Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Síða 15
DV. FÖSTUDAGUR 4. OKTOBER1985. 15 enmng Menning Menning AFTUR HEIMA rónlistarfólag Kristskirkju. Tónleikar Manuelu l/Viesler 26. september. Efnisskró: Edgar Varóse: Density 21,5; Magnús Blöndal Jóhannsson: Solitude; Sven Erik Bðck: Sonata; Andró Jolivet: Fimm Áköll. Enn er sprottiö upp nýtt félag til eflingar tónlistinni, í þetta sinn Tónlistarfélag Kristskirkju, sem eins og nafnið bendir til er félag til að stuðla að aukinni tónlistariðkun við Kirkju Krists konungs í Landakoti. Stofnun félags þessa er sérstaklega ánægjuleg, einmitt á þeim tíma sem músíkiökun í hinni rómversk kaþólsku kirkju á meginlandi Evrópu virðist fara heldur hnignandi eða að minnsta kosti ekki hafa sama áherslugildi og einatt áöur. Og þetta nýja tónlistarfélag virðist ekki ætla sér lítið hlutverk ef marka má tónleikaskrá þess. Til að flytja fyrstu tónleika á þess vegum fékk hið nýstofnaða félag sjálfa Manuelu Wiesler, flautusnilling sem við þykjumst alltaf eiga dr júgmikið í. Eðlisþyngd platínu Manuela hóf leikinn með verki sem dregur nafn sitt af eðlisþyngd platínu, 21,5, sem Edgar Varése samdi árið nítján hundruð þrjátíu og sex. Þá var það mikið byltingarverk, þótt nú þyki þeir hlutir sem Varése leggur fyrir flautuleikarann ekkert tiltökumál. Aldrei höfum við heyrt Manuelu spila þetta magnaða stykki fyrr þótt hún hafi löngum verið iðin við nútímaverkin enda mun hún rétt nýfarin að leika þaö. Eðlisþyngd platínu hefur verið mörgum flautu- leikaranum sannkallaður Akkilesarhæll og er gjaman litið á þetta verk sem eins- konar manndómspróf flautuleikarans — eitt þessara stykkja sem bókstaflega aliir verða að takast á við. Síðan kom Solitude Magnúsar Blöndals Jóhannssonar sem Manuela frumflutti við hinar verstu aðstæður (áheyrendanna vegna) helgina sem kirkjukóramótið var í Skálholti í hittiðfyrra, en þá lék hún einnig Áköll Jolivets. Áköllin er ann- ars aö finna á einni af Svörtu perlunum fjórum, plötunum sem Manuela lék inn á og teljast dýr- gripir í íslenskri plötuútgáfu. Sónata Sven Eriks Bácks kom þarna inn á milli Magnúsar og Jolivets, mikilfenglegt einleiksverk ungs reiðs manns sem byrjaði að semja lag við Davíðssálm en endaði með því að smíða bæði Davíössálm án orða og flautusónötu úr sama efniviði. Sálarró Leikur listamanns eins og Manuelu setur þann sem um tónlist skrifar í nokkurn vanda. Maður er fyrir löngu búinn að nota öll viðeig- andi lýsingarorð um hann og stendur svo frammi fyrir því að aldrei hafa þau átt við sem nú. Kannski mætti þó bæta einu viö vegna þessara kirkjutónleika, sálarró. Það er ekki sjálfgefið að áheyrandanum finnist hann staddur í helgidómi þegar hlýtt er á trúarlega ' tónlist, en leikur Manuelu færði manni þann frið og sálarró sem aðeins á heima í helgi- dómi, hvort sem hann heitir kirkja eða eitthvað annað. Það var yndis- legt að fá að heyra í Manuelu aftur heima og nýstofnaö tónlistarfé- lagið má aldeilis halda á spöðunum ef framhaldiö á að verða eins og byrjunin. -EM. „Leikur Manuelu fœrði manni þann frið og sálarró sem aðeins á heima i helgidómi." Kammersveit Heidel bergs („stopover" Tónleikar Heidelberg Chamber Orchestra í Ás- kirkju 30. september. Stjórnandi: Klaus Preis. Efnisskrá: Johann Sebastian Bach: Konsert í d-moll fyrir tvœr fiðlur; Wolfgang Amadeus Mozart: Divertimento í D-dúr KV 136; Antonio Vivaldi: Konsert fyrir tvo trompeta, Haustið úr Árstiðunum; Tomasso Abinoni: Kvintett- konsert í g-moll; Johannes Pachelbel: Kanon fyrir þrjár fiðlur og bassarödd; Georg Philipp Telemann: Suite Concertante fyrir tvo tromp- eta og hljómsveit. Oft hefur það borið á góma hversu frábært það væri til stuðnings ís- lensku tónlistarlífi að geta halað hingaö niður úrval þeirra lista- manna sem leið sína leggja þvert yf- ir Atlantsála til tónleikahalds hand- an hafs. Já, leggja fyrir alla þessa frægu listamenn smágildru svo að þeir freistist til að taka sér „piccolo” listrænt „stopover” á leiðinni yfir hafið. Og sumir gera reyndar stuttan staris á leiö sinni yfir hafið, til dæmis Kammersveit Heidelbergs, sem hér kaus að nefna sig upp á ensku. Ensku brúkaði hann líka stjórnandinn, eða vildi öllu heldur brúka, þegar hann fylgdi verkunum úr hlaði með skýr- ingum. Af tveimur ástæðum heföi hann heldur átt aö halda sig við móð- urmál sitt, þýskuna. I fyrsta lagi hefði mikill meirihluti tónleikagesta meðtekið útlistanir hans á þýsku og í öðru lagi hefðu þeir sem ekki kunnu þýsku líklega skilið meira í henni en þvoglulegri, brogaðri, enskunni sem hann tók sér í munn. Upp á skandinavísku með hnykk Eiginlega var þetta brogaða brúk á enskri tungu dæmigert fyrir tón- leikana í heild. Eftir að hafa göslast í gegnum Bach konsertinn fyrir tvær fiðlur tóku þau til við Mozart. Þar datt manni helst í hug aö lékju nem- endur sem Stephan Grappelli hefði sleppt hendinni allt of snemma af. En eins og menn vita þolir Mozart næstum hvað sem er og hér fengu menn enn eina sönnun þess. Síðan kom Vivaldi. Fyrst svolítil glæta því að trompetleikararnir tveir; Christian Götting og Rudiger Bröhl, reyndust vandanum þokka- lega vaxnir og ekki veitti maður bak- röddunum allt of nána eftirtekt á meðan. Haustið léku þau eins og kaflaheitin væru cárdac — lúshægt sígaunahljóð á lirukassa og skottís upp á skandinavísku með hnykk, en ekki þessi gömlu og kunnuglegu ítölsku. I svipuðum dúr spiluöu þeir kvintettkonsertinn hans Albinonis. I Kanon Pachelbels vantaði ekkert annað en nettan jazztrommara á bak við til að gefa leiknum blæ — þá heföi aö minnsta kosti fengist viðunandi sveifla. Músíkölsk grautargerð I lokin bráði svo heldur af þegar trompetleikararnir, sem voru flokki ofan en afgangur hljómsveitarinnar, léku konsertsvítu Telemanns. Þó var hraðinn keyrður upp um of í lokafan- faranum, svo að úr varö hálfgerður grautur. Músíkölsk grautargerð virðast vera ær og kýr stjórnandans. Mér skildist að hljómsveitin færi að ein- hverju leyti á vegum hins opinbera í Sambandslýðveldinu. Þeir hljóta að hafa úr töluveröu að moða í menn- ingardeildinni þar úr því þeir styrkja botnliö úr annarri deild til tónleika- ferðar yfir Atlantshafið þvert. Hér með sendast óskir um aö fyrstu deildar lið veljist fyrir næsta „stop- over”. EM Tilboðsverð Vegna hagstæðra innkaupa getum við boðið þennan þýska skrifborðsstól „MÓDEL SILKE" á sérstöku TILBOÐSVERÐI meðan birgðir endast. KR. 2.450 Sendum í póstkröfu hvert á land sem er. FCiRUHÚSÍÐ HF. L SUPURLANDSBRAUT30 SiMI687080, Odýrir varahlutir í bíla og vinnuvélar Við seljum aðeins viðurkennda vara- hluti frá virtum íramleiðendum - vönduð vara sem notuð er aí bíla- og vinnuvélaverksmiðjum víðs vegar um heiminn. • Stimplar og slífar • Stimpilhringir • Pakkningar • Vélalegur • Knastásar • Tímahjólogkeðjur®Ventlar • Olíudœlur • Undirlyítur o.íl. ÞJÚHSSOH&CO Skeifunni 17, Reykjavík S: 84515 og 84516 HÓPFERÐABÍLAR TIL SÖLU Scania árg. 1970,49 sæta. Seddon árg. 1973,49 sæta. Bílarnir eru báðir i mjög góðu ásigkomulagi. Mjög hagstæð greiðslukjör, skipti á minni hópferðabílum koma til greina. Upplýsingar í símum 96-26922 og 96-25168. Sérleyfisbílar Akureyrar sf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.