Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1985, Síða 36
FRÉTTASKOTIÐ
(68) •(78) .(58)
Ritstjóm, auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022
Hafir þú ábendingu '
eða vitneskju um
frátt — hringdu þá il
■ima 68-78-58. Fyrir
hvert fráttaskot,
sem birtist eða er
notað í DV, greið-
ast 1.000 krönur og
3.000 krönur fyrir
besta fréttaskotið í
hverri viku,
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
viö fréttaskotum
allan sólarhringinn.
MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1985.
Patreksfjörður:
Andanefja
> fannst
rekin
Óvenjulegur hvalur fannst rekinn í
skersbugnum rétt innan við Sand-
odda í Patreksfirði í gærmorgun. Var
það andanefja af tannhvalaætt.Þessi
hvalategund mun mjög sjaldgæf þar
um slóðir.
Þórir Stefánsson, bóndi á Hval-
skeri, sagði í samtali við DV að
andanefjan væri sjö metrar að lengd.
Kvaðst hann ekki hafa séð þessa
tegund fyrri inni í firðinum.
„Það hafa tveir hvalir verið að lóna
jjg^hér í firðinum undanfarnar þrjár
vikur,“ sagði Þórir. „Þeir voru
stundum alveg upp undir landi og
höguðu sér að því leytinu hálfundar-
lega. Það var svo í gærmorgun að
ég fann annan þeirra rekinn á land.
Það gerði þoku hér í fyrradag og ég
er að ímynda mér að hvalurinn hafi
þvælst of nálægt landi og lent á
grynningum."
Hvalurinn hefur nú verið fluttur í
hvalvinnsluna Flóka á Bijánslæk
þar sem hann verður nýttur. „Þeir
steiktu sér bita af honum í gær og
"®^ikaði bara mjög vel,“ sagði Þórir.
- JSS
Rjúpnaskyttur
áratsjárvegi
Frá Aðalbirni Arngrímssyni,
fréttaritara DV á Þórshöfn.
Tæplega hefðu rjúpnaskyttur á
Þórshöfn getað hugsað sér betri leið
til rjúpnaveiðilanda sinna í Austur-
fjöllum en hinn nýja ratsjárveg sem
nú er verið að leggja upp á Gunnólfs-
víkurfjall.
Beggja vegna vegarins eru hin
Jiestu ijúpnaveiðilönd, hlíðar Gunn-
ólfsvíkurfjalls að sunnan en Fagra-
nesfjöll að norðan. Má því reikna
með allmikilli umferð um ratsjár-
stöðvarveginn, bæði af rjúpnaskytt-
um og fólki sem ekur upp á Gunn-
ólfsvíkurfjall' til að njóta hins mikla
útsýnis þaðan.
»
—
LOKI
Brandarabandalagið hlýt-
‘ur að fá Ladda í framboð.
Fær ekki að halda
sérhönnuðu númeri
„Ég keypti bílinn í Frakklandi
og lét gera þetta númer sér fyrir
mig hjá verksmiðjunni þannig að
það félli að bílnum. Þegar ég síðan
kem hingað til lands og ætla að
skrá bílinn fæ ég ekki að halda
númerinu. Það er þó ekki við
starfsmenn Bifreiðaeftirlitsins að
sakast, reglumar eru einfaldlega
þannig,“ sagði Hörður Ólafsson
lögfræðingur, eigandi Renault-
bifreiðarinnar sem ber þetta um-
deilda númer.
„Það verða allir að vera með eins
númer hér hvort sem það er 10
tonna trukkur eða lítill fólksbíll
eins og minn. Finnst mér það
ómögulegt, sérstaklega fagurfræði-
lega séð. Það stóð til að klippa
númerið af bílnum en það hefur
ekki verið gert ennþá. Ég sendi
dómsmálaráðuneytinu skeyti þar
sem ég bað um að fá að halda
númerinu vegna þess að það er
sérhannað og það gæti spillt útliti
bílsins að taka það af. Það mundi
jafnvel skemma hann að nokkru
því númerin eru hnoðuð á,“ sagði
Hörður. „Þegar ég fór svo í mína
þriðju ferð upp í Bifreiðaeftirlitið
var ég boðaður inn á skrifstofu til
Guðna Karlssonar sem sagði mér
að dómsmálaráðuneytið hefði haft
samband við sig en ekki til að gefa
mér grænt ljós eins og ég átti von
á. Tók ráðuneytið skýrt fram að
plötumar þyrftu að vera eftir sett-
um reglum. Það er því ekki séð
fyrir endann á þessu ennþá.“
Undanþágur ekki gerðar
í dómsmálaráðuneytinu fengust
þær upplýsingar hjá Ólafi W. Stef-
ánssyni skrifstofustjóra að engar
undanþágur væru gerðar. „Það eru
alveg ákveðnar reglur um þetta.
Það eiga að vera ákveðin skráning-
amúmer á bílum af ákveðinni gerð.
Númerin eiga að vera af þeirri gerð
sem Bifreiðaeftirlitið lætur í té.
Það era ákveðnar reglur um stærð
og gerð stafa í bifreiðanúmeram.
Það er ekki gert ráð fyrir undan-
þágum frá þessum reglum," sagði
Ólafur.
Hjá Guðna Karlssyni í Bifreiða-
eftirlitinu fengust þær upplýsingar
að það væra ákveðnar reglur um
stærð og gerð númera og frá því
væra ekki gerðar undantekningar,
það væri látið jafht yfir alla ganga.
- SMJ.
Hér sést númerið umdeilda og er ekki annað að sjá en það falli vel að og sé greinilegt þó það sé ekki
í samræmi við reglugerðir.
Valgerður Bjarnadóttir um borgarstjómarframboö BJ og krata:
rr
Besti brandarí
sem ég hef heyif’
„Á meðan Bandalagið var og hét
Var þetta besti brandari sem ég
heyrði og það hefur ekkert breyst
frá minni hálfu," segir Valgerður
Bjamadóttir um þá hugmynd að
Bandalag jafnaðarmanna og Al-
þýðuflokkurinn bjóði fram sameig-
inlegan lista til borgarstjómar í
Reykjavík.
Þessi hugmynd hefur verið rædd
að undanfömu í einkasamtölum.
Það er opinberlega staðfest af Ste-
fáni Benediktssyni og Jóni Baldvin
Hannibalssyni. Valgerður segir að
sams konar hugmynd hafi komið
upp hjá einstaka manni í BJ áður.
„Ef menn vilja vera í sama pólit-
íska leiknum og stundaður er af
kerfisflokkunum eiga þeir auðvitað
hreinlega að vera í einhveijum
þeirra.“
„Mér finnst að núverandi þing-
flokkur Bandalagsins allur hafi
farið út á allt aðrar brautir en ég
hefði kosið. Nú veit í rauninni
enginn hvað eftir er af Bandalag-
inu eða hvaða fólk mætir á lands-
fund eftir viku. Og ekkert hvað út
úr þeim fundi kemur. Það er hugs-
anlegt að menn séu almennt á leið-
inni út og velji sér þá mismunandi
leiðir. En ef ég væri í þeim hugleið-
ingum gengi ég ekki f Alþýðuflokk-
inn,“ segir Valgerður Bjarnadóttir.
HERB
STOLINNUMERA STOLNA BILA
Grandagarði, við bækistöð Reykja-
Þremur bílum var stolið af bílasölu
í Reykjavík um helgina. Allir bílam-
ir fundust fljótlega. Þá vora þeir
komnir með nýjar númaraplötur.
Tveir bílanna vora með M-númerum.
Einn maður var handtekinn þegar
hann var kominn undir stýri eins
bílsins. Ýmislegt annað þýfi fannst í
bílnum. Maðurinn var yfirheyrður
hjá RLR og er mál hans í rannsókn. i
Grunuri leikur á að bílaþjófnaður-
inn tengist öðrum þjófnaðarmálum.
í síðustu viku var brotist inn í
húsnæði þar sem framleidd era bíl-
númer. Stolið var mörgum núm-
eraplötum. Bílamir þrír, sem stolið
var, vora með stolin númer. Þeir
fundust á þremur stöðum í Reykja-
vík. Fyrsti bíllinn fannst vestur á
vikurhafnar. Þar var þá búið að stela
talstöðvum. Annar bíllinn fannst
vestur í bæ og þriðji bíllinn á Grettis-
götunni. Þar stóð hann við Sparisjóð
Reykjavíkur. { bílnum fannst þýfi.
Lögreglan hafði vakt við bílinn og
gómaði mann þegar hann settist
undir stýri.
Ekki von á
uppsögnum
— segir forstjóri
Landsvirkjunar
Halldór Jónatansson, forstjóri
Landsvirkjunar, segir engan fót
fyrir frétt dagblaðsins NT í morg-
un um að fjöldi manns í bygging-
ar- og verkfræðideild fyrirtækis-
ins geti átt von á uppsögnum á
næstunni. NT telur sig hafa
áreiðanlegar heimildir fyrir því
að í tillögum til hagræðingar sé
gert ráð fyrir fækkun mannafla.
Halldór Jónatansson sagði DV
í morgun að samdráttur hefði
orðið i framkvæmdum Lands-
virkjunar en eins og sakir stæðu
væri stefnt að gangsetningu
Blönduvirkjunar árið 1989.
Stjómarsamþykkt væri fyrir því
að taka þá tímasetningittil end-
urskoðunar fyrir 1. febrúar og í
allra síðasta lagi fyrir 1. júlí á
næsta ári. Ennfremur stæðu yfir
viðræður um kísilmálmverk-
smiðju á Reyðarfirði og milli
Alusuisse og Kinverja um stækk-
un álversins í Straumsvík.
„Meðan þessir möguleikar eru
að skýrast reikna ég ekki með
breytingum á mannafla," sagði
Halldór og kvað enga tillögu
fram korana um slikt.
KMU.
- SOS