Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1985, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1985, Side 13
DV. MÁNUDAGUR 23. DESEMBER1985. 13 Friðsöm þjóð eða fylgiríki hervelda? INGIBJÖRG HARALDSDÓTTIR FORMAÐURSAMTAKA HERSTÖÐVAANDST ÆÐINGA a „Friðarsinnar gera sér vissulega ^ grein fyrir því að þau málefni sem hér er deilt um eru aðeins fyrstu skrefin sem stíga þarf svo varanlegur friður verði tryggður í heiminum.“ Töluverð umræða hefur átt sér stað að undanförnu um stefnu ís- lendinga í utanríkismálum. Er þar fyrst til að nefna kröfuna um kjarnorkuvopnalaus Norðurl- önd og síðan tillögu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um fryst- ingu kjarnorkuvopna stórveld- anna. I báðum þessum deiluefnum er greinilegt að menn hafa skipst í hópa eftir því hve háðir þeir eru hernaðarbandalaginu NATO. Rök vígbúnaðarsinna Þeir sem harðast hafa mælt gegn báðum þessum hugmyndum hafa í reynd hafnað sjálfstæðri ákvarð- anatekt íslendinga í utanríkismál- um. Varðandi kröfuna um kjarn- orkuvopnalaus Norðurlönd hafa þeir aðallega nefnt tvennt: I fyrsta lagi að það séu engin kjamorkuvopn á Norðurlöndum og því ekki nauðsynlegt að taka slíka kröfu upp. í öðru lagi að slík einhliða yfir- lýsing veiki varnir NATO og ekki sé hægt að tala um afvopnun nema sem lið í víðtækara samkomulagi risaveldanna. Mikilvægt sé að rjúfa ekki einingu ríkja NATO því þá sé aðeins verið að gefa eftir fyrir Rússum. Þetta er stefna sem byggir á því að kjarnorkuvopn tryggi frið í heiminum og að nauðsynlegt sé að ekki sé lokað fyrir að hingað megi flytja kjarnorkuvopn ef til stíðs kæmi. Ennfremur er með henni hafnað öllu frumkvæði annarra þjóða en Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna til að reyna að koma á friði og draga úr kjarnorkuvopna- kapphlaupinu. Varðandi tillöguna um frystingu kjarnorkuvopna hefur þótt svo mikið liggja við að Alþingi ályktaði ekki um að ísland slægist í hóp hinna 109 ríkja sem eru samþykk tillögunni að Sjálfstæðisflokkur- inn setti fram hótun um stjórnarslit ef Framsókn héldi sig ekki á mot- tunni. Eins og kunnugt er eru það 6 ríki sem sitja hjá en 11 eru á móti. Afstaða almennings Það hefur margoft komið fram í skoðanakönnunum að meirihluti íslendinga er hlynntur kjarnorku- vopnalausum svæðum og því að íslendingar komi fram sem friðel- skandi þjóð á alþjóðavettvangi. Upplýsingar sem liggja fyrir um áhrif kjarnorkusprengja, um kjarnorkuvetur og það að veruleg hætta er á að með kjarnorkuvopn- um megi tryggja nokkurn frið. Og í kjamorkustríði verður enginn sigurvegari. Þetta veit íslenskur almenningur og vill því að Island reyni að leggja sitt af mörkum til að friður verði tryggður. Og áhrif þess hugsunarháttar herfræðinga sem svo mjög gegnsýr- ir þá er mest starfa í tengslum við NÁTO hefur sem betur fer aðeins náð til þröngs hój)S. En því miður valdamikils hóps Islendinga. Leið friðarsinna Friðarsinnar gera sér vissulega grein fyrir því að þau málefni sem hér er deilt um eru aðeins fyrstu skrefin sem stíga þarf svo varanleg- ur friður verði tryggður í heimin- um. Hvað varðar hugmyndina um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd hafa friðarhreyfingar frá öllum Norðurlöndum sett fram hug- myndir um það hvernig að stofnun slíks svæðis mætti standa. Á fundi í Reykjavík í apríl 1983 var samin stefnuyfirlýsing i þessu máli. Þar er gert ráð fyrir bindandi samningi milli Norðurlandanna um svæðið. Ennfremur að sá samningur yrði grundvallaður á alþjóðalögum og viðurkenndur af Sameinuðu þjóð- unum. Auk þess yrði leitað skuld- bindinga kjarnorkuveldanna um að þau virtu hið kjarnorkuvopna- lausa svæði og myndu ekki nota né hóta að nota kjarnorkuvopn gegn svæðislöndunum. Friðar- hreyfingarnar líta svo á að slík yfirlýsing gæti stuðlað að stofnun svæða í öðrum hlutum heims og þannig varðað leið til friðar. I þessu sambandi er rétt að benda á að t.d. útfærsla fiskveiðilögsögu íslend- inga var á á sínum tíma byggð á einhliða yfirlýsingu okkar sem síðan hafði áhrif á alþjóðavett- vangi. Hugmyndir um frystingu kjarn- orkuvopna hafa hlotið mjög víð- tækan stuðning. Má í því sambandi benda á að slíkar hugmyndir voru lagðar fram af Edward Kennedy og Mark Hatfield árið 1982 og hafa átt mikinn hljómgrunn í Banda- ríkjunum. Vissulega er frysting er ekki nægjanleg þar sem þegar eru til tugþúsundir kjarnorkusprengja í heiminum, miklu meira en þarf til að eyða öllu lífi á jörðinni. En einhvers staðar verður að byrja og það að styðja ekki frystingu getur varla talist friðsamleg afstaða. En hvað um NATO? í þessum málum sem hér hafa verið gerð að umtalsefni er ekki verið að fara fram á að ísland segi skilið við NATO. Má t.d. benda á að íhaldsstjórn Káre Willochs styður frystinguna en vart getur tryggari bandamann NATO á Norðurlöndum en einmitt stjórn hans. Hins vegar er þetta spurning um hvort ríkin í bandalaginu njóti sjálfræðis og réttar til sjálfstæðrar afstöðu án þess að vera fjarstýrt afNATO. Því er ekki að leyna að við, ís- lenskir herstöðvaandstæðingar, höfum ákveðna afstöðu í þessu máli. Við teljum að þrýstingur Bandaríkjanna og NATO á ríkis- stjórnir aðildarlandanna sé mjög alvarlegur og þá sérstaklega fyrir jafnfámenna þjóð og Islendinga. Þrýstingurinn er bæði pólitískur og fjárhagslegur. Við höfum á síð- ustu vikum séð hvernig stórþjóð- irnar Bretar og V-Þjóðverjar hafa með stjarnfræðilegum fjármunum verið lokkaðar til fylgis við svo- nefnda stjörnustríðsáætlun Banda- ríkjanna. Áætiun sem aðeins þýðir stóraukið vígbúnaðarkapphlaup. Og hver ætli yrði fyrirstaðan hjá Geir og Steingrími ef íslendingum byðust molar af því nægtaborði? - Svarið liggur reyndar þegar í aug- um uppi ef litið er á hernaðarupp- bygginguna hér á landi. Samtök herstöðvaandstæðinga telja því að eina leið íslendinga til að geta komið fram sem friðel- skandi þjóð á alþjóðavettvangi sé að landið segi sig úr NATO og skipi sér í raðir hlutlausra þjóða. Annars er hætt við að við flækjumst enn meira inn í net hernaðarhyggju sem byggir á því að tvö herveldi ásamt fylgiríkjum sínum vígvæðist af kappi til að viðhalda svonefndu „ógnarjafnvægi“. Ingibjörg Haraldsdóttir. Jónas og Riddarinn Vegna skrifa Jónasar Kristjáns- sonar ritstjóra um veitingahúsið Riddarann í Hafnarfirði sé ég mig knúinn til að setjast niður og skrifa í blaðið, þó ekki væri nema til að leiðrétta ýmsar misfærslur óg mis- skilning sem fram koma í greininni. Sem hönnuður húss og innrétt- inga í Riddaranum á ég bágt með að sætta mig við að húsið sé talið „gamalt". Staðreyndin er hins vegar sú að húsið er alveg splunku- nýtt og tekið í notkun sl. vor í fyrsta sinn. Þar sem húsið stendur við eins konar torg ásamt Bryde- pakkhúsi, húsi Bjarna Sívertsen og Hansensbúð, sem öll eru meira en aldargömul, var talið nauðsyn- legt að aðlaga útlit hússins nær- liggjandi byggð. Lögun hússins mætti því e.t.v. teljast gömul, þar sem það er með risi. Þó fylgir sú lögun ekki neinu sérstöku tímabili. Að öllu öðru leyti er fylgt nýjum straumum við hönnun hússins utan sem innan. Eins og sjá má á upp- talningu húsanna eru þau reyndar fjögur en ekki „fimm“ eins og Jónas telur þau vera. Bæði inn- veggir og borðplötur eru í sama ljósgráa litnum en ekki ljósbláum. Sóleyjarstólana telur Jónas vera í of mörgum litum. Þeir eru reyndar aðeins í tveimur litum, gráu og gulu. Sá guli var settur til að lífga upp á salinn, sem annars hefði orðið of grámuskulegur, og hefði Jónas án efa kvartað undan því líka. Hann segir þá vera gerða „fyr- ir aðstæður þar sem taka þarf þá saman eftir notkun til að rýma fyrir öðru“. Að mínu viti voru þeir fyrst og fremst gerðir til að sitja á þeim eins og reyndar flestir stólar eru., Annars væru þeir líklega ekki stól- ar, heldur borð eða eitthvað annað. Aðrir kostir stólanna, eins og sá að geta lagt þá saman, auka ein- ungis fjölhæfni þeirra og aðlaga betur hinum ýmsu aðstæðum. Það er ekki ætlast til að gestir eða starfsfólk taki hann saman eftir notkun. Reyndar var hönnuður stólsins, Valdimar Harðarson, með í ráðum við innréttingu veitinga- hússins. Jónas kórónar upptalningu sína með því að tala um „skandinavísk plastljós í lofti“ að því er mér sýnist í niðrandi merkingu. Reynd- ar eru þau úr járni og hanga yfir flestum borðumí ennishæð svo að auðvelt er fyrir fólk að ganga úr skugga um efni þeirra ef það á annað borð telur ástæðu til að kynna ljósin fyrir landslýð. Ljós þessi eru líklega þau frægustu í Vestur-Evrópu, sígild dönsk höhn- un frá öðrum áratugnum eftir Paul Henningsen. Vekur það furðu mína að Jónas skuli ekki þekkja þau, eins víðreistur og hann er. Þessi upptalning á beinum rang- færslum gefur mér vísbendingu um óvönduð vinnubrögð og segir mér að þessi maður sé ekki fær um að fjalla um slík mál og síst af öllu á prenti. Mig grunar einnig í framhaldi af þessu að Jónas dragi rangar álykt- anir af röngum forsendum því hann telur nýtískulegar innréttingar „út f hött“, e.t.v. vegna þess að húsið er gamalt að hans áliti. Sú staðhæfing Jónasar að Ridd- arinn sé „jafnvel óhugnanlegur" er ekki svara verð því ég veit betur, og lái mér sjálfsálitið hver sem vill. Um matseðilinn og matinn vil ég ekki dæma í smáatriðum, tel mig ekki hafa á því næga þekkingu, þó viða hafi ég borðað bæði heima og erlendis á ferðum og búsetu, þó ég slái varla Jónas út í því efni. Það er annars bráðsniðugt að telja veitingastaðina sem maður hefur heimsótt til að hlaða undir sig. Hins vegar hef ég undantekningar- laust fengið mjög góðan og vel framreiddan mat á Riddaranum og get ekki samþykkt núllið sem Jón- as gefur honum fyrir matreiðslu. „Vínlistinn er með þeim lélegustu hér á landi,“ segir Jónas. Reyndar eru vínlistar íslenskra veitinga- húsa afar keimlíkir, einfaldlega vegna þess að þeir eru bundnir við það litla úrval sem fyrirfinnst á pöntunarlista ÁTVR. Að þessu leyti er vínlisti Riddarans ekki frábrugðinn öðrum slíkum hér- lendis. Rétt er að taka fram, Jónasi og lesendum DV til glöggvunar, að staðurinn var hannaður með tví- þætta notkun i huga. Annars vegar til notkunar á daginn fyrir fólk sem vinnur í nágrenninu og kemst ekki heim í mat. Það sest þarna inn og borðar jafnvel i flýti og vill hlusta á fréttir, en hinir sem vilja „niður- soðna“ tónlist fara upp í ris. Hins PÁLLV. BJARNASON ARKITEKT vegar er gert ráð fyrir kvöld- og helgarnotkun og er þá breytt um stíl, borð dúkuð, kertaljós tendruð og umrædd „niðursoðin" tónlist sett á. Að lokum vil ég taka fram að grein þessi er ekki rituð af sárind- um vegna slæmrar gagnrýni Jónas- ar á hönnun hússins, heldur til að leiðrétta misskilning og missagnir. Einnig hljóta það að vera sjálfsögð réttindi hvers manns að verk hans séu metin og dæmd á réttum for- sendum. Páll V. Bjarnason. „...vil ég taka fram að grein þessi er ^ ekki rituð af sárindum vegna slæmrar gagnrýni Jónasar á hönnun hússins, held- ur til að leiðrétta misskilning og missagn- ír.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.