Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1985, Page 39
DV. MÁNUDAGUR 23. DESEMBER1985.
39
Peningamarkaður
Innlán með sérkjörum
Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru
íyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn-
stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir
verða fullra 16 ára. 65-74 ára geta losað inn-
stæður með 6 mánaða fyrirvara, 75 ára og
eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarn-
ir eru verðtryggðir og með 8% nafnvöxtum.
Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert
innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með
9% nafnvöxtum.
Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá
lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn-
stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn-
vextir eru 29% og ársávöxtun 29%.
Sérbók. Vi§ fyrsta innlegg eru nafnvextir
27% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði
án úttektar upp í 33%. Ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu er 33,5% á fyrsta ári.
Búnaðarbankinn: Sparibók með sér-
vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 36%
nafnvöxtum og 36% ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð-
tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri
úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðrétt-
ingu. Tvisvar á ári má taka út án þessa frá-
dráttar.
18 mánaða reikningur er með innstæðu
bundna í 18 mánuði á 39% nafnvöxtum og
42,8% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða
verðtryggðs reiknings reynist hún betri.
Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru
annaðhvort með 28% nafnvöxtum og 30%
ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5%
vöxtum. Hærri ávóxtunin gildir hvem mánuð.
Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrj'gging
auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka
má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án
þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir
30.06. og 31.12.
Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með
36% nafnvöxtum og 34% ársávöxtun eða
ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs .reiknmgs
reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast
1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu.
Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur
hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg,
fyrst 22%, eftir 2 mánuði 23,5%, 3 mánuði
25%, 4 mánuði 26,5%, 5 mánuði 28%, eftir 6
mánuði 29,5% og eftir 12 mánuði 34%. Árs-
ávöxtun á óhreyfðu innleggi er 36,9%, eða
eins og á 3ja og 6 mánaða verðtryggðum
reikningum reynist hún betri. Vextir færast
tvisvaráári.
Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort
hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í
bankanum, nú 34,6%, eða ávöxtun 3ja mán-
aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt-
um sé hún betri. Samanburður er gerður
mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé
tekið út af reikningnum gilda almennir spari-
sjóðsvextir, 22%, þann mánuð.
Öndvegisreikningur er bundinn til 18
mánaðar, verðtryggður og með 7% nafnvöxt-
um á binditímanum. Eftir það reiknast sömu
vextir og á 3ja mánaða reikning í bankanum.
Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er
óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er
óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu
sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár-
reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun
annaðhvort 34,8% eða eins og á verðtryggðum
6 mánaða reikningum með 3,5% nafnvöxtum.
Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari-
sjóðsvextir, 22%, og eins á alla innstæðuna
innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur
verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax
hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila
ársfjórðung.
Sparisjóðir: Trompreikningur er verð-
tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga
með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn
3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun
með svokölluðum trompvöxtum, 32%, með
34,3% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn-
stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp-
vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt
á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn-
an mánaðar bera trompvexti sé innstæðan
eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari-
sjóðsvexti, 22%. Vextir færast misserislega.
Spariskírteini
Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í
Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð-
um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum.
Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og
100 þúsund krónur.
Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára en
inrlleysanleg eftir þrjú ár, 10.09.88. Nafnvextir
7%. Vextir, vaxtavextir og verðbætur greiðast
með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamið-
um, skírteini til mest 15 ára, innleysanleg
eftir 5 ár, 10.09.90. Vextir eru 6,71% á höfuð-
stól og verðbætur, reiknaðir misserislega og
greiddir út gegn framvísun vaxtamiða. Verð-
bætur greiðast með höfuðstól við innlausn.
Með hreyfanlegum vöxtum og 50% vaxta-
auka, til 18 mánaða eða 10.03.87. Vextir eru
meðaltal vaxta á 6 mánaða verðtryggðum
reikningum bankanna og með 50% álagi.
Vextir, vaxtavextir, vaxtaauki og verðbætur
greiðast með höfuðstól við innlausn. Gengis-
tryggð skírteini cru til 5 ára, 10.09.90. Þau
eru bundin safngjaldeyrinum SDR og bera 9%
vexti. Vextir og vaxtavextir greiðast við inn-
lausn með höfuðstól, í samræmi við stöðu
SDR.
Almenn verðbréf
Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá
verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með
veði undir 60% af brunabótamati fasteign-
anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverð-
tryKRð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau
eru seld með afföllum og ársávöxtun er al-
mennt 12-18*X, umfram verðtryggingu.
Húsnæðislán
Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis-
ins, F-lán, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til
einstaklinga 720 þúsundum króna, 2-4 manna
fjölskyldna 916 þúsundum, 5 manna og fleiri
1.073 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik-
um) 1.237 þúsundum. Lánin eru til 31 árs.
Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema
á 4. ársfjórðungi 1985: Til kaupa í fyrsta sinn
er hámark 348 þúsund krónur til einstaklings,
annars mest 139-174 þúsund. 2-4 manna fjöl-
skylda fær mest 442 þúsund til fyrstu kaupa,
annars mest 177-221 þúsund. 5 manna fjöl-
skylda eða stærri fær mest 518 þúsundir til
fyrstu kaupa, annars mest 207-259 þúsund.
Lánstími er21 ár.
Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns-
kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum..
Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól,
aðeins vextir og verðbætur.
Útlán lífeyrissjóða
Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver
sjóðurákveðursjóðfélögum lánsrétt, lánsupp-
hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að láns-
rétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða
aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin
stig. Lán eru á bilinu 150-700 þúsund eftir
sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð-
tryggð og með 5-8°/, vöxtum. Lánstími er 15-35
ár.
Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur.
Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli
sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum.
Nafnvextir, ársávöxtun
Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir
í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir
og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til
vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri
en nafnvextirnir.
Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á
22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok
tímans 1220 krónur og ársávöxtunin þannig
22%.
Liggi 1000 krónur inni í 6 + 6 mánuði á 22%
nafnvöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir 6
mánuði. Þá er upphæðin orðin 1110 krónur.
Á hana koma svo 11% vextir eftir næstu 6
mánuði. Þannig verður innstæðan í lok tím-
ans 1232 krónur og ársávöxtunin 23,2%.
Dráttarvextir
Dráttarvextir eru 3,75% á mánuði eða 45%
á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því
0,125%.
Vísitölur
Lánskjaravísitala í desember 1985 er 1337
stig en var 1301 stig í nóvember. Miðað er
við grunninn 100 í júní 1979.
Byggingarvísitala á 4. ársfjórðungi 1985
er 229 stig á grunninum 100 frá janúar 1983
en 3392 stig á grunni 100 frá 1975.
VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%)
21.-31.12.1985
INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM
sjAsérlista
innlán óverðtryggð
SPARISJÖDSBÆKUR
SPARIREIKNINGAR
INNLANSSKÍRTEINI
TÉKKAREIKNINGAR
innlAnverðtryggð
SPARIREIKNINGAR
innlAn gengistryggð
GJALDEYRISREIKNINGAR
utlAn overðtryggð
ALMENNIR VlXLAR
VIÐSKIPTAVlXLAR
ALMENN SKULDABREF
VIDSKIPTASKULUABRÉF
HLAUPAREIKNINGAR
útlAn verðtryggð
SKULDABRÉF
LITLÁN TIL FHAMLETOSLU
sjAneðanmAlsi)
Úbundin innstæða 22,0 22.0 22,0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0
3ja mán. uppsögn 25.0 26.6 25.0 25.0 23.0 23.0 25.0 23.0 25.0 25.0
6 mán.uppsögn 31.0 33.4 30.0 28.0 28.0 30.0 29.0 31.0 28.0
12 mán.uppsögn 32.0 34.6 32.0 31.0 32.0
Sparað3-5mán. 25.0 23,0 23.0 23.0 23.0 25,0 25.0
Sp. 6 mán. ogm. 29.0 26.0 23.0 29.0 28.0
Til6mánaða 26.0 30.0 28.0 28.0
Avisanareikningar 17.0 17.0 8.0 8.0 10.0 10.0 8.0 10.0 10.0
Hlaupareikningar 10.0 10,0 8.0 8.0 10.0 10,0 8.0 10.0 10.0
3ja mán. uppsögn 2.0 1.5 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 2.0 1.0
6mán. uppsögn 3.5 3.5 3.5 3.0 3.5 3.5 3.0 3.5 3.0
Bandarikjadollarar 8.0 8.0 7.5 7.0 7.5 7.5 7.5 7.5 8.0
Sterlingspund 11.5 11.5 11.0 11.0 11.5 11.5 11.0 11.5 11.5
Vestur-þýsk mörk 5.0 4.5 4.25 4.0 4.5 4.5 4.5 5.0 4.5
Danskar krónur 10.0 9.5 8.0 8.0 9.0 9.0 9.0 10.0 9.0
(forvextir) 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0
(forvextir) 34.02) kge 34.0 kge 32.5 kge kge kge 34.0
32.0 3) 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0
35,02) kge 35.0 kge 33.5 kge kge kge 35.0
YFIRDRATTUR 31.5 31.5 31,5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5
Að 21/2 éri 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0
Lengri en 21/2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0
1) Lán til mnanlandsfraraleiðslu eru á 28,5% vöxtum. Vegna útflutnings, í SDR 9,75%,
í Bandaríkjadollurum 9,5%, í sterlingspundum 13%, í vestur-þýskum mörkum 6,25%.
2) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfúm er miðað við sérstakt kaup-
gengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá sparisjóðunum í
Hafnarfirði, Kópavogi, Keflavík, Sparisjóði Reykjavíkur og Sparisj. vélstj.
3) Vaxtaálag á skuldabréf tU uppgjörs vanskilalána er 2% á ári, bæði á verðtryggð og
óverðtryggð lán, nema í Alþýðubankanum og Veislunarbankanum.
Sandkorn Sandkorn
DavíðOddsson.
Allir á móti
ölíum
Á borgarstjórnarfundi, sem
haldinn var í síðustu viku,
var meðal annars rætt um
að borgin yki hlutafé sitt í
fjölmiðlafyrirtækinu Is-
film. Greindi borgarfull-
trúa mjög á um þetta mál.
Davíð Oddsson borgar-
stjórí var því meðmæltur
að borgin yki hlut sinn í
fyrirtækinu. Hins vegar var
Sigurjón Pétursson alfarið
á móti þeirri hugmynd og
fór um hana hörðum orð-
um.
Þegar Davíð tók aftur til
máls ræddi hann um þá
hugmynd manna að sam-
Sigurjón Pétursson.
eina Þjóðviljann, Alþýðu-
blaðið og NT. Kvaðst hann
vilja sjá það fyrirbæri sem
kæmi út úr þeirri samein-
ingu, þar sem önnur síðan
væri skrifuð á móti þeirri
fjórðu, og svo berðust rit-
stjórarnir um hvað ætti að
standa á þeirri þriðju.
Maður á rétt-
um stað
Eins og allir vita urðu ný-
lega framkvæmdastjóra-
skipti hjá Bandalagi starfs-
manna ríkis og bæja. Þá lét
Haraldur Steinþórsson af
störfum en við tók Guðrún
Árnadóttir.
Guðrún murí vera meina-
tæknir að mennt. Hefur
heyrst að BSRB-menn
fagni þvi mjög að fá slíkan
starfskraft inn fyrir dyr
höfuðstöðvanna. Er nefni-
lega vonast til þess að hún
noti tækni sína til að lækna
mein það sem nú virðist
hrjá Bandalagið. Sá sjúk-
dómur gengur almennt
undir heitinu gliðnunar-
veikin.
Annar réttur
En við getum sagt fleiri
tiðindi af konum sem eru
að gera það gott.
Nýlega var ráðinn nýr
ritstjóri Þjóðólfs. Hann er
sem kunnugt er blað fram-
sóknarmanna á Suður-
landi. Nýi ritstjórinn heitir
Inga Lára Baldvinsdóttir.
Hún er fornleifafræðingur
að mennt og ritstjóri Ár-
bókar Hins íslenska forn-
leifafélags. Er það mál
manna að þarna sé líka
réttur maður á réttum stað
i ritstjórastól Þjóðólfs.
kommer fra Helsinki. I
dören kan man se paa
skalden paa hans ven,
statsministeren.
Áférð og flugi
Ferðalög Páls Péturssonar
alþingismanns hafa verið
töluvert til umræðu að
undanförnu. Fyrstur
nefndi þau af tómum kvik-
indishætti Steingrímur
Hermannsson. Og það var
ekki að sökum að spyrja;
allt fór í bál og brand.
Rifust þeir Páll og Stein-
grímur í fjölmiðlum og
pöntuðu svo yfirlit yfir
ferðalög hvor annars hjá
Alþingi og stjórnarráði.
Þegar upp var staðið eftir
þann samanburð kom í ljós
að Steingrímur hafði verið
drýgri í ferðalögunum en
Páll. Þvi sættust þeir félag-
ar og skelltu sér saman í
Flugmálastjórnartúrinn
fræga til Helsinki, svona
rétt til að undirstrika að
hvorugur væri að fetta
fingur út í ferðalög hins.
En það er hveijum manni
skiljanlegt að Páll Péturs-
son þurfi að ferðast mikið.
Hann er nefnilega forseti
Norðurlandaráðs. Engu að
síður hentu gárungarnir
ferðaumræðuna á lofti. Og
af því að þeir vita að Páil
talar skandinavisku reip-
rennandi gáfu þeir honum
viðurnefni á því tungumáli
og kalla hann „den farende
svend“
Niður með
svæðisútvarp-
ið
Það væri synd að segja að
Siglfirðingar væru fjöl-
miðlasinnaðir úr hófi fram.
I Siglfirðingi, málgagni
sjálfstæðismanna á staðn-
um, eru nokkrar slúður-
klausur. I einni þeirra seg-
ir:„Heyrst hefur að allir séu
sammála um að best væri
að leggja svæðisútvarpið,
eða Utvarp Akureyri, nið-
ur...“
Alvarlegar af-
leiðingar
Það var siðasta kennslu-
stund fyrir jól. Eðlisfræði-
kennarinn vildi hafa eitt-
hvað sérstaklega skemmti-
legt fyrir krakkana. Svo
hann ákvað að fjalla um
sprengiefni.
Kalli þótti sérlega efnileg-
ur nemandi í eðlisfræði og
því beindi kennarinn orð-
um sínum til hans:
„Við vitum að dímamit
er viðkvæmt fyrir hóggum,
ef patrónan er virk. Hvaða
áhrif hefði það ef ég myndi
slá á slíka patrónu með
hamri?“
„Það myndi losna kenn-
arastaða við skólann."
Jóhanna S. Sigþórsdóttir
samvinnufólki
ogöðrum landsmönnum
g/eðilegra jólaársogfriðar.
$ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA