Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Page 16
16 DV. FÖSTUDAGUR 4. OKTOBER1985. Spurningin Hvernig líst þér á að fá Þor- stein Pálsson í ríkisstjórnina? Ólafur Stefánsson: Mér líst vel á þaö. Ég veit nú ekki hvort þaö breytir neinu en það er ágætt að breyta, þetta eru alltaf sömu mennirnir þarna. Svanhildur Sigurjónsdóttir: Alveg ljómandi, þetta er alveg ágætur maöur. Guölaugur Sigurgeirsson: Alveg þokkalega. Þaö á vel viö aö formaöur flokksins setjist í ríkisstjórn. Dagbjört Snæbjörnsdóttir: Ágætlega, hann er allavega nógu laglegur. Svanhildur Siguröardóttir: Eg hef nú lítiö hugsaö um um þaö. Eg held aö þaö breyti engu. Páll Mortensen: Mér líst engan veginn á það, en þaö gæti þó breytt ein- hverju fyrir ríkisstjórnina. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Óánægð með þjónustuna hjá Samvinnutrygginguni Það er óneitanlega ergilegt þegar þvottavélin eyðileggst og fólk: þarf að sitja eitt með tjónið. Hulda Jakobsdóttir skrifar: I júní sl. kviknaöi í þvottavélinni minni sem er 10 ára gömul Philco vél. Tel ég það heppni aö ég skyldi vera heima því annars hefði kviknaö í húsinu en þaö logaði glatt undir vél- inni í vírum og öðru. Þar sem viö er- um með heimilistryggingu var haft samband viö umboðsmann Sam- vinnutrygginga, hann skoöaði vél- ina, og sagöi okkur að láta gera viö hana, tryggingarnar myndu borga viðgerðina. Fengum viö nú rafvirkja til aö líta á vélina og sagði hann okk- ur aö hún væri illa farin og yröi þaö kostnaðarsamt aö gera viö hana aö það borgaði sig engan veginn. Höfö- um viö þá samband viö umboðs- manninn aftur og sögöum honum hvaö rafvirkinn heföi sagt. Kom hann þá sjálfur meö tjónskoö- unarmann og sagði hann þaö sama og rafvirkinn, áætlaði hann lausleg- an kostnaö viö viðgerð 9.670 kr. Þegar hér var komiö haföi ég fest kaup á þvottavél hjá rafbúö SlS og var þaö ódýrasta þvottavél sem ég gat fengiö á tæpar 20 þús. kr. En ný Philco vél kostaði yfir 30 þús. Reikn- aði ég meö aö ég fengi viðgerðar- kostnaðinn greiddan eins og um var talað, og taldi það duga fyrir útborg- uninni í nýju vélinni. En þaö var nú eitthvaö annaö. Fyrst fékk ég ávísun í hendur aö upphæð kr. 3.950. Maður- inn minn var ekki ánægöur meö þaö og talaði viö umboðsmanninn, var þá fleygt í okkur 1.050 kr. í viöbót og viö það situr. I skilmálum frá Samvinnu- tryggingum frá 1. jan. ’85 stendur m.a.í8. gr.: „Bætur skulu ákvarðast á grund- velli kaups á nýjum hlutum á þeim tíma er tjóniö var. Til frádráttar kemur verðrýrnun vegna aldurs og notkunar, ef telja má aö notagildi hlutanna fyrir vátryggöa hafi minnkaö s vo verulega nemi. ’ ’ Nú var þessi þvottavél mín í gangi og heföi gengið í 10 ár í viöbót ef ekki heföi kviknað í henni. Hvaöa tjón bæta tryggingarnar? „4. gr. A. Tryggingarnar bæta tjón af völdum eldsvoða. Með eldsvoöa er átt viö brunatjón, þegar eldur veröur laus í efni eöa hlutum sem ekki er áætlað aö brenni.. .” Svo þaö er einhver geöþóttaákvöröun hjá Samvinnu- tryggingum hverjir fá bættan skaö- ann. Jón eöa séra Jón. Hjá Sam- vinnutryggingum erum viö meö heimilistryggingu, húseigendatrygg- ingu, 2 bifreiöartryggingar og líf- tryggingu og af þessu borgum viö milli 40 og 50 þús. á ári í iðgjöld en þó geta Samvtr. ekki borgað okkur tæp- ar 10 þús. fyrir tjón sem viö verðum fyrir. En til hvers erum viö aö borga tryggingafélaginu alla þessa pen- inga? Kannski svo sé hægt aö borga hon- um séra Jóni ríflegar bætur, þegar hann gleymdi aö skrúfa fyrir heita- vatnskranann á baöinu hjá sér þegar hann fór til Spánar í sumar? Það er dapurlegt aö hugsa til þess hvaö fólki er mismunað í okkar þjóðfélagi. Eitt sorglegasta dæmiö er aö mannslíf skuli ekki vera metin jafnt, þó skyldi maöur ætla aö þau væru öll jafndýr- mæt. Sjómannslífið er metið á 275 þús. en flugmannslífið á 3 milljónir. Svo er talaö um að engin stétta- skipting sé til á Islandi. Hjá Samvinnutryggmgum varð Héð- inn Emilsson fyrir svörum: „Vissulega varð bótaskylt tjón á þessari vél. Tryggingarnar leituöu til sérfræðinga um ástand vélarinnar og kom í ljós aö ástand vélarinnar væri þannig aö ekki borgaöi sig aö gera við hana. Eigandinn samþykkti það. Félagiö taldi síöan að þegar hlut- urinn eyöilagöist hafi hann verið bú- inn aö skila eiganda langri notkun. En þaö er alltaf spurningin í svona tilvikum hvert raunverulegt tjón er aö teknu tilliti til fyrningar tjónhlut- ar. Niöurstaöa félagsins var aö hiö raunverulega tjón skyldi miöast viö 50% af verðgildi þvottavélarinnar sem eyöilagðist. Er þetta m.a. byggt á því aö verö þetta gamalla þvotta- véla er mjög lágt. Því er hluturinn sem veröur fyrir tjóni verölítill. Það má líta svo á aö eigandi vélar- innar hafi verið aö greiöa afnota- gjald af 10 ára notkun hennar. Þaö væri augljós ávinningur af svona tjóni ef fólk gæti fengiö nýja hluti fyrir gamla og þaö er ekki markmiðiö meö vátryggingum.” Um þá fullyrðingu Huldu aö hægt heföi verið að nota vélina í 10 ár í viö- bót sagöi Héöinn aö erfitt væri að sanna það að svo væri, t.d. út frá um- sögn sérfræðinganna sem skoðuðu vélina. Héðinn sagöi aö lokum að alltaf væri ákaflega erfitt að gera öllum til hæfis í svona málum því mat á inn- búi heimila væri ákaflega miklum vandkvæðum háð vegna þess hversu erfitt væri aö setja ákveðnar reglur þar aö lútandi. Anægður með nýja litinn á strætó Jón hringdi: „Eg vii bara lýsa yfir ánægju minni með nýja litinn á strætisvögnum Reykjavíkur. Þetta er fjörgandi litur og allt annað yö sjá vagnana nú en áö- ur. Eg var orðinn hundleiður á gamla græna litnum. Er vonandi aö sem fyrst veröi lokið aö mála alla vagna SVR í þessum nýja lit. Einnig er þaö öryggis- atriöi því þessi skæri litur sést miklu betur en fölgræni liturinn. Veitir ekki af því nú í skammdeginu. ’ ’ I Strætisvagnar Reykjavikur eru óð- um að klæðast nýjum lit, brófritara til mikillar ánægju.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.