Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1985, Síða 43
DV. MÁNUDAGUR 23. DESEMBER1985.
43
xiinn Tíðarandinn Tíðarandúl^^^ Tíðarandinn
Björk Ólafsdóttir var viss um að jólabækurnar væru góðar i ár.
Jólasnjór-
inn
óþarfur
„Já, mér nnnst vera komin jóla-
stemmning í fólk,“ sagði Björk Ólafs-
dóttir, ung námskona sem var að
skoða bækur þegar jólasveinarnir af
DV ónáðuðu hana. „Snjóinn vantar
að vísu ennþá,“ bætti hún við „en
ég er ekkert að bíða eftir honum. Það
leynir sér aftur á móti ekki að jólin
eru að koma þegar ösin byrjar í
búðunum og jólalögin eru leikin í
útvarpinu allan daginn.“
Björk sagðist hafa séð margar
góðar bækur sem gaman væri að
eiga. „Ég kaupi þó ekki bækur fyrir
sjálfa mig, heldur til gjafa,“ sagði
Björk Ólafsdóttir og hélt áfram leit-
inni að bestu jólakókunum.
-GK
Bækurnar eru bestar
„Ég les mikið og fæ mikið gefið af
bókum," sagði Kristín Ingvarsdóttir,
12 ára. Hún var að skoða bækur hjá
Eymundsson. „Ætli bækur séu ekki
það besta sem ég fæ í jólagjöf." Efstar
á óskalistanum hjá henni eru sögur
Enid Blyton.
Kristín sagði að rétta jólastemmn-
ingin væri komin þótt enginn snjór
sæist enn. „En þegar ösin er orðin
svona mikil í búðunum þá er greini-
legt að jólin eru á næsta leiti,“ sagði
Kristín Ingvarsdóttir.
GK
Kristín Ingvarsdóttir taldi ösina í búðunum betra merki um að jólin
væru að koma en sjálfan jólasnjóinn.
Betra að hafa snjó
Rakel Jóhannsdóttir, 8 ára, viðurkenndi að það yrðu ekki merkileg
jól ef enginn snjór kæmi. Jólin kæmu samt þótt enginn snjór sæist.
„Jólapakkarnir eru líka það skemmtilegasta við jólin,“ sagði Rakel
og bjóst við að fá „alveg helling af pökkum“.
Margar góðar í ár
„Nei, ég lit nú reyndar ekki á mig sem mikinn bókaunnanda. Ég
hef aðallega áhuga á myndabókum og listaverkabókum,“ sagði Guð-
mundur B. Guðmundsson húsamálari. „Almennt spái ég helst í bækur
til jólagjafa. Bækur eru alltaf vel þegnar.“ Guðmundur taldi að
jólabækurnar væru með betra móti að þessu sinni. „Ég held að nú
megi finna margan góðan grip til að gefa,“ sagði Guðmundur.
He-Man kall
Hann Þórður Þóroddsson, 5 ára,
var ekki í minnsta vafa um að
jólin væru að koma. Helst vildi
hann fá He-Man kall í jólagjöf.
„Ég held að ég fái einn svoleiðis,“
sagði hann með eftirvæntingu í
augunum.
BILALEIGA
REYKJAVÍK:
AKUREYRI:
BORGARNES:
VÍÐIGERÐI V-HÚN.:
BLÖNDUÓS:
SAUÐÁRKRÓKUR:
SIGLUFJÖRÐUR:
HÚSAVÍK:
EGILSTAÐIR:
VOPN AFJÖRÐU R:
SEYÐISFJÖRÐUR:
FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR:
HÖFN H0RNAFIRÐI:
91-31815/686915
96-21715/23515
93-7618
95-1591
95-4350/4568
95-5884/5969
96-71498
96-41940/41594
97-1550
97-3145/3121
97-2312/2204
97-5366/5166
97-8303
interRent
p
Skáia
feii
er opið
í kvöld
KRISTJAN
KRISTJÁNSSON
LEIKUR
IIUII
SIS
n
FLUGLEIDA ,
' HOTEL
Örfínt!
Hárfínt!
HÁRLAKK
örfínn úðinn sér til
þess að halda hár-
greiðslunni fisléttri og
fjaðrandi. Það er kom-
ið að þér að sannreyna
SHAMTU.
SHAMTU HÁRLAKK
fyrir:
Venjulegt hár
Feltt hár
Slitið hár
Undirstrikaðu
glæsileik hársins
með:
(SHflMTU)
Heildsala:
Kaupsel
Laugavegi 25
S: 2 77 70 og 2 7740