Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1985, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1985, Qupperneq 27
DV. MIÐ VIKUD AGUR 27. NÓVEMBER1985. 27 Peningamarkaður Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stœður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-74 ára geta losað inn- stæður með 6 mánaða fyrirvara, 7S ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningam- ir eru verðtryggðir og með 8% nafnvöxtum. Þriggja stjömu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn- vextir eru 29% og ársávöxtun 29%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 27% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði án úttektar upp í 33%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 33,5% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er -óbundin með 34% nafnvöxtum og 34% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðrétt- ingu. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 36% nafnvöxtum og 39,2% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Iönaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 28% nafnvöxtum og 30% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5% vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvem mánuð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir em færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 34% nafnvöxtum og 34% ársávöxtun eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefhda vaxtaleiðréttingu. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur jhefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 22%, eftir 2 mánuði 23,5%, 3 mánuði 25%, 4 mánuði 26,5%, 5 mánuði 28%, eftir 6 . mánuði 29,5% og eftir 12 mánuði 31,6%. Ársávöxtun á óhreyfðu innleggi er 34,1%, eða eins og á 3ja og 6 mánaða verðtryggðum reikningum reynist hún betri. Vextir færast tvisvar á ári. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 34,6%, eða ávöxtun 3ja mán- aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt- um sé hún betri. Samanburður er gerður mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir spari- sjóðsvextir, 22%, þann mánuð. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun annaðhvort 34,8% eða eins og á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 3,5% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari- sjóðsvextir, 22%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársQórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársfjórðung. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 32%, með 34,3% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp- vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn- an mánaðar bera trompvexti sé reikningurinn eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 22%. Vextir færast misserislega. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur. Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára en innleysanleg eftir þrjú ár, 10.09.88. Nafnvextir 7%. Vextir, vaxtavextir og verðbætur greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamið- um, skírteini til mest 15 ára, innleysanleg eftir 5 ár, 10.09.90. Vextir eru 6,71% á höfuð- stól og verðbætur, reiknaðir misserislega og greiddir út gegn framvísun vaxtamiða. Verð- bætur greiðast með höfuðstól við innlausn. Með hreyfanlegum vöxtum og 50% vaxta- auka, til 18 mánaða eða 10.03.87. Vextir eru meðaltal vaxta á 6 mánaða verðtryggðum reikningum bankanna og með 50% álagi. Vextir, vaxtavextir, vaxtaauki og verðbætur greiðast með höfuðstól við innlausn. Gengis- tryggö skírteini eru til 5 ára, 10.09.90. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR og bera 9% vexti. Vextir og vaxtavextir greiðast við inn- lausn með höfuðstól, í samræmi við stöðu SDR. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverð- tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er al- mennt 12-18% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til einstaklinga 720 þúsundum króna, 2-4 manna fjölskyldna 916 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.073 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik- um) 1.237 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 348 þúsund krónur til einstaklings, annars mest 139-174 þúsund. 2-4 manna fjöl- skylda fær mest 442 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 177-221 þúsund. 5 manna Qöl- skylda eða stærri fær mest 518 þúsundir til fyrstu kaupa, annars mest 207-259 þúsund. Lánstími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vex.tir og verðbætur. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að láns- rétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150-700 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggð og með 5-8% vöxtum. Lánstími er 15-35 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextimir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tímans 1220 krónur og ársávöxtunin þannig 22%. Liggi 1000 krónur inni í 6 + 6 mánuði á 22% • nafnvöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir 6 mánuði. Þá er upphæðin orðin 1110 krónúr. Á hana koma svo 11% vextir eftir næstu 6 mánuði. Þannig verður innstæðan í lok tím- ans 1232 krónur og ársávöxtunin 23,2%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru 3,75% á mánuði eða 45% á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því 1,125%. Vísitölur Lánskjaravísitala í nóvember 1985 er 1301 stig en var 1266 stig í október. Miðað er við grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 4. ársíjórðungi 1985 er 229 stig á grunninum 100 frá janúar 1983 en 3392 stig á grunni 100 frá 1975. VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 11.-20 11.1985 INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM sjAsérlista il ii II ÍiÍiiM INNLÁN ÚVERÐTRYGG0 SPARISJÖÐSBÆKUR Öbundin innstæfta 22.0 22,0 22,0 22.0 22,0 22.0 22.0 22,0 22,0 22.0 SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 25,0 26.6 25.0 25,0 23.0 23.0 25.0 23.0 25.0 25.0 6 mán.uppsögn 31,0 33,4 30.0 28.0 28,0 30.0 29.0 31.0 28.0 12mán.uppsÖQn 32,0 34.6 32.0 31.0 32.0 SPARNAÐUR - LÁNSRÉTTUR Sparnð 3 5 min. 25,0 23.0 23.0 23.0 23.0 25.0 25,0 Sp. Bmán.ogm. 29.0 26,0 23,0 29.0 28.0 INNLÁNSSKlRTEINI Til 6 mánafta 28.0 30.0 28.0 28.0 TÉKKAREIKNINGAR Avisanareikningar 17.0 17.0 8.0 8.0 10.0 8.0 8.0 10.0 10.0 Hlaupareikningar 10.0 10.0 8.0 8.0 10.0 8.0 8.0 10.0 10.0 innlAnverðtryggð SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsogn 2.0 1.5 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 2.0 1.0 6 mán. uppsögn 3.5 3.5 3.5 3.5 3.0 3.0 3.0 3.5 3.0 innlAn gengistryggð GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarlkjadollarar 8.0 8.0 7.5 7.0 7.5 7.5 7.5 7.5 8.0 Sterlingspund 11.5 11.5 11.0 11.0 11.5 11.5 11.0 11.5 11.5 Vestur-þýsk mörk 5.0 4,5 4.25 4.0 4.5 4.5 4.5 5.0 4.5 Danskar krónur 10.0 9.5 8.0 8.0 9.0 9.0 9.0 10.0 9.0 útlAn úverðtryggð ALMENNIRVlXLAR (lorvextir) 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 VIÐSKIPTAVlXLAR (forvextir) 34.02) kg. 32.5 kga 32.5 kge kga kge 34.0 ALMENN SKULDABRÉF 32.0 3) 32,0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 VIÐSKIPTASKULDABRÉF 35.02) kga 35.0 kge 33.5 kge kga kga 35.0 HLAUPAREIKNINGAR YFIRDRATTUR 31,5 31.5 31,5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 útlAn verðtryggð SKULDABRÉF Að 21/2 éri 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Lengri en2 1/2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 útlAntilframleioslu sjAneðanmAlsi) 1) Lán til innanlandsframleiðslu eru á 27,5% vöxtum. Vegna útflutnings, í SDR 9,5%, í Bandaríkjadollurum 9,75%, í sterlingspundum 12,75%, í vestur-þýskum mörkum 6,25%. 2) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum er miðað við sérstakt kaup- gengi, kge, hjá þeim bönkum san þannig er merkt við, einnig hjá sparisjóðunum í Hafharfirði, Kópavogi, Keflavik, Sparisjóði Reykjavíkur og Sparisj. vélstj. 3) Vaxtaáiag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% á ári, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán, nema í Alþýðubankanum og Verslunarbankanum. Sandkorn Sandkorn Höskuldur Jónsson. Heimsendir happdrættis- miðar Höskuldur Jónsson, ráðu- neytisstjóri í fjármálaráðu- neyti, hefur nokkrar áhyggjur af Sandkorni sem birtist í DV sl. mánudag. Þar var sagt frá óbreyttum rikisstarfsmanni, alnafna Höskuldar, sem fékk í hendur launatékka ráðu- neytisstjórans í stað síns eigin. Samkvæmt tékkan- um átti ráðuneytisstjórinn að hafa 228.000 í laun, en sá óbreytti 22.000. Höskuldur segir það fjarri sanni að hann hafi svo mikil laun. T.d. hali „út- borguð laun“ hans I. októb- er sl. numið 23.424 krónum og verið þaðan af lægri um síðustu mánaðamót. Það er leitt til þessa að vita. Eins væri fróðlegt að fá vitneskju um heildarlaun ráðuneytisstjórans. En það erönnursaga. Raunar segir Höskuldur í athugasemd sinni að svona frásagnir af launamálum hans geti skapað margan vandann, t.d. margfalt magn heimsendra happ- drættismiða frá því sem verið hafi! o Okraðá leigjendum Það er með ólíkindum hversu sumt fólk getur notfært sér bágindi ann- arra. Til dæmis eru til mörg hrikaleg dæmi um okur á húsáleigumarkaðinum. Hér er eitt: Tvær erlendar stúlkur hafa verið að leita sér að\ leiguhúsnæði í Reykjavík að undanförnu. Þær hyggja ekki á stórt í byijun, enda hálfblankar. Sumir vilja okra á leigj- endum. Þeim hefur boðist ýmis- legt en leigan yfirleitt verið mjög há. Þó tók steininn úr þegar þeim bauðst eitt herbergi í Auðbrekkunni í Kópvogi á litlar 7000 krónur á mánuði. Herberginu fylgdu engin húsgögn. Hins vegar áttu stúlkurnar að þrifasameiginlega eldunar- aðstöðu, tvö salerni og sameiginlegan gang. Og það er ekki allt búið enn, þvi þær áttu einnig að greiða þrjá mánuði fyrir- fram. Vitaskuld gengu þær ekki að þessum nauðungarkost- um en vafalaust finnst ein- hver sem er nauöbeygður til að taka húsnæði á þess- um kjörum. Og það veit húseigandinn. o Vildu ekki ræða matinn Fundargerðir geta oft verið hvalreki, sérstaklega ef ritarar eru duglegir við að bóka. Við rákumst á eina slika frá bæjarstjórn Garðabæjar. Þar tók meðal annarra til máls Hilmar Ingólfsson og segir svo frá þeim ræðuhöldum í fundar- gerðinni: „Þá gerði Hilmar matar- mál kennara að umræðu- efni og lýsti framkvæmd þeirra mála. Forseti bæjarstjórnar óskaði nú eftir því aö fram kæmi tillaga frá ræðu- manni um þetta matarmál á næsta bæjarstjórnar- fundi, þar sem það væri ekki á dagskrá nú, eða þvi yrði vísaö til bæjarráðs, en því var ekki sinnt. Forseti benti þá Hilmari Ingólfssyni á að matarmál væru ekki til umræðu á þessum bæjarstjórnar- fundi.Gaf hann ræðumanni tvær mínútur til að Ijúka málisínu. Hilmar sagði það hafa verið samþykkt að matur skyldi vera sameiginlegur fyrir kennara allra skóla bæjarins..." Segir ekki frekar af mat- armálum kennara í Garðabæ. En vonandi fá {>eir allir í svanginn svo sem þeir þurfa. o Fram- tíðarspá Þessi er að austan: Kennslukona ein á Aust- urlandi var að skriða á eft- irlaunaaldurinn. Hún var þvi að hætta kennslu. Þess vegna hélt hún hjartnæma ræðu yfir nem- endum sinum þar sem hún tjáði þeim að það færi nú að styttast i þessu hjá sér. Það þýddi þó ekki að hún væri skilin að skiptum við englana því þau myndu ugglaust hittast aftur hjá Guði. Þá hvein í einum pollan- um: „Ekki mig! Ég á að verða bóndi og pabbi segir að landbúnaðurinn sé að fara tilhelvitis.“ Umsjón: JóhannaS. Sigþórsdóttir. < < Hér sést hin sigursæla skáksveit Búnaðarbankans með hinn veglega farandbikar sem þeir tóku við úr hendi Sigurðar Helgasonar, forstjóra Flugleiða. Sveitina skipa þeir Jóhann Hjartarson, Margeir Pétursson og Bragi Kristjánsson. DV-MyndPK. Flugleiðamótið: BÚNAÐARBANKINN SIGRAÐI ENN EINU SINNI — Margeir Pétursson vann allar skákir sínar Það fór svo að enginn gat veitt hinni sterku sveit Búnaðarbankans keppni. Sveitin sigraði enn einu sinni og hefur nú unnið þessa keppni í fimm skipti af þeim sjö sem hún hefur verið haldin. Röð sveita varð eins og hér segir: 1. Búnaðarbankinn með 63 1/2 vinn- ing. 2. Ríkisspítalamir með 59 vinn- inga. 3. Flugleiðir með 551/2 vinning. 4. Skákfélag Akureyrar með 46 1/2 vinning. 5. Útvegsbankinn með 46 vinninga. Flugleiðasveitin afsalaði sér sæti sínu til Akureyringa því þeir vildu ekki vera að halda mót og hirða vinninga þar. Sigursælastir einstaklinga urðu þessir: Á íyrsta borði fékk Jóhann Hjartarson 21 1/2 vinning af 23 mögulegum. Karl Þorsteinsson fékk 20 vinninga og Jóhann G. Jónsson fékk 18 1/2 vinning. Á öðru borði náði Margeir Pétursson þeim ein- stæða árangri að vinna allar sínar skákir, fékk hann því 23 vinninga. Hefur það aldrei gerst áður á þessu móti að keppandi vinni allar sínar skákir. Þröstur Þórhallsson fékk 20 1/2 vinning og Áskell ö. Kárason fékk 16 1/2 vinning. Á þriðja borði fékk Davíð Ólafsson flesta vinninga 22 1/2 vinning, gerði aðeins eitt jafh- tefli. Bragi Kristjánsson fékk 19 vinninga og þorsteinn Þorsteinsson 171/2 vinning. Verðlaunin voru veglegur farand- bikar sem sveit Búnaðarbankans varðveitir eitt árið enn. Einnig fengu ■ þeir sveitarverðlaun sem var ferð til , Akureyrar. Einstaklingsverðlaunin i voru mjög vegleg eða ferðavinningar ; milli landa. Það voru hátt í 100 manns sem \ kepptu á mótinu og menn voru mjög i ánægðir með mótið en það stóðst | mjög vel tímaáætlun undir öruggri mótsstjóm þeirra Andra Hrólfssonar ‘ og Hálfdáns Hermannssonar. SMJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.