Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1985, Blaðsíða 45
DV. MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER1985.
45
Sviðsljósið Sviðsljósið
Stephanie og
Albert ekki
nógu vönd að
virðingu sinni
• Stephanie fer úr toppnum á leiðinni í
sólbaðið, það var að sjálfsögðu fest á
filmu.
Það fer nú að koma tími til að senda
aumingja Stebbí og Albert frá Mónakó
samúðarskeyti, þau mega ekki hreyfa
sig hænufet þá eru bannsettir ljós-
myndararnir búnir að smella af.
Þau systkinin taka sér sumarfri eins
og annað fólk þó þeirra frí sé líklega
öllu lengra en hinn venjulegi
Islendingur á að venjast. Allt um það,
Stebbí var á einhverri sólarströnd í
fríinu sínu og varð það á að vera topp-
laus í sólbaði. Það þykir alls ekki hæfa
tiginni konu eins og henni og þar að
auki er hún kaþólsk. Menn segja að
þetta sé bara einn liður í viðleitni
Stebbíar til að gera fólki ljóst að hún
eigi sig sjálf og geri það sem hún vilji
þar sem hún vilji. En spurningin er
hvort hún gæti ekki gert fólki þetta
ljóst á einhvern annan hátt, henni
finnst það greinilega ekki, svo svona
skal það vera.
Albert bróðir hennar er nú 26 ára
gamall og sumir segja „Ennþá
ógiftur”. Hann virðist samt síður en
svo vera óhress með það og nýjasta
kærastan hans er 17 ára gömul stúlka,
Marie-France að nafni, og er hún
kaþólsk eins og Albert. Hún er samt
jafnhuguð í sólbaðinu og Stebbí því hún
er líka topplaus. Fólki í Mónakó finnst
nú vera komið nóg af kvennastandi hjá
unga manninum en sagt er að hann
skipti jafnoft um kærustur og Rainier
skiptir um skyrtur. Við leyfum okkur
að draga það í efa því varla sparar
Rainier við sig skyrturnar.
Viö sendum þeim systkinum
baráttukveðjur og vonum að sumar-
fríið hafi verið gott hjá þeim þrátt fyrir
annir ljósmyndaranna við að festa
skemmtanir þeirra á filmu.
tslenski hesturinn hefur iöngum þótt mikil gæðaskepna og er ekki að efa
að svo er. Það hefur færst í aukana á undaförnum árum að erlcndum
ferðamönnum, jafnt sem íslenskum, sé gcfinn kostur á að leigja sér
hest einn dag eða svo eða jafnvel til lengri ferða. Ein slík hestalciga cr
á Laugarvatni, Lshestar, og hefur aðsókn verið mikfl þar í sumar. Á
myndinni sjáum við bandarískar konur komnar á bak nokkrum íshestum
og er ekki annað að sjá en þær beri sig vel jafnvel þó klæðnaðurinn sé ekki
sá sem við eigum aö venjast þegar við förum á bak.
SJDVmyndGG
Svefnbekkur með dýnu og 3 púðum
Skrifborð m/hillu
Skrifborð m/hillu
3.430^
Svefnbekkir m/dýnum,
og 3 púðum og hillum:
Kommóður:
8 skúffur 3.070,
6 skúffur 2.510,
4 skúffur 1.840,
V
*
GOÐ OG HENTUG
BARNAHÚSGÖGN
Öll húsgögnin eru spónlögð með eikar-
fólíu sem er mjög slitsterk og auðvelt
að þrífa.
30% útborgun og afgangur á 6 mánuðum. 5% stað-
greiðsluafsláttur og svo eru kreditkortin að sjálfsögðu
tekin sem staðgreiðsla og útborgun á samningi.
Byrjið smátt og bætið við.
Verið vandlát og skoðið verðin
HÚS6A6NAEÖLLIN
BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410