Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1985, Qupperneq 4
Þjóðlíf á
vinstri væng
— nýtttímarit
hef ur göngu sína í dag
„Aðstandendur þessa blaðs
eiga það sameiginlegt að vera
dreifðir um allan vinstri væng
ííilenskra stjórnmála og auðvitað
erum við í samkeppni við önnur
blöð. En áherslur okkar í efni-
svali og efnismeðferð eru aðrar
en tíðkast hjá sams konar tíma-
ritum og við lítum svo á að við
séum að fylla ákveðið tómarúm,1-
sagði Jón Guðni Kristjánsson,
ritstjóri Þjóðlífs. Þjóðlíf er nýtt
tímarit félagshyggjumanna sem
kemur út í fyrsta skipti í dag, 10
þúsund eintök, hvert80síður.
Meðal efnis í þessu fvrsta tölu-
blaði má nefna viðtal við Svavar
Gestsson, formann Alþýðu-
bandalagsins, um landsfund
flokksins og draumaríkisstjóm-
ina, greinar um breytingar í ís-
lenskri bókaútgáfu, stjörnu-
striðsáætlanir Ronalds Reagans,
fjölmiðlun, hættu samfara sjó-
mennsku við íslandsstrendur og
margt fleira.
Við Þjóðlíf starfa enn sem
komið er aðeins tveir starfsmenn.
ritstjórinn Jón- Guðni Kristjáns-
son og Ólafur Ólafsson fram-
kvæmdastjóri. Forsíðuna prýðir
ljósmynd er Gunnar Elísson tók
af Ronald Reagan í Hvíta húsinu
fyrirskömmu.
Ráðgert er að Þjóðlíf komi út
sex sinnum á ári.
- -EIR.
Jón Guðni Kristjánsson
DV-mynd GVA.
DV. MÁNUDAGUR 23. DESEMBER1985.
Kaupa, pakka, gefa til baka. Allir fá eitthvað.
KAUPA
0G PAKKA
„Ríkið” meira að segja opið til kl. 23.00 í kvöld
„Þetta er alltaf sama sagan fyrir
hver jól. Fólk verslar mikið og
þorri þess virðist geta gert það án
þess að taka það nærri sér,“ sagði
Sigurður Haraldsson formaður
Kaupmannasamtakanna í gær. Á
laugardag voru verslanir opnar til
klukkan 22.00 og í kvöld verður
opið til klukkan 23.00. Meira að
segja Áfengisverslun ríkisins
hyggst hafa útsölur sínar um land
allt opnar jafnlengi. Þær verða
hins vegar lokaðar á aðfangadag.
„Þeir kaupmenn sem ég hef haft
samband við í dag eru á einu máli
um að verslun hafi verið gríðarlega
mikil á laugardaginn og krítar-
kortin víða höfð um hönd,“ sagði
Sigurður. „Fólk vill halda vel upp
á jólin þótt lagt sé í mikin kostn-
að “ - -EIR.
Jólasveinninn var að sjálfsögðu mættur til leiks í miðborg Reykja-
víkur á laugardaginn og þar hitti hann Eirík Fjalar fyrir tilviljun
- fagnaðarfundir eins og sjá má. DV-myndir GVA.
Vantar
■ rm i ■ r r
jolasnjo i
Hlíðarfjall
Frá Jóni G. Haukssyni, blaða-
manni DV á Akureyri:
„Við þurfum meiri snjó í fjallið
til að opna. Þó að það sé kominn
50 sentímetra jafhfallinn snjór í
bænum verður minna úr honum
uppi í fjalli þegar búið er að
troða,“ sagði Ivar Sigmundsson,
skálavörður í Hlfðarfjalli, í gær.
„En ef það gerir góða gusu um
jólin eru líkur á að við opnum,
það yrði samt í fyrsta lagi á þriðja
í jólum, næsta föstudag. Við
munum þá auglýsa það vel.“
Ekki hefur heldur verið hægt
að leggja gönguskíðabrautir í
Hlíðarfjalli. Það hefur samt ekki
komið mikið að sök, gott göngu-
skíðafæri er í landi Kjarna við
Akureyri. Fjöldi manns hefur
gengið þar að undanfömu á skíð-
um en svæðið er lýst upp á kvöld-
in.
Bílvelta í
Norðurárdal
Bíll valt í Norðurárdal um tvö-
leytið í gærdag. Mikil hálka var
á veginum á þessum slóðum.
Lenti bíllinn á svellbunka og fór
út af veginum með fyrrgreindum
afleiðingum.
Tvennt var í bílnum. Slasaðist
farþeginn nokkuð og var fluttur
á sjúkrahúsið á Akrangsi.Ekki
var vitað hversu alvarleg meiðsli
hans vom. Ökumaður slapp nær
ómeiddur.
vildu úrsögn
Úrsögn úr UNESCO, Menn-
ingarmálastofnun Sameinuðu
þjóðanna, virðist ekki eiga
hljómgrunn . meðal alþingis*
manna.
Halldór Blöndal, Sjálfstæðis-
flokki, flutti tillögu þess efnis að
ísland hætti að greiða framlag
sitt til stofaunarinnar. Það hefði
í raun þýtt úrsögn íslands. Fram-
lög íslands á næsta ári eru áæt-
luð um 1,5 milljónir króna.
Aðeins þrír þingmenn voru
hlynntir þessari tillÖgu. Það
voru, auk Halldórs, þeir Ellert
B. Schram og Bjöm Dagbjarts-
son. . APH
I dag mælir Dagfari
í dag mælir Dagfari
I dag mælir Dagfari
Þjóðskjöl í mjólkursamsölu
Þingmenn eru komnir í jólafrí.
Það er mikil gustuk, því þeir
hafa orðið að vaka yfir sjálfum
sér daga og nætur að undan-
förnu. Hlýtur það að vera held-
ur þreytandi iðja. Síðasta verk
þeirra var að veita bankaráði
Útvegsbankans traustsyfírlýs-
ingu sem ekki var nema sjálf-
sagt, eftir allar skammirnar
sem bankinn hefur á sig fengið.
Er með þessu endurkjöri endan-
lega staðfest að alþingi telur
fullsannað að bankaráðið hef-
ur ekkert vitað um rausnarskap
bankans gagnvart Hafskip, sem
þýðir væntanlega að alþingi er
ánægt með bankaráð sem ekki
fylgjast með hvað bankinn er
að gera.
Það var fallega gert af Alþingi
að standa þannig við bakið á
kollegum sinum í Útvegsbank-
anum.
Ennþá hugulsamara var þó að
ákveða, eins og einnig var gert
á lokasprettinum i þinginu um1
helgina, að heimila mennta-
málaráðherra að kaupa Mjólk-
ursamsöluna. Það er ekki á
hverjum degi sem ráðherrar
kaupa mjólkursamsölur undir'
menninguna og þess vegna
vekja kaupin miklu meiri at-
hygli heldur en samanlögð fjár-
lögin og útgjöldin sem þeim
fyigja.
Mjólkursamsalan í Reykjavík
er nýlega búin að byggja mynd-
arlegt undanrennumusteri uppi
í Árbæ og hefur verið í vandræð-
um með gamla húsnæðið við
Laugaveginn. Enginn vildi
kaupa.
En hvað kom þá í ljós? Bygg-
ingin reyndist eins og sniðin
fyrir Þjóðskjalasafnið. Þetta
var nú meiri guðs lukkan, enda
hefur Þjóðskjalasafnið verið á
hrakhólum með húsnæði um
langan aldur. Er þetta áreiðan-
lega í fyrsta skipti i menningar-
sögunni sem menn uppgötva
sameiginlegar þarfír mjólkura-
furða og þjóðskjala undir einu
og sama þakinu. Gott ef Sverrir
Hermannsson á ekki skilið að
fá móðurmálsverðlaunin um
áramótin eða einhveija aðra
sambærilega viðurkenningu
fyrir það hugmyndaflug, sem í
þessum kaupum felst.
En Mjólkursamsölukaupin
varpa ljósi á annað. Það eru
ar býsn hljótum við að eiga af
þjóðskjölum, íslendingar, þegar
í ljós kemur að hvorki meira né
minna en heila mjólkursamsölu
þarf til að hýsa þessi ósköp.
Hvar eru þessi þjóðskjöl og hver
eru þau? Og hveijir lesa þau?
Nú hefur maður sosum gert sér
grein fyrir að pappírsfíóðið er
mikið og jólabókaflóðið er eins
og dropi í hafið miðað við öll þau
kynstur, sem á blað eru fest á
aðskiljanlegum kontórum hins
opinbera. Getur það verið að
öllu þessu sé haldið til haga og
kallað þjóðskjöl? Á maður það á
hættu að náðarsamlegt erindi
til skattheimtunnar eða
skammarbréf til gjaldheim-
tunnar sé varðveitt sem þjóð-
skjal fyrir komandi kynslóðir?
Flokkast stöðumælasektir und-
ir þjóðskjöl? Spyr sá sem ekki
veit. Hvað er það sem mennirnir
vilja geyma upp á Iíf og dauða
með eitt hundrað milljóna fas-
teignakaupum í Mjólkur-
samsölunni?
Þá hefur einnig komið i ljós,
að rétt áður en Mjólkursamsal-
an var keypt, hafði Þjóðskjala-
safnið tekið á leigu annað hús-
næði til næstu níu ára og borgar
fyrir það rúma milljón á ári.
Þessu húsnæði á áfram að halda
í leigu fyrir þjóðskjölin. Þjóð-
skjalsafnið er þannig á góðri leið
með að vera rúmfrekasta ríkis-
stofnunin, sem er út af fyrir sig
skiljanlegt, ef engu má henda
sem einu sinni er komið á blað.
Meðan Þjóðskjalasafnið færir
þannig út kvíarnar vegna vask-
legrar framgöngu Sverris Her-
mannssonar, stendur Þjóðar-
bókhlaðan ein og yfirgefin vest-
ur á Melum og má víst bíða fram
til ársins 2066 áður en hún verð-
ur tilbúin til brúks. En hvað
varðar okkur líka um Þjóðar-
bókhlöður meðan þjóðskjölin
varðveitast best í mjólkursam-
sölum og mjólkursamsölur í
bókhlöðum?
Dagfari