Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1986, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1986, Blaðsíða 40
Hafir þú ábendingu eða vitn- eskju um frétt - hringdu þá í sima 687858. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 3.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst.óháð dagblaö MIÐVIKUDAGUR 5. MARS1986. Framsókn íReykjavík: Sigrún skipar efsta sætiö Sigrún Magnúsdóttir kaupmaðui' skipar efsta sætið á framboðslista Framsóknarflokksins fyrir borgar- stjómarkosningamar í vo.r og Al- freð Þorsteinsson, forstjóri Sölu- nefndar varnarliðseigna, verður í öðru sæti. Þessi skipan er samkvæmt tillög- tun uppstillingarnefndar ílokksins. Nefndin hefiu- þegar ákveðið fimm efstu sætjn. Á næstu dögum verður síðan gengið endanlega frá listan- um og hann borinn undir atkvæði fúlltrúaráðs flokksins. í þriðja sæti er Þrúður Helga- dóttir, litunarsérfræðingur á Ála- fossi. Hallur Magnússon háskóla- nemi skipar fjórða sætið og Mar- geir Daníelsson. frænkvæmdu- stjóri lífeyrissjóðs SÍS. f'yllir fimmta sætið. -APH RAÐIST ÁMANN MEÐ HNÍFI Maður kom til lögreglunnar í Reykjavík í nótt og kærði árás á sig með hntfi. Ráðist var A mann- inn fyrir utan veitingahúsið Hrafninn við Skipholt og hann rændur. Maðurinn, sem var lítisháttar skaddaður, sagðist hafa verið með um níu þúsund krónur á sér. At- burður þessi gerðist á þriðja íi- manum í nótt. Málið er nú í rann- sókn hjá Rannsóknarlögreglu rik- isins. -SOS T RAUSTIR MENN 25050 sEnDiBíinsTöÐin LOKI Þá er að bauna á Svíana! Flugleiðaþota hætti í moigun við lendingu á síðustu stundu: Herþotur fyrir á flugbrautinni Flugleiðaþota með 257 manns um borð neyddist á siðustu stundu til að hætta við lendingu á Keflavíkur- flugvelli um klukkan hálfsjö í morg- un. Ástæðan er sú að tvær F-15 herþotur Vamarliðsins voru fyrir á flugbrautinni. „Við vomni komnir að flugbraut- arendanum þegar við gáfum fullt afl og tókum klifurbeygju." sagði Ámundi H. Ólafsson, flugstjóri DC-8 þotunnar, sem var að koma frá New York. „Það hefur eitthvað tafið fyrir herflugvélunum. Þær vom lengur að athafna sig á flugbrautinni en búist var við. Þetta var ekki alvarlegt og gert ráð fyrir þessu. Við sáum alltaf við- komandi á flugbrautinni. Við vorum aðvaraðir af flugtuminum. Það var mjög góð samvinna við flugturninn. Við vorum ekki búnir að fá heimild til lendingar. Við tókum svo einn stuttan hring. Það getur alltaf komið fyrir að flugvélar séu seinar að taka sig á loft. Það kom svipað fyrir mig í New York á síðasta ári. Þá var farþega- flugvél á brautinni," sagði Ámundi H. Ólafsson. Guðmundur Óli Ólafsson, yfirflug- umferðarstjóri í Keflavík, sagði það algengt um allan heim að flugvélar yrðu að hætta við lendingu vegna þess að flugbraut væri ekki auð. -KMU Það er ygglibrún á Helga Skúlasyni og ekki að ófyrirsynju, því hann býr sig undir að leika einn mesta fant sem William Shake- speare hefur skapt, kroppinbakinn Ríkharð þriðja. Frumsýning á Ríkharði þriðja fer fram í Þjóðleikhúsinu núna á laugardaginn, 8. mars, og taka yfir fjörutíu manns þátt í sýningunni, en breskir sérfræðingar stjóma henni. -ai Rekin vegna sýningarstarfa fýrir Pan-póstverslun: „Ætla að halda áfram aðsýna“ - segir Bryntíis Malmö „Mér hefur verið sagt að vinnuveit- endum sé ekki stætt á að skipta sér af hvað starfsmenn geri í sínum fri- stundum. Auk þess lít ég svo á að við séum ekki að auglýsa klámvörur held- ur föt,“ sagði Bryndís Malmö í samtali við DV í morgun. Henni hefur verið sagt upp störfúm á skrifstofu Verzlun- arskóla íslands af skólastjóra skólans, Þorvarði Elíassyni, vegna sýningar- starfa hennar í Pan-hópnum svokall- aða, sem sýnt hefur undirfatnað og fleira í veitingastaðnum Uppi og Niðri. „Mér finnst gaman að starfa sem sýningarstúlka hjá Pan og ég ætla að halda því áfram. En það er leiðinlegt að þurfa að hætta hjá Verzlunarskól- anum með þessum hætti. Mér hefur boðist fullt starf hjá Pan. Það getur verið að ég taki því. Ég ætlaði að vísu að hætta allri vinnu í Islandi í sumar. Eg er á leiðinni út ásamt unnusta mínum,“ ságði Bryndis Malmö. -KB Skipverji féll fýrirborð Vélstjóri á Laxfoss er saknað. Óttast svaraði hann ekki. Hann fanst ekki er að maðurinn hafi fallið fyrir borð um borð. í nótt fyrir sunnan land. Fimm vindstig og haugasjór var á Þegar kalla átti manninn á vakt, þeim slóðum sem Laxfoss var. -SOS Veðrið á morgun: Lægðin á leið til Noregs Norðvestanátt verður um austan- vert landið en sunnan eða suðvest- anátt um landið vestanvert. ÉI verða við norðurströndina og sennilega suðvestanlands líka. Það sem veldur þessum ósköpum er að gesturinn okkar frá Ný- fundnalandi verður á ferð milli Is- lands og Noregs á morgun. En á Grænlandshafi er lægð að sækja í sig veðrið þannig að hallast fer til sunnanáttar um vestanvert landið. Ferðaáætlun Grænlandslægðarinn- ar er óljós ennþá, hún gæti hugsan- lega verið á leið eitthvað upp Græn- landssundið. Vægt frost mun verða um land allt, hitastigið aðeins undir frost- marki - á bilinu eitt til fimm stig. -baj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.