Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1986, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1986, Blaðsíða 23
Umsjón; Jóhannes ReyKdal DV. FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1986. [ BÍLAR Sparaksturskeppni BÍKR og Skeljungs um aðra helgi: Búist við harðri keppni smábíla Sparakstur er vinsælt form á akst- ursíþrótt sem gerir miklar kröfur til ökumanna jafnframt því að slík keppni gefur óneitanlega til kynna hvaða bílar eru sparneytnir og hirða færri krónur úr buddunni við bensíntankinn. Um aðra helgi gangast Bifreiða- íþróttaklúbbur Reykjavíkur og Skeljungur fyrir slíkri keppni. Það verður laugardaginn 26. apríl sem keppnin fer fram og er eingöngu bifreiðaumboðum boðin þátttaka. Skorist hins vegar eitthvert þeirra úr leik áskilja keppnishaldarar sér rétt til að senda bíl í þess stað. í þessari keppni er lögð höfuðá- hersla á að fá fram bensíneyðslu bifreiða miða'ð við eðlilegan akst- ursmáta og hraða. Keppnisvega- lengd er 300 km og þar af verða eknir eitt hundrað kílómetrar í þéttbýli og um tvö hundruð km utanbæjar. Leiðinni er skipt niður í 6-7 áfanga, sem hvern fyrir sig verður að aka með fyrirfram ákveðnum meðalhraða, og er kepp- endum refsað ef þeir aka of hægt. Meðalhraðinn verður mismunandi og getur orðið allt upp í 70 km á klst. Allir bílarnir verða óbreyttir eða eins og hver og einn fjölskyldubíll er. Fyrir keppnina verða þeir skoð- aðir á stillingaversktæði og meðal annars athuguð loftþyngd í dekkj- um, vifta, rafall, loftsíur, blöndung- ur og annað það sem áhrif getur haft á eyðsluna. Til að mæla eldsneytiseyðsluna er settur í bílinn aukabensíngeymir og sá upprunalegi aftengdur. Aður en lagt er af stað er aukatankurinn vigtaður með eldsneyti og síðan aftur að akstrinum loknum. Með eðlisþyngd er síðan hægt að reikna út eyðslu viðkomandi bíls með mik- illi nákvæmni. Enginn einn sigurvegari verður tilnefndur eftir keppnina heldur sá sem vinnur í hverjum stærðar- Fyrir og eftir keppnina er eldsneytið vigtað nákvæmlega og þannig reikn- að út h.ve miklu eldsneyti viðkomandi bíll hefur eytt á þeim 300 km sem eknir verða í keppninni annan laugardag. flokki sem miðast við rúmtak vélarinnar og tegund eldsneytis. Jafnframt geta bifreiðaumboðin sent flokka til keppni innan hvers stærðarflokks og þá er tekið tillit til árangurs hópsins. Stærðarflokkarnir eru sem hér segir: 1. bensín 0 - 1000 rúmsm. 2. bensín 1001 - 1000 rúmsm. 3. bensín 1301 - 1600 rúmsm. 4. bensín 1601 - 2000 rúmsm. 5. bensín 2000 og yfir 6. dísil 0 - 1300 rúmsm. 7. dísil 1301 - 1600 rúmsm. 8. dísil 1601 - 2000 rúmsm. 9. dísil 2000 og yfir Niðurstöður í þessari keppni geta gefið almenningi nokkuð raunhæfa niðurstöðu um hvesru litlu bifreið getur eytt af eldsneyti undir eðli- legum kringumstæðum, ef aðeins er hugsað um að eyða sem minnstu eldsneyti. Keppnin hefst við bensínstöð Skeljungs að Laugavegi 180 kl. 13.00 laugardaginn 26. apríl og lýk- ur við félagsheimili BÍKR að Skemmuvegi 22 í Kópavogi síð- degis sama dag. Búast má við harðri keppni milli bifreiðaumboðanna, sérstaklega þeirra sem bjóða upp á minni bíla með vélum sem eru með lítið rúmtak. Mynd- in sýnir tvo sigursæla keppendur í sinum stærðarflokki í sparaksturs- keppninni í fyrra. Jeep Cherokee og Wagoneer: Sportlegri og betur búnir nokkru í minnkaðri mynd líkt og aðrir bandarísku jeppar gerðu og sýndist sitt hverjum um þá breytingu en á heimamarkaði náðu þeir veru- legri hylli og var til dæmis Cherokee kosinn fjórhjóladrifsbíll ársins 1984. Með 1986 árgerðunum verður Cherokee enn sportlegri en áður og búnaður Wagoneer bættur til að mæta auknum kröfum og eins til að skapa þessum bílum grundvöll til að ná aftur þeims sessi sem þeir höfðu á jeppamarkaði áður. Cherokeebíllinn verður fáanlegur bæði sem tveggja og fjögurra dyra en Wagoneer verður aðeins í fjög- urra dyra útfærslu og í útliti mun hann skilja sig frá þeim fyrrnefnda vegna nýs útlits á framenda. Vélar verða eins í báðum bilunum, 2,5 litra fjögurra strokka, en val um 2,8 lítra V-6 bensínvél eða 2,8 litra turbo dísil. Val verður um þrjár teg- undir skiptinga, venjulega fjögurra gíra skiptingu, fimm gira eða þriggja þrepa sjálfskiptingu. Turbo disilbíll- inn verður þó aðeins með fimm gíra beinskiptum kassa. Til viðbótar bjóða American Mot- ors ennþá upp á „fullvaxinn" jeppa, Grand Wagoneer, sem enn er með svipað lag og útlit og áður en þó er með 1986 árgerðinni boðið upp á nokkrar útlitsbreytingar og eins á búnaði, en þar eru breytingarnar marktækari. Til að auka enn aksturshæfni er boðið upp á sem aukabúnað bæði „Trac-Lok“ sem hálflæsing á aftur- drifi og verður nú fáanleg á öllum gerðum, einnig bílum með sídrifi og Miklar breytingar hafa átt sér stað á markaði fjórhjóladrifinna bíla hér- lendis undanfarin ár. Amerísku „jepparnir" sem voru nær einráðir hér áður fyrr hafa þurft að láta í minni pokann fyrir japönskum jepp- um og eins fjórhjóladrifnum fólks- bílum sem í æ ríkari mæli hafa tekið við og mætt þörfum margra um fjór- hjóladrif. Á tímabili voru það Jeep Wagoneer og Cherokee sem áttu allverulega markaðshlutdeild í flokki stærri jeppa, en máttu láta undan síga með hækkandi stöðu dollarans og auk- inni sókn annarra ódýrari bíla í svipuðum stærðarflokki. Nú hafa þessir bílar aftur birst hér á landi og á nokkuð samkeppnisfæru verði vegna batnandi stöðu dollar- ans. Báðar gerðirnar komu fram fyrir "t .... „ Jeep Cherokee er nú á ný tilbúinn í slaginn hér á landi enn betur búinn en áður og á samkeppnisfæru verði því hann kostar nú frá 950 þúsund krónum. eins er nú boðið upp á sérstakan „óbyggðapakka" en í honum felast öflugri höggdeyfar, stærri dekk, ör- yggishlífar undir bílnum, dráttar- krókar, betri fjöðrun og mun meiri doblun i stýri. KLIPPUM OG BEYGIUM JÁRN eins og þú vilt m Leitið upplýsinga: BREIÐFJÖRÐ MJKKSMUJA-STTYPUMÚT-VBSCmUJUt SICTÚNI 7 -121 REYKJAVÍK-SIMI29022 SANITAS TÓMATSÓSA VEIJUM ÍSLENSKT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.