Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1985, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1985, Side 16
16 DV. MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER1985. Spurningin || Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Ertu svolítið veik(ur) fyrir víni? (Spurt fyrir utan verslun ÁTVR á Laugarásvegi.) Oddný Árnadóttir íþróttakona: Nei, nei. Eg er bara að bíöa eftir strætó. Alveg satt. Steiney Halldórsdóttir: Eg hugsa ekki. Eg er bara að kaupa freyðivín. Guðlaugur Valgeirsson: Nei. Eg er að kaupa rauðvín með sunnudagssteik- inni. Sveinn Hauksson: Nei, ekki alvarlega held ég. Ja, ekki ennþá. . . ja. . . eigin- lega er ég bara á leið í bakaríið... Birgir Sigurðsson: Nei, nei. Eg var nú bara aö kaupa kökudropa handa henni móður minni. Guðni Már Kárason: Nei, alls ekki. Eg keypti mér áfengi til að verða mjög hóflega drukkinn. Starfsmaður skrifar: Flugleiðir bjóði í flutn- inga fyrir vamarliðið Starfsmaður skrifar: Þegar veriö er aö tala um flutn- inga Islendinga fyrir varnarliðiö á Keflavíkurflugvelli, vegna þeirra deilna sem upp komu, þegar þessir flutningar voru teknir af Eimskipa- félaginu vegna of hárra flutnings- gjalda, þá er sjaldan minnst á aðra möguleika en sjóflutninga. Þegar svo er komið að „kjötmál- inu” þá er náttúrlega lausnin ein- föld; flytja kjötið meö flugvélum beint til áfangastaðar. Einföld lausn og góð og því kemur manni í hug sama lausn á flutningum fyrir varnarliðið í heild. En þaö hefur hvergi verið á þaö minnst að við eigum lika flugfélög sem ættu að vera þess albúin að flytja varning til og frá landinu jafnt og skipafélögin. Það má raunar telja merkilegt hve litiö við Islendingar hugum aö flutn- ingum á varningi í lofti. Þá sjaldan að fluttir eru heilu gámarnir af nýj- um fiski til Bandaríkjanna hafa verið leigðar til þess fraktvélar frá erlendum aðilum. Er nú ekki komiö tilefni fyrir ís- lensku flugfélögin, og þá kannski sér- staklega Flugleiðir, að bjóða í flutn- ingana fyrir varnarliðið á móti skipafélögunum, íslensku og erlendu, sem hingaö til hafa aö mestu flutt þennan varning? Með þessum flutningum myndi sparast kostnaöur við flutninga frá hafnarbakka og á völlinn þannig aö Flugleiðir ættu að vera mjög sam- keppnisfærar í tilboði sínu og myndu sennilega hreppa flutningana. Auðvitað þyrftu Flugleiðir að hafa til reiðu fragtflugvélar til verkefnis- ins en það ætti að reynast vandræða- laust að komast yfir þær. Var þaö ekki einmitt þetta sem þessi íslenski athafnamaöur í Lúxemborg (og sem samgöngu- ráðherra úthrópaði sem ,,út- lending”) hafði í huga meö aöild sinni að stjóm Flugleiða, að hrista upp í stjóm fyrirtækisins og kanna nýja möguleika á flutningum? Maður á bágt með að trúa því, sem stundum er haldið fram, m.a. af einhverjum í stjórn Flugleiða, að Eimskipafélag Islands eigi svo stóran hlut í Flugleiðum að Eimskip setji Flugleiðum stólinn fyrir dyrnar með kaup eða afnot af fragtflug- vélum, svo aö ekki sé skert flutninga- geta Eimskipafélagsins! Ef þetta er ástæðan fyrir hlé- drægni Flugleiða í fragtflutningum er það meira mál en svo að kyrrt megi liggja. Þeim ráðhermm sem er svo kært að hlutabréf Flugleiða lendi ekki á „villigötum” ber skylda til að láta kanna málið betur. — Nú, eða kannski þeir stjórnarmenn í Flug- leiðum sem líka eiga sæti í stjórn Eimskipafélagsins. „Stjórnarmenn í Flugleiðum eiga lika sæti í stjórn Eimskipafóiagsins," segir bréfritari. Mótmæltu einnig byggingu Sjálfsbjargar Kona hringdi: Eg get ekki orða bundist vegna mót- mæla íbúa í Teigahverfi gegn húsi Verndar. Ég held að eitthvað sé undar- legt við það fólk. Fyrir liðlega ári stóð til að reisa einnar hæðar byggingu Sjálfsbjargar, samtaka lamaöra og fatlaðra, á stóru auöu svæði viö Laugarneskirkju. Er íbúar fréttu um hina fyrirhuguðu byggingu hófu þeir þegar í stað undir- skriftasöfnun gegn henni og linntu ekki látum fyrr en þeim hafði tekist að koma í veg fyrir að hún yrði reist á þessumstað. Dóttir mín býr þarna nálægt og var hún beöin um að skrifa undir mótmæli sem hún neitaði að gera. HRINGIÐ í SÍMA 68-66-11 kl. 13 til 15 eða SKRIFW Hús Verndar við Laugateig. Kona segir það ekki fyrsta húsið i Teigahverfi sem gert sé veður út af. Gleymum ekki börnunum B.Ó.O. skrifar: Að segja aö við Islendingar séum barnahatarar er of djúpt í árinni tekið. Hins vegar erum við svo miklir lifs- gæðakapphlauparar að viö megum varla vera að því að sinna því dýrmæt- asta sem við eigum, börnunum okkar. Á sólríkum sumardegi getur maður ek- ið í gegnum alla borgina án þess að sjá nokkurn mann úti í garði með afkvæm- umsínum. Ég held að aðaltilgangur lífsins sé aö viðhalda lífi, sjá tU þess að það endur- nýist og nýjar kynslóöir vaxi úr grasi, dafni og þroskist. Umhverfi barna þarf aö vera sem f jölbreyttast og henta vel tU leikja. Einn þáttur í lífi og leik barna er leik- tæki. Eg hef dundaö mér við það í frístundum að hanna ný og betri leik- tæki fyrir börn og nú þegar hafa Reykjavíkurborg og nágranna- byggðarlögin festa kaup á nokkrum slíkum. Annars datt mér í hug aöferð tU að gera vegasölt öruggari. Hún er sú að grafa hjólbaröa undir hvorn enda og mýkja þar með snertingu endanna þar sem sætin eru fest á. Þessi fram- kvæmd gæti komið í veg fyrir mörg óhöpp. Eg held að þaö mikilvægasta sem við gerum fyrir börnin okkar sé að gefa þeim tíma og láta þau finna að þeirra erþörf. Kjána- leg við- brögð Þorgeir Kr. Magnússon skrifar: Þau kjánalegu viðbrögð sem íbúar Teigahverfis sýna í sambandi við hús- næði Verndar er dæmi um óhreinleika jarðlífsins. Ibúarnir hafa engan rétt umfram aðra í þjóðfélaginu. Meö framkomu sinni sýna þeir ódrengskap og yfirborðskennd sem ekki mun verða þeim tU ávinnings. Þeir hljóta að sjá og viðurkenna að því fylgir áhætta að Ufa og gagnvart lögmálum tilverunnar erum við ÖU jafningjar. Eg vil óska þeim mönnum sem fyrstir koma til með aö dvelja í þessu nýja húsnæði alls góðs. Bréfritari vill gera leiktæki öruggari, skemmtilegri og þar afl auki ís- lensk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.