Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1985, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1985, Blaðsíða 10
10 DV. MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd „Mesta áfall i sögu vesturþýskra njósnamála.” Þannig hljóöa flestar fyrirsagnir vesturþýskra blaöa eftir aö Hans- Joachim Tiedge, háttsettur starfs- maöur vesturþýsku gagnnjósnaþjón- ustunnar, flúöi til Austur-Þýska- lands. Þetta er mikiö áfall fyrir leyni- þjónustuna í Vestur-Þýskalandi. Vitaö er aö Tiedge var vel kunnugur starfsháttum vesturþýsku leyniþjón- ustunnar. Hann veit hvaö vestur- þýskir njósnarar í Austur-Þýska- landi heita. Auk þess mun hann vita meö hvaöa austurþýskum njósn- urum er fylgst í Vestur-Þýskalandi. Ofdrykkjumaður Hvaö varö þess valdandi aö Tiedge lét sig hverfa svo snögglega? Þetta er spurning sem hingaö til hefur aðeins verið hægt aö svara meö til- gátum. Strax eftir aö fréttin frá opin- beru þýsku fréttaþjónustunni barst frá Austur-Þýskalandi fóru frétta- menn á stúfana og spurðu nágranna Tiedges hvaöa álit þeir hefðu á honum. Ekki voru svörin Tiedge í hag. Ofdrykkjumaður og hiröuleysingi, fengu sjónvarpsáhorfendur aö heyra. Einnig voru sýndar myndir af garöi hans sem var greinilega van- hirtur. Athyglisverð var frásögn eins nágranna hans sem haföi árangurs- laust reynt að vekja athygli yfir- manna Tiedges á sálarástandi ná- granna síns. Einnig var talaö við þjónustustúlk- una á knæpunni á hominu þar sem Tiedge var fastagestur. Hann haföi oftsinnis trúaö henni fyrir áhyggjum sínum. Hvaö hefði gerst ef þessi viötöl heföu verið tekin áöur en Tiedge tók þá ákvöröun aö fara yfir landa- mærin? Heföi hann ekki tekið sömu ákvöröun? Eöa kannski framið sjálfsmorö? Vissi um drykkjuna Vegna alls þessa beinast augun nú aö yfirmanni Tiedges, og fyrrver- andi yfirmanni hans, Hellenbroich. Hann vissi fullvel um ofdrykkju undirmanns síns. Hins vegar má lika spyrja hvort Tiedge heföi engu aö síöur fariö til Austur-Þýskalands ef honum heföi veriö sagt upp eöa hann settur í aðra stööu innan stofnunar- innar. Vera má aö vonbrigðin heföu oröiö slík aö hann heföi tekiö sömu ákvöröun ef þaö hefði gerst. Yfirmenn Tiedges vissu aö skuldir hans voru meiri en 100 þúsund mörk eöa um ein og hálf milljón króna. Einnig vissu þeir um ofdrykkju hans. Sér til varnar segja þeir aö þaö hafi aldrei komiö fyrir aö hann hafi drukkið á vinnustað. Sérstaklega munu vandamál Tiedges hafa aukist eftir dauöa konu hans sem lést fyrir um þremur árum. Nú hefur rannsóknarlögreglan tekiö þaö mál upp aö nýju. Kona Tiedge lést af völdum meiðsla á höföi sem hún hlaut er hún datt á vask. Fleiri dularfullir hlutir hafa komiö í ljós varöandi málefni Tiedges. Nýlega tilkynnti lögreglan aö vin- kona hans heföi reynt aö fremja sjálfsmorð. Þessi vinkona mun um tíma hafa búið meö Tiedge en upp úr sambandi þeirra slitnaöi fyrir nokkru. Kemur Tiedge til baka? Yfirmenn Tiedges eru ekki búnir aö gefa upp alla von um aö hann snúi til baka. Reynt hefur veriö aö ná sambandi viö Tiedge í Austur-Berlín en hingað til mun hann hafa hafnað Ásgeir Eggertsson, f réttaritari DV íMiinchen, skrifar: öllum viöræöum viö starfsbræöur sína fyrrverandi. I þessu sambandi má benda á mál sem snerti austurþýskan njósnara sem yfirgaf Austur-Þýskaland fyrir nokkrum árum. Vestur-Þjóðverjar leyfðu Austur-Þjóöverjum aö ræða við hann og aö loknum þeim viöræöum sneri hann aftur til síns heima. Lenti undir fallöxinni Víst er aö aldrei verður unnt aö setja undir þann leka sem er ekki Njósnarinn Tiedge: OFDRYKKIUMAÐUR OG HIRÐULEYSINGI aöeins frá Vestur-Þýskalandi til Austur-Þýskalands heldur einnig á hinn veginn. Aöeins er vitaö um eitt tilfelli þess aö vesturþýskur njósnari hafi unnið í háttsettu embætti í Austur-Þýskalandi. Þaö var árið 1955 þegar komst upp um Elli Barczati sem starfaði á skrifstofu þáverandi forsætisráöherra Austur- Þýskalands, OttoGrothewohl. Hún og vinur hennar, Karl Lorenz, voru dæmd til dauða og enduðu líf sitt undir fallöxinni. Núna er ööru vísi farið meö njósn- ara sem hulunni hefur veriö svipt af. Yfirleitt eru þeir látnir sitja í svart- holinu í nokkurn tíma en síöan sendir yfir landamærin í skiptum fyrir fanga og þá oftast stjórnmálafanga. Gatasigti Leyniþjónustu Vestur-Þýskalands má líkja viö gatasigti, enda er auðvelt fyrir Austur-Þjóöverja aö sigla undir fölsku flaggi í Vestur- Þýskalandi. Þaö liggur í augum uppi því sama málið er talað í báöum löndunum og fólkiö hefur alist upp í sama menningarheimi. Hvernig leyniþjónustan í Vestur- Þýskalandi starfar í smáatriðum veit almenningur litiö um. Ekki er gefið upp nákvæmlega hvernig þeir peningar, sem þingið veitir til leyni- þjónustunnar, eru notaöir og ekki eru til neinar opinberar reglur sem leyniþjónustan starfar eftir. 1 raun eru til þrjár leyniþjónustur í Vestur-Þýskalandi. Fyrst má telja gagnnjósnaþjónustuna. Hún starfar samkvæmt 73. grein stjórnarskrár- innar og heyrir undir innanríkisráöu- neytiö. Hlutverk hennar er meöal annars aö koma upp um njósnara annarra landa. Þar starfaöi einmitt Tiedge. Fylgist með öfgahópum Þá er annað hlutverk hennar aö fylgjast meö innra öryggi landsins. Þaö er aö athuga hvort öfgahópar stofna innra öryggi og lýöræöi landsins í hættu. Um 2.000 manns starfa hjá þessari gagnnjósnaþjón- ustu. Lítil áhersla er lögö á greiningu einstakra mála en reynt aö komast aö því hvernig erlendar leyniþjón- ustur starfa og meö hvaöa aöferöum njósnurum er komið inn í landið og hvaða hjálpartæki þeir nota viö sín störf. Mismunandi áhersla er lögö á starfssvið deildanna innan gagn- njósnaþjónustunnar. Þannig var mikil áhersla lögö á deildina sem fylgdist með vinstri öfgamönnum á árunum eftir seinni heimsstyrjöld- ina. Kommúnistar og áhangendur þeirra þóttu mjög grunsamlegir og í fjölmiölum var ekki minna rætt um gagnnjósnaþjónustuna þá en nú. önnur hernaðarleg Önnur leyniþjónustan er hernaðar- legs eölis. Varnarmálaráöherrann, Wiirner, því æðsti yfirmaður þeirrar leyniþjónustu. Umsjón: Þórir Guðmundsson Leyniþjónusta hersins hefur það hlutverk að vei ja herinn gegn aögeröum erlendra leyniþjónusta. Einnig er á verkefnaskrá þeirra 2.500 starfsmanna, sem vinna hjá henni, aö fylgjast meö þeim öflum sem gætu stefnt hernum í hættu. Á meöan gagnnjósnaþjónustan starfar samkvæmt stjórnarskránni eru ekki til nein lög yfir leyniþjón- ustu hersins. Lengi hefur þess veriö krafist aö sett yröu lög um starfssvið hennar en án árangurs. Ef tekið er eitt dæmi um verkefnasviö leyni- þjónustu hersins má nefna að tekin hefur verið ákvöröun um að ráöa þýskan hermann í aðalstöövar NATO í Brussel. Hann þarf aö gang- ast undir öryggispróf sem gefið er í samvinnu allra leyniþjónustanna þriggja. Athuguð eru nöfn vina og kunningja. Ef niöurstöður athugan- anna eru jákvæöar er maðurinn aö lokum ráöinn. Framkvæmdar eru yfir 20.000 slíkar athuganir á ári. Sem dæmi um þær gífurlegu upplýs- ingar, sem geymdar eru í hirslum stofnunarinnar, má nefna aö fyrir nokkru voru eyöilögö yfir 500.000 spjaldskrárkort með persónulegum upplýsingum um fólk. Hægt er aö gera sér í hugarlund hve mörg spjöld hafa ekki verið eyðilögð. Njósnarar verða sjaldgæfari Síðasta af leyniþjónustunum þremur er njósnaþjónustan. Henni er faliö aö njósna og afla upplýsinga erlendis frá. Hún heyrir undir kanslarann. Lög eru ekki heldur til um verkefnasviö þessarar leyniþjón- ustu þó tilraunir hafi veriö geröar til aö setja lög um stofnunina. Eins og aörar leyniþjónustur aflar þessi leyniþjónusta sér efnis meö aðstoð njósnara. Njósnarar sem slíkir eru þó notaöir sífellt minna. I staö þess er fylgst náiö meö símtölum og notkun gervihnatta viö njósnirnar hefur aukist. Þar aö auki er þaö efni sem birtist opinberlega, svo sem bækur og blöð, athugað gaumgæfilega. Skrifstofa kanslarans fylgist reglubundið meö aögeröum njósna- þjónustunnar. Áriö 1980 runnu 153 milljónir marka til þessarar njósna- þjónustu og á síöasta ári voru starfs- menn hennar um 6.000 talsins. Áhersla á Miðjarðarhafslönd Löndin sem njósnaþjónustan leggur aöaláherslu á í sínum störfum eru löndin fyrir botni Miöjarðarhafs og aö sjálfsögöu Austur-Þýskaland. Vegna mikils upplýsingastreymis frá Austur-Þýskalandi eru ráöa- menn í Bonn mjög vel inni í því hvernig hag- og viðskiptamálum er farið í Austur-Þýskalandi. Þó er orðið æ erfiðara aö afla upplýsinga frá Austur-Þýskalandi vegna fullkomins tölvukerfis sem tekið hefur verið í notkun í Austur- Berlín. Njósnaþjónustan hefur unniö meö bandarísku leyniþjónustunni CIA aö ýmsum málum. Þannig unnu þær saman aö uppljóstrun um árásina á japönsku júmbóþotuna og saman komust leyniþjónusturnar aö því aö Andropov væri haldinn sykur- sýki og nýrnaveiki. Allar eru þessar þrjár leyni- þjónustur mikið umtalaöar þegar eitthvaö fer úrskeiöis í störfum þeirra. Því umtali má þakka að ein- hverjar upplýsingar, eins og þær sem hér er sagt frá, koma fram í dagsljósið. • Það aru ekki fagrar lýsingarnar á Hans-Joachim Tiedge, fyrrum gagnnjosnamanni. En hvers vegna fékk hann að halda starfinu?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.