Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1985, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1985, Page 14
DV. MÁNUDAGUK 23. DESEMBER1985. Menning Menning Menning Menning Menning Þegar mynd dagsins brestur Stefania Þorgrimsdóttir NÓTTÍLÍFIKLÖRU SIG. Skáldsaga, 125 bls. Forlagið1985 Nótt í Hfi Klöru Sig. er önnur skáldsaga Stefaníu Þorgrímsdóttur - sú fyrri hét Sagan um Önnu - og sýnu athyglisverðari. Söguþráð- urinn er ekki margbrotinn: Hálffer- tug kona, falleg og gift vel stæðum arkitekt, bregður sér á dansleik með vinafólki, hittir þar mann og tekur hann með sér heim, eigin- maðurinn ekki heima; þau eigast síðan við og tala saman, hún lætur hugann reika - og dagur rennur. Frelsi og fjötur Nótt í lífi Klöru Sig. er að mörgu leyti dæmigert raunsæisverk um tilvistarvanda millistéttarfólks. Yfirborðið er glæst en tilfinninga- , lífið ekki í samræmi við það, fullt af tómleika og sársauka, samlífið firrt og ósatt. Á sínum tíma hélt Ólafur Haukur uppi harðri gagn- rýni á 68-kynslóðina í Vík milli vina. Stefanía einnig, sögufólk hennar er æskufólk sem samlagað- ist og varð að millistétt, einhvern veginn, og týndi sjálfu sér inn í hús. Ólafur Haukur skildi eftir von í kvenlýsingum að sið síns tíma. Stefanía er hins vegar raunsærri, byggir sögu sína utan um íroníska kvenlýsingu og sýnir að skipbrotið var sameiginlegt. Nafn söguhetjunnar er íronískt líkt og sagan öll, minnir á danska frasann „at klare sig“, að klára sig að einhverju, að „meika það“. Klara lifir í þeirri trú að hún sé sterk, heilbrigð og sjálfbjarga, góð eiginkona og hafi komist það sem hún vildi. En undir niðri búa óttinn og öryggisleysið, grunurinn um að hún hafi selt frelsi sitt og lifi fölsku Stefanía Þorgrímsdóttir. lífi; einnig sektarkennd: hafði gefið barn sitt og rekið aldraða móður sína frá sér, ófær um að gefa í umhverfi sem ekki getur gefið. Sagan fjallar um þessa andstæðu og sýnir hvernig sjálfsímynd Klöru Bókmenntir MATTHÍAS V. SÆMUNDSSON brestur, uns hún sér dauðann í til- veru sinni eitt augnablik, í spé- spegli óttustundarinnar: „Það er þá, sem efinn vaknar: hvert hefur tilveran borið mig? Hver er ég? Er gjald mitt ofhátt?" Klara er hluti af þeirri klisju sem 68-kynslóðin er orðin í bókmennt- um okkar: misheppnaðir lista- menn, arkitektar eða félagsráð- gjafar - dauðvona um þrítugt og löngu dauðir fertugir, svona and- lega, og spyrja sig líkt og Jóhann Jónsson: „Hvar hafa dagar lífs míns lit sínum glatað?“ Spurningar og svör hafa verið keimlík en Stefaníu tekst þó að gæða efnið nýju lífi með frásagnar- hætti sínum og innsæi. Klara er þannig hvorki fyrirmynd né píslar- vottur. Sögumaður er jafnan mjög nálægur henni, fullur samúðar, en um leið íjarlægur, kuldalegur og gagnrýninn. Á þann hátt skapast tvírætt eða óvisst andrúm í bókinni og huga lesanda, hann verður að lesa í persónuna og um leið eigin fordóma. Ironían birtist einkum í samskiptum Klöru og hjásvæfilsins Jóns, sem er af allt öðru sauðahúsi en hún, maður fárra og hikandi orða, fákænn og einfaldur með asnalegar skoðanir. Honum og hans fólki baksviðs er stefnt gegn þeim heimi sem Klara lifir í, hann þannig afhjúpaður innan frá. Jón er fulltrúi fólks sem lifir hörðu og ævintýralausu hversdagslífi, en er fölskvalaust og villir ekki á sér heimildir, lítilmótlegt kannski en manneskjulegt. Hann ögrar Klöru með því að vera það sem hann er: maður sem ekki kann að dyljast, öryggislaus, varnarlaus. í honum sér hún það sem hún hræðist í sjálfri sér; hún - smáborgarinn, sem óttast frelsið mest af öllu - lífið en þráir það samt. Klara skýrir lífsbeyglu sína með því að varpa allri sök á umhverfið. Hún hefur formúlurnar á hreinu: kúguð dóttir, kúguð kona, æ ég. Söguhöfundur dregur hins vegar skýringu hennar í efa og þar með eina af þjóðsögum nýraunsæisins: að karlveldið sé orsök alls böls og óvinurinn sjálfur búi í föðurnum. Dólgasálfræðin dugar ekki í þessu tilviki. Klara er öðrum þræði hug- laus og eigingjörn, hún skirrist ábyrgð og forðast afdrifaríkar ákvarðanir, smíðar sjálf sinn fjöt- ur; hlutskipti hennar er öðru frem- ur sjálfskaparvíti. Lesandinn getur ekki annað en fyrirlitið hana þótt hann hafi um leið samúð með henni - þvi að veiklyndið er manneskju- legt, þessi árátta að fela sig á bak við grímu, fyrir heiminum. Myndmál og raunsæi Nótt í lífi Klöru Sig. er síður en svo gallalaus saga. Þannig er per- sóna Jóns fulleinlit til að vega á móti Klöru og háðið of bert á stundum, til dæmis í upphafska- flanum. Höfundur fellur á köflum í þá gryfju að skerpa andstæður um of með þeim afleiðingum að spennan á milli persóna rofnar og þær verða afkáralegar. Samtölin eru líflega skrifuð en einkennast af beru raunsæi, full af talmálsk- lækjum, hnökrum og klifunum. Slíkt orkar tvímælis. Vilji höfund- ur draga „veruleikann" inn í texta í stað þess að umskapa hann er best að hann gangi lengra, skrifi eftir framburði og rjúfi röklegt samhengi. Að öðrum kosti er hætt við að það sem á að vera trúverðugt verði flatt og lágkúrulegt. Að þessu frátöldu er sagan vel skrifuð. Myndmálið full sparlegt en mark- visst og skapar sterk hughrif, lætur lesandann ekki ósnortinn. Nótt í lífi Klöru Sig. sýnir að Stefanía Þorgrímsdóttir er vaxandi höfundur sem mikils má vænta af. Semervel. MVS Gegn Rauðu ástarsögunum Saga þessi hefst í frekar virðu- legu íbúðarhverfí í Kaliforníu, og gerist öll í grennd við það. Hún byggir á andstæðum tveggja kvenna. Annars vegar er vellauð- ugur höfundur vinsælla ástar- sagna; hún býr við munað í ró- mantísku umhverfi og persónu- legu, í vita, sem hún hefur látið hreyta í lúxusvillu, og yfirgnæfir ólgandi haf. Allt eins og i dönsku blöðunum. Þessi kona er þar á ofan lítil og sæt. Hún heldur við endur- skoðanda sinn, en kona hans er óvenjuhávaxin og sterkleg, með framstæða höku, o.s.frv.; það er: í útliti er hún ekki samkvæmt ein- hverjum tískuauglýsingum. En það finnst henni endilega að hún þurfi að vera, hún er ofurseld hug- myndaheimi ástarvellanna, sem keppinautur hennar skrifar. Þá er maðurinn hennar það líka, og fer frá henni til hjákonunnar ríku. Sagan íjallar svo mestöll um hefnd þeirrar hávöxnu. Sú saga er rakin af hugviti og glettni, og mikilli þekkingu á bakhlið þeirrar glæsiveraldar sem birtist í Dallas. Söguhetjan kemur víða við og getur brugðið sér í allra kvikinda líki í lævíslegri hefndarherferð NJÖRVl MIÐNÆTURSKÁLD önnur dagbók Franks Dagurí lífi piparsveins, eöa önnur dagbók Franks eftir Njörva miðnæt- urskáld. Skopleg ádeila með mystísku ívafi. Bóksem enginn má láta fram hjá sérfara. Fæst í bókaverslunum um land allt. Verð kr. 300,- BÖKAÚTGÁFAN ÓSÍRIS sinni, því hver tekur eftir vinnu- konu í Dallas? Reyfari Það er lengst af áberandi að þetta er létt skemmtisaga. Hefndaráætl- unin gengur alveg samkvæmt áætl- un, fyrirstöðulaust. En þá reynir heldur aldrei verulega á söguhetj- una, og fyrir vikið verður hún ansi óskýr persóna. Enda tekst hún ekki á við annað en skugga, hinar per- sónurnar eru einhliða klisjur. Til dæmis er maður hennar svo ómerkileg padda í eilífri sjálfsrétt- lætingu sinni, að varla virðist taka i því að hafa svona mikið fyrir því að hefna sín á honum, hvað þá skrifa um hann. Börnin eru ekki síður einhliða, sadíski dómarinn er klisja; og svo mætti lengi telja, jafnvel fólkið sem er „hinsegin", þ.e. lifir í andstöðu við falska, yfir- borðslega veröld gljátíkanna; hjúkrunarkonan með skjaldkirt- ilskvillann og konumar í sveita- kommúnunni, uppreisnarprestur- 'inn; allar þessar persónur eru svo yfirborðslegar og einhliða að les- andinn kynnist þeim varla og getur ekki skilið þau hamskipti sem sumar þeirra taka fyrir áhrif sögu- hetjunnar. En þetta er einkenni á reyfurum, ijölbreytt og litríkt per- sónusafn, sem er allt á yfirborðinu. Ein persóna sker sig úr þessu. Lesanda til nokkurrrar furðu er það einmitt aðalgljátíkin, sem tek- ur mótlæti af hugprýði, og vex við hverja raun, sem keppinautur hennar veldur henni, stendur með sínum af óbilandi ábyrgðartilfinn- ingu, hvað sem það kostar hana. Ekki öll þar sem hún er séð Það er undir lok sögunnar, þegar söguhetjan dvelst „í samyrkjubúi aðskilnaðarsinnaðra rauðsokka" og hefur unnið fullan sigur á manni sínum og viðhaldi hans, sem hún hefst fyrir alvöru handa um loka- þátt áætlunar sinnar; að breytast í keppinaut sinn. Og þá dýpkar þessi skemmtisaga verulega, þótt áfram sé grínast, eins og í veislunni hjá barnaverndarkonunni. Lýsing- in á „fegrunar“uppskurðunum á þessari hraustu, stæðilegu konu er óhugnanleg, og þá ekki síður hitt, hve mikið hún niðurlægir sig. Og þó hafði söguhetjan sagt um kep- pinaut sinn: Mary Fisher framdi illvirki: hún tók sér stað í hárri byggingu og sendi nýtt geislandi ljós út í myrkrið. Bókmenntir Örn Ólafsson Ljósið var svikult; það sagði frá sléttum sjó og trú og lífi, en í rauninni voru klettar og myrkur og stormar úti fyrir, og jafnvel dauði, og þörf á að vara sæfarendur við, ekki raula þá í svefn. Ég er ekki að hefna sjálfrar mín eingöngu. Hvers vegna beygir söguhetjan sig svo á sigurstundinni, og gengur í lið með fjandmanni sínum? Vegna raunsæis. Barátta hennar var alla tíð of auðveld og átakalaus, lífs- lygin, sem þjakar milljónir manna, er ekki svona auðsigruð. Og í lokin gleypir hún kvenhetjuna okkar hugdjörfu. Það eru tragísk enda- lok, og fer vel á því, að um leið dofnar stíllinn, frásögnin verður draumkennd og yfirborðsleg í lo- kakaflanum. Málfar Ég hefi ekki getað haft uppi á frumtexta til að bera saman við þýðinguna. En yfirleitt kemur hún vel fyrir. Og vonandi gerir þýðandi enn betur næst og útrýmir þá gremjulegum hnökrum eins og: „Það sem hún gerir alla hluti vel, [...] Það sem hann Bobbó er heppinn" (bls. 15, feitletrað af rit- dómara) fyrir: <En hvað>. „Ég er kona sem er sex fet og tveir þumlungar á hæð og lét höggva hluta úr leggjum sínum þeim til styttingar “ (bls. 235). „Frá sumum sjónarhornum" (bls. 132) er hrátt úr ensku; í staðinn fyrir: „hann skorti viturð" (bls. 67), ætti að nægja að segja: <hann skorti vit >; og eitthvað er dularfullt við þessar upplýsingar (bls. 26): „End- urskoðandapróf endast í áraraðir og gera soninn (yfirleitt er það sonur) óvenju háðan föðurnum." Er ekki bara átt við að nám í endurskoðun taki mörg ár? Svona hnökrar eiga ekki að sleppa í gegn- um forleggjara. Þrálátasta málvillan er ótalin, en það er notkun á hjálparsögninni munu + nafnhátt sagnar til að tákna það sem óorðið er: „Ég mun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.