
eru ekki sáttir við þetta; þetta er að-
eins lítið brot af því sem við fórum
framó.” -JKH.
Stúlka áreitt í
Austurstræti
Aðfaranótt laugardags var til-
kynnt á miðbæjarstöð lögreglunnar
að stúlka hefði verið áreitt í Austur-
stræti.
Þegar lögreglan kom á staðinn
ásamt vitnum var stúlkan horfín af
vettvangi en árásarmaðurinn var
handtekinn. Hann mun hafa neitað
aðhafaáreittstúlkuna. SJ
Riðuveiki við Djúp:
340 kindum
slátrað
Riðuveiki hefur verið staðfest i
sauðfé á bænum Hörgshlíð í Mjóa-
firði við Djúp. Ákveöið hefur verið að
slátra öllum kindum á bænum í
haust, alls um 340 fjár. Þegar hefur
verið samið um niðurskurðinn og
bæturfyrirféö.
Staðfesting fékkst á veikinni eftir
rannsókn á heilasýnum sem tekin
vorusl. haust.
Riðuveiki hefur ekki áður verið
staðfest viðDjúp. GK
VISA
ómissandi
LOKI
Það ætla bára allar fram-
sóknarkonur á þingl
Frjáist,óháð dagblað
MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1985
Framsóknarkonur heimta annað af tveimur ef stu sætum á f ramboðslistum:
ERFITT AD HAFA ÞAÐ
SEM ALGILDA REGLU”
segir varaf ormaður Framsóknarf lokksins
„Ég held, að erfitt verði aö hafa
þetta sem algilda reglu, hins vegar
er sjálfsagt að reyna að leitast við að
svo verði í framtíðinni,” sagði Hall-
dór Ásgrímsson, sjávarútvegsráð-
herra og varaformaður Framsókn-
arflokksins, um þá ályktun Lands-
sambands framsóknarkvenna aö
kona skipi annaö af tveimur efstu
sætum flokksins í öllum kjördæmum.
„Annars er það mál kjördæma-
sambandsins í hverju kjördæmi að
ganga frá framboðslistum. Og mér
þykir frekar ósennilegt að af þessu
geti orðiö strax í næstu kosningum.
Hér er um að ræða þróun en ekki
stökkbreytingu. Ég persónulega er
óánægöur með það að engin kona
skuli eiga sæti í þingflokki Fram-
sóknarflokksins. Ég er því að sama
skapi ánægöur með þann áhuga sem
konur innan flokksins sýna flokks-
starfinu með þessari ályktun. Mér
þykir mjög eðliiegt að ályktun á borö
við þessa komi fram því með henni
eru þessar konur að vekja athygli á
sér og sínu starfi,” sagði Halldór Ás-
grímsson. -KÞ
Pinninn var kitlaður rækilega I Grlndavik I gær. Björgunarsvaitin Stakkur gekkst fyrir torfærukeppni og
fylgdust um 2000 manns msð aksturslagi keppenda sem á tiðum var glannalegt. En sólin skein á allt sam-
an. DV-mynd KAE
Sex starfsmönnum á NT var sagt
upp störfum síöastliðinn föstudag.
Unnu þeir allir á skrifstofu blaðsins.
„Þarna er um aö ræöa áframhald-
andi hagræðingu í rekstri blaðsins,”
sagði Hákon Sigurgrímsson stjómar-
formaður er DV ræddi við hann. „Við
höfum verið að fækka starfsliði því við
teljum að fyrirtækið hafi verið yfir-
mannaö. Áður hafði verið sagt upp 12
manns á ritstjórn og tengdum deild-
um.”
Hákon sagði að blaðið væri nú að
taka í þjónustu sína tölvutækni sem or-
sakaði ofangreindan samdrátt í starfs-
mannahaldi. Þannig yrðu bókhald og
dreifing bráðlega tölvuvædd.
Aðspurður hvort um frekari upp-
sagnir yrði að ræða á NT kvaðst Hákon
ekki geta sagt til um það að svo stöddu.
Hins vegar yrðu engar breytingar á
blaöinu sjálfu að öðru ieyti en því að
helgarblaði yrði „stokkað upp”. I
hverju sú uppstokkun væri fólgin
kvaðst Hákon ekki vilja tjá sig um á
þessustigimálsins. -JSS.
Fjórir bílar skullu saman á Höfða-
bakkabrúnni laust fyrir klukkan hálf-
níu í morgun. Stoppaði fremsti bíllinn
og tveir bílar fyrir aftan. Kom fjórði
bíllinn þá aðvífandi og skall aftan á
með þeim afleiðingum að bílarnir rák-
ust allir saman. Éngin slys urðu á
mönnum.
Bílarnir voru á leið yfir brúna úr
:Breiðholti i Árbæinn. Talsvert eigna-
| tjón varð í árekstrinum. -eh.
„DJUPT A SKILNINGI
BANDARÍSKS ALMENNINGS”
á áf ramhaldandi hvalveiðum/’ segir Magnús Gústavsson
Úskar Magnússon, DV, Washington:
„Ég held að það verði djúpt á
skilningi hjá bandarískum almenn-
ingi ef við ákveðum aö halda áfram
að veiða hvalinn þótt ég sé á hinn
bóginn sammála Halldóri Asgrims-
syni sjávarútvegsráðherra um að
það sé óþolandi að láta þessa frið-
unarmenn ráöskast með okkur.”
Þetta sagði Magnús Gústavsson for-
stjóri Coldwater, dótturfyrirtækis
Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna i
Bandaríkjunum, í samtali við DV.
Magnús sagði að sér virtist
friðunarmenn einkum setja tvö
atriði fyrir sig nú. I fyrsta lagi túlki
þeir veiðiáætlanir okkar svo að þær
komi i veg fyrir alfriðun hvalastofn-
anna. Friðunarmenn hafa barist
fyrir því að hvalir verði alfriðaðir í
nokkurár.
„Auk þess lita friðunarmenn svo á
að ef Islendingar fái að stunda veiðar
í vísindaskyni muni slíkt skapa
slæmt fordæmi, aðrar þjóðir muni þá
koma á eftir og hvalveiðibannið
verða að engu,” sagði Magnús
Gústavsson.
Russ Wilde, blaðafulltrúi Green-
peacesamtakanna, sagði í samtali
við DV að samtökin biöu nú átekta.
„Við teljum stöðu okkar hafa styrkst
verulega við þá afstöðu veitinga-
húsakeðjunnar Long John Silver að
taka ekki neina áhættu af viðskiptum
við Islendinga,” sagði talsmaður
Greenpeace í samtali við DV.
hhei.