Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1985, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1985, Side 10
10 DV. MIÐVIKUDAGUR13. NOVEMBER1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Rækta kaffi í staðinn fyrir ópíum f Thailandi Þegar fréttamaöur DV gekk um grænar fjallshlíðarnar sem prýða héraðið í kringum Chiang Mai, nyrst í Thailandi, fyrir rúmu ári, voru eiturlyfjasalar í fullri vinnu við að vinna heróín úr ópíumi sem þeir höfðu keypt af bændum þar í kring. Opíumræktunin var ábatasöm jarð- yrkja bænda enda fáir sem gátu borgað jafnmikið fyrir nokkra land- búnaðarafurð eins og eiturlyfjasalar fyrir ópíum. Þangað til nú. Þar sem einu sinni voru ópíumplöntur úti um allt er nú kaffi. Chang Khian er þorp Hmongfólks- ins, í 1.200 metra hæð í þokudölum nálægt landamærum Thailands, Burma og Laos, í hinum svokallaða gullna þríhyrningi. Þorpsbúar taka nú þátt í tilraunum sem Thailands- stjóm stendur fyrir sem byggjast á því að fá bændur til að rækta kaffi í staðinn fyrir ópíum. Græða meira á kaffi Yfirmaður þorpsins, Per Yang, segir að fjölskylda sín — tvær konur og nokkur böm — sé sjálfri sér nóg um mat og aö með kaffisölunni hafi hún náð tekjum upp á 615 dollara á ári. Yfirmaður landbúnaðardeildar há- skólans í Chiang Mai segir að það hafi sýnt sig að kaffiræktun sé ábata- samari en ópíumræktun. Hún gæti gefið Hmongmönnum 700 dollara á ekruna eða meira. Yang, sem er tæplega þrítugur, segir að fólk sitt rækti enn ópíum en það sé bara til lækninga og til að deyfa sársauka. Unga fólkið hafi engan áhuga á að neyta þess. Hinir 60.000 Hmongmenn í Thai- landi hafa hingað til verið uppi- staöan í ópíumræktuninni í landinu. En æ fleiri snúa sér nú að kaffitrénu og öðrum háf jallajurtum. Hafa látið Hmongfólk í friði Thailandsstjóm hefur í marga ára- '' * -'Ih' ■ '■ ; ': .. '//’ " : Ópiumverslun i Thailandi. tugi látiö Hmongfólkiö i friöi þrátt fyrir ólöglega ópiumrækt þess. Sömuleiðis hefur hálf milljón ann- arra íbúa fjallasvæðanna fengiö að rækta eiturplöntuna óáreitt. En samfara því að ópíumrækt og meðfylgjandi notkun vímugjafa í Thailandi hefur aukist mikið reynir stjómin að fá bændurna til aö snúa sér að öðrum plöntum. Embættis- menn leggja áherslu á aö þeir noti ekki vald heldur rök til að fá bænd- uraa til að hætta viö ópíumræktina. „Við viljum að bændurnir segi Umsjón: Þórir Guðmundsson sjálfir: Nú hættum við ópíumrækt,” sagði einn þeirra. Kaffi þrífst vel Kaffiplantan dafnar vel í f jallaloft- inu nyrst í Thailandi. Stjómin aöstoðaði bændur við að planta kaffi- jurtum á 800 ekra svæði Hmongmanna. Landbúnaðarsérfræðingar við Chiang Mai háskólann segja að kaffi- trén, sem bændurnir hafa fengið, muni gefa af sér kaffibaunir í 70 ár. I háskólanum geta bændur fengiö upplýsingar um hvernig þeir eiga að bera sig að við kaffiræktina. Yang er einn þeirra sem nýtur þess. Hann hefur plantað 400 kaffitrjám í viðbót og kemur reglulega á námskeið. Hann telur að eftir þr jú ár muni nýju trén fara að bera ávöxt. „Þá mun ég tvöfalda tekjur mínar,” segir hann. Willoch áhyggjuf ullur: Hagen vondur þrándur í götu Björg Eva Erlendsdóttir, f réttaritari DV, skrif ar f rá Osló: Káre Willoch forsætisráðherra er áhyggjufullur vegna ástandsins í norskum stjómmálum. Minnihluta- stjóm hans er afskaplega ótraust í sessi og i rauninni stendur allt eða fellur með Framfaraflokki Karls I. Hagens. Sá flokkur hefur löngum verið duttlungafullur og öfgakennd- ur og flestir forystumenn hinna flokkanna hafa talið það fyrir neðan virðingu sína að ræða við Karl I. Hagen, hvaö þá aö hafa hann aö sam- starfsmanni. En núna þýðir ekki lengur að leiöa hann og Framfara- flokkinn hjá sér. Afstaða hans í ein- stökum málum getur ráðið því hvort stjómin verður felld eða ekki. „Strútur" „Maður þyrfti að vera strútur til þess að sjá ekki hversu alvarlegt ástandið er — ekki fyrir stjómina heldur fyrir landið. Það er enginn raunverulegur möguleiki fyrir hendi annar en sá að vinna að stuðningi meirihlutans í hverju einstöku máli fyrir sig,” segir Káre Willoch í Aften- posten 28. okt. Karl I. Hagen hefur lýst því yfir að af tvennu illu finnist honum hin borgaralega stjóm Káre Willochs skömminni skárri en stjórn undir forystu Gro Harlem Brundtlands og Verkamannaflokksins. Þaö sem Karl I. Hagen finnst verst við hægri flokkinn er að hann sé ekki nógu langt til hægri og jafnvel að hann sé hálfgerður vinstri flokkur. Og þó að Hagen vilji frekar hafa Káre en Gro við stjómvölinn þá lofar hann engu um að styðja stjómina. Framfara- flokkurinn mun fara sínar eigin götur og þaö er ljóst að Hagen og flokkur hans mun greiöa atkvæði gegn stjóminni í mörgum mikilvæg- ummálum. Willoch til vinstri? Fjárlagafrumvarp Willoehs og stjómar hans hefur vakið óánægju bæði innan flokksins og í stjómar- andstööunni. Mörgum hægri mönn- um finnst Willoch teygja sig of langt í til vinstri, að ríkisútgjöldin verði allt of mikil og að öll fyrri loforð mn lægri skatta séu gleymd og grafin. Verkamannaflokkurinn er aftur á móti óánægður vegna þess að honum finnst að of litlum peningum sé varið í þágu almennings og þeirra sem minna mega sín. Og sjálfur hefur Verkamannaflokkurinn lagt fram fjárhagsáætlun þar sem reiknað er með mun meiri opinberum útgjöldum á mörgum sviðum. Káre Willoch varar við þessum til- lögum og segir að sú pólitík sem Verkamannaflokkurinn vilji fylgja hafi reynst afar illa, m.a. hjá öðrum olíuþjóðum. Arangurixm verði minnkandi samkeppnishæfni, hækkun verðlags og aukið atvinnu- leysi í framtíðinni. Hvar er féð? En þó að allir viti að ekki er hægt að ausa olíupeningunum eftirlits- laust í allar áttir er ekki skrýtið þótt fólk furði sig á því hvað verður af öllum auðæfunum. Sumir vilja minni skatta og aðrir vilja betri félagslega þjónustu og fæstir eru ánægðir með gang mála. Káre Willoch er ekki öfundsverður af þeim jafnvægisæf- ingum sem hann verður aö hafa í frammi næstu fjögur árin ef stjórn hans á að halda velli. Björg Eva Erlendsdóttir. Hagen veldur Willoch áhyggjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.