Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1986, Síða 11
DV. MIÐVIKUDAGUR 5. MARS1986.
11
Fulltrúi ís-
landsí
8. sætið.
Fulltrúi íslands í keppninni ungfrú
Evrópa, Auður Pálmadóttir, lenti í 8.
sæti er úrslitakeppnin fór fram á
Möltu sl. föstudag, 28. febrúar.
Auður fór utan á vegum Lúxus og
var valin fulltrúi íslands án nokkurrar
forkeppni. Fegurðarsemkeppnin ung-
frú Evrópa er einungis tveggja ára
gömul og í þetta sinnið tóku 24 stúlkur
þátt í henni víðast hvar að úr Evrópu.
Það var fulltrúi Svíþjóðar sem
hreppti titilinn en fulltrúi Frakklands
varð í öðru sæti. Auður Pálmadóttir
er væntanleg heim til Islands í dag en
hún hefúr verið erlendis í tengslum
við keppnina síðan 20. febrúar sl.
-S.Konn.
Selfoss:
Áttaþorra-
blót í Inghóli
Frá Regínu Thorarensen, fréttaritara
DV á Selfossi:
Átta þorrablót voru haldin í veit-
ingastaðnum Inghóli á þorranum í ár.
Þetta kom fram í spjalli fréttaritara
við Bjameyju Jónsdóttur, skrifstof-
ustúlku hjá veitingastaðnum. Kaffi-
hlaðborð eru á hverjum sunnudegi frá
kl. 14.30-18.00. Eru þau afar vinsæl.
Þann 26. janúar sl. var rétt ár liðið
frá því að Inghóll var vígður. Hefur
staðurinn veitt mörgum atvinnu i
þessu láglaunabyggðarlagi. Um 30
manns er á launaskrá. Margt af því
fólki vinnur hálfan daginn.
Dansleikir eru haldnir i Inghóli um
helgar. Er alltaf að aukast sá fjöldi
Reykvíkinga sem sækir þangað. Þá
er talsvert um að fólk úr Reykjavik
fái veitingastaðinn til að sjá um mat-
arveislur fyrirsig.
Að sögn Gunnars Friðþjófssonar
bryta kostar 22.500 krónur að halda
matarveislu fyrir 30 manns. Ef hann
er heimsendur kostar hann fyrir sama
fjölda 19.800 krónur. 180-200 manns
geta borðað í einu í Inghóli.
Styrktarfelag aldraðra
á Selfossi
Tíu nýir
félagsmenn
Frá Regínu Thorarensen, fréttaritara
DV á Selfossi:
Aðalfundur Styrktarfélags aldraðra
á Selfossi var haldinn nýlega. Var
fjölmenni á fundinum og gengu tíu
manns í félagið. Hafa aldrei fyrr geng-
ið eins margir í það á aðalfúndi en
Styrktarfélag aldraðra er fimm ára
síðan sl. haust.
Það var myndarlegt fólk og vinnulú-
ið, en lífsglatt, sem gekk til liðs við
félagið í þetta sinn. En þetta fólk
heimtaði ekki allt af öðrum eins og
nú er gert í ríkum mæli og af mikilli
frekju að þvi er mér finnst.
Nú eru 186 manns í Styrktarfélagi
aldraðra. Á síðasta ári voru famar
tvær ferðir innanlands á vegum félags-
ins, átta daga ferð á Snæfellsnes og
tiu daga ferð um Skagafjörð. Kostaði
allt þetta hvern mann 5 þúsund krón-
ur. Voru allir ánægðir og þakklátir
fyrir þá miklu fyrirhyggju og velvild
sem stjómin sýndi í áðurgreindum
ferðalögum. Einnig voru famar tvær
utanlandsferðir.
Ókútaf
Bifreið á leið úr Mosfellssveit lenti
í gærmorgun út af Vesturlandsvegin-
um við borgarmörkin þar sem öndveg-
issúlurnar em. Kona ók bifreiðinni
og var hún ein í henni. Hún slapp
ómeidd. Vegkanturinn er hár þarna
og þykir mildi að ekki fór verr.
Bifreiðin skemmdist nokkuð en er
ekki talin ónýt
Viðtalið
Viðtalið
Viðtalið
Viðtalið
„Konan mín segir mig
gleyma líðandi stundr‘
„Það var mikið af krökkum og
magnað líf í Túnunum," sagði Guð-
mundur Hauksson sem tekur innan
skamms við starfi sparisjóðsstjóra
hjá Sparisjóði Haíharíjarðar, Hann
er Reykvíkingur og alinn upp í
Túnunum. Honum líkaði svo vel að
þar bjó hann til 20 ára aldurs eða
þar til ástin dró hann til Haínar-
fjarðar. „Við höfðum Ármannsvöll-
inn alveg fyrir okkur, strákarnir í
Túnunum, og ijöruna fyrir neðan
Klúbbinn. Nú er búðið að byggja á
þessum svæðum okkar.
Ég gifti mig til Hafnarfjarðar.
Konan mín heitir Sigrún Kristins-
dóttir og er innfæddur Hafnfirðing-
ur. Við eigum 3 börn og þau em líka
Hafnfirðingar. Hins vegar er umdeilt
hvort ég er það,“ sagði Guðmundur.
Lýjandi að vera fjármálastjóri
Arnarflugs
Guðmundur er 36 ára og hefur að
undanförnu gegnt því erfiða starfi
að vera fjármálastjóri Arnarflugs.
„Ég hef yfirleitt haft mjög mikið að
gera en þessi ár hjá Amarflugi hafa
slegið öll met. Þetta er mjög lýjandi
starf og ég hef ekki haft möguleika
á að sinna mínum áhugamálum."
Guðmundur sagðist ekki vera
uggandi um framtíð Amarflugs.
„Amarflug er á góðri leið með að
yfirstíga þau vandamál sem fylgja
því að hefia áætlunarflug. Miðað við
þær ráðstafanir, sem nú eru á prjón-
unum, er ég bjartsýnn á framtíð fé-
lagsins."
...x-.5. iiiiiainjM'utmR.'ii.iwlti'.v''
Guðmundur Hauksson hyggst hætta því erfiða starfi að vera fiármála-
stjóri Arnarflugs. Hann vill heim í Hafnai'fiörð og mun taka við starfi
sparisjóðsstjóra hjá Sparisjóði Hafnarfiarðar um næstu mánaðamót.
DV-mynd PK
Eins og svo margir fiármálaspek-
ingar á íslandi gekk Guðmundur í
Verslunarskólann og lauk þaðan
stúdentsprófi 1970. Þá lá leiðin í
viðskiptafræðina í Háskóla íslands
og útskrifaðist hann þaðan 1976.
Guðmundur vann heilmikið með
náminu, var aðalbókari hjá Seltjam-
ameshreppi og síðan sveitarstjóri
Vatnsleysustandarhrepps til l.sept.
1976. Hann var skrifstofústjóri
Málningarverksmiðjunnar Hörpu
hf. í Reykjavík frá 76 til 81, er hann
hóf störf hjá Amarflugi.
Get núna farið að sinna mínum
áhugamálum
„ Sparisjóðsstjórastarfið verður
auðvitað mjög frábrugðið þeim störf-
um sem ég hef hingað til unnið. En
sú reynsla sem ég hef hlotið við fiár-
málastjórnun á eftir að nýtast mér
vel. Ég hlakka til að hefia þetta
starf, vera nærri heimili mínu og
geta kannski farið að sinna ein-
hverju af áhugamálum mínum."
Áhugi Guðmundar beinist fyrst og
fremst að tvennu, íþróttum og flugi.
Það hljómar svolítið einkennilega
að hjá Arnarflugi gat hann aldrei
sinnt fluginu. Hann hefúr einkaflug-
mannspróf, átti hlut í flugvél í gamla
daga og hefur það sterklega í liuga
að fiárfesta í flugvél á næstunni.
Má ekki gleyma iiðandi stund
„Aðstæður til einkaflugs á íslandi
em með því besta sem gerist í heim-
inum. Það er lítil flugumferð, tært
loft, gott útsýni, sérstaklega á góð-
viðrisdögum, og víða hægt að lenda.“
Aðspurður sagðist Guðmundur
ekki hafa neina sérstaka framtíðar-
drauma.„Ég ætla að reyna að njóta
líðandi stundar meira en ég hef gert.
Þótt maður sé upptekinn og að
stefna að einhverjum markmiðum
þá má maður ekki gleyma að njóta
þess að vera til á hverjum tíma.
Konunni minni finnst ég ekki hafa
lifað nægilega eftirþessari lífssvn."
-KB
Hótel Húsavík býður
upp á margs konar
þjónustu
GEGNUMIS
Góö aðstaða til útiveru
Ættarmót
Helgarferðir fyrir saumaklúbba
Veiði í gegnum ís
F ermingarveislur
Árshátíðir
Veislur fyrir hvers konar tækifæri
Ráðstefnur, fundir
Dansleikjahald
Endasprettur eftir Peter Ustinov Leikfélag Húsavflmr
Þríréttaður kvöldverdur ogleiksýningkr. 1.100,-
+ gisting í eina nótt í tveggja manna herb. kr. 1.650,-
+ Flug REK-HZK-REK gisting, kvöldverður, leikhús kr. 4.500,-
(Gildir til 20.3.)
HÓTEL HÚSAVÍK
Sími 96-41220
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899