Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1986, Blaðsíða 2
- DV. FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1986. Fréttir Frétlir Fréttir Fréttir Til Mexíkó með fimm milljónir? - Enn fréttist ekkert af Hermanni Björgvinssyni „Ef ósk um áframhaldandi farbann hefði komið frá ríkissaksóknara hefðum við að sjálfsögðu orðið við henni. Sú ósk kom aldrei og því var látið nægja að hafa Hermann í far- banni til 12. mars," sagði Magnús Ásgeirsson, aðalfulltrúi hjá bæjar- fógetaembættinu í Kópavogi. Engin ósk Rannsóknarlögregla ríksins hafði farið fram á að farbann Hermanns gilti til 1. júní en þegar málið var Fréttaljós Eiríkur Jónsson úr þeirra höndum í byrjun febrúar og sent ríkissaksóknara tók Magnús ákvörðun um styttingu farbannsins. „Það var ríkissaksóknara að meta hvort óskað væri eftir frekari að- gerðum. Svo var ekki," sagði Magnús. Aðspurður hvers vegna 12. mars hefði orðið fyrir valinu, sagði Magn- ús: „Hvers vegna ekki 12. eins og 13. eða 14., einhvers staðar varð að draga mörkin?" Innheimtur í samtali við DV á þriðjudaginn, er ljóst var að Hermann Björgvins- son væri kominn til Bandaríkjanna ásamt fjölskyldu sinni, sagði Jónat- an Sveinsson saksóknari að verjandi Hermanns Björgvinssonar, Grétar Haraldsson, hefði ekki alið með þeim neinn ótta um að Hermann hygðist flýja land: „Við sáum því ekki ástæðu til að setja hann í farbann." I þessu sambandi er athyglisvert að íhuga ummæli gamalla félaga Her- manns Björgvinssonar um að Hermann hafi eytt síðustu dögum sínum hér á landi í að innheimta gamlar kröfur ásamt lögmanni sín- um, Grétari Haraldssyni. Akveðinn ótti Þrátt fyrir eftirgrennslanir yfir- valda um ferðir Hermanns Björg- vinssonar í Bandaríkjunum er enn með öllu óljóst hvort harvn snýr aftur heim eða hyggst dvelja erlendis um ókomna framtið. Ólöf Pétursdóttir, héraðsdómari í Kópavogi, var að þvi komin að birta Hermanni ákæru er hann hvarf af landi brott. „Það var ákveðinn ótti meðal okkar um að Hermann færi úr landi. Þetta á eftir að torvelda dómsrannsókn og máls- meðferð alla," sagði hún er DV færði henni fréttirnar um ferðalag Her- manns. Þó er það álit lögmanna að unnt verði að dæma í máli Her- manns að honum fjarstöddum og samkvæmt upplýsingum dómsmála- ráðuneytisins mun mál hans firnast á fimm árum ef og þegar hann verð- ur dæmdur. -Jg*¦ <¦ Snýr Hermann Björgvinsson aftur til íslands? 4-5 milljónir Samkvæmt heimildum DV tókst Hermanni að innheimta 4-5 milljón- ir króna áður en hann lagðist í ferðalag ásamt fjölskyldu sinni. Ætt- ingjar hans, er DV hefur haft samband við, telja þó allir sem einn að Hermann snúi heim er hann hef- ur notið hvíldar vestanhafs. Tengda- móðir hans sagði: „Hermann var úttaugaður. Þetta mál hefur tekið óskaplega á hann. Hann varð að hvílast." Mexikó Gamall kunningi Hermanns er þó á annarri skoðun: „Fuglinn er flog- inn. Hermann kemur' ekki aftur í bráð. Hann ræddi það oft að fara til Mexíkó eða þá að fara að stunda viðskipti í íslendingabyggðum í Seattle. Þar gera menn út á túnfisk, krabba, lax og rækju við Alaska og gera það gott. Þar á Hermann einn- ig skyldmenni, föðursystur, en eiginmaður hennar rekur sjálfsala víða í Bandaríkjunum." Föðursystir Hermanns, sem búsett er í Seattle, Stella Hermannsdóttir, er stödd hér á landi um þessar mund- ir og hún sagði í samtali við DV: „Ykkur kemur ekkert við hvort Hermann kemur í heimsókn til mín eða ekki. Það er okkar mál." Að vinna tíma Annar kunningi Hermanns sagði: „Hermann er að vinna tíma. Hann getur farið yfir til Kanada þegar að framsali kemur og síðan til Mexíkó ef þannig horfir við. Því lengri tími sem líður því meiri möguleikar verða á því að staða hans í Bandaríkjunum breytist þannig að örðugara reynist að fá hann framseldan." Að sögn Jónatans Sveinssonar sak- sóknara verður vissulega látið reyna á framsal ef Hermann lætur ekki sjá sig í bráð hér á landi: „Það er óvar- legt af Hermanni að treysta því að hann fái að vera í friði í Bandaríkj- unum." -EIR Hermarm Guðmundsson. Hafið þið séð þennan mann? ' Lögreglan í Grindavik lýsir eft* ir Hermanni Guðmundssyni frá Sjónarhóli, Grindavík. Herraann sást síðast við unglingaskemmti- staðinn Gjána í Grindavík aðfaranótt sunnudagsins 13. apríl. Hermann er 17 ára gamall, 180 sm á hæð, skoihærður, klæddur gráum buxum, gráum rúskinn- sjakka, drapplitaðri skyrtu, bláu ullarvesti og svörtum skóm. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Hermanns eru beðnir um að snúa sér til lögreglunnar í Grindavik í síma 92-8444 eða lögreglunnar í Keflavík í síma 92-3333. „Snjóaði ekki sérstaklega fyrir mig?" - spuiði Fats Domino víð komuna til landsíns „Mér var sagt að hér væri enginn snjór. En svo skilst mér að það hafi snjóað síðustu nótt. Var það ekki sér- staklega gert fyrir mig?" spurði Fats Domino, rokkarinn góðkunni þegar hann snaraðist ásamt fríðu föruneyti inn á Loftleiðahótelið. Hann kom til landsins í gær og ætlar að halda hér sex tónleika á Broadway, þá fyrstu í kvöld. „Ég læt mér ekkert bregða við kuld- TÓKST EKKI AD SEMJA Ekki tókust samningar milli starfs- fólks veitingahúsa og viðsemjenda þess á samningafundi sem stóð til klukkan tvö í nótt. Sáttasemjari boðaði formenn samn- inganefndanna á sinn fund í morgun og ætlaði að freista þess að ná samn- ingum áður en tveggja sólarhringa verkfall hefst á morgun. -APH ann þótt þetta sé nokkur munur frá því sem var í Texas í gær," sagði Dom- ino enda var hann kappklæddur og við öllu búinn. „Ég er orðinn svo van- ur þessu flakki við ýmsar aðstæður eftir fjörtíu ár í tónlistinni. Fyrir mán- uði var ég í Evrópu, fór svo aftur vestur, þá hingað og héðan fer ég til New Orleans. Snjór hér, sól þar - ég er við öllu búinn." Fats Domino sagðist ætla að bjóða íslenskum áheyrendum upp á það helsta sem hann hefur hljóðritað á umliðnum árum. „Ég ætla að bjóða fólki upp á þennan Fats Domino sem allir þekkja. Ég veit að Islendingar þekkja lögin mín. Nú fáið þið tæki- færi til að heyra okkur félagana leika þau," sagði Domino kotroskinn og vingsaði sambyggða stereósegulband- inu eins og hinir unglingarnir. í för með Domino er m.a. Herbert Hardesty, gamalreyndur rokkari, sem 'lengi hefur fylgt kappanum og verið með á öllum plötum hans. -GK Fats Domino við komuna til landsins í gær. Hér heldur hann sex tónleika og hverfur svo aftur vestur um haf til hinnar snjólausu New Orleans. DV-mynd GVA. j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.