Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1986, Síða 4
4
DV. MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 1986.
Stiórnmál
Stjórnmál
Stjórnmál
Stjórnmál
Hef engar skyldurvið BJ segir Kristófer Már:
„Berstfyrirþvíað
> mái
koma kellingunum út
„Ég er enginn staðgengill Guð-
mundar Einarssonar og hef engar
skyldur gagnvart honum né Banda-
lagi jafnaðarmanna. Það voru 500
manns sem kusu mig á Vesturlandi
og ég er fulltrúi þess fólks,“ segir
Kristófer Már Kristinsson, sem taka
mun sæti formanns BJ á Alþingi í
næste mánuði.
Kristófer Már leysti Guðmund
raunar einnig af fyrir áramót og sat
þá ekki þingflokksfundi BJ. „Ég hef
ekkert ákveðið í því efni nú. Síðan
í vetur hefur Kristín Kvaran yfirgef-
ið þingílokkinn. Ef ég sit þingflokks-
fundi höfúm við Stefán Benediktsson
meirihluta, við unnum saman í vet-
ur. En ég berst auðvitað fyrir því
að koma þessum kellingum út og það
hefur þegar borið nokkum árangur.
Ef það verður gaman á þingflokks-
fundum, þá mæti ég.“
Er Kristófer Már þá í Bandalag-
inu? „Það væri nú að fara út í dul-
speki að tala um félagsmenn í banda-
lagi sem hefur enga félagaskrá. En
þama var fólk sem vildi umfram allt
losna við mig. Ég sé ekki að neitt
hafi breyst hjá því annað en að það
eru fleiri stafsetningar- og málvillur
í því sem það sendir frá sér, eftir að
Kristófer Már: „Hef engum skyld-
um að gegna við Guðmund Einars-
son eða Bandalag jafnaðarmanna".
ég hætti sem starfsmaður BJ.“
Hvað er varaþingmaðurinn annars
að gera? „Ég vinn hjá fjölmiðlafýrir-
tækinu Miðlun, sem er mjög ört
vaxandi fýrirtæki eins og Bandalag-
ið var á meðan ég vann hjá því,“
segir Kristófer Már Kristinsson.
-HERB
Tiu manna makar: Jón Helgason og Matthías Bjarnason í ráðherrastólunum á Alþingi í gær. DV-mynd: GVA.
Fámennisvald í stjórnarráðinu
- átta ráðherrar á þingi Norðurlandaráðs
Mikil völd hafa nú safnast á fárra
herðar í Stjómarráði íslands. Átta
af tíu ráðherrum eru erlendis, sjö á
þingi Norðurlandaráðs í Kaup-
mannahöfh og sá áttundi á leið
þangað frá Strassburg. Jón Helgason
gegnir því öllum ráðherraembættum
framsóknarmanna og Matthías
Bjamason fýrir alla ráðherra sjálf-
stæðismanna.
Þessa dagana er Jón frá Segl-
búðum því forsætisráðherra, dóms-
mála- og kirkjumálaráðherra, sjáv-
arútvegsráðherra og félagsmálaráð-
herra. Isfirðingurinn Matthías teyg-
ir sig enn lengra. Hann er fjármála-
ráðherra, utanríkisráðherra, við-
skiptaráðherra, iðnaðarráðherra,
samgönguráðherra, heilbrigðisráð-
herra og menntamálaráðherra. Auk
ráðherranna átta em sjö aðrir þing-
menn á þinginu í Kaupmannahöfn
og slangur af aðstoðarfólki.
Ekki er reiknað með að þessi dýrð
standi lengi hjá þeim Jóni og Matt-
híasi. Hinir ráðherramir fara að
tínast heim aftur strax á fimmtudag.
-HERB
Alþýðubandaiagið í Reykjavík:
Skipan framboðs-
lista ákveðin
Tryggvi Þór Aðalsteinsson, formað-
ur MFA, Skúli IJioroddsen, fram-
kvæmdastjóri Vonar, og Anna Hild-
ur Hildibrandsdóttir skrifstofumað-
ur. Alls em 30 nöfn á listanum. 'fveir
núverandi borgarfulltrúar skipa tvö
þau neðstu, þau Guðmundur Þ.
Jónsson og Adda Bára Sigfúsdóttir.
-APH
Samþykkt liefúr verið skipan
framboðslLsta Alþýðubandalagsins
fyrir borgarstjórnarkosningarnar í
vor.
Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi
skipar efsta sætið. Annað sætið fyllir
núvemdi varaformaður flokksins,
Kristín Ólafedóttir. Síðan koma þau
Guðrún Ágústsdóttir borgarfulltrúi,
Össur Skarphéðinsson ritstjóri.
Framboð Alþýðubandalagsins í Mosfellssveit:
Konur leiða slaginn
í Mosfellssveit hefur Alþýðu-
bandalagið kynnt framboð til
hreppsnefndarkosninga í vor. Efst á
lista er Aðalheiður Magnúsdóttir og
í öðm sæti Sigríður Halldórsdóttir.
Karlmaður er í þriðja sæti, Fróði
Jökulsson, en kona í því fjórða,
Soffia Guðmundsdóttir. í fimmta
sæti er svo PéturHauksson.
Alþýðubandalagið bauð ekki fram
sér í kosningunum 1982 heldur með
öðrum á Lista félagshyggjumanna.
Sá listi fékk tvo hreppsnefndarmenn
af sjö og var Aðalheiður annar vara-
maðurþess lista.
Alþýðuflokkurinn hefúr nú einn í
hreppsnefiid Mosfellshrepps en
Sjálfstæðisflokkurinn fjóra hrepps-
nefhdarmenn og þar með hreinan
meirihluta.
HERB
I dag mælir Dagfari________I dag mælir Dagfari_______I dag mælir Dagfari
Guðmundur er ekki munkur
Formenn stjómmálaflokkanna
hafa setið fyrir svörum í sjón-
varpinu undanfarnar vikur. Síð-
astur í röðinni var Guðmundur
Einarsson, formaður Bandalags
jafnaðarmanna. Hann var óneit-
anlega skemmtilegastur for-
mannanna, þótt ekki væri fyrir
annað en að sitja fyrir svörum
fyrir flokk sem ekki er hægt að
skilgreina - og er í rauninni ekki
stjómmálaflokkur að sögn Guð-
mundar.
En það var ekki bara það að
flokkur Bandalags jafnaðar-
manna væri ekki flokkur. Banda-
lagið er hvorki til hægri né
vinstri. Flokksmenn kenna sig
að vísu við jafnaðarmennsku en
eru þó alls ekki jafnaðarmenn.
Þeir eru að minnsta kosti allt
annars konar jafhaðarmenn en
annars staðar þekkjast. Þetta
hafa jafnaðarmenn á Norðurl-
öndum sömuleiðis fallist á og
hafa því vísað Stefáni Benedikts-
syni kurteislega frá þegar hann
vildi skipa sér í raðir þeirra á
Norðurlandaþingi. Þetta skil-
greinir formaðurinn með þeim
einfalda hætti að bandalagsmenn
sækja partí en ekki pólitíska
fundi. Þeir velja sér partí eftir því
hver vill taka við þeim. Þeir
banka upp á i partíunum og láta
á það reyna hver vill bjóða þeim
inn. Partí eru nefnilega ekki pól-
itísk og þess vegna má það einu
gilda fyrir Stefán Ben. hvort
hann situr með hægri mönnum
eða vinstri mönnum. Aðalatriðið
er að hann komist einhvers stað-
ar í partí.
Við erum ekki munkar, segir
Guðmundur og er út af fyrir sig
ánægjulegt að vita það. Það er
sennilega þess vegna sem banda-
lagsmönnum þykir gaman í par-
tíum og nota til þess útilokunar-
aðferðina til að ákveða hvaða
partí þeir sækja. Við lifum í þessu
þjóðfélagi og verðum að sætta
okkur við fjórflokkana, sagði
Guðmundur og tók sérstaklega
fram að bandalagsmenn treystu
sér ekki til að labba sig út úr
þjóðfélaginu, yfirgefa það svona
alveg á stundinni, en hann taldi
útilokað að Bandalagið gæti sætt
sig við samstarf við fjórflokkana
nema fiórflokkarnir gætu sætt
sig við samstarf við Bandalagið!
Guðmundur taldi hins vegar
þann möguleika vera fyrir hendi
að Bandalagið yfirtæki einhvem
hinna flokkanna og nefndi Sjálf-
stæðisflokkinn helst í þvi sam-
bandi! Alþýðuflokkurinn kom
einnig tilgreina.
Bandalag jafnaðarmanna er
ekki flokkur. Bandalagsmenn
eru ekki munkar, að minnsta
kosti ekki formaðurinn. Banda-
lagið tekur ekki þátt í pólitík
fiórflokkanna. Ráðherrar Banda-
lagsins eiga ekki að vera þing-
menn. Bandalagið býst ekki við
að bjóða fram í sveitarstjórnar-
kosningunum og formaðurinn
mun letja fylgismenn Bandalags-
ins til framboðs. Allt eru þetta
hinar gagnlegustu upplýsingar
og þó sérstaklega það að á næs-
tunni munu setjast inn á Alþingi
fyrir hönd Bandalagsins fólk sem
alls ekki er í Bandalaginu. Það
mun sennilega einsdæmi í sögu
Alþingis að þingflokkar gefi ut-
anflokkamönnum tækifæri til að
svara fyrir flokk sem þeir eru
ekki í. En þá er líka þess að geta
aftur að Bandalagið er ekki
flokkur og hvorki til hægri né
vinstri og leggur meira upp úr
partíum en pólitík.
Þetta vafðist ekkert fyrir for-
manninum sem var orðinn for-
maður fyrir tilviljun og taldi það
aðalsmerki Bandalagsins að
skipulagsleysi væri ekki sálu-
hjálparatriði hjá hinum óskil-
greinda hópi sem stendur að
Bandalaginu. Skipulagið er svo
fullkomið að formaðurinn letur
bandamenn sína til að fara í
framboð en hvetur hins vegar
utangarðsmenn til að setjast á
Alþingi fyrir Bandalagið!
Það er von að Guðmundi Ein-
arssyni þyki lítið til fiórflok-
kanna koma sem hafa tamið sér
það skipulagsleysi að bjóða fram
í kosningum og velja flokksmenn
til setu á Alþingi. Sennilega
stafar þessi dæmafáa vitleysa í
fiórflokkunum af þeirri ástæðu
að þar hljóta einhveijir munkar
að fyrirfinnast. Guðmundur er
ekki munkur.
Þetta var svo skemmtilegur
þáttur að Guðmundur Einarsson
hlýtur að vera sjálfkjörinn í þátt-
inn hjá Ómari Ragnarssyni í
kvöld. Þar að auki getur hann
sungið. Sem er nauðsynlegt í
partíum. Dagfari