Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Síða 11
DV. FÖSTUDAGUR 4. OKTOBER1985. 11 Lögreglan í Kópavogi heimsækir Glasgow Frá séra Róbert Jack, fréttarltara DV íHúnavatnssýslu: Veöriö hefur verið dýrlegt hér á Vatnsnesinu aö undanförnu eins og víöar á Norðurlandi. Húnaflói er spegilsléttur og ég get varla ímyndaö mér aö til sé meiri náttúrufegurð en hér um slóðir þessa dagana. Á Hvammstanga er sláturtíð hafin og að mati sumra kastar hún skugga á haustsólina. Oneitanlega er þaö sorg- legt aö sjá lömbin hverfa ung og falleg í dauðans dal. En á meöan menn lifa á búskap verður skepnum alltaf fargaö. Sveitalífiö hefur upp á margt gleðilegt aö bjóöa og ég hef notið þess aö vera í íslenskri sveit öll mín prestskaparár. Eg er fæddur og uppalinn í milljón manna borg, Glasgow í Skotlandi, og er nýkomin þaðan eftir stutta viðdvöl. I fimm daga var ég í fylgd með lög- regluliöi úr Kópavogi sem var í heim- sókn hjá lögreglunni í Glasgow ásamt eiginkonum sínum. Lögreglan í Glasgow tók vel á móti íslenskum koUegum sínum. Var fariö meö þá um glæsilegar bækistöövar lög- reglunnar, veittar kræsingar og loks voru allir leystir út meö fögrum gjöf- um. Sæmundur Guömundsson lög- regluvaröstjóri, sem skipulagöi ferö- ina, óskaði eftir því við mig að ég sæi um ferö út fyrir Glasgowborg og ég pantaði rútubíl. Kaus ég leiö sem ég hafði oft farið áöur, fyrst með foreldr- um mínum áriö 1922 þegar faðir minn eignaðist bifreiö. Þessi leiö er meö þeim fegurstu í öllu Skotlandi. Okum viö fram hjá fimm stærstu vötnum Skotlands og skiptust á sólskin og rigningarskúrir. Eg hef verið meö mörgum hópum frá fslandi sem allir hafa veriö góöir og var þessi lögreglu- hópur úr Kópavogi landi sínu til heiðurs og sóma. Þegar viö ókum fram hjá Loch Lomond á leið aftur til Glas- gow spuröi bílstjórinn mig hvort ég heföi ekki heimþrá. Eg svaraöi, á þá lund að heimþrá væri þar sem hjarta mannsins er. Þaö er ekki hægt aö búa í landi í 40 ár án þess aö hafa heimþrá þegar maöur er í útlöndum. Sólin yfir Húnaflóa er nú aö síga í æginn. Kindurnar hvíla sig á túninu. Þaö er logn og friöur. Mikið er gott aö búa í sveit. Ferðin um fagrar sveitir Skotlands var áreiöanlega hápunktur í feröalagi lögreglumannanna frá Kópa- vogi. Fyrir mig var þaö einnig stór- kostlegt að njóta stemmningarinnar þegar Glasgow Celtic vann Aberdeen aö viðstöddum 40 þúsund áhorfendum. Allir stóðu grafkyrrir í minútu þögn til minningar um Jock Stein, forstjóra skoska landsliösins í knattspyrnu, sem haföi andast nokkrum dögum áöur. Þessum viðburði gleymir enginn sem þarna var staddur. Þegar ég stóö úti á túni á dögunum varö mér hugsaö til þess hversu einkennilegt lífiö getur veriö. Vissulega veit enginn sína ævi fyrr en öll er. Með bestu kveðju, Róbert Jack. Slökkviliðsmenn draga bilinn út á hlað fyrir framan bllaverkstsaðlð. DV-mynd S. Eldurá bflaverkstæði: Bfllinn fest- ist i dyrunum Eldur kom upp á bílaverkstæði í Síöumúlanum síðdegis í fyrradag. Var veriö aö logsjóða í bíl þegar skyndilega kviknaði í. Reyndu starfsmenn verkstæðisins aö ýta brennandi bílnum út fyrir en svo illa tókst til aö hann festist í dyrunum. Reykkafarar frá slökkviliöinu komu á vettvang og tókst þeim aö ná bílnum út á hlpö og slökkva eldinn. Verömæti voru inni á verkstæðinu sem ekki máttu blotna og því var reynt aö nota sem minnst vatn. Gekk slökkvistarfið greiölega þrátt fyrir þetta og urðu skemmdir óverulegar innandyra. -EH. Víkingur AK 100 með um 1100 tonn í Akraneshöfn. Fyrsta loðnan berst til Akraness — Um 30 tíma stím afmiðunum Frá Haraldi Bjaraasyni á Akranesi: Fyrsta loðnan á þessari vertíö barst til Akraness nýlega er Víkingur AK-100 landaöi þar 1100 tonnum. Loönuna fékk Víkingur á miðunum viö Kolbeinsey og er um 30 tíma stím þaöan til Akraness. Fjórir Akranes- bátar stunda nú loðnuveiðar, þeir Rauösey, Höfrungur, Bjami Olafsson og Víkingur, og mun sá siðastnefndi landa öllum sinum afla á Akranesi en báturinn er í eigu Síldar- og fiskimjölsverksmiðju Akraness. Þá munu tveir Akranesbátar stunda síldveiðar meö hringnót i haust og leggja þeir báöir upp afla sinn hjá Haraldi Böövarssyni & Co en þar hefur mikil síld veriö söltuð á liðnum árum og stööin jafnan veriö meöal þeirra hæstu yfir landið. Annar bátanna, Sigurborg, hefur þegar haldiö til veiða en hinn báturinn, Skírnir, mun halda af staö fljótlega. Hásetar á Vikingi undirbúa löndun. DV-myndir Haraldur Bjarnason Saab 900 GLE érg. Má graiða með Skipti á ódýrari. 1983, sjálfsk. skuldabréfi. Subaru station 4x4, árgerðir '81, '82,83 og '84. Ford Sierra XR4I árg. 1984. Mjög glæsilegur, þýskur gæðavagn, allur sem nýr. Vél 6 cyl. með beinni innspýtingul Algjör lúxus- innrétting og önnur þægindi, s.s. vökvastýri, rafmagn í speglum og rúðum, litað gler. Ekinn aðeins 14.000 kml Skipti ath. á ódýrari. Ath. skuldabréfl Mercedes Benz 280 E árg. 1980, sjálfskiptur, vökvastýri, sóllúga, centrallæsingar. Skipti á ódýrari. Má greiðast með skuldabréfi. Honda Accord árg. 1983, skipti á ódýrari. Má greiða með skulda- bréfi. Mazda 626 1600 árg. 1983, skipti á ódýrari. Mikið úrval nýlegra bíla, ýmiss konar bílaskipti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.