Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Qupperneq 18
18 DV. LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR1986 SPRAUTUKLEFI Til sölu mjög góður klefi, sem nýr. Til sýnis sunnu- dag frá kl. 2-4. Upplýsingar í síma 75748. LEIKHÚSSTJÓRI Starf leikhússtjóra hjá Leikfélagi Akureyrar er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. mars. 1986. Umsókn skulu fylgja upplýsingar um menntun og fyrri störf. Umsókn skal send til formanns leikhúsráðs, pósthólf 522, Akureyri. Leikfélag Akureyrar. Nauðungaruppboð annð og síðara sem auglýst var í 63., 64. og 70. tölublaði Lögbirtinga- blaðsins 1982 á eigninni Skeifu v/Nýbýlaveg, þingl. eign Kristínar Viggós- dóttur, fer fram að kröfu skattheimtu ríkissjóðs í Kópavogi, Landsbanka islands, Steingríms Eiríkssonar hdl., Borgarskrifstofu Reykjavíkur, Guðjóns Á. Jónssonar hdl. og Veðdeildar Landsbanka Islands á eigninni sjálfri þriðjudaginn 11. febrúar 1986 kl. 10.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi Nauðungaruppboð annað og síðara sem auglýst var í 69., 70. og 73. tölublaði Lögbirtinga- blaðsins 1984 á eigninni Hlíðarvegi 37 - hluta -, þingl. eign Ernu Odds- dóttur, fer fram að kröfu Bæjarsjóðs Kópavogs, skattheimtu ríkissjóðs í Kópavogi og Guðjóns Steingrímssonar hrl. á eigninni sjálfri þriðjudaginn 11.febrúar1986 kl. 10.45. Bæjarfógetinn í Kópavogi Nauðungaruppboð annað og siðara sem auglýst var í 20., 31. og 33. tölublaði Lögbirtinga- blaðsins 1985 á eigninni Digranesvegi 54, þingl. eign Karls Gunnarsson- ar, fer fram að kröfu skattheimtu ríkissjóðs í Kópavogi og Ólafs Gústafsson- ar hdl. á eigninni sjálfri þriðjudaginn 11. febrúar 1986 kl. 11.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi Nauðungaruppboð annað og síðara sem auglýst var i 101,104. og 106. tölublaði Lögbirtinga- blaðsins 1985 á eigninni Álfhólsvegi 81 - hluta -, þingl. eign Unnar Daníelsdóttur, fer fram að kröfu Jóns Finnssonar hrl. á eigninni sjálfri þriðjudaginn 11. febrúar 1986 kl. 11.15. Bæjarfógetinn í Kópavogi Nauðungaruppboð sem auglýst var i 69., 79. og 83. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Kjarrhólma 18 - hluta -, tal. eign Elsu Dýrfjörð og Ingibergs Bjarnasonar, fer fram að kröfu Bæjarsjóðs Kópavogs á eigninni sjálfri þriðjudaginn 11. febrúar 1986 kl. 13.45. Bæjarfógetinn í Kópavogi Nauðungaruppboð sem auglýst var í 69., 79. og 83. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Engihjalla 19 - hluta -, þingl. eign Gunnars Ö. Gunnarssonar, fer fram að kröfu Veðdeildar Landsbanka Islands á eigninni sjálfri þriðju- daginn 11. febrúar 1985 kl. 14.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi Nauðungaruppboð sem auglýst var í 51. 55. og 57. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Hlíðarvegi 17 - hluta -, þingl. eign Guðmundar Hallsteinssonar og Guðrúnar Guðmundsdóttur, fer fram að kröfu Veðdeildar Landsbanka íslands á eigninni sjálfri þriðjudaginn 11. febrúar 1986 kl. 14.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi Nauðungaruppboð sem auglýst var í 68., 80. og 84. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Lundarbrekku 14 - hluta -, þingl. eign Ásgeirs Þorvaldssonar, fer fram að kröfu Útvegsbanka íslands, Skúla J. Pálmasonar hrl. og Ásgeirs Thoroddsen hdl. á eigninni sjálfri þriðjudaginn 11. febrúar 1986 kl. 15.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi Nauðungaruppboð sem auglýst var í 40., 42. og 44. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Skjólbraut 1 - hluta -, þingl. eign Kolbrúnar Kristjánsdóttur, fer fram að kröfu Landsbanka Islands, Björgvins Þorsteinssonar hdl., Helga V. Jónssonar hrl., og Gunnars Jónssonar lögfr. á eigninni sjálfri þriðjudag- inn 11. febrúar 1986 kl. 15.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi Nauðungaruppboð annað og síðara sem auglýst var í 5., 8. og 10. tölublaði Lögbirtingablaðs- ins 1984, á eigninni Hlaðbrekku 11 - hluta -, þingl. eign Hilmars Adólfs- sonar, fer fram að kröfu skattheimtu ríkissjóðs í Kópavogi, Veðdeildar Landsbanka Islands og Iðnaðarbanka Islands á eigninni sjálfri þriðjudag- inn 11. febrúar 1986 kl.16.15. Bæjarfógetinn í Kópavogi Listahátíðin 1986: Hallalaust happdrættí „Listahátíð er alltaf happdrætti,“ sagöi Hrafn Gunnlaugsson, formaður listahátíðarnefndar, á fundi með blaðamönnum, „en happdrætti eru oft nauðsynleg.“ Tilefnið var að sjálfsögðu kynning á bráða- birgðadagskrá fyrir listahátíð sumarsins sem hefst hinn 31. maí og stendur til 17. júní. Auk þess verða einhverjar af listsyningum hátíð- arinnar uppi fram í júlí. Er þessi bráðabirgðadagskrá er skoðuð kemur í ljós að atriði eru mun færri en oft áður. Hrafn var inntur eftir þessu og kvað hann stefnu núverandi framkvæmda- stjórnar að hafa atriðin bæði færri og betri, t.d. kæmi sjaldan fyrir að fleiri en tvö atriði bæri upp sama daginn. Hrafn lýsti sjálfur öðru einkenni á fyrirhugaðri hátíð, þ.e. að hlutur íslenskra tónlistarmanna verður þar minni en venjulega. Hins vegar verð- ur hlutur íslenskra tónskálda þeim mun meiri. Nefndi hann sem dæmi að flutt yrðu 10 ný eða nýleg verk eftir þau. Obbann af þeim flytur Guðni Franzson klarínettuleikari en auk þess munu erlendir tónlistar- menn, t.d. orgelleikarinn Colin Andrews og New Music Consort, vera með íslensk verk á dagskrá. Verðlaunaverk Hafliða Hallgríms- sonar, Poemi, verður þar að auki flutt við opnun hátíðarinnar. Strigabassar og sóprandívur Annars verður mjög mikið um tónlist á hátíðinni. Ungur píanóleik- ari frá Filippseyjum, Cecile Licad, mun leika með Sinfóníuhljómsveit- inni strax á fyrsta degi hennar og nokkrum dögum seinna verður einn af þekktustu píanóleikurum vorra tíma, Claudio Arrau, með einleiks- tónleika. Óperuáhugafólk fær einnig sitt því nýr stjömubassi frá Sovétríkjunum, Paata Burchuladze, mun syngja með Sinfóníuhljómsveitinni. Að sögn Kristins Hallssonar hefur Burc- huladze þessum verið líkt við Sjalj- apín, einn mesta bassa sem uppi hefur verið. Heimsþekkt sópran- söngkona, Katia Ricciarelli, syngur einnig með hljómsveitinni okkar en hana ættu menn að kannast við af sjónvarpsupptöku af óperunni „Luc- ia di Lammmemoor" eftir Donizetti. Ungur sænskur ljóðasöngvari, Thomas Lander, verður einnig með tónleika, en hann gátu þeir Kristinn Hallsson og Birgir Sigurðsson, blaðafulltrúi listahátíðar, ekki prís- að nógsamlega. Orgeláhugafólk fær einnig sitt eins og áður er nefnt, nútímatónlistin sömuleiðis (sjá New Music Consort ) og Vínarkvartettinn mun flytja nokkur sígild verk eins og „Dauðann og stúlkuna" eftir Schubert. Jassgeggjarar fá Herbie Hancock, sem spilar sóló, og Dave Brubeck með kvertett sinn. „Gamlir hippar fá svo að sjá og heyra Joan Baez,“ sagði Hrafn og taldi að heimsókn hennar gæti leitt til þess að við fengjum að heyra sjálfan Bob Dylan eftir nokkur ár. Auk þess las Hrafn upp úr bréfi frá Leonard Cohen sem sagðist fús að koma til íslands um leið og tón- leikaplön hans leyfðu. Það er því ljóst að allt getur gerst á næstu mánuðum. Claudio Arrau. Cecile Licad.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.