Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1985, Page 38
38
DV. MÁNUDAGUR 23. DESEMBER1985.
Menning
Menning
Menning
Menning
LÍFSSAGA BARÁTTUKONU
Inga Huld Hákonardóttir rekur feril
AÐALHEIÐAR BJARNFREÐSDÓTTUR.
Vaka - Helgafell, Reykjavík, 1985, 229
bls. fjöldi mynda.
Inga Huld Hákonardóttir hefur
tekið saman ævisögu og baráttu-
sögu Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur
sem nú kemur út hjá Vöku - Helga-
felli. I eftirmála, þar sem Inga Huld
útskýrir vinnubrögð, segir m.a.:
„Ég varð strax hrifin af frásagn-
argáfu Aðalheiðar og réttlætis-
kennd. Mér fannst það mætti segja
um hana eins og ítalska blaðakon-
an Oriana Fallaci sagði um Goldu
Meir: „Ríkidæmi hennar var ómót-
stæðilegt tilgerðarleysi og lífsviska
sem fengin var með því að berjast
ævilangt við svo mikla erfiðleika
að enginn tími gafst fyrir hégóma.“
- Við Aðalheiður hittumst oft og
gegnum tíðina hefur hún sagt mér
ýmsar af sögunum í bókinni." (227).
Þá hefur maður það. Ég las ekki
þessi orð Ingu Huldar fyrr en ég
var búin að lesa bókina og varð
bara undrandi. Mér hafði allan
tímann fundist ég vera að hlýða á
Aðalheiði sjálfa segja frá og neita
að trúa neinu öðru. Ég held bara
að Inga Huld sé svona góður miðill
og skipuleggjandi efnis að annað
hvarflar ekki að lesanda og mér en
að við göngum við hlið Aðalheiðar
og hlýðum á hana sjálfa segja frá.
Full af lífi og visku
Bókin hennar Aðalheiðar er eins
og svona bækur eiga að vera. í
fyrsta lagi á góðu og lipru máli, í
öðru lagi upplýsingar um ætt og
Áfram stelpur
uppruna með góðum myndum af
sem flestum ættingjum og heim-
kynnum, í þriðja lagi frásögn sem
er full af lífi og visku sem ekki
tekur sig hátíðlega. í fjórða lagi
frásögn sem nær beint til hjartans
þó verið sé að tala um pólitík. Það
er dagsanna, að ég hef aldrei getað
lesið um pólitík í samhengi þegar
gáfumennirnir hafa skrifað ævi-
minningar sínar, hugsunarháttur-
inn er einhvern veginn öðruvísi en
hjá konum. Til hróss þessari bók
verð ég að segja að þátturinn um
verkalýðsbaráttuna hitti beint í
mark. Er ekki komin hér skýringin
á því hvers vegna konur nenna
ekki að hlusta á pólitík sem túlkuð
er af karlmönnum? Kannski hægt
að skrifa þetta að einhverju leyti á
■ reikning þess sem nú er kallað
„reynsluheimur karla“ og sé okkur
óaðgengilegur en verði auðskilinn
þegar búið er að færa upplifunina
yfir í „reynsluheim kvenna"?
I framhaldi af þessu verð ég að
viðurkenna að ég er andvíg að-
skilnaði og sundrungu kynjanna
og að tala um slíka „reynsluheima"
eins og þeir geti ekki skarast. En
stundum rekur maður sig á dæmi
sem sanna regluna, eins og hér á
sér stað.
Bókin hefst á þessum orðum:
„Samkvæmt almanakinu telj-
umst við sem fæddumst inn í
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir ásamt forleggjara sínum, Ólafi
Ragnarssyni.
Bókmenntir
RANNVEIG G.
ÁGÚSTSDÓTTIR
kreppuárin vera kringum sextugt.
En eins og einn jafnaldri minn
hefur bent mér á þá mætti alveg
eins segja að við værum þúsund
ára gömul. Því í kringum 1930 hafði
líf í íslenskum sveitum lítið breyst
síðan á landnámsöld.“
Astarsaga úr lifinu
Aðalheiður er tvígift og eignaðist
5 börn (eitt er dáið) og þegar bókin
er skrifuð á hún 12 barnaböm.
Fyrri maður hennar var Anton
Guðjónsson en núverandi maður
hennar er Guðsteinn Þorsteinsson
frá Köldukinn í Holtum.
Árið 1979 skrifaði Aðalheiður
bókina „Myndir úr raunveruleik-
anum“. Hún segir um þetta í bók
sinni: „Ég setti ýmis svipleiftur,
byggð á sönnum atburðum, saman
í dálitla bók og fléttaði inn sögu-
þráð, ástarævintýri tveggja
braggabarna, Óttars og Öggu. Það
var bara skáldskapur hjá mér.
Viðbrögðin urðu mjög misjöfn,
salan sæmileg, en hefði mátt vera
betri. Bestar viðtökur fékk hún hjá
unglingum og félögum mínum í
verkalýðshreyfingunni, en bók-
menntafræðingar tættu hana í sig.
Grimmastir vom yfirlýstir alþýðu-
vinir." (195)
Ég man vel eftir þessari bók og
ætla nú að lesa hana upp á nýtt.
Ég skrifaði um hana í Dagblaðið
fyrir jólin 1979 og man mér fannst
hún mjög rómantísk en nokkuð
viðvaningsleg og langt frá raun-
sæiskröfum samtímans. Nú er þetta
að breytast - því í dag heimta les-
endur rómantík og ekkert annað!
Aðalheiður hefur alla tíð verið
raunsæ segir hún í ævisögunni, en
nú sé hún samt farin að lesa ástar-
sögur í staðinn fyrir þjóðleg fræði
og ættfræði.
Saga hennar nú, Lífssaga bar-
áttukonu, er sönn ástarsaga úr
lífinu. . Rannveig.
DJASS
eftir Jón Múla Árnason
Útgelendur: Félag islenskra hljómlist-
armanna og Iðnskólaútgáfan.
Djass og Jón Múli Ámason hafa
löngum fylgst að, svo að ynrleitt
dettur mönnum hitt í hug sé annað
nefnt. Jón Múli hefur verið út-
nefndur djassfaðir, sveiflumeistari
Ríkisútvarpsins og annað eftir því.
Samt hefur enginn slíkur titill
varð huganum ósjálfrátt reikað til
þessa, að þvi er sumir halda fram,
fyrsta formlega djasssögulega fyr-
irlesturs á íslandi og þá sérstaklega
þess hve ótrúlega vel Múli sér alla
þætti djasssögunnar í samhengi við
aðra atburði sama tíma. Hafa skal
í huga að bókin er ætluð sem
kennslubók og að íslandssaga sé
rituð með tengsl við menningar-
strauma annarra landa í huga er
Jón Múli (t.h.) og ónefndur kunningi hans.
verið hengdur á hann formlega og
skjalfest, enda hafa flestir djass-
geggjarar sama hátt á og Louis
gamli Armstrong og kalla manninn
einfaldlega Múla.
Það er víst farið að halla í aldar-
fjórðung síðan undirritaður fór til
Múla að fá hann til að halda fyrir-
lestur um Djass á vegum Jazz-
klúbbs Framtíðarinnar, Málfunda-
félags Menntaskólans. Lítillátur
eins og jafnan taldi djassfræðing-
urinn sig ekkert erindi eiga í fyrir-
lesarans stól og varaði við að þetta
yrði bara óformlegt spjall. Reyndin
varð hins vegar sú, að þar fengu
menntaskólanemamir ósvikinn
sagnfræðifyrirlestur um efni sem
engum datt í hug að væri saga,
fléttaðan pólitísku þjóðhagfræði-
legu og menningarsögulegu ívafi.
Næsta fátítt í sagnfræði
Við lestur sagnfræðiritsins Djass
ótrúlega fátítt meðal söguritara
síðan Sturlu Þórðarson leið.
Eftir plötum rakið
Djasssöguna rekur Múli að mestu
eftir hljómplötum og þá helst
Bókmenntir
EYJOLFUR
MELSTED
nokkrum vönduðum, sagnfræðileg-
um heildarútgáfum. Þann háttinn
hafði hann á í erindaröð með tón-
dæmum sem hann hélt og hefur
haldið fram undir það síðasta í
Ríkisútvarpið undir heitinu djass-
þættir. I fyrstu taldi ég að þetta
hlyti að verða of þvingandi form á
bók. Líflegur djassritstíll Múla
kemur hins vegar í veg fyrir að svo
verði. Sá stíll kann hins vegar að
koma í veg fyrir að ritið verði af
málsmetandi mönnum tekið sem
alvörusagnfræði. Djassgeggjarar
um víða veröld eiga sér eigið mál,
slangur, einnig á íslensku. Ýmsir
eiga það til að taka hálfkæringslegt
málfar djassgeggjara sem móðg-
andi við aðrar listarinnar greinar.
En með slangrinu aðskilur djass-
geggjarinn sig rá öðrum forföllnum
listunnendum, sem er honum brýn
nauðsyn og hefur jafnan reynst
haldgóð brynja fyrir fordómum.
Svo þegar lestri bókarinnar er
lokið og innihaldið tekið að meltast
í djassgörnum lesandans þykir
honum næsta sjálfsagt að Múli
skuli hafa valið að rekja sig eftir
plötuútgáfunum. Ætli Sturla hefði
ekki farið svipað að ef hljóðrænt
eða myndrænt skráðar frumheim-
ildir hefðu verið til um Sauðafells-
för, Flugumýrarbrennu eða Flóa-
bardaga? Það þætti víst ekki ónýtt
á öðrum sviðum sagnfræðinnar að
geta myndað sér skoðun á við-
horfum söguritarans út frá frum-
heimildunum, eða hvað?
Djassgeggjun Muggs
í djasssögu sinni er Múli þó lítillát-
ur og segir í eftirmála - „margt er
óklárt í djassi, „óyggjandi" heim-
ildir iðkendum hans oftar en ekki
í þjóðsagnastíl." Sem sjá má af
framansögðu þykir mér Djass Múla
feitur biti. Þó þykist ég á verkinu
sjá tvo megingalla. Þar sem Múli
kann að segja íslandssöguna í
samhengi við sögu heimsins, hefði
hann átt að fella hana að þræðinum
jafnóðum í stað þess að rita sér-
stakan kafla, „Hér heima.“ Á ein-
um stað gerir hann það þar sem
ræðir um djassgeggjun Muggs,
, flensun ’nans í skáldið Davíð og
Abba labba. Hitt er að í prentun
hefur valsinn tekið sveifluna og
línur sveigst. Mér nægði sveiflan í
textanum, en kannski var þetta
viljandi gert til að rýnandanum
þætti ekki verkið alfullkomið.
EM.
Sálmar úr
„Orgelbiichlein"
Gloria in Excelsis Deo. Hljómpiata með
söng Kórs Háteigskirkju og organleik
Orthulfs Prunner.
Upptaka: Bjarni Rúnar Bjarnason.
Umslag: Kristin Arngrímsdóttir.
Prentun og setning: Prisma.
Framleiöandi: Teldec Hamburg.
Útgefandi: Kór Háteigskirkju.
Þegar meistari Bach setti saman
Litlu orgelbókina vildi hann sýna
byrjendum í organslætti hvernig
hægt væri að vinna úr sálmalagi á
margvíslegan hátt, auk þess sem
hann vildi sýna hvernig ná mætti
aukinni færni í pedalleik. Hann
setur fram í formálanum einkunn-
arorð - „Hinum hæsta guði einum
til dýrðar, en náunganum til iðkun-
Hugmynd Schweitzers
Segja má að einkunnarorð Bachs
séu alvarlega tekin á plötu þeirri
með sálmforleikjunum úr Orgel-
búchlein sem eiga við aðventu og
jól og tilheyrandi sálmum sungnum
af kómum. Eins og segir í fræðandi
texta á plötuumslagi, „er sálmfor-
leikur, „Choralvorspiel“ að skiln-
ingi J.S. Bach ekki endilega for-
leikur í bókstaflegum skilningi,
heldur er hann frásögn eða skýring
á sálmi eða sálmversi, leikinn i
þeim tilgangi að áheyrendur skynji
betur efni sálmsins með tónlist-
inni.“ Hugmyndina að því að
syngja sálmana og leika inn á milli
viðeigandi sálmforleiki úr Litlu
orgelbókinni mun Albert Schwe-
itzer hafa átt og gerði Hermann
Keller hana að vemleika þegar
hann gaf bókina út ásamt þeim
sálmum sem við forleikina áttu.
Fræðandi og hvetjandi
Því dæmi er fylgt hér á þessari
plötu. Orgelleikurinn hljómar
hreinn og tær, óskreyttur með öllu
- aðeins músíkin sjálf látin tala
Tónlist
EYJOLFUR
MELSTED
fyrir sig og minningunni ætlað að
varðveita upplyftingu augnabliks-
ins. Orgelleiknum á þessari plötu
tekst vissulega að lyfta huganum.
Síðan er á umslagi nákvæmlega
tilgreint hverjum registmm sé beitt
í hverjum sálmforleik fyrir sig og
áður útskýrt hvaða röddum orgel
Háteigskirkju býr yfir. Kórinn er
fámennur, fimmtán manns upptal-
in. Á þessari plötu telst honum
samt alls ekki radda vant og sá
einfaldleiki og tilgerðarleysi sem í
söng hans birtist á vel við efni
hennar. Tilgangur með útgáfu plöt-
unnar er sagður að hvetja til notk-
unar sálmalaganna í íslenskum
guðsþjónustum og jafnframt að
sýna hvemig hægt er að nota lögin
við íslenska sálma. Tilganginum
þykja mér Orthulf Prunner og Kór
Háteigskirkju hafa náð með þess-
ari í alla staði einkar vönduðu
plötu. . EM