Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1985, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1985, Blaðsíða 44
44 DV. MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER1985. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið • Hinn þekkti danski stjórn- málamaöur Mogens Glistrup upplýsti blaöamenn nýlega um dagdrauma sína sem hann sagöi vera af ýmsu tagi. Einn sá helsti væri hvað Danmörk mundi breytast til batnaöar ef hann gæti losaö þjóöina við liðið sem situr nú í Kristjánsborg. — Þetta er fólk sem er aö eyðileggja landiö, segir hann. Þá gæti hann og sam- flokksmenn hans á þingi, sem eru fjórir, nefnilega stjórnaö landinu almennilega. ★ ★ • Olivia Newton John giftist fyrir allnokkru Matt nokkrum Lattanzi sem er ellefu árum yngri en hún sjálf. Nú hafa þær fréttir borist aö konan fari eigi einsömul og muni eiga von á barni eftir sjö mánuöi. Til lukku með það, Olivia og Matt. ★ ★ LETTIST UM194 KG Á ÁTJÁN mAnuðum • Meira um barneignir, Björn Borg og eiginkona hans, Jannika, bíða nú spennt eftir að fyrsta barniö þeirra komi í heiminn. Tíminn er kominn og nú segist Bjöm ekki geta gert neitt annað en bíða eftir stærsta augnabliki lífs síns. Þ.e. aö sjá barnið sitt fæðast. Hann hefur ekki vikiö frá hlið eiginkonu sinnar undanfariö sem er víst orðin ansi þreytt á að bíða. Þetta þarf nú víst að hafa sinn vanagang svo þau veröa bara að vera þolinmóð. • Margaux Hemingway, barna- bam rithöfundarins Ernest Hemingway, er talin líkjast mjög afa sínum, a.m.k. að einu leyti. Og hvað skyldi það vera? Jú, afi hennar, rithöfundurinn, var yfir- leitt illa greiddur eins og stúlkan er á meðfylgjandi mynd nema þetta sé nýja hárgreiðslulínan fyrir veturinn, allt í flækju. mál því ha°"““ sem var í ra mm *L0g ko™ Utu tíma 262 kíló H 1,78 metrílr á hæð SV0 einfalt I*® hve feftur í"" 1 ^"S&SnT a ‘veir metrarsvT," Par' miWð á hofum "' Pegna teiðarsinnar. Var erfi« fyrir han”aðk tæPfr Læknirinn h* , að kornast fyrir 18 mánuSTlagði hon™ að fara f m Stosas^Sba!bresh“toamfÞ“Tegr“n™ SCmnfT !ha“fvÍM0nkí,"ÞaU hhine WJTog segir Swhaer,0iep n>maenhegarhm,?Un au«veldara aó ,’Jm Jos°- garPaukynntustfyrst Ö ‘ ðma l,am • Roley Mclntyre og eiginkona hans, Josephine, i buxum sem hann passaði i þegar hann var 262 kiló. Hissa á eigin velgengni Daniel Travanti, sem fór með hlut- verk lögreglustjórans í Vörðum laganna, er steinhissa á aö hann skuli vera orðinn kvennagull á gamals aldri eins og hann segir sjálfur. Hann er reyndar bara 44 ára gamall en finnst greinilega sjálfum nóg um. Honum finnst það furðulegt hvernig maöur með andlit eins og hans geti höfðað til kvenna. Skýringin er meðal annars talin vera sú að í þáttunum er hann hinn besti karl og mun líka vera það fyrir utan hlutverkið. Nú, svo er hann laus og liðugur þó hann eigi í ástarsambandi við Joyce Davenport lögfræðing sem alltaf er á móti honum. Þau áttu líka í ástarsambandi í raunveruleikanum fyrir nokkrum árum en upp úr því slitnaði og nú eru þau bara vinir. Daniel er ítalskur að uppruna og það tók hann um tuttugu ár að verða nafn í Hollywood. Á þeim tíma drakk hann oft stíft og var hætt kominn vegna áfengisneyslu. Nú er lífsmáti hans annar, hann er piparsveinn sem trimmar daglega og fer í líkamsrækt. Hann borðar heilsusamlegt fæði og uppáhaldsmaturinn hans er kjúklingar, hrísgrjón, heilhveitibrauö og ávextir. Þá vitið þið það, strákar, það er nefnilega aldrei of seint að taka upp nýja lifnaðarhætti. Liv Ullmann í hjónaband Norska leikkonan Liv Ullmann mun ganga í hjónaband 8. september næst- komandi. Vígslan mun fara fram í • Liv Ullmann sæl á svip enda á leið í hjónabandið i september. Noregi og eiginmaöurinn er bandarískur en presturinn verður norskur. Núna er Liv að leika í kvikmynd sem heitir Við vonum að það verði stelpa. Eins og slúðrurum er tamt skaut þeirri hugmynd upp að Liv sjálf væri ófrísk og vonaði að það yrði stelpa. Þessu hefur hún neitað og bendir á að í myndinni fari hún bæði með hlutverk móður og ömmu og að ólíklegt sé að hún sé ófrísk í hlutverki ömmunnar. Það gæti þó alveg verið en við verðum víst að trúa orðum Liv sjálfrar. Liv á eina dóttur, Linn, með leikstjóranum Ingmar Bergman. Eftir tökurnar og brúðkaupið í september fer Liv til Kaliforníu þar sem hún mun leika í leikriti á móti leikaranum Harold Pinter sem hefur ekki leikið í 20 ár. • Daniel Travanti og Joyce Davenport í hlutverkum sínum. Danni er stein- hissa á að konur skuli yfirleitt lita við honum og því hversu vel honum hef- ur gengið í bransanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.