Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1985, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1985, Blaðsíða 18
18 DV. MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER1985. BÍLEIGENDUR! TÖKUM A*Ð OKKUR • KLÆBNINGAR Í JEPPA OG FÓLKSBÍLA EINNIG VI-ÐGERÐIR Á SÆTUMOG KLÆÐNINCUM. • NÝSMÍ-ÐI OG BREYTÍNGARÁ BÍLSTÓLUM SMÍ-ÐUM HÖFUHÐPÚBA i RANGE ROVER. OFL. TEGUNDIR . TEPPALAGNIR OG DÚKLAGNIR Í BÍLA HREINSUM TEPPI OG KLÆÐNINGAR ME-Ð SERSTÖKUM TÆKJUM. BÓLSTRUN BJARNA Heba heklur vió heilsunni 4RAVIKNA HAUSTNÁMSKEIÐ HEFJAST 9. SEPTEMBER. Við bjóðum upp á: Leikfimi, aerobic-Fonda, byrj- endaflokkar, framhaldsflokkar, megrunarkúra, nuddkúra, sauna, Ijós, allt saman eða sér. í HEBU geta allar konur á öllum aldri fundið eitthvað við sitt hæfi. Dag- og kvöldtímar, tvisvar og fjórum sinnum í viku. Innritun og upplýsingar í sím- um 42360 og 41309. Heilsurœktin Heba Auðbrekku 14. Kópavogi AUGLÝSING EFTIRLIT MEÐ INNRÉTTINGUM Byggingarnefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli vill ráða eftirlitsaðila með innréttingum flugstöðv- arinnar. Verkið, sem nefnist innréttingar FK 5, var boðið út 26. ágúst 1985 og er ráðgert að opna tilboð 19. nóvember 1985 og að verkinu Ijúki 1. mars 1987. Verkið nær m.a. til: a) Innréttinga og frágangs byggingarinnar. b) Hreinlætislagna, vatnsúðunarkerfis, hitakerfis, og loftræstikerfis. c) Raflagna. Byggingarnefndin leitar eftir einum ábyrgum eftirlitsaðila sem hefur á að skipa hæfu starfsliði til verksins. Einstök atriði, sem meðal annarra verða lögð til grund- vallar við val á eftirlitsaðila, eru: (1) Reynsla við eftirlit með sambærilegum framkvæmdum. (2) Hæfni við stjórn- un margþættra framkvæmda, þar meðtalin áætlanagerð. (3) Umsögn fyrri verkkaupa. Góð enskukunnátta starfs- manna eráskilin. Verkfræðistofum, sem áhuga hafa á verkefninu, er boðið að senda upplýsingar til Varnarmálaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík, eigi síðar en 16. september 1985 kl. 12.00. Fyrirspurnum verði beint til skrifstofu byggingarnefndar á Keflavíkurflugvelli, sími (92) 1277. Byggingarnefnd f lugstöðvar á Keflavíkurflugvelii Heimilissýningin iLaugardalshöll: Franskar sýningar- stúlkur, útvarps- þulir og þingmenn Á fimmtudegi í liöinni viku var sýn- ingin Heimiliö ’85 opnuö í Laugardals- höll. Eins og á fyrri sýningum gefst fólki kostur á að sjá og reyna ýmislegt forvitnilegt. Fjölmörg fyrirtæki kynna framleiöslu sína og vörur og gera gest- um hin girnilegustu kostaboð. Fyrst má nefna franska kynningu sem er í tengslum við heimilissýning- una. Frönsk fyrirtæki setja svip sinn á hana en auk þeirra sýnir franskur sýn- ingarflokkur franskan tískuklæönaö. Flokkurinn samanstendur af 10 sýn- ingarstúlkum sem feröast hafa um víða veröld í þessum erindum. Af öörum aðilum, sem kynna sig og sína í Laugardalshöllinni, vekja Ríkis- útvarpið og Alþýðuflokkurinn vafa- laust mikla athygli en Ríkisútvarpiö sendir m.a. út efni frá aöstöðu sem þaö hefur komiö sér upp í baksal Hallar- innar. Viö hlið hennar hefur verið kom- iö upp svokölluöu kúlubíói sem dregur vafalaust margan manninn aö. Af öðrum hlutum má nefna fullbúiö einbýlishús innan dyra sem nokkur fyrirtæki standa aö saman. Laugardalshöllin hefur yfir sér allt annað yfirbragö þessa dagana en þeg- ar Valsarar lögöu Atletíco Madrid að velli í handknattleik á f jölum hennar, hér um áriö, sællar minningar. -JKH. • Frönsku sýningarstúlkurnar vifl störf sín. Kjólarnir sem þær klæö- ast eru franskir og samkvæmt þeirri tisku sem nýjust er í heims- borginni Paris. • Á svæöi Rikisútvarpsins gefur aö lita gamlan og nýjan tækjabúnaö fyrirtækisins. Fremst ó myndinni er svokallaður plötuskeri en hann var notaöur frá 1940 til 1960. • Þessi hjartnæma sýningarstúlka er frönsk og ein af 10 slikum sem komu hingað til lands sérstaklega vegna heimilissýningarinnar. DV-myndir KAE • Fullbúið einbýlishús stendur nú þar sem íþróttafróttamenn aru vanir aö kalla sig hósa þegar Laugardalshöllin er vettvangur spennandi kappleikja. • Forseti íslands og viðskiptaróðherra voru gestir sýningarinnar ó opnunar- daginn. Hér sjóst þau kynna sér matreiöslugaldra örbylgjuofna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.