Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1985, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1985, Blaðsíða 2
DV. MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER1985. HlutabréfFlugleiða: Starfsmonnum boðin bréfin á næstunni „Þaö fer aö styttast í aö starfs- mönnum veröi boðin hlutabréfin til kaups. Stjórn starfsmannafélagsins hefur rætt viö stjómendur fyrirtækis- ins um þetta mál og það mó segja aö það sé langt komið,” sagöi Stein- grímur Guðjónsson, gjaldkeri Starfs- mannafélags Flugleiða. Eins og alþjóð er kunnugt af fréttum keyptu Flugleiöir 20 prósent hlut ríkis- sjóös í Flugleiöum. Lýstu forráðamenn félagsins því yfir um leiö aö hlutaféð yröi boðið starfsmönnum og hluthöfum tilkaups. „Forstjóri félagsins, Siguröur Helgason, er í fríi og þaö verður ekkert gert fyrr en hann kemur aftur. Eg gæti búist við því að starfsmönnum verði boðin bréfin í lok næsta mánaðar.” — Áttu von á því að starfsmenn muni almennt hafa áhuga á að kaupa hiuta- bréf? „Ég get vel ímyndað mér þaö, til dæmis út frá skattafrádráttar- sjónarmiði. Ég get ímyndað mér aö starfsmenn vilji kaupa til að lækka skattana sína og um leið að eignast hlut í félaginu. Já, ég á von á því að það verði menn hér sem kaupi. Væntanlega verður boðið upp á það að draga þetta frá launum starfs- manna. Það er bara hagræðingar- atriöi,” sagði Steingrímur Guðjónsson. -KMU. • Hressingarskálinn í nýjum búningi. Innréttingar eru allar nýjar og hannaði Valgerður Matthíasdóttir arkitektþær. DV-myndVHV Hressó opnað eftir hressingu: „Bíðum < mn eftir vínveitin galeyfi” —segir framkvæmdastjórinn Verkfallld í Áburðarverksmiðjunni „Ekki bjartsýnn” segirHákon Björnsson, forstjóri „Ég er ekki bjartsýnn á að samn- ingar náist i bráð eins og málin standa núna,” sagði Hákon Björns- son, forstjóri Áburðarverksmiðju ríkisins, þegar hann var spurður fregna af verkfallinu í Áburðarverk- smiðjunni. Deiluaðilar sátu fund saman síöast á þriðjudag en seinni hluta vikunnar var sáttasemjari með þreifingar sem ekki báru árangur. Hákon sagð- ist reikna meö að sáttasemjari hefði samband við deiluaðila í dag og kall- aði saman fund. -JKH. GabbíGrænuhlíð Slökkviliðið í Reykjavík var kallað út vegna bruna í Grænuhlíð í Reykja- vík skömmu fyrir miðnætti á föstu- dagskvöldið. I ljós kom að um gabb var að ræða. Sökudólgamir náöust og munu þeir hafa verið ölvaðir. Að sögn Karlo Olsen, varöstjóra hjá Slökkvi- liðinu, er orðið mjög sjaldgæft að fólk sé að gabba slökkviliðið. Hvað kostar eitt svona gabb? „Það er erfitt að segja til um það en kostnaðurinn get- ur verið töluverður,” sagði Karlo varðstjóri. Á laugardagskvöldið var slökkvi- liðið kailað út vegna reykjarlyktar úr loftræstilúgum í bifreiðageymsl- um að Pósthússtræti 13. Þar var eng- inn eldur og allt með kyrrum kjör- um. SJ „Þetta er alveg gjörbylting,” sagði Einar Sigurjónsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Hressingarskálans í Austurstræti, en á laugardag var fyrirtækið opnað á ný eftir gagngerar breytingar. „Við leggjum áherslu á léttar máltíðir í hádeginu og betri mat á kvöldin en eftir sem áður verður aðal- atriðið kaffi og kökur,” sagði Einar en bætti því við að ekki yrði opið á kvöldin fyrr en vínveitingaleyfið væri í höfn, sem vonandi yröi bráðlega. Innréttingum hefur verið breytt að öllu leyti nema því að eitt hom sem var í sérstöku uppáhaldi fastagesta var látið haida sér. Þeim var boðið á opnun eftir breytinguna og aö sögn Einars hélt hann aö mönnum litist bara vel á þessa andlitslyftingu Hressó sem nálgast fimmtugsialdurinn og er fyrir löngu orðinn sígildur í bæjarlífinu. -JKH Leiðrétting Sú misritun varð í leiðara helgar- blaðsins, að sagt var, að Magnús Gunnarsson væri formaður Vinnu- veitendasambandsins. Hið rétta er auðvitaö, að hann er framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambandsins. • Skótar í Kópavogi stóðu fyrir skátadegi á Rútstúni ó laugardag- inn. Ungu kynslóflinni gafst þar kostur ó afl reyna hinar ýmsu þrautir. DV-mynd VHV f 'ENGUM ENGA SV ’RENC aJUHÓTUN —sagði Trausti Tómasson, afgreiðslu- stjóri Flugleiða á Kef lavíkurf lugvelli „Þetta var ekki hefðbundin sprengjuleit enda hafði engin sprengjuhótun borist,” sagði Trausti Tómasson, afgreiðslustjóri Flugleiða á Keflavíkurflugvelli, í samtali við DV í gær. En í gærmorgun tafðist Flugleiða- vél í Keflavík vegna þess að vélin var tæmd og farþegar látnir benda á far- angur sinn. Ástæðan var sú, aö sögn Trausta, að tilkynning hafði borist frá Chicago um aö farþegi sem hefði skráð sig í flugiö mætti ekki. Farangur hennar var kominn um borð þannig að af öryggisástæðum þótti rétt að kanna innihald töskunnar. „Við fundum töskuna og í ljós kom að ekkert athugavert var í henni. Kon- an hlýtur bara að hafa misst af vélinni íChicago.” — Er algengt að þetta sé gert ef far- þegar mæta ekki í flug ef þeir eru búnir aðtékkasiginn? „Já, þetta er öryggisráðstöfun ein- göngu og mörg flugfélög hafa þetta fyrir reglu,” sagði Trausti. Vélin fór héöan um klukkan níu í morgun til Luxemburg en leitin tók um tvær klukkustundir. SJ Hvalveiðum aðljúka Hvalveiðivertíðinni hér viö land er að ljúka. I gærdag átti eftir að veiða 5 hvali til að ná þeim-fjölda sem veiða átti í ár. Að sögn verk- stjóra í hvalstöðinni hafa veiðarnar gengið mjög vel og bjóst hann við að þessir síðustu 5 hvalir næðust í gær eða einhvern tíma í dag. -JKH. Smábátar mega veiða um helgar Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um veiðar smá- báta og gildir hún frá 2. september og fram til áramóta. Samkvæmt reglugerðinni eru veiðar smábáta, að síldveiðum undanskildum, bannaðar eftirgreind tímabil: Frá og með 2. september til og með3. október. Frá og með 25. október til og meö 31. október. Frá og með 16. nóvember til og með31. desember. Samhliða útgáfu reglugerðarinn- ar hefur bann við helgarveiöum smábáta verið fellt úr gildi. Þó er veiðibann helgina 31. ágúst til 2. september. Á banndögunum er smábátunum þó heimilt að veiða smokkfisk aö vild. -EIR. Skólamálum bjargaðíhom: Yfirvinna og réttindaleysi I könnun er Kennarasamband Is- lands gerði í 44 grunnskólum víös vegar á landinu kom í ljós að kennaraskortur er verulegur. Kennaraf jöldi í skólum þessum er 1240 og var óráðið í um 50 kennara- stöður. Aö skólunum eru þegar ráönir 120 kennarar án kennslurétt- inda. I viðtölum við skólastjórnar- menn kom fram að miklu erfiðara er að fá kennara til starfa nú en undanfarin ár og áberandi að ekki er spurt eftir auglýstum stöðum. I flestum skólum hefur verið reynt að bjarga málum fyrir hom með aukinni yfirvinnu kennara og eins og fyrr sagði með því að ráða rétt- indalaust fólk til kennslu. -EIR. Loðnuveiðin dræm við Jan Mayen Loðnuveiðin við Jan Mayen hefur verið dræm síðasta sólarhringinn. I gær tilkynnti einn bátur um afla. Það var Skarðsvík SH sem fengið hafði 650 lestir. Fjórtán bátar hafa haldið til loönuveiöa á þessari ver- tíð. Alls hafa þeir aflað 30.500 lest- ir. Veður hefur veriö sæmilegt á miðunum síðustu daga, hæg norðanáttogskúrir. GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.