Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1985, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1985, Blaðsíða 23
DV. MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER1985. 23 íþróttir Iþróttir íþróttir íþróttir Sjðmörkog mikið fjor — þegar Leiftur vann KS, 3:4, í 2. deild Leiftur kom mjög á óvart með því að sigra KS á Siglufirði á laugardag- inn, 3—4, í mjög fjörugum og skemmtilegum leik. Siglfirðingar voru reyndar mun betra liðið og oft á tíðum var sóknarþunginn á mark Ólafsfirðinga mikill en fáar sóknir Leifturs reyndust árangursríkari er upp var staöið. Leikar stóðu 1—2 Leiftri í vil í hálfleik og það var kom- ið fram yfir venjulegan leiktíma þeg- ar sigurmark þeirra leit dagsins ijós. Jóhann Örlygsson kom Leiftri á sporið á 10. minútu en eftir það sótti KS mun meira. Óli Agnarsson og Ólafur Ólafsson voru til að mynda báöir mjög nálægt því að skora en allt kom fyrir ekki. Það var Jóu Kr. Gíslason sem náði að jafna leikinn fyrir KS með fallegu skoti eftir und- irbúning Mark Duffíeld, 1—1. Olafs- firðingarnir svöruðu tíu mínútum fyrir hlé með marki Sigurbjörns Jak- obssonar úr víti og þannig stóðu leik- ar í hiéinu. Óli Agnarsson náði að jafna leikinn fyrir KS á 60. mínútu með lúmsku skoti frá vítateig og stuttu seinna skoraði Hörður Júlíusson mark fyrir KS sem dæmt var af vegna rang- stæðu. Umdeildur dómur. Er átta mínútur voru til leiksloka náði Olafs- fjörður forystunni f annað skiptið I leiknum er glæsiskot Guðmundar Garðarssonar hafnaði í samskeytum KS-marksins. Baldur Benónýsson jafnaði er tvær minútur voru eftir til leíksloka fyrir KS en lokaorðið var Leifturs, mark Hafsteins Jakobsson- ar á elleftu stundu. Þrátt fyrir óvæntan sigur bendir allt til að liðið þurfi að leika ásamt Fylki í 3. deildinni á næsta sumri þó vissulega geti ýmislegt breyst. Jón Kr. Gíslason, Hörður Júlíusson og Baldur Benónýsson voru bestir Ieikmanna KS. Guðmundur Garðarsson og mark- vörður þeirra Ólafsfirðinga áttu báð- ir mjög góðan dag. -fros Real vann Bayern, 4:2 — fyrír framan 90 þús. áhorfenduríMadrid Niutíu þúsund áhorfendur sáu spánska liðið Real Madrid leggja Þýskalandsmeistara Bayern Múnchen að velli er liðin mættust í vináttuleik í Madrid á föstudags- kvöldið. Leiknum lyktaði með 4—2 sigri eft- ir að Þjóðverjar höfðu skoraö tvö mörk fyrri hálflelksins. Það var Daninn Sören Lerby scm skoraði fyrsta mark leiksins og Lothar Matthcaus bætti öðru við. I seinni hálfleiknum tóku Spánverj- arnir öll völd og skoruðu fjórum sinnum. Sanches úr vítaspyrnu, Butraguewo, Santiltana og Valdano. Bayern Múnchen er nú á keppnis- ferðalagi og lék af þeim shkum ekki í Bundesiigunni um heigina. -fros ErlasáumKA — skoraðieina mark leiksins fyrírUBK Frá Stefáni Arnaidssyni, fréttarit- ara DV á Akureyri: Lið Breiðabliks i 1. dcild kvenna sótti lið KA heim til Akureyrar á laugardaginn og hefur með sér öll þrjú stigin heim í Kópavoginn með 1—0 sigri. Breiöablik er eina kvenna- liðið sem einhverja möguleika hefur á að veita tA keppni um meistaratit- ilinn en þeir möguleikar eru litlir. KA er hins vegar í mikilli fallhættu og vist er að með smáheppni hefði sigur getað fallið þeim í skaut. Lið Breiðabliks var meira með boltann en Utið skapaðist af færum í fyrri hálflciknum. í þeim seinna skoraði Erla Rafnsdóttir eina mark leiksins fyrir Blikastelpurnar -fros Úr leik Vals og Viðis á laugardaginn. Heimir Karlsson, Val, og Sigurður Magnússon, Viði, berjast hér um knöttinn. Valsmenn höfðu betur i viðureigninni. sigruðu 3 — 1 og skutust upp i toppsæti 1. deildarinnar. DV-mynd Bjarnleifur. Erum i fullu fjöri — og ætlum okkur að vinna þá leiki sem eftir eru, sagði Guðmundur Þorbjörnsson, Val, „Við erum í fullu f jöri og ætlum okk- ur að vinna þá leiki sem eftir eru. Það er bara timaspursmál hvenær hin liðin tapa stigum. Við áttum að vinna þenn- an leik með meiri mun en ég er ánægður með sigurinn. Það er alltaf erfitt að leika gegn Víði,” sagði Guð- mundur Þorbjörnsson, Val, eftir að lið hans hafði sigrað Vfði á vellinum við Hlíðarenda á laugardaginn, 3—1. Guð- mundur reyndist félögum sínum vel í leiknum, hann skoraði tvö mörk en átti auk þess mjög góðan leik. Fyrstu tíu mínútur leiksins voru mjög rólegar og segja má að þær hafi aðeins verið lognið á undan stormin- um. Fyrri hálfleikurinn var mjög op- inn. Valsmenn öllu grimmari en Víðis- menn fengu einnig sín færi. Á 17. mínútu skoraði Víðir fyrsta mark leiksins. Olafur Róbertsson lék þá að Valsvörninni og hugðist gefa á einn samherja sinn inn í vítateig Vals. Mið- vörður Vals, Guðni Bergsson, var hins vegar fyrstur á boltann og hugðist skalla hann aftur til markvarðar, Stef- áns Arnarsonar. Stefán átti hins vegar ekki von á þessari „sendingu” Guðna og boltinn sveif í fallegum boga í mark- horn Valsmanna, 0—1. Heimamenn voru ekki ýkja lengi að ná sér eftir áfallið og skoruðu á þarnæstu mínútu. Var það mark i svipuðum gæðaflokki. Heimir Karlsson reyndi þá árangurslaust að ná bolt- auum frá einum varnarlcikmanna Viðis sem virtist hafa fulla stjórn á boltanum. Ekki fór þó betur en svo að ieikmaður hitti ekki bolt- ann og Heimir stóð cinn og óvaldaður gegn Gísla Heiðarssyni, markverði Viðis. Heimir renndi boltanum framhjá Gisla og leikar því jafnir. Næstu minútur voru mjög viðburðarík- ar. Valsmenn áttu aragrúa af færum og Víðis- menn mörg þokkaleg þess á milli. Sævar Jónsson og Guðmundur Þorbjörnsson áttu til að mynda báðir ágætis markfæri en boitinn lenti utan ramma i bæði skiptin. Þá var Vii- berg Þorvaldsson náiægt því að skora en Stef- án markvörður þurfti að taka á honum stóra sínum til að verja fast skot hans í horn. Þeir félagar i Valsliðinu, Guðmundur og Heimir, fengu siðan mörg upplögð f æri fyrir blé en í öll skiptin slapp Viðis-markið. Sókn Valsmanna var mjög beitt. Guðmundur oft upphafsmaður auk þess sem hann skapaði alltaf usla í Viðis- vörninni er hann brá sér inn í vítateig þeirra. Þá mataði Valur Valsson mjög vel frá vinstri kantinum og segja má að Víðismenn hafi mátt prísa sig sæla að vera ekki undir í hléi. t seinni hálfleiknum virtist leikurinn róast nokkuð. Vaismenn heldur sterkari á miðjunni og sóknarlotur þeirra voru mjög hættulegar. Anuað markið kom á 51. mínútu. Valur Vals- son átti þá eina af mörgum þverscndingum sinum fyrir Viðismarkið þar sem Guðmundur Þorbjörnsson var réttur maður á réttum stað og skoraði af öryggi með skalla af stuttu færi, 2—1. A 65. mínútu átti Heimir Karlsson glæsilega ' iendmgu frá hægri kanti inn i vftateig Víðis, bcmt fyrir fætur Guðmundar Þorbjömssonar sem afgreiddi boitann af mikiu öryggi í mark Víðis af stuttu færi, 3—1. Þrátt fyrir tveggja marka forustu var langt frá því að Valsmenn ætluðu sér að slaka á. Víðismenn megnuðu nú ekki lengur að halda í við þá og mörkin hefðu getað orðið fteiri. Fimm mínútum eftir seinna markið fengu Valsmenn vítaspyrnu hjá fremur slökum dómara leiksins, Þóroddi Hjaltalín. Þóroddur dæmdi þá hendi á cinn Víðismanninn en eftir kröftug mótmæli og spjall við línuvörð var þeim úrskurði breytt í aukaspyrnu á Val. Furðulegt en satt engu að siður. A lokamín- útunum fór leikurinn að mcstu fram á vallar- helmingi Víðis en heimaliöinu tókst ekki að skora þrátt fyrir ailgóðar tiiraunir. Valsliðið er að margra mati það lið er mesta möguleika hefur tii að veita Fram keppni um Islandsmcistaratitilinn. Liðið getur sýnt mjög góða knattspyrnu á góðum degi og á iaugardaginn brá oft fyrir mjög skemmtiiegum sóknarfléttura lijá þeim. Liðið ieikur einfaida sóknarknattjpyrnu. Boitinn er látinn ganga út á kantana og siðan er oft treyst á háar fyrirgjafir. Guðmundur Þor- björnsson var tvímælalaust maður liðsins í þcssum leik. Mjög ógnandi hvort sem var á miðju vallarins eða inni í vítateig Viðis. Valur Valsson, hinn eldfljóti kantmaður, átti hverja fyrirgjöfina á fætur annarri í fyrri hálfleiknum og stóð sig þokkalega í seinni. Guðni Bergsson var öruggur miðvörður þrátt fyrir að litið hafi reynt á hann. Sömu sögu er að scgja um Stefán markvörð. Þá barðist Ingvar Guðmundsson þokkalega á miðjunni en hann var útnefndur maður ieiksins af Vals- liðinu. Viðisliðið var jafnt í þessum leik. Sumir leikmanna liðsins iéku þó nokkuð undir getu. Húnar Georgsson átti ágætan leik í stöðu vinstri bakvarðar og Gísii lék þokkalega í markinu. Ahorfendur voru 490. Lið Vals: Stefán Arnarsson, Þor- grímur Þráinsson, Grímur Sæmund- sen, Magni Pétursson, Heimir Karls- son, Sævar Jónsson, Guðni Bergsson, Hilmar Harðarson, Valur Valsson, Guðmundur Þorbjörnsson, Ingvar Guðmundsson. Lið Víðis: Gísli Heiðarsson, Rúnar Georgsson, Klemenz Sæmundsson, Ólafur Róbertsson, Sigurður Magnússon, Guðjón Guðmundsson, Guðmundur Jens Knútsson, Grétar Einarsson, Gísli Eyjólfsson, Einarsson (Hjörtur Davíðsson). -fros. Steingrímur í aðalhlutverkinu — þegar KA vann slakt lið ÍBÍ, 4:1, í 2. deild Frá Stefáni Arnaldssyni, fréttaritara DV á Akureyri: KA vann öruggan sigur á slöku liði ísafjarðar er liðin mættust í 2. deildinni á Akureyri á föstudags- kvöldið. Lokatölur urðu 4—1 eftir að KA hafði gert tvö mörk í fyrri hálf- leiknum. Það var Steingrímur Birgisson sem opnaöi markareikninginn fyrir KA strax á 6. mínútu. Hann óð þá upp kantinn öðrum megin og lék upp aö endamörkum og skoraöi þar úr þröngri stöðu. Hreiðar Sigtryggsson markvörður ÍBl, hafði auðsjáanlega átt von á fyrirgjöf því hann hafði brugðið sér út úr markteignum. Átta mínútum seinna var Steingrímur aftur á ferðinni er hann skoraði af stuttu færi eftir þvögu í vítateig IBI. KA var mun Útsölumörk Ragnheiðar — réðu úrslitum er ÍA vann Þór í 1. deild kvenna Frá Stefáni Arnaldssyni, fréttaritara DVáAkureyri: Akranesstelpurnar halda sínu striki í 1. deild kvenna í knattspyrnu. Á laugardaginn lék liðið við Þór á Akur- eyri og vann sigur, 2—1. Liðið þarf nú aðeins eitt stig úr síðustu tveimur leikjum til að tryggja sér meistara- titilinn. IA lék undan sterkri golu í fyrri hálfleiknum og sótti mun meira. Eitt mark leit dagsins ljós. Ragnheiður Jónasdóttir skoraði eftir slæm mistök markvaröar Þórs. I síöari hálfleiknum var jafnræöi með liðunum. Ragnheiður var aftur á ferðinni fyrir IA á 15. minútu og aftur var um útsölumark að ræða, laust skot hennar frá vítateigs- línu rataöi þá rétta leið framhjá sofandi varnarleikmönnum. Þórs- stelpurnar voru þó ekki á þeim buxunum að gefast upp. Hera Ármannsdóttir minnkaði muninn fyrir gestgjafana og Akureyrarliðið fékk síðan tvö góð marktækifæri til að gera út um leikinn. Anna Einarsdóttir var þar að verki í bæði skiptin en henni brást bogalistin og Akranes hefur enr. ekki tapaö stigi i deildinni. -fros. betra liðið í annars slökum hálfleik liðanna. Sókn Isfirðinga var bitlaus. Eina færi þeirra átti Ragnar Rögn- valdsson en skot hans frá vítateig fór rétt framhjá. Isfiröingar komu mun ákveðnari til leiks í seinni hálfleiknum og á 65. mínútu náðu þeir að minnka muninn. Var Rúnar Vífilsson þar að verki. Kortéri seinna skoraöi KA aftur og aftur var það Steingrímur sem var í aðalhlutverki. Honum var brugðið og Njáll Eiðsson skoraði örugglega úr vítaspyrnunni. Sex mínútum seinna skoraði Tryggvi Gunnarsson fjórða mark Akureyrarliðsins er hann sendi boltann fram hjá Hreiðari markverði eftir að hafa leikið á einn varnarmann iBl: Á lokamínútunni átti Tryggvi síðan dauðafæri en á einhvern óskiljanlegan hátt tókst honum að koma boltanum fram hjá markinu. Njáll Eiðsson, Erlingur Kristjáns- son, Friðfinnur Hermannsson og Stein- grímur Birgisson voru bestu leikmenn KA-liðsins. Lið Isfirðinga var mjög slakt. Helst hægt að hrósa Hauki Magnússyni en auk hans átti Jóhann Torfason spretti í fyrri hálfleiknum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.