Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1985, Side 25
DV. MÁNUDAGUR 23. DESEMBER1985.
, 25
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
íþróttir
Þjófnadur hjá
Arsenal
í bleytunni
í Old T rafford
Frá Sigurbirni Aðalsteins-
syni, fréttamanni DV á Eng-
landi. „Það var mikil pressa á okkur
í leiknum en okkur tókst að halda marki
okkar hreinu. Síðan náðum við þeim úrslit-
um sem við vi ldum ná - skoruðum. Ég er sérstak-
lega ánægður með frammistöðu ungu strákanna
þriggja í Arsenal-liðinu. Þeir eru ekki nema 19 ára,“ sagði
Don Howe, stjóri Arsenal, eftir að lið hans hafði sigrað Mán.
Utd. í ausandi rigningu á Old Trafford, 0-1, á laugardag. Fyrsti
tapleikur United á heimavelli í 1. deild á leiktímabilinu. Liðið fékk
þó mun betri færi en Arsenal í leiknum, misnotaði meðal annars vítaspyrnu.
John Lukic, besti leikmaður Arsenal í leiknum, varði frá Norman Whiteside.
Þrátt fyrir tapið hefur United fjögurra stiga forustu í l.deild. Liverpool og West
Ham gerðu jafntefli í sínum leikjum. „Arsenal nýtti eina færið sem liðið fékk í leikn-
um,“ sagði Peter Jones, fréttamaður BBC, á Old Trafford. Það var á 75 mín. Whiteside ætl
aði að spyrna frá nokkru utan vítateigs en knötturinn fór í bakið á samherja hans. Hrökk inn
í vítateiginn. Nýi miðherjinn hjá Arsenal, Niall Quinn, komst frír að markinu. Bailey
STAÐAN
Staðan er nú þannig eftir leik-
ina á laugardag.
1. deild
Man. Utd. 22 15 4 3 40-13 49
Liverpool 22 13 6 3 46-21 45
West Ham 22 13 6 3 38-19 45
Chelsea 22 13 5 4 36-23 44
Sheff. Wed. 22 12 5 5 35-32 41
Everton 22 12 4 6 48-28 40
Arsenal 22 11 5 6 25-25 38
Luton 22 9 7 6 35-25 34
Newcastle 22 9 6 7 30-32 33
Tottenham 21 9 4 8 38-26 31
Nott. For. 22 9 3 10 34-35 30
Watford 21 8 5 8 37-35 29
Southampton 22 7 6 9 30-31 27
QPR 22 8 3 11 20-27 27
Coventry 22 6 6 10 27-34 24
Man. City 22 5 7 10 26-32 22
A. Villa 22 5 7 10 26-33 22
Leicester 22 5 7 10 28-40 22
Oxford 22 4 8 10 32-46 20
Birmingham 21 5 2 14 13-31 17
Ipswich 22 4 3 15 17-37 15
WBA 21 1 5 15 16-52 8
2. deild
Norwich 22 12 6 4 45-22 42
Charlton 21 12 4 5 39-22 40
Portsmouth 20 12 3 5 34-16 39
Barnsley 22 10 6 6 25-17 36
Wimbledon 22 10 6 6 28-22 36
Sheff. Utd. 22 9 7 6 38- 31 34
C. Palace 21 10 4 7 28-23 34
Brighton 22 9 4 9 37-33 31
Blackburn 22 8 7 7 24-28 31
Stoke 22 7 9 6 27-26 30
Leeds 21 8 5 8 26-33 29
Oldham 22 8 4 10 33-36 28
Bradford 20 8 3 9 24-31 27
Hull 21 6 8 7 33-29 26
Shrewsbury 22 7 5 10 28-32 26
Grimsby 22 6 7 9 34-33 25
Sunderland 21 7 4 10 20-31 25
Middlesbro 21 6 6 9 19-25 24
Millwall 21 7 3 11 28-38 24
Fulham 19 7 2 10 21-27 23
Huddersfield 22 5 8 9 31-39 23
Carlisle 20 3 3 14 19-47 12
— sama úrfellið á Anfield þar
sem Liverpool og Newcastle
gerðu jafntef li. Heppnisstig
West Ham í Luton
Charlie Nicholas.
URSLIT
Farið að ráðum
jísl. stráksins
Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni,
fréttamanni DV á Englandi.
Nýlega var það haft eftir Orra
Smárasyni, ungum pilti frá Selfossi,
í enska knattspyrnublaðinu Match
Weekly, að hann hefði skorað úr 12
vítaspymum í röð hjá hinum kunna
markverði WBA, Tony Godden. Það
var þegar Orri var í PGL-skólanum
á Englandi og hann sagði að ráðið
til að skora hjá Godden úr vítum
væri að skjóta á markið lágt til
vinstri. Enska stórblaðið The Guar-
dian skýrði frá þessum ummælum
Orra. í næsta leik WBA eftir að frétt-
in birtist var tekið eftir því að þegar
John Aldridge, Oxford, skoraði hjá
Godden spymti hann knettinum lágt
í markið til vinstri.
- hsím
Úrslit í ensku knattspyrnunni á
föstudag og laugardag:
1. deild
Birmingham-Chelsea 1-2
Coventry-Everton 1-3
Liverpool-Newcastle 1-1
Luton-West Ham (M)
Man. Utd-Arsenal 0-1
Sheff. Wed-Man. City 3-2
Tottenham-Ipswich 2-0
Southampton-Nott. Forest 3-1
2. deild
Charlton-Grimsby 2-0
Fulham-Middlesbro 0-3
Huddersfield-Oldham 2-0
Norwich-Millwall 6-1
Stoke-Barnsley 0-0
Wimbledon-Sheff. Utd 5-0
Föstudagur:
Bradford-Brighton 3-2
Shrewsbury-Blackburn 2-0
3. deild
Bolton-Doncaster 2-0
Bristol City-Bournemouth 1-3
Newport-Wolverhampton 3-1
Reading-Plymouth 4-3
Phil Neal, fyrrum fyrirliði Liver-
pool, lék sinn fyrsta leik sem stjóri
Bolton. David Cross skoraði bæði
mörkin, annað eftir fyrirgjöf Neal.
Cross var mjög kunnur leikmaður
með WBA og fleiri liðum hér á árum
áður.
4. deild
Chester-Peterborough 2-1
Exeter-Aldershot 2-0
Orient-Southend 3-0
Preston-Northampton 1-1
Rochdale-Torquay 5-0
varði spyrnu hans en
knötturinn hrökk til Charlie
Nicolas. Hann renndi knettinum í
autt markið. Aðstæður til knattspyrnu
voru erfiðar vegna úrhellisins og leikurinn
ekki mikið fyrir augað. Hins vegar mikil b arátta.
Þetta var einn af þessum leikjum þar sem ekkert
heppnaðist hjá United. Lukic líka mjög snjall í marki
Arsenal. Greinilegt að það hafa þó myndast geigvænleg göt
hjá Man. Utd. vegna meiðsla sterkra leikmanna. Það var líka
úrhellis rigning á Anfield þegar Liveipool fékk Newcastle í heimsókn.
Jafntefii varð, 1-1, í mjög góðum leik. Daninn Jan Mölby lék ekki með
Liverpool vegna meiðsla og tók John Wark stöðu hans. Newcastle var betra
liðið framan af. Á 5.mín felldi Mark Lawrenson Paul Gascogine, miðherja New-
castle, innan vítateigs. Dómarinn kunni, Keith Hackett, dæmdi vítaspyrnu á Liverpool.
Hins vegar veifaði línuvörð ur áfram. Hackett ræddi við hann og dæmdi sfðan aukaspyrnu
á Newcastle vegna rangstöðu. Newcastle náði forustu á 22. mín. Peter Beardsley fékk góða
sendingu inn fyrir vörn Liverpool. Komst inn í vítateiginn og lyfti síðan
knettinum yfir Bruce
Grobbe laar i markið. Bakverð-
inum Steve Nicol tókst að jafna á
35. mín. eftir mikinn einleik. Var þó
kominn i þrönga stöðu innan vítateigs en
tókst að pota knettinum í markið með tánni. Eins
og í undanförnum leikjum var Ian Rush heldur dapur.
Misnotaði tvívegis góð færi í síðari hálfleiknum. Hefur
nú ekki skorað í sex leikjum í röð. Lítið var um færi þó í
síðari hálfleiknum og úrslitin talin sanngjörn. Þegar 20 mín. voru
til leiksloka kom stjóri Liverpool, Kenny Dalglish, inn á í stað Wark.
Heldur lifnaði yfir leik Liverpool við það þó það nægði ekki til að knýja
fram úrslit. West Ham liðið, sem ekki hefur tapað í 18 leikjum í röð, var hins
vegar heppið að ná stigi á gervigrasinu í Luton. Þar var heimaliðið lengstum betra,
einkum þó í síðari hálfleiknum. Leikmönnum Luton hins vegar alveg fyrirmunað að
geta skorað - jafnvel hitt markið. Stein og Hill fóru einkum illa að ráði sínu. Chelsea hlaut
þrjú stig í Birmingham og er nú aðeins einu stigi á eftir Liverpool og West Ham í fjórða sæti
fimm stigum á eftir efsta liðinu, Man. Utd. Það var þó tæpt hjá Chelsea gegn Birmingham.
Pat Nevin skoraði sigur
mark Lundúna liðsins tveimur
mínútum fyrir leikslok. Leikmenn
Chelsea voru þá einum færri. Murphy
hafði verið rekinn af velli rétt áður fyrir
mótmæli, þegar Nick Plattnauer jafnaði fyrir
Birmingham í 1-1. Chelsea náði forustu í leiknum í
fyrri hálfleik þegar Jim Hagan sendi knöttinn í eigið
mark. Gordon Davies hjá Man. City var mikill klaufi að skora
ekki og jafna í 3-3 á lokamínútunum gegn Sheff. Wed. Fékk tvíveg-
is opin færi sem hann misnotaði. Leikurinn var mjög fjörugur. Lillis
skoraði fyrsta markið fyrir City en þá fóru leikmenn Sheff. Wed. heldur
betur í gang. Skoruðu þrjú mörk fyrir hálfleik, allt skallamörk. Fyrst Gary 9
Thompson, þá Megson og síðan Sterland. Maðurinn bak við þessi mörk var Mar-
wood, sem átti stórleik. í síðari hálfleiknum var Man. City hins vegar mun betra liðið.
McNab minnkaði muninn í 3-2 og svilla að ráði sínu að ná ekki að minnsta kosti jafntefli
fyrir Manchester-liðið. Glenn Hoddle var maðurinn bak við sigur Tottenham gegn Ipswich í
Lundúnum. Átti snilldarleik. Hann átti frábæra sendingu á Clive Allen á 21. mín. og Allen skoraði.
Fimmta mark hans í fjórum
leikjum fyrir Tottenham.
Hoddle skoraði svo sjálfur síðara
mark Tottenham. Ýtti knettinum í
markið eftir að Paul Cooper, markvörður
Ipswich, hélt ekki knettinum eftir skalla Mark
Falco. Ipswich-liðið lék oft mjög vel í leiknum, miklu
betur en staða liðsins í 1. deild gefur til kynna. Ray Clem-
ence hafði miklu meira að gera í Tottenham-markinu en
Cooper hinum megin. Varði vel. Áhorfendur 18:845 en á flestum
völlum voru áhorfendur fáir vegna jólaanna. Til dæmis ekki nema
rúmlega 42 þúsund á Old Trafford í Manchester. Meistarar Everton unnu
sannfærandi sigur í Coventry. Það er annað hvort í ökkla eða eyra hjá leikmönn-
um Liverpool-liðsins. Gary Lineker skoraði tvö af mörkum Everton. Hefur nú skorað
18 mörk í l.deild á leiktímabilinu. Graeme Sharp skoraði þriðja mark Everton en Terry
Gibson mark Coventry. Á föstudag sigraði Southampton Nottingham Forcst, 3-1, á heima-
velli sínum. Steve Moran skoraði tvö af mörkum Dýrlinganna, David Armstrong það þriðja.
Franz Carr skoraði mark Forest. Norwich heldur áfram sigur göngu sinni í 2.deild og skoraði á
laugardag sex mörk gegn Millwall. Sheff. Utd. steinlá fyrir Wimbledon
í Lundúnum. Kapparnir kunnu, Peter Withe og McNaught hjá Sheffi-
eld-liðinu, voru reknir af velli en staðan í leiknum var þá þegar orðin
Ijót hjá liðinu. Þá voru tveir leikmenn Grimsby reknir af velli á leikn-
um við Charlton á Selhurst Park. -hsím.