Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1985, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1985, Qupperneq 6
6 DV. MIÐ VIKUD AGUR 27. NÓVEMBER1985. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Verkamannalaun hafa hækkað meira en áfengisverð á árinu — samt er verkamaðurinn nærri heilan vinnudag að vinna fyrir brennivínsf löskunni Mörgum þykir nóg um verð á áfengi nú eftir nýlega hækkun en staðreynd er að á einu ári hefur brennivíns- flaska hækkað um 28,8% en taxta- hækkun hjá verkamönnum á sama tímabili er 32%. Brennivínsflaskan kostaði 590 kr. í desember í fyrra en kostar nú 760 kr. Algengt viskí kostaði í fyrra 790 kr., kostar nú 1020 kr. Nú er verkamaður á lægsta taxta nærri heilan vinnudag að vinna fyrir því þar sem tímakaupið er 148 kr. Þannig er hann rúmar 5 klst. að vinna fyrir brennivínsflösku. Rauðvínsverð Ódýrasta franska rauðvínið, sem við fundum við lauslega yfirferð á verðlista ÁTVR, kostaði 310 kr. Það dýrasta kostaði 1330 kr. (12%). Ódýrsta spánska rauðvínið kostaði 280 kr. en minni verðmunur var á þeim vínum því það dýrasta var aðeins 100 kr. dýrara. Ódýrasta ít- alska rauðvínið var einnig á 280 kr., tékkneskt er til á 240 og rússneskt á 220 kr. og það allra ódýrasta var grískt og kostaði 210 kr. (11,5%). Hvítvínsverð Ódýrasta hvítvínið í verðlistanum var Móselvín á 230 kr. (10%) og það dýrasta var franskt og kostaði 780 kr. Lítill verðmunur er á dýrasta og ódýrasta rósavíninu í verðlistanum. Ódýrast er portúgalskt á 290 kr. og það dýrasta spánskt á 330 kr. (11,5%). Dýrasta kampavínið er franskt og kostar 790 kr. Það ódýrasta er á 640 kr. Önnur freyðivín má fá þýskt fyrir 200 kr. og amerískt fyrir 460 kr. Ódýrasta sérríið reyndist spánskt og kostaði 380 kr. (18%) og það dýrasta var einnig spánskt og kost- aði 540 kr. Sterku drykkirnir Ódýrasta viskíið kostar 990 kr. en algengt verð er 1020 kr. Það dýrasta er á 1400 kr. Ódýrasta vodkað kemur frá Aust- ur-Þýskalandi og kostar 790 kr. en það dýrasta er á 900 kr. Dýrasta flaskan sem við fundum í verðlistanum var Remy Martin Napoleon sem kostaði 2510 kr. Innlenda framleiðslan Islenska brennivínið kostar núna 740 kr., ákavíti 750 kr., hvannrótin 760 kr., bitterbrenníyín 740 kr., gamalt ákavíti 800, kr., gamalt brennivín 790 kr. og kláravfn 740 kr. Vodka kostar 800 kr. og íslenskt gin 820 kr. Innlendi séniverinn kost- ar 780 og 790 kr. Ódýrasta flaskan í verðhstanum er sennilega messuvín frá-ÁTVR sem kostar 160 kr. * Um hundrað kaupmenn mættu til leiks. Þarna má m.a. sjá þau Hrein Bjarnason í Hagabúðinni í samræðum við Hrafn Bachmann í Kjöt- miðstöðinni. vörukynnin Vörukynning fyrir kjötkaup- menn var nýlega haldin i húsi Afurðasölu Sambandsins á Kirkj- usandi. Það var Afurðasalan og Goði sem að kynningunni stóðu. Sýnt var það helsta sem boðið verður upp á í jólamatinn og einn- ig ýmsar nýjungar í fiSamleiðslu og meðferð kjöts. Nú er kaupmö: að láta lambí meyrna við bestu Sagt var frá fyrirhugaðri-desemb erslátrun. . A.Bj ð upp á ,ga og FRAMKVÆMD ASTJ ÓRI Starf framkvæmdastjóra B.S.R.B. er lausttil umsóknar. Umsóknir berist skrifstofu B.S.R.B., Grettisgötu 89, fyrir 15. desember nk. Upplýsingar gefur formaður bandalagsins. Stjóm B.S.R.B. Ótal tegundir eru til í útsölum ÁTVR sem eru hins vegar ekki nema á þremu í höfuðborginni! Réttur dagsins í bókarformi “Réttur dagsins - gómsætur gæða- matur“ nefnist ný íslensk mat- reiðslubók sem Hörpuútgáfan á Akranesi hefur gefíð út. Höfundur er Margrét Þorvaldsdóttir. f bókinni er að finna uppskriftir sem höfundur hefur birt í dálkum dínum í Morgunblaðinu. Höfundur hefur dvalist erlendis og kynnst matargerð og venjum ýmissa þjóða. í bókinni er bæði að finna erlendar uppskriftir og einnig frums- amdar. Lögð er áhersla á að upp- skriftirnar séu auðveldar til matar- gerðar og gætt er hófs í hráefnis- kostnaði. Bókin Réttur dagsins er 112 bls. Hún er prýdd litmyndum sem Magn- ús Hjörleifsson tók. Prentsmiðjan Oddi annaðist setningu, litprentun og bókband. A.Bj. í bókinni er að finna girnileg rétti sem gieðja augað og dekr við bragðl aukana, segir m.a. foonála bókarinnar. Á myndinr eiNAMHíABmn, Margrét Þoi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.