Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Page 12
12 DV. FÖSTUDAGUR 4. OKTÖBER1985. Ú gáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaðurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóriog útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNÁS KRIST'JÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn: SIÐUMÚLA12-14, SlMI 686611 Auglýsingar: SlÐUMÚLA 33, SlMI 27022 Afgreiðsla.áskriftir.smáauglýsingarogskrifstofa: ÞVERHOLT111,SlMI 27022 Sími ritstjórnar: 686611 Setning.umbrot.mynda- og plötugerð: HILMIR HF., SlÐUMÚLAI 2 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 400 kr. Verð í lausasölu virka daga 40 kr. - Helgarblað 45 kr. Kveðja til grænfriðunga íslendingar hafa sent grænfriðungum kveðju. Það gera þeir með niðurstöðum skoðanakönnunar DV, sem er birt í dag. Kveðjan hljóðar svo: Viö látum ykkur ekki beygja okkur til að hverfa frá þeirri stefnu í hvalveiðum, sem við teljum rétta. Úrslit skoðanakönnunarinnar eru mjög óvenjulega af- gerandi. Spurt var: Ert þú fylgjandi eða andvígur fyrir- huguöum hvalveiðum íslendinga? Þessar hvalveiðar, sem ætlunin er að stunda á næstu árum, hafa verið túlkaðar sem hvalveiðar í vísindaskyni. En menn skyldu taka vel eftir, bæði þeir, sem eru með og móti þessum hvalveiðum, að ekkert segir í spurningunni um, hvort þessar hvalveiðar séu í vísinda- skyni eða ekki. Þeir, sem svara, ráða algerlega, hvernig þeir meta tilgang fyrirhugaðra hvalveiða. Fólk er einungis spurt, hvort það sé með eða á móti „fyrir- huguðum” hvalveiðum, sem hafa verið nægilega kynntar í fjölmiðlum. Af heildinni segjast 65 prósent vera fylgjandi fyrir- huguðum hvalveiðum, en aðeins um 15 prósent eru þeim andvíg. Þetta þýðir, að um 82 prósent þeirra, sem taka af- stöðu, styðja fyrirhugaðar hvalveiðar landsmanna. Þeir styðja meö öðrum orðum þær áætlanir, sem hafa verið kynntar um hvalveiðar á næstu árum. Vel að merkja byggist allur þessi stuðningur ekki endilega á því, að hvalveiðarnar séu í vísindaskyni. Stór hópur telur greinilega, að við hefðum aldrei átt að fallast á samþykktir alþjóðlega hvalveiðiráðsins um stöövun hvalveiða. Þetta kemur fram í ummælum margra þeirra, sem spurðir voru. Margir segja einfald- lega: „Við skulum veiða hvali sem fyrr.” Þá er auðvitað stór hópur, sem leggur trúnaö á yfir- lýsingar ráðamanna um nauðsyn hvalveiða í vísinda- skyni af þeirri stærðargráöu, sem fyrirhugað er. Við mætum hótunum frá grænfriðungum og öðrum verri. Fréttir eru um andmæli við hvalveiðum okkar, einkum í Bandaríkjunum. Hótað er, að markaðir okkar verði lagðir í rúst, ef við fylgjum ekki fyrirmælum of- stækismanna. Víst finnast þeir íslendingar, sem skelfast þessar hótanir og ekki að ástæöulausu. Þetta kemur fram í um- mælum ýmissa í könnuninni. En þessi hópur er næsta lítill. Mikill meirihluti íslendinga vill, að við látum hvergi bugast, þótt öllum ætti að vera ljóst, hverju hefur verið hótað. Fáir eða engir landsmenn virðast telja, að hvala- stofnar hér viö land séu í útrýmingarhættu. Vafalaust álíta flestir, að mikilla rannsókna sé þó þörf, þó ekki væri nema til þess að hafa á takteinum rök, næst þegar hvalveiðiráðið tekur fyrir, hvort einhverjar hvalveiðar skuli hef jast að nýju. Grænfriðungar skildu að lokum, að málflutningur þeirra fékk hér lítinn hljómgrunn, þegar þeir sóttu okkur heim á skipi sínu, Sirius. Grænfriðungar vöruðu síðar við, aö hart yrði gengið fram gegn Islendingum, þar sem þjóðin væri föst fyrir. Grænfriðungar virðast hafa endurskoðað afstöðu sína til selveiða á Grænlandi. Þeir ættu að hugsa sinn gang, að því er tekur til íslands. Haukur Helgason. GREENPEACE Greenpeacemálið í Frakklandi þessa dagana sýnir hvaða hremm- ingar stjórnmálamenn geta átt í vændum þegar þeir ráðast til atlögu við hugsjónahreyfingar. Bendir nú allt til þess aö pólitísk framtíö æösta valdamanns Frakka hafi veriö innsigluð og aö Greenpeacemenn fái sína mestu auglýsingu fyrr og síöar. En hér, á hjara veraldar, heldur einn af ráöherrum Framsóknar- flokksins því blákalt fram aö hann geti knésett þessa hreyfingu . . . einn síns liðs. Vondur málstaður Því miöur hefur ráöherrann ótrúlega vondan málstaö. Fyrir þaö fyrsta hefur þaö veriö margsannaö aö maðurinn hefur æ ofan í æ ofveitt hvali og jafnvel oröið þess valdandi aö heilum stofnum hefur verið útrýmt. 1 öðru lagi er margsannað aö hvalir eru með vitrustu skepnum JÓN ÓTTAR RAGNARSSON DÖSENT Frjálslyndi c í framkvæmd £ „Þeir sem vilja að hvalveiðum sé haldið áfram eru því bæði beint og óbeint að rýra það góða álit sem ís- lenskar afurðir njóta á erlendri grund.” upp í bekkinn þegar halda á þessum leik áfram í smærri stíl undir yfir- skini vísinda. Áhættan er nákvæmlega sú sama og áöur en nú er ábatinn oröinn svo lítill að þaö væri óðs manns æði aö tefla hagsmunum okkar í tvísýnu fyrir hann. Þeir sem trúa því í raun og veru aö þetta sé skynsamlegt vanmeta hrapallega hve styrkum fótum hvalaverndun stendur í heiminum og þá sérlega í Bandaríkjunum. Sá stuggur sem Bandaríkja- mönnum stendur af hvalveiðum er nefnilega ekki stundarfyrirbæri, síöur en svo, heldur langþróuö trú sem stendur á gömlum merg. Barbarar Enn barnalegri eru þau sjónarmið aö viö eigum aö færa okkur í nyt raunir nágranna okkar á Grænlandi málstaö okkar til framdráttar. Engin slík byggöastefnurök skipta umtalsveröu máli hér á landi og munu ekki veröa til neins nema telja öörum trú um aö viö séum frumstæðari en við erum. Allt slikt hjal er út í hött. Við eigum þvert á móti aö sýna öörum í verki aö hér býr siðmenntuð þjóö sem axlar þá ábyrgö í einu og öllu. Lokaorð Sú skoöun sjávarútvegsráöherra Enda þótt íslendingar hafi staðið að hvalveiðum með meiri skynsemi en nær allar aðrar þjóðir mega þau ök sín litils gegn sivaxandi samúð i garð þessarar dýrategundar." jarðkringlunnar og höföa þeir því til þess æðsta og göfugasta sem viö eigum í eigin fari. Enda þótt Islendingar hafi staöiö að hvalveiöum meö meiri skynsemi en nær allar þjóöir mega þau rök sín lítils gegn sívaxandi samúð í garö þessarar dýrategundar. Mikið í húfi Þetta er þó ekki nema rétt yfir- borðið á þeim vanda sem Islendingar eiga viö aö stríöa ef þeir halda veiöum áfram í trássi viö þessi viðhorf. Fyrir þaö fyrsta eru íslenskar vörur aö talsveröu leyti keyptar af hugsjónafólki sem trúir því aö íslenskur fiskur sé náttúrulegri og ómengaðri en annar. Þetta er því miður oft sama fólkið og það sem trúir því að hvalir séu í hópi þeirra dýra sem eigi annað og betra skiliö en kvalafullan dauödaga af mannavöldum. Þeir sem vilja aö hvalveiöum sé haldiö áfram eru því bæöi beint og óbeint aö rýra þaö góöa álit sem íslenskar afurðir njóta á erlendri grund. I staö þess aö berjast gegn friðun og náttúruvernd eigum viö auðvitað að notfæra okkur þessi sjónarmið í hvívetna til þess aö afla vörum okkar markaða um allan heim. Því staðreyndin er auövitaö sú aö viö erum sú þjóö sem síst allra má viö því aö taka áhættu sem gæti skaðað viðskiptahagsmuni okkar til frambúöar. Hvalveiðar í vísindaskyni En þá fyrst fer skörin aö færast aö þaö sé skynsamlegt aö stefna viöskiptahagsmunum okkar í Banda- ríkjunum í tvísýnu meö hvalveiðum í vísindaskyni er óskynsamleg, svo ekki sé meira sagt. I besta falli gæti slíkt oröiö til þess að viö héldum okkar hagsmunum á þurru en fengjum þá ímynd út á viö að vera frumstæðari en viö erum í raun. I versta tilviki gæti þetta brölt hins vegar oröiö til þess aö botninn dytti úr fiskmörkuöum okkar vestan hafs. Þar með væri vænsta mjólkur- kýrin öll. Aö hætta á slíkt fyrir smáaura væri ekki aðeins barnaskapur ... þaö væri heimska! Jón Óttar Ragnarsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.