Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Síða 19
DV. FÖSTUDAGUR 4. OKTOBER1985. 31 þróttir (þróttir íþróttir íþróttir Hreinn Þorkelsson, þjðlfari Keflvikinga i úrvalsdeildinni, leikur hðr fram hjð ívari Webster sem kallar ð hjðlp félaga sinna. DV-mynd E.J. Dregið á hádegi — Í2. umferð Evrópumótanna. Bayer Uerdingen og Sampdoria eru í pottinum Á hádegi í dag verður dregið í 2. um- ferð Evrópumótanna í knattspyrnu og þá mun koma í ijós á móti hvaða liði Fram dregst en liðið tryggði sér sem kunnugt er þátttökuréttinn með sigri á n-írska félaginu Glentoran, 3—2 sam- anlagt. Sextán lið eru nú eftir í keppninni og af þeim eru liö Bayer Uerdingen og Sampdoria þekktust. Með liði Uerding- en leika þeir Atli Eðvaldsson og Lárus Guðmundsson og ekki ófrægari kappar en Trevor Francis og Liam Brady styrkja lið Sampdoria. Möguieikar Fram felast mest í því að lenda gegn welska liðinu Bangor City. Fram mun biðja um undanþágu til aö fá að leika heimaleik sinn á gervi- grasinu en slíkt tíðkast ekki í Evrópu- keppni. Eru menn í þeirra herbúðum því alls ekki bjartsýnir á aö geta leikið heimaleikinn hér á landi. Leikir í 2. umferðinni fara fram 23. þessa mánaðar og sjöunda nóvember. Eftirtalin félög leika 12. uraferð: Fram, tslandi Bayer Uerdingen, V-t>ýskalandi Benfiea, Portúgal Sampdoria, ttaliu Atletleo Madrid, Spáni HIK Helsinkl, Finnlandi AIK, Sviþjóft Lyngby, Danmörku BangorCity, Wales Rapid Wien, Austurriki Universitatae Craiova, Rúmeniu Rauða Stjarnan, Júgóslaviu Dukla Prag, Tékkðslóvakiu Dynamo Dresden, A-ÞýsUalandi Dynamo Kicv, Sovétríkjunum Galataseray, Tyrklandi Spennan gíf urleg þegar IBK sigraði í Firðinum Ef Keflvíkingar leika álíka vel I lcikjum sínum í vetur og þeir gerðu í gærkvöldi gegn Haukum i fyrsta leik úrvalsdeildarinnar þurfa þeir ekki að hafa áhyggjur af fallbaráttu í vetur. Keflvíkingar léku nefnilega skínandi vel í gærkvöldi og Haukarnir, sem fyrir leikinn voru taldir sigurstrang- legri aðilinn, máttu bíta í það eldsúra epli að vera að velli lagðir á eigin heimavelli. Lokatölur 58—59 fyrir Keflavik í miklum baráttu- og spennu- leik. Staðan í leikhléi var 32—31 fyrir Hauka. Það var Jón Kr. Gíslason sem tryggði Keflvíkingum sigurinn í gær- kvöldi með snilldarleik. Hann var með knöttinn þegar 17 sekúndur voru til leiksloka. Lék á hvern Hafnfirðinginn á fætur öörum og endaði „sólóiö” með því að skora laglega körfu og fiska auk þess vítakast á leiðinni. Ivar Webster skoraöi síðan síðustu körfu leiksins þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiktímanum. Leikurinn var mjög jafn allan tím- ann. Ivar Webster skoraði fyrstu korfu Islandsmótsins, raunar tvær fyrstu og Haukarnir komust í 4—0. Ekki er það mikil forysta í körfuknattleik og staðan breyttist í 10—10. Síðar í 14—18 fyrir IBK og enn síðar í 28—25 fyrir Hauka. Staðan síðan 32—31 í leikhléi. Síðari hálfleikur var einnig mjög jafn. Gestirnir þó yfirleitt með foryst- una, 34-35, 36-40, 40-46, 42-48, 42- 52, 50-54, 52-56 og 54-56. Lokakafl-' anumeráðurlíst. Jón Kr. Gíslason var mjög góður hjá Keflavík í þessum leik en í heild átti liðiö góðan dag. Hreinn Þorkelsson, hinn nýi þjálfari liðsins, var góður og hvatti sína menn óspart. Gaman fyrir hann að sigra í sínum fyrsta leik sem þjálfari og leikmaður með nýju liði. Guðjón Skúlason átti einnig góðan leik. Gífurlega snöggur og skemmtilegur bakvörður sem á eftir að gera margar körfur í vetur. Einnig má geta Matta Oswald og Olafs Gottskálkssonar, ungir og bráðefnilegir báðir tveir. Greinilegt er að Keflvíkingar munu ekki láta úrvalsdeildarsæti sitt fyrr en í fulla hnefana. Gífurleg barátta var í liðinu í þessum leik og kom hún Hauk- um greinilega í opna skjöldu. Eitthvað voru Haukarnir miður sín í þessum leik. Pálmar Sigurðsson lék með en gat greinilega ekki beitt sér að fullu. Engu að síður skoraði hann 20 stig í leiknum og skilaði sínu vel. Ivar Webster skoraði 21 stig en á að geta skorað miklu meira. Hann var manna langstærstur í þessum leik og oft mis- tókst honum að skora úr upplögðum færum, sérlega í síðari hálfleik. Aðrir leikmenn Haukaliðsins komu lítt við sögu nema ef vera skyldi Reynir Kristjánsson. Stig ÍBK: Jón Kr. Gíslason 23, Hreinn Þorkelsson 12, Guðjón Skúla- son 12, Olafur Gottskálksson 6, Matti Oswald 4 og Skarphéðinn skoraði 2 stig. Stig Hauka: Ivar Webster 21, Pálmar Sigurðsson 20, Reynir Kristjánsson 9, Ivar Ásgrímsson 4, Bogi Hjálmtýsson 2 og Henning Henningsson2. Leikinn dæmdu þeir Jón Otti Olafs- son og Bergur Steingrímsson og lofar dómgæsla þeirra góðu fyrir veturinn. Maður leiksins: Jón Kr. Gíslason, Keflavík. -SK. Valur mætir belgíska liðinu Tongeren í síðari leik liðanna í Evrópukeppni í handknattleik kvenna á morgun I ^ „Þrátt fyrir að okkur hafi tekist að Isigra með þremur mörkum í fyrri I leiknum er alls ekki hægt að bóka Val í |2. umferð. Belgisku stúlkurnar eru ■ mjög góðar en með góðum stuðningi I áhorfenda ættu Valsstúlkurnar aö eiga góða möguleika,” sagði Bergljót Davíðsdóttir hjá stjórn handknatt- leiksdeildar Vals í samtali við DV í gær. Valur leikur síðari leik sinn i Evr- lópukeppni meistaraliða í handknatt- ^leik kvenna í I^iugardalshöllinni á morgun og þá fæst úr því skorið hvort Valur kemst í 2. umferð eða ekki. Val- ur sigraöi í fyrri leik liðanna í Belgíu um síðustu helgi með 15 mörkum gegn 18. Möguleikar Vals eru því fyrir hendi. Að sögn Bergljótar leikur belgíska liðiö hraðan handknattleik og liöið skorar mikið af mörkum úr hraöaupp- hlaupum. „Liðið er með pólskan þjálf- ara og leikur hálfpólskan handknatt- leik. Það sýndi sig þó í Belgíu að liðið er ekki ósigrandi. Valsstúlkurnar I hafa æft af miklu kappi og eru í mjög ( góðri æfingu. Það er mjög mikil breidd I í Valsliðinu og við vonumst eftir góðum : stuðningi áhorfenda og góðum úrslit-1 um,” sagði Bergljót ennfremur. - Leikur liðanna hefst í Laugardals-| höllinni klukkan hálftvö á morgun. 1 tiiefni af 75 ára afmæli Vals um þessar mundir hefur veriö ákveðið að miða verð fyrir fullorðna verði aðeins 75 krónur. Börn þurfa hins vegar aðeins aðgreiðalOkrónuríaðgangseyri. | -SK. > íþróttir Komast Valsmenn í 2. umferð — leika við Kolbotn íkvöld ogámorgun ytra Valsmenn leika fyrri leik sinn við norska liðið Kolbotn i IHF keppninni í kvöld í Noregi. Báðir leikirnir verða leiknir ytra en sá seinni fer fram á morgun. Hin íslensku liðin, er unnu sér þátt- tökuréttinn í Evrópumótinu i hand- boltanum, Íslandsmeístarar FH og bikarmeistarar Víkings, sitja bæði hjá í 1. umfcrð. -fros. Robertson í ævilangt bann Skoski golfleikarinn, David Robert- son, sem vann sér það til frægðar að svindla og svindla á British-open golf- mótinu í sumar, hefur verið dæmdur i ævilangt keppnisbann af Evrópusam- bandi atvinnumanna í golfi. Fyrir skömmu birtist hér á íþrótta- síðunni nákvæm lýsing á því hvernig Robertson tókst á undraverðan hátt að færa kúlu sína til svo metrum skipti á stórmótinu British-open. Þá hafði kappinn verið dæmdur í tuttugu ára keppnisbann og 5000 punda sekt. Litlir möguleikar voru taldir á að fá sektina greidda og í gær ákvaö Evrópu- samband atvinnumanna að breyta refsingunni í ævilangt keppnisbann. Robertson getur þvi selt golfsettið og snúið sér að einhverju ööru í fram- tíðinni. -SK. Fenwick sektaður — fyrir ósæmilega hegðun við áhangendur Newcastle Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta- ritara DV í Englandi: Fyrirliði QPR var í fyrradag sekt- aður fyrir ósæmilega hegðun fyrir aö fagna marki sem hann skoraði gegn Newcastle. Það var sérstök nefnd inn- an knattspyrnusambandsins sem sekt- aði kappann fyrir ósæmilega hegðun við áhangendur Newcastle. Fenwick var gert að greiða 250 pund i sekt auk þess sem hann þurftí að greiða ferða- kostnað dómara og llnuvarðar til London er þeir gáfu skýrslu um atvik- ið. Kostnaður við ferðalag þeirra var 180 pund svo að leikmaðurinn varð um 20 þúsund krónum fátækari. -fros Loks sigur WBA — vann útisigur á Brighton íFullMembers Cup Frá Sigurbirni Aðalsteinssynl, frétta- ritara DV í Englandi: Það voru fyrrverandi og núverandi Tottenhamleikmenn sem voru mjög í sviðsljósinu er leikið var í Super-Cup og Full Members Cup i Bretlandi í fyrrakvöld. Einna mesta athygli vakti langþráður sigur WBA í Full Members Cup. Liðið vann Brighton á útivelli, 1— 2, og skoraði Garth Grokks, sverting- inn litli er. liöið keypti frá Tottenham, bæði mörkin. Chelsea lék einnig í sömu keppninni og vann Portsmouth, 3—0. Kerry Dixon, Mike Hazard (áður Tott- enham) og John Burnstead skoruðu fyrir Lundúnaliðið. Þá vann Tottenham 2—1 sigur á Southampton. Mark Falco skoraði bæði mörkin fyrir Spurs en Steve Mor- an skoraði mark Southampton. -fros þróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.