Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1985, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1985, Blaðsíða 6
6 DV. MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER1985. IMeytendur_________Neytendur____________Neytendur___________Neytendur • Griffill: Piolet-taskan lengst til vinsti kostar 1.308 krónur, sú nœsta er á 1.409 krónur, siflan kemur ein Piolet á 698 krónur. Þá kemur Amigo taska á 1.340 krónur og siflast er poki sem kostar 989 krónur. Eitt af því sem flestir eignast ein- hvern tíma um ævina er skólataska, sumir eignast bara eina tösku sem dugir þeim alla skólagönguna. AÖnr eignast fleiri eöa fá töskurnar frá eldri systkinum. Þar sem skólarnir byrja flestir starfsemi sína nú í byrjun september þótti okkur við hæfi aö kanna hvemig skólatöskur væri boðiö upp á í nokkrum verslunum í Reykjavík. Viö fórum í Pennann, Bókabúö Braga, Griffil og Bókahúsiö og athuguðum verö á þeim töskum sem hafa verið hvaö vinsælastar undanfarin ár. Þaö má segja aö í öllum verslunum hafi okkur veriö bent á nokkuö svipaöar töskur sem hafi selst vel sl. ár, þaö eru töskur sem hægt er aö hafa á bakinu og bakpokar ýmiss konar. H'iðartöskur eru frekar teknar fyrir krakka á aldrinum 10—11 ára og upp úr. Skjalatöskur eða stress- töskur eru alltaf vinsælar eftir því sem okkur var sagt og eru þaö frekar strákarnir sem vilja þannig töskur. Eins og gefur aö skilja fer þaö eftir stærö barnsins hversu stóra tösku þaö getur boriö í fyrsta skipti sem keypt er skólataska. Sum 6 ára börn geta t.d. notað tösku sem ætluð er fyrir börn á aldrinum 10—11 ára. Viö reynum samt aö skipta töskunum upp og tókum sérstaklega aldurinn 6 — 10—11 ára og síðan töskur fyrir 10—11 ára og upp úr. • Bókabúfl Braga: Frá vinstri, mjúk taska á 474 krónur, Piolet, grá á 1.135 krónur. Ofan á henni bleik taska á 1.315 krónur. Við hliðina á henni, létt tautaska, bleik og blá, á 537 krónur, undir henni grœn taska á 1.657 krónur. Lítill Piolet á 612 krónur og fyrir framan Andrésar Andar taska á 350 krónur. Athyglisvert var aö flestar töskurnar, sem viö skoöuðum, voru meö endurskinsmerkjum, mis- munandi mörgum aö vísu. Einnig var áberandi hversu bakólarnar og festingar voru vandaðar og bakið á mörgum töskum var meö sérstökum stuðpúðum til aö vernda bakið. Við leggjum þó ekki gæðamat á • Penninn: Fremst er grá skjalataska sem hægt er afl stækka í botninn, hún kostar 1.893 krónur. Næst er Jeva Twin Sport bakpoki sem kostar 2.141 krónu. Leðurpokinn þar fyrir framan kostar 3.346, hann er án grindar. Og loks er þafl raufl og svört taska sem er bæfli mefl hliðar- og axlaról. Hún kostar 1.065 krónur. • Bókahúsifl: Fremst á myndinni er rauð leðurtaska sem kostar 498 krónur. Til vinstri er Jeva Space bakpoki sem kostar 1.222 krónur en til hægri er bakpoki á 1.010 krónur. D V-myndir VH V töskurnar hér heldur greinum einungis frá veröi. Gæðin getur fólk oft kannaö sjálft meö því aö spyrja einhvern sem hefur átt tösku af þeirri gerð sem viökomandi hyggst kaupa. Víkjum þá aö hverri verslun fyrir sig. Bókabúð Braga I Bókabúö Braga tókum viö 7 töskur fyrir yngri aldurinn eöa 6— 10—11 ára, þær voru á veröbilinu frá 474 kr., mjúk taska úr taui, og upp í 1.657 kr. sem er öllu stærri taska og gæti enst lengur. Töskurnar fyrir yngri krakkana eru oft í skemmtilegum og skærum litum og oft meö myndum af einhverjum teiknimyndafígúrum. (Sjá meðfylgjandi mynd meö töskum fyrir 6—10 ára frá Bókabúð Braga). Fyrir eldri krakka eru ýmsir möguleikar, þar má fyrst nefna Jeva pokana sem eru til í ýmsum gerðum eins og Jeva Midi á 1.424 kr. og Jeva Super á 1.833 kr. Einnig er til taska sem kallast Truck og kostar hún 671 kr., hún er á hjólum og er meö endur- skini aö framan og á hliöum. Leöurtöskur ýmiss konar eru til í Bókabúö Braga og kosta þær frá 1.465—3.671 kr. Þær eru bæði til í svörtu og ljósu. Þetta eru töskur sem bæöi er hægt aö nota sem hliöar- töskur og sem handtöskur. Skjala- töskur kosta frá 790—3.573 kr. en algengustu skjalatöskurnar eru á um 1.200—1.400 kr. Bakpokar úr leöri og leðurlíki meö grind og án hafa veriö vinsælir undanfarin ár og kostar hvítur leöurbakpoki meö grind 2.995 kr. en nýrri tegund án grindar kostar 3.365 kr. Hann má einnig nota sem hliðartösku. Penninn Hjá Pennanum eru til ýmsar gerðir af skólatöskum en einna vinsælastar munu Scout töskurnar hafa verið undanfarin ár. Þær eru til í ýmsum stæröum og litum. I handfanginu á Scout töskunum er lítil vog sem segir til um hversu þung taskan er sem barnið ber meö sér í skólann. Penninn er líka með töskur sem kallast Jeva og eru þær til í fimm geröum og kosta frá 695 upp í 2.241 kr. Dýrasta Jeva taskan er meö • Bókabúfl Braga: Hvitur leðurpoki með grind á 2.995 krónur og léttari leðurpoki á 3.365 krónur. • Penninn: Frá vinstri Scout á 1.634 krónur, annar Scout á 1.353 krónur, Jeva Space á 1.264 krónur, létt köflótt tautaska á 372 krónur og loks leðurtaska á 295 krónur mefl bakböndum, endurskinsmerkjum og teiknimyndum. íþróttapoka sem festur er utan á bak- pokann og er hægt aö taka hann af. Grindumar á Jeva töskunum er hægt aö stækka þannig að hægt er aö setja aukafarangur undir pokann ef eigandinn vill nota hann í eitthvað annað. Skjalatöskur hjá Pennanum eru á veröbilinu 972 kr. til 3.203 kr. Einnig eru til leðurtöskur, bæöi með og án axlarólar, og kosta þær 2.793 kr. og 2.853 kr. meö ólinni. Þær eru til í svörtu og ljósu. Verö á töskunum sjást á meöfylgjandi myndum. Griffill Hjá Griffli var Piolet tóskunum stillt upp í glugga verslunarinnar og var okkur tjáð aö þetta væru einna vinsælustu töskurnar hjá þeim. Þær kosta frá 698 kr. og eru með endur- skini aö framan en meö þeim fylgir merki til aö setja á hliðarnar. Ýmiss konar bakpokar eru til í Griffli sem annars staöar fyrir krakka á aldrinum 10—11 ára og upp úr. Pokarnir, sem minnst hefur veriö á án grindar, kosta í Griffli 3.326 kr. en leöurlíkispokar meö grind kosta 1.462 kr. Nælonpoki með grind kostar 1.731 kr. Skjalatöskur af ýmsum geröum og stæröum eru á boðstólum og t.d. var til „álstressari” ef svo má segja og kostaöi hann 1.129 kr. Það var ódýrasta gerðin af skjalatöskum en þær dýrustu voru á 2.583 kr. Venjuleg taska, ef svo má segja, sem sagt ekki bakpoki, heldur vönduö taska sem hægt er aö hafa á bakinu og líka nota sem handtösku, kostar kr. 1.239 kr. Urvaliö fyrir yngri krakkana sjáum viö á meöfylgjandi mynd. Bókahúsið í Bókahúsinu rákumst viö á hinar gömlu sígildu skólatöskur eins og notaðar voru í gamla daga en af- greiðslumaðurinn sagði aö þær væru að vinna á. Hvaö er verið aö tala um? jú, þaö eru leöurtöskurnar sem voru allsráöandi hér áöur fyrr. Nú kosta þær hjá Bókahúsinu 498 kr. I Bóka- húsinu eru til bakpokar, bæði frá Jeva og Midi, í ýmsum stæröum og geröum. Jeva Midi kostar þar 1.362 kr., algeng stærö af Scout poka, fyrir eldri krakka, kostar 1.579 kr. Bakpoki með grind kostar þar 955 kr. Venjuleg leðurlíkisskólataska er til þar á 527 kr. en leðurtöskur fást í Bókahúsinu á 1.219 kr. Skjalatöskur eru á veröbilinu 1.587—3.020 kr. en þær dýrustu eru meö tölvulæsingum og fóðraðar. Þaö sama er aö segja um dýrustu skjalatöskurnar í hinum verslununum. Töskur fyrir þau yngstu, sem fást hjá Bókahúsinu, má sjá á meðfylgjandi mynd. Viö höfum nú rakið þaö helsta sem fyrir augu bar í þessu búðarrápi okkar en síöan er þaö vitanlega ykkar lesendur góöir aö velja og hafna. SJ Bakpo karaf ýmsu tagi vinsælastir í skól lann

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.