Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1986, Blaðsíða 14
14 DV. FIMMTUMGUR 17. APRÍL 1986: Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÖSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLT111 Prentun: ÁRVAKUR HF.-Áskriftarverð á mánuði 450 kr. Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Sómasamleg húsnæðislán Ríkisstjórnin hefur í höfuðdráttum samþykkt upp- kast að frumvarpi um húsnæðislán, sem aðilar vinnu- markaðsins sömdu í tengslum við stóru kjarasamning- ana í vetur. Þetta er gott frumvarp, sem Alþingi þarí að samþykkja áður en það fer í sumarfrí. Síðast, þegar vitað var, hafði ríkisstjórnin ekki sam- þykkt 3,5% raunvextina, sem uppkastið gerir ráð fyrir. Rökstyðja má, að þeir ættu að vera hærri, einkum þar sem ríkið þarf að taka hluta fjármagnsins að láni hjá lífeyrissjóðum og öðrum aðilum á 9% raunvöxtum. Hins vegar er æskilegt, að litið sé á þennan vaxta- mun sem niðurgreiðslu hins opinbera á kostnaði fólks við að eignast íbúð. Ríkið telji svo mikilvægt að gera fólki kleift að eignast þak yfir höfuðið, að það leggi fram vaxtamuninn sem eins konar herkostnað. Auðvitað verður að athuga, að niðurgreiðslunni rign- ir ekki úr heiðskíru lofti. Hún mun kosta mikið fé, sem ekki nýtist til annarra sameiginlegra þarfa þjóðarinn- ar. Menn verða að ákveða, að húsnæðismálin séu svo mikilvæg, að þau beri að taka fram yfir aðrar þarfir. Til þess að spara tíma og tryggja framgang þessa stórmerka frumvarps áður en Alþingi fer í sumarfrí, er skynsamlegt, að 3,5% raunvextir verði samþykktir, úr því að þeir eru í uppkastinu. Síðar má breyta lögunum, ef menn telja aðra raunvexti heppilegri. Frumvarpið gerir ráð fyrir, að hámarkslán til nýrra íbúða verði tvöfalt hærri en áður og þrefalt hærri en áður til notaðra íbúða. Fólk á að fá 2,1 milljón hjá Byggingasjóði ríkisins til nýrrar íbúðar og 1,47 milljón- ir til notaðrar íbúðar. Þetta er umtalsverð aukning lána, þótt útlánageta lífeyrissjóða muni minnka á móti. Þeir neyðast sam- kvæmt frumvarpinu til að lána Byggingasjóði 55% af ráðstöfunarfé sínu til þess að sjóðfélagarnir fái há- markslán. Eitthvað eiga þeir þó að geta lánað að auki. Með einhverjum beinum lánum frá lífeyrissjóðum á samanlögð lánsfjárhæð að fara langt í að mæta um 80% af byggingakostnaði, svo sem lengi hefur verið stefnt að, en hingað til án árangurs. Þar með minnkar þörf fólks á dýrum skammtímalánum, til dæmis í bönkum. Ekki er síður mikilvægt, að samkvæmt frumvarpinu næst loksins markmiðið, að íbúðalán séu veitt til 40 ára í stað 31 og 21 árs. Það stuðlar að lækkun greiðslubyrð- ar á fyrstu árunum um meira en helming. Hún verður 73.500 krónur á ári af hámarksláni. Veitt verða hámarkslán út á íbúðir, sem ekki eru stærri en 170 fermetrar. Síðan lækka lánin um 2% á fermetra, niður í engin lán út á 230 fermetra. Þetta er tilraun til að fá fólk til að byggja hóflegar íbúðir í stað félagsheimilanna, sem tíðkast hafa undanfarin ár. Frumvarpið gerir réttilega minni greinarmun en áður á lánum til nýrra og notaðra íbúða. Upphæð síðari lán- anna verður 70% af hinum. Æskilegt væri að breyta lögunum á næsta þingi til að minnka þennan mun enn frekar. Þjóðin þarf nefnilega að nýta gömlu húsin betur. En auðvitað tekur þingmenn tíma að átta sig á, að það er ekki fyrst og fremst nýtt íbúðarhúsnæði, sem þjóðin þarf, heldur betri nýtingu húsnæðisins sem fyrir er. í rauninni hefur í stórum dráttum þegar verið byggt sem svarar þörf, en það er nýtingin, sem er ekki í lagi. Þrátt fyrir gallana er frumvarpið hið merkasta. Það verður að vísu dýrt í framkvæmd, en endurlífgar tæki- færi þjóðarinnar til að eignast þak yfir höfuðið. .. -.._.. _ ___jíónas Kristjánsson Skuldabasl, upplausn fjöl- skyldna, félagsleg vandamál, nauðungaruppboð á eigum fólks og jafnvel gjaldþrot héfur orðið hlutskipti margra fjölskyldna sem ráðist hafa í að koma sér upp þaki yfir höfuðið á umliðnum árum. Ástæða þess er einkum gífurleg kjaraskerðing sem launafólk hefur orðið að sæta á undanförnum árum og það misgengi í launum og láns- kjörum sem fólk hefur búið við. - Ekki síður má rekja þetta ástand til þess að fólk hefur ekkert val á húsnæðismarkaðnum. Það er knú- ið nauðugt viljugt til að eignast húsnæði þótt það hafi ekki til þess fjárhagslegt bolmagn og lánskjör- in, sem boðið er upp á, eru flestum ofviða. Rekið út í eignaríbúðir Sú húsnæðisstefha, sem rekin hefur verið, gerir það að verkum að fólk hefur ekkert val um það „Við viljum skapa þær aðstæður í húsnæðismálum fyrir fjölskyldur í landinu að þær geti lifað eðlilegu fjölskyldulífi, í stað vinnuþræl- dóms, skuldabasls og félagslegra vandamála, sem húsnæðisstefna og misskipting eigna og tekna hefur kallað yfir margar fjölskyldur í landinu." Ný lausn í húsnæðismálum hvernig það vill verja lífi sínu. Allt fjármagn, sem fólk stritar fyrir, fer í að greiða niður skuldir vegna húsnæðisöflunar. Fólk er hreinlega rekið út í að eignast íbúð - og fram- tíðin, sem við hlasir, er að eyða mörgum bestu árum ævi sinnar í að greiða niður skuldir til að koma sér þaki yfir höfuðið. Til þess þarf það að vinna myrkranna á milli og fórna eðlilegu fjölskyldulífi. Þrátt fyrir margra ára strit og sparnað er hinn bitri og kaldi veruleiki sá sem hundruð og þúsundir fjöl- skyldna standa nú frammi fyrir að eiga minna og vera fátækari en þegar lagt var upp í baslið. Fólk stendur hreinlega frammi fyrir eignaupptöku. Eignirnar rýrna í verði og skuldirnar verða alltaf risavaxnari, þrátt fyrir að á ári hverju fara sífellt fleiri og fleiri mánaðarlaun í að greiða niður skuldirnar. Fólk hafi val Það sem er til raða er að breyta þeirri húsnæðisstefnu sem rekin hefur verið. Það þarf að gefa fólki val í húsnæðismálum eftir efnum og ástæðum - val sem býggir á því að fólk þurfi ekki að eyða bestu árum ævi sinnar í vinnuþrældóm og að það þurfi ekki að fórna eðli- legu fjölskylduh'fi til að eignast húsaskjól. skyldulífi, í stað vinnuþrældóms, skuldabasls og félagslegra vanda- mála, sem húsnæðisstefna og misskipting eigna og tekna hefur kallað yfir margar fjölskyldur í þessu landi. Kostir kaupieiguíbúða Sú nýja lausn, sem Alþýðuflokk- urinn nú boðar í húsnæðismélum, JOHANNA SIGURÐARDÓTTIR ÞINGMAÐUR FYRIR ALÞÝÐUFLOKKINN a „Kaupleiguíbúðir hafa þann kost að ™ sameina kosti íbúða í verkamannabú- stöðum, eignaíbúða, búseturéttaríbúða og leiguíbúða." Út á það gengur tillaga Alþýðu- flokksins um nýja lausn í hús- næðismálum. Við viljum að fólki sé búið það húsnæðisöryggi að það þurfi ekki að lifa í sífelldum ótta um að missa eigur sínar. Við viljum reka þá húsnæðisstefnu að heiðvirt fólk, sem vinnur myrkranna á milli, sé ekki gert að vanskilamönnum og sjálfsvirðing þess sé brotin niður af því að því er um megn að standa í skilum, þrátt fyrir langan vinnu- dag. Við viljum breyta því að húsnæðisstefnan hneppi fólk í fjötra skulda og basls. Við viljum að fólk fái val um hvernig það vill lifa lífinu og verja þeim fjármunum sem það vinnur fyrir. Við viljum skapa þær aðstæður í húsnæðis- málum fyrir fjölskyldur í landinu að þær geti lifað eðlilegu fjöl- er kaupleiguíbúðir, sem þekktar eru víða í okkar nágrannalöndum, ekki síst þar sem jafnaðarmenn fara með völd. Þar er boðið upp á ýmsa valkosti í húsnæðismálum auk eignaíbúða, bæði búseturéttar- íbúðir, leiguíbúðir svo og kaup- leiguíbúðir. Kaupleiguíbúðir hafa þann kost að sameina kosti íbúða í verka- mannabústöðum, eignaríbúða, búseturéttaríbúða og leiguíbúða. Ibúðir í verkamannabústöðum er sá kostur sem hagstæðastur er í húsnæðismálum hér á landi. Til- tölulega fáir hafa þó aðgang að slíkum íbúðum, bæði vegna þess að fáar íbúðir eru byggðar í verka- mannabústaðakerfinu og einnig vegna ýmissa skilyrða sem sett eru, s.s. að viðkomandi þarf að vera innan vissra tekjumarka ef hann á að hafa möguleika á íbúð í verka- mannabústöðum. - Á sl. 5-6 árum hafa einungis verið byggðar 68 leiguíbúðir á vegum sveitarfélaga, þar af 1 a sl. ári. Á árinu 1983 voru byggðar 158 íbúðir í verkamanna- bústöðum, 175 árið 1984 og 176 íbúðir árið 1986. Svo er þó komið að þó íbúðir í verkamannabústöð- um séu hagstæðasti kosturinn sem býðst þá ráða margir ekki við þá útborgun sem krafist er, eða 20% af byggingarkostnaði sem t.a.m. af íbúð, sem kostar 2,3 milljínir, er 460 þúsund. í dagblaði var einmitt ný- lega bent á að treglega gengur að selja 14 íbúðir í fjölbýlishúsi sem byggt var á vegum Verkamannabú- staða á Sauðárkróki af því að fólk ræður ekki við útborgunina. Kaup- leiguíbúðir eru því fólki hagstæð- ari en verkamannabústaðaíbúðir; í fyrsta lagi vegna þess að fólk getur valið um leigu eða kaup á slíkum íbúðum og í öðru lagi þarf fólk ekki að leggja fram neina útborg- un, heldur eingöngu fastar, mánaðarlegar greiðslur. 6000 kaupleiguíbúðir Þingmenn Alþýðuflokksins hafa lagt til á Alþingi að á næstu 10 árum verði árlega byggðar eða keyptar 6000 kaupleiguíbúðir. Við leggjum til að félagsmálaráðherra hafi frumkvæði að því að leita til sveitarfélaga, launþegasamtaka eða annarra félagsamtaka um að hefja byggingu og/eða kaup á 6000 kaupleiguíbúðum á næstu 10 árum. Heimilt yrði að ráðstafa 4 fyrstu árin tilteknum fjölda íbúða á hverju ári til þeirra sem byggðu eða keyptu húsnæði eftir 1980 og að mati ráðgjafarþjónustu Húsnæðis- stofnunar geta ekki haldið hús- næði sínu vegna mikilla greiðslu- erfiðleika. Fjármögnun verði með þeim hætti að byggingarsjóðirnir leggi fram 80% byggingarkostnaðar, en framkvæmdaaðilar (sveitarfélög, launþegafélög eða önnur félaga- samtök)20% af byggingarkostnaði. Lagt er til að kaupleiguíbúðir verði annars vegar félagslegar íbúða- byggingar, fjármagnaðar úr Bygg- ingarsjóði verkamanna með 1% vöxtum fyrir láglaunafólk, og hins vegar kaupleiguíbúðir á almennum markaði, fjármagnaðar úr Bygg- ingarsjóði ríkisins með 3,5% vöxtum. Framhald þessarar greinar, þar sem fjármögnun kaupleiguíbúða er útlistuð nánar, birtist í blaðinu á morgun. Jóhanna Sigurðardóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.