Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Blaðsíða 30
42 DV. FÖSTUDAGUR 4. OKTOBER1985. 9M4 S/C!F^ VÆNT FORBIDDEN FRUIT - BLOW MONKEYS (RCA) Otvírætt langbesta lag vik unnar. Eftir að hafa verið pinku- lítið á höttunum eftir djassfiling á stóru plötunni í vor kemur hér lag með ósviknum Bítlablæ (minnir sérstaklega á Yes it Is og Strawberry Fields Forever). Persónuleg og litrík einkenni Blow Monkeys leyna sér þó ekki og Forbidden Fruit er auövitað eins og aðrir forboðnir ávextir — ómótstæðilega freistandi! ROAD TO NOWHERE - TALKING HEADS (SIRE) Mörgum þykir víst miður að Taiking Heads er komin úr þungavigtinni yfir í léttari flokk. David Byrne er samt of spes til þess að vera dæmigerður popp- söngvari og lög Talking Heads of spes til þess að þau verði dæmi- gerðar dægurflugur. Þetta lag er grípandi —oggott. THIS IS THE NIGHT - MEZZOFORTE (STEINAR) Danstónlist eða djass? Mezzo stóð frammi fyrir því að velja á milli þessara stefna ekki alls fyrir löngu og danstónlistin varð 'ofaná eins og heyra má. Hér er meir að segja hljóðfærið rödd, fer með stórt hlutverk og ef við vissum ekki aö þetta væri Mezzo- forte myndum við tæpast sperra eyrun. En ' okkar menn slá ekkert af gæðakröfunum fremur en fyrri daginn og lagið vex sannarlega viö nánari kynni. TAKE ON ME - A- HAIWARNER BROS.) Auövitaö er það hálfgerður brandari að norsk hljómsveit skuli vera ljósi punkturinn á bandaríska listanum þessar vik- umar. En svona getur raunveru- leikinn verið kjánalegur og norska lagið smellið. Fínn söngur og stórgott spil, einkar grípandi. MAGURT JANET - COMMODORES (MOTOWN) Hafandi ennþá minninguna um Nightshift í öðru heilahvelinu hljðmar þetta eins og fjórða flokks framleiösla. Gæti verið skárra spilað afturábak! LOST IN THE FIFTIES TONIGHT - RONNIE MILSAP (RCA) Þó ég væri allur af vilja gerður gæti ég ómögulega sett þetta lag á fóninn trekk í trekk. Rokk að hætti sjötta áratugsins eins og titillinn gefur til kynna, útþynnt, útjaskað og vemmilegt. Nei takk. SAGA — BEHAVIOUR SMÆLKI BETRA ENSIÐAST — SAMT ÞREYTT Kanadiska rokkhljómsveitin Saga hefur í gegnum árin safnað að sér nokkuö dyggum hópi stuðningsmanna hér á landi og víðar. Og það að hljóm- sveitin skuli vera vinsælli í Evrópu en í Bandaríkjunum verður að teljast merkilegt þegar litið er til þess að tón- list hljómsveitarinnar er hefðbundið rokk 1 þyngri kantinum, með symfónísku ívafi; tónlist sem að öllu jöfnu á frekar upp á pallborðið hjá Kananum en Evrópumönnum. Hvað um það, Saga er núbýin aö senda frá sér nýja breiðskífu sem heitir Behaviour og þrátt fyrir að ég telji mig ekki i hópi aðdáenda Sögu býst ég við að þessari plötu verði tekið feginshendi af aðdáendum. Plata þessi er nefnilega að mínu áliti mun betri en sú sem hljómsveitin sendi frá sér í fyrra þó svo að um sé að ræða sömu gömlu taktana og þá. Og það sem fyrst og fremst gerir gæfumuninn á Behaviour eru mun betri lög; frískari og áheyrilegri að öllu leyti. Engu að síöur er hér um að ræða ósköp þreytta frasa og klisjur sem hafa verið fram- kvæmdar fleirihundruðogfimmtíu sinnum áður. Það sem kannski hefur frekast stað- ið í vegi þess að Saga næði almennum vinsældum hefur veriö skortur á verulega góðum smellum. Einna lengst í þá áttina náöi hljómsveitin í fyrra er lagið The Flyer náði vinsældum nokkuð víða og þá einnig hér á landi. Fljótt á litið er lítið um vænlega smelli á Behaviour og því ekki líklegt að Saga stækki aödáendahópinn mikið að þessu sinni. -SþS. MARILYN - DESPITE STRAIGHT LINES ÞEKKTUR HÆFILEIKALAUS Sælnú1 Hljómleikaferó okkar elskulega IVlark Almonds fékk snubbóttan endi á dógunum þegar félagi vor fekk skyndilega bráða botntangabólgu og var fluttur á spitala í skyndi. . Fyrirliói Band Aid og Live Aid, Bob Geldof. tók á móti næstum því tólf ntilljóna króna ávisun á ensk pund i banka nokkrum 1 Bretlandi um daginn; þarna var kommn ágóði af Live Airi hljomleikum sumarsins. . . Artnabela Lewm, fymrm songkona BowWowWow. byrjar sólóferil sinn i riag með útgáfu á smáskifu meö laginu Oon't Dance With Strangers og strx piata fyfgr á eft ir Oesire að nafm.. . Önnur næst urn þvi gleymd songkona. Debbí Harry, er um þessar mundir að syngja lag inná ptötu úr kvikmynd mni Krush Groove Titillag mynd arinnar/er hinsvegar sungið af Chaka Khan. Ný smáskifa Tears For Feats, I Belteve IA SoulfuhRe rer.ording) er tílemkuð Robert Wyatt. . . Átján ntánaða þogn Simple Mmds er lokið. A miðvikudaginfi kom út lagið Alive And Kicking og breiðskifa er væntanleg sióar i þessum mánuði. Nýr bassaleikari er með í spilinu á ný|u plotunum, Jolm Gibling að nafm, Eit Derek Forhes yfirgaf hlinmsveitma ekkí alls fyrir longu . Elton John gefur út nýja plótu i day með logunum Nikita : (Kjússjéff?! og Tbe IVInn Whoi, Néver Died. Siðara lagið er samið i utinningu John Lennons. Og marilvn Ekki þarf alltaf mikla hæfileika til að verða þekkt nafn í poppheiminum eins og margsannað er. Einn af þeim mönnum er frægir hafa orðið á síðustu árum er söngvarinn Marilyn. Hann vakti fyrst athygli fyrir að vera „kærasta” Boy George. Ekki hefur það nægt honum því hann hefur á sl. tveim árum reynt að geta sér orð sem söngvari. Ekki er mér kunnugt um að nokkur ný afrek liggi eftir hann á því sviði. Allavega ber hans nýjasta plata Despite Straight Lines ekki merki þess að einhver afrek séu aö baki. Það er auðvelt að geta sér til um hver er fyrirmynd Marilyn í tónlist- arsköpun. Oft á tíðum hljómar Despite Straight Lines eins og léleg útgáfa af Culture Club og þótt raddir þeirra Boy George og Marilyn séu kannski ekki eins þá er auðvelt að líkja þeim saman vegna söngstils. I heild er Despite Straght Lines ein flatnseskja. Marilyn er sjálfur höfundur flestra laganna og hefði hann betur látið ógert að semja lögin. Ekki er hægt að taka neitt einstakt lag fram yfir annað. Öll falla þau í sömu gryfju aö vera meðalmennskan ein. Mér segir svo hugur aö tónlistar- feril Marilyn verði frekar stuttur. Nyjaplötur Hæfileikarnir til að skapa boðlega tónlist eru greinilega ekki fyrir hendi, ekki getur hann lifað til eilífðar á sérkennilegum fatnaöi og hispurslausri framkomu. -HK. STRICTLY FOR LOVERS—ÝMSIR FLYTJENDUR: ROMANTISKT REGGI Eftir að Bob Marley féll frá hefur reggítónlistina sérlega skort foringja til þess aö leiöa hana á nýjan leik á sigurbraut. Jónatan Garðarsson og UB40 hafa reynt af fremsta megni að halda okkur við efnið en frómt frá sagt hefur hugurinn viljað hvarfla yfir í aðrar tónlistarstefnur. Ekki þar fyrir, reggítónlistin er fyrir mína parta mjög heillandi og áhugaverð tónlist. Þessi gömlu og nýju sannindi skerpast mjög við hlustun á þessari fínu reggíplötu, safni tólf laga frá ýmsum helstu boð- berum reggítónlistarinnar sem sam- einast hér á skífu í nafni þeirra sem ástfangnir eru. Einsog titill plöt- unnar gefur til kynna — Strictly For Lovers — rekur hér hver ástaróður- inn annan, stundum í rómantískum hægagangi, stundum í villtum ástar- leik, og mest um vert þykir mér hversu kliðmjúk og hlý reggítónlistin getur verið þegar leikið er á þessum rómantísku nótum. Flytjendurnir eru jafnmargir og lögin og fyrir leikmenn eru nöfn flytj- enda framandi ef frá eru talin hljóm- sveitin Aswad. Lögin eru öll frá síð- ustu árum, þaö elsta frá árinu 1980 og það yngsta — og jafnframt í mestu uppáhaldi hér á bæ — frá síð- asta ári. Á plötuumslagi má reyndar lesa að það lag, Rent A Car með Dean Fraser, er endurgerð á klass- ísku reggílagi aö nafni Jah Shakey. Upptökustjórar í mörgum laganna eru æðstuprestar reggísins í Bret- landi, þeir Sly Dunbar og Robbie Shakespeare, og því er við að bæta að önnur safnplata með fánaberum reggítónlistarinnar er fáanleg og heitir Strictly For Rockers. Fyrir þá sem eru í leit að fjörlegu reggíi ætti sú plata aö henta eh á dimmum löngum vetrarkvöldum, þegar rómantíkin fer á stjá, held ég þessi plata geti verið til yndisauka. -Gsal. L muita iiiii Lunnnn: nýtt leiknt eftir Biib Eatim verðut fruitisýnt i Luntlúnum 1 byrpiii næstti mánað rir og nefnist emfaldlega: Lennon. IVInð blutverk Lennons fer IVIark McGarin sem nýlega lék Lennon 1 kvikmynd bandarisku sjónvarps stoðvarinnar NBC, John anri Yoko A Lnve Story. . IVIana WlcKee songkona og lyrirlíði bandariskti sveitarinnar Lone Justice er höf utidur að lagi setn pryðir nýja srnáskifu Feargal Sharkey fyrrurn söngvara Unriertones. Lagíó heit ir A Goori Heart. . A nýju sólo plotu Midge Ure ei meóal annars að tinna gamla Jethro Tull lagið Living m tne Past. Ure er að balda 1 hljómleikaferð til aó kynna skif una og hefur þar i hlutverki gitar ista Mick Ronson sem tyrr á tió var bjálparkokkur David Bowies. . Matl Not Mad er nafnið á nýrtt breiðskífu Madness sem kom út í vikunni .. Cactus World News er nafn a ungri irskri hljómsveit hvurrar tónlist barst til eyrna sóngvara U2, Bono, og hann var svo bergnunnnn af leik pilt anna aö hann dreif þá i hljóðver og smellti þeirn á plast. Kaktus arnir eru sagóir skrambi líkir U2, svona séð frá sjónarhóli eyrnanna. . Búið i bili... Gsal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.