Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1986, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1986, Qupperneq 3
DV. MIÐVIKUDAGUR 5. MARS1986. 3 Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Bflainnflytjendur á þönum, bflasalar í vanda: Varaforseti ASÍ tapaði 80 þúsundum - keypti nýjan bfl rétt fyrir samninga Bjöm Þórhallsson, varaforseti ASI, keypti nýjan bil handa frú sinni fyrir skömmu. Bíllinn hét Citroen Axel og kostaði 330 þúsund krónur. Um þetta leyti sat Bjöm við samningaborðið ásamt félögum sínum úr Alþýðusam- handinu og fyrr en varði var búið að semja um að bílar skyldu lækka um allt að 30 af hundraði. Nýi bíllinn hans Bjöms kostaði nú aðeins 250 þúsund krónur. Varaforseti ASI hafði tapað nálega 80 þúsund krónum á sampingum sem hann átti sjálfur þátt í að gera. Tveirdagar „Þessi hugmynd um lækkun bíl- verðsins kom upp á borðið hjá okkur samningamönnunum tveimur dögum eftir að ég keypti bílinn þannig að það var lítið við þessu að gera. Auk þess sat ég uppi með gamlan bíl sem ég hafði ekki einu sinni haft vit á að selja þannig að ég tapaði í raun meim,“ sagði Björn Þórhallsson. - Brá þér ekki þama við samninga- borðið þegar þér varð ljóst hvert stefndi? „Nei, mér brá ekkert. Við hjónin erum ekki illa stödd og ég er ekki vanur að hugsa þannig. Ég nota augun til að horfa fram á við, ekki aftur.“ í sjálfboðavinnu Nýir bílar rokseljast þessa dagana. Bílainnflytjendur em á þönum, eða eins og einn þeirra orðaði það: „Það má ekkert út af bera í þessu þjóðfélagi, þá fer allt af stað. Bílamir rjúka út hjá okkur, það er allt að verða búið.“ Þeir sem fást við sölu notaðra bíla em hins vegar ekki eins önnum kafn- ir. Reyndar hafa þeir lítið sem ekkert að gera. „Ég er í sjálfboðavinnu hérna á bílasölunni og hef þó íyrir fjölskyldu að sjásagði einn bílasalinn. „Það hreyfist ekkert hjá okkur nema al- ódýrustu bílamir. Þeir efhaminnstu taka ekki þátt í kapphlaupinu." Hasttulegurís á Lagarfljéti Á Egilsstöðum hefur skapast hætta af ásókn barna í að leika sér á ísnum á Lagarfljóti. Vill lögreglan þar vara foreldra við að leyfa börnum að fara út á ísinn. Þótt ís á Leginum og Lagarfljóti sé víðast þykkur þá hagar svo til norðan við brúna yfir fljótið að straumurinn étur stöðugt neðan af ísnum. Þynnist hann því smátt og smátt, sérstaklega meðan frost er lítið. Þessi staður er vinsælt leiksvæði barna meðan fljótið er ísi lagt. Sækja þau þangað á hjólum og skautum og varast ekki hættuna sem undir býr. Verður lögreglan stöðugt að vera á varðbergi og vísa ungviðinu frá þess- um stað. -GK íllWW alla vikuna Þverholti 11 Sími 27022 Nýr bíll fyrir gamlan Margar bílasölur hafa lækkað alla bíla á skrá um 15-20 prósent. Það er einfaldlega strikað yfir gömlu verð- miðana og nýjar tölur skráðar eins og á útsölu i álnavömverslun. Maður einn, sem hafði ætlað sér að selja bif- reið sína á 500 þúsund krónur, lækkaði eign sína strax niður í 360 þúsund eftir að samningamir lágu ljósir fyrir. Þessi sami maður seldi bíl sinn á endanum á 310 þúsund krónur. Annar var svo heppinn að selja Subaru, árgerð 84, skömmu fyrir samninga. Hann gat keypt sér nýjan Subaru fyrir verð þess gamla með því að bíða í nokkra daga. „Þetta er kjaraskerðing fyrir okk- ur,“ sagði bílasali. „Við eigum eftir að lepja dauðann úr skel þar til mark- aðurinn jafnar sig.“ -EIR Björn Þórhallsson við nýja bílinn sem hann keypti handa frú sinni aðeins tveimur dögum áður en hugmyndin um bílaverðslækkunina kom upp á borð hjá samningamönnum ASÍ og VSÍ. DV-mynd PK. Mf99, rrve Fólksbílar og Sport Nú fáanlegir með 5 gíra kassa Afar hagstæð greiðslukjör VERÐSKRA: Lada 1200 uppseldur i Lada 1500 skutb., 5 gíra, 221.650 Lada Safír 191.950 Lada Lux frá 210.800 Lada 1500, skutb., 4 gíra, 203.971 | Lada Sport, 5 gíra, frá 325.406 Ryðvörn innifalin í verði. Allir okkar bílar eru árgerð 1986, ryðvarðir og tilbúnir til afhendingar strax. Mikið úrval af notuðum bílum til sýnis og sölu < BIFREIÐAR OG LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. SUÐURLANDSBRAUT 14 S.: 38600 S. SOLUDEILD: 31236

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.